Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 14
Í SAINT-ÉTIENNE
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Skari Íslendinga sem fylgdist með
fyrsta leik þjóðarinnar í lokakeppni
stórmóts karlalandsliða í fótbolta í
fyrrakvöld er nú horfinn á braut frá
þeirri vinalegu og fallegu borg, Saint-
Étienne. Minningarnar eru góðar og
gleymast væntanlega aldrei en áfram
skal haldið. Næst er það Marseille,
heillin. Þar tökum „við“ á móti Ung-
verjum á laugardaginn.
Fulltrúar lýðveldisins og aðrir
stuðningsmenn Íslands í borginni
voru gífurlega glaðir í leikslok eins
og nærri má geta. Fyrir leik var
spennan í hámarki. Fyrir utan völl-
inn rakst Morgunblaðið meðal ann-
ars á Ítalann Angelo Gandolfi, eig-
anda íþróttavörufyrirtækisins Errea,
sem gat ekki leynt gleði sinni yfir því
að Ísland væri með á EM. Það er eina
Errea-liðið á mótinu, eins og hann
sagði og því liggur algjörlega ljóst
fyrir hvaða liði hann og hans fólk
heldur með!
Þeir höfðu mælt sér mót fyrir utan
leikvanginn, Þorvaldur Ólafsson, um-
boðsmaður Errea á Íslandi, og Gand-
olfi og þar sem Morgunblaðið bók-
staflega rakst á þá var Þorvaldur í
þann mund að afhenda Gandolfi tvær
keppnistreyjur, áritaðar af öllum
leikmönnum Íslands.
Sá var glaður, get ég sagt ykkur!
Ég rakst líka á Kristófer Ein-
arsson, sem búsettur er í London en
kom á leikinn ásamt nokkrum ætt-
ingjum og vinum. Hann hafði reynd-
ar orðið viðskila við þá á þessu
augnabliki en var fullur tilhlökkunar.
Hópurinn ætlar á alla leiki Íslands.
„Það er frábært að vera ekki bara
áhorfandi heldur þátttakandi í svona
stórmóti,“ sagði Kristófer. Hann var
ekki í vafa um hvernig leikurinn færi:
„Þetta fer 1:1. Ég er besti spámað-
urinn í bænum.“ Það reyndist rétt.
Eiríkur Svanur Sigfússon úr Hafn-
arfirði spáði reyndar eins, og telst því
jafn góður. Þeim er hér með báðum
óskað til hamingju með það.
Jæja; þá er að skella sér upp í lest-
ina til Marseille.
Gaman Kristófer Einarsson og portúgalskur stuðn-
ingsmaður fyrir utan völlinn í Saint-Étienne.
„Frábært að taka
þátt í ævintýrinu“
Miklir spámenn og maðurinn sem klæðir landsliðið
Errea María Sif Þorvaldsdóttir, Daniele Zanardi, Moreno Bertaccho, Þorvaldur Ólafsson, umboðsmaður Erra á Íslandi, Roberto
Gandolfi, Fabrizio Taddei, Andrea Bellini, Angelo Gandolfi, eigandi ítalska íþróttavörufyrirtækisins Errea, og Fabo Torchia.
Hress Svavar Ásmundsson, Pálína Hinriksdóttir, Sandra Jónasdóttir og
Eiríkur Svanur Sigfússon voru eldhress rétt áður en flautað var til leiks.
Flottur Benedikt Björn Benediktsson var einn fjölmargra sem lét mála sig.
Skrautlegir Þessir báru óvenju virðuleg skegg á leiknum í Saint-Étienne. Óvíst þykir að þau séu alveg ekta ...
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
14 EM Í FÓTBOLTA KARLA
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016