Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 Sandra Steinarsdóttir fagnar 27 ára afmæli í dag. Hún er stödd áEvrópumótinu í Frakklandi þar sem eiginmaður hennar, Ög-mundur Kristinsson, er hluti af landsliði Íslands. Sandra er lög- fræðingur að mennt og hefur verið búsett í Stokkhólmi í eitt ár ásamt Ögmundi, sem spilar þar fótbolta með Hammarby. „Ég er í Lyon ásamt fjórum vinkonum mínum vegna Evrópumótsins og mun eyða deginum þar í góðu yfirlæti, sem er ekki amalegt,“ segir Sandra. Hún hefur enga sérstaka afmælishefð nema að gera sér glaðan dag með sínum nánustu, sem verður eflaust lítið mál í stemningunni í Lyon. Júní er mikill afmælismánuður en þau hjónin eiga afmæli með stuttu millibili, Sandra í dag og Ögmundur 19. júní. „Við höfum nokkrum sinn- um haldið sameiginlegt afmælispartí fyrir vini okkar og fjölskyldu og okkur finnst það ótrúlega hentugt og gaman. Annars þá eigum við auð- vitað okkar dag og fáum dekur í samræmi við það.“ Sandra segir stemninguna í Frakklandi vera mjög góða, en hún var stödd á fyrsta leik Íslands á þriðjudag þar sem þeir öttu kappi við Portúgal og uppskáru jafntefli. „Þetta var sjúklega gaman og svakaleg stemning. Þjóðarstoltið var alveg í hámarki og þetta var ógleymanleg upplifun,“ segir Sandra, sem ætlar að sjálfsögðu að mæta á alla leikina í riðlakeppninni og er það bjartsýn að hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvað gerist svo. „Ég sé bara til hvert framhaldið verður.“ Frakkland Sandra ætlar að njóta dagsins með góðum vinkonum í Lyon, þar sem hún er stödd vegna Evrópumótsins í knattspyrnu. Nýtur lífsins og fótboltans í Lyon Sandra Steinarsdóttir 27 ára B jörn Þór (Bubbi) Ólafs- son fæddist á Ólafsfirði 16. júní 1941 og ólst þar upp. Hann lauk kenn- araprófi frá Íþróttaskóla Íslands á Laugarvatni 1961, smíðakenn- araprófi frá Kennaraskóla Íslands 1963 og stundaði nám við Íþróttahá- skólann í Ósló 1973-74 þar sem hann lagði stund á nám er tengdist skíð- um, skíðagöngu og skíðastökki. Björn Þór var íþróttakennari við Hagaskólann í Reykjavík 1961-63, og íþrótta- og smíðakennari við Barna- og Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar frá 1963. Þá voru hann og kona hans for- stöðumenn sundlaugar Ólafsfjarðar í átta ár. „Ég hef alltaf verið tengdur sjón- um og 10 ára gamall byrjaði ég á sjó á trillu og var háseti á trillum þar til Björn Þór Ólafsson, íþróttakennari og þjálfari – 75 ára Geilo í Noregi Fjölskyldan öll samankomin í fyrsta sinn, en tvö barnanna búa þarna og eitt er í framhaldsnámi þar. Faðir skíðaíþróttar- innar á Ólafsfirði Hjónin Björn Þór og Margrét Kristine á Tenerife á Kanaríeyjum. Sigurbjörg Marta Baldursdóttir, Hrafnhildur Sif Gunnarsdóttir, Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir, Hafrún Kemp Helgadóttir og Vigdís Kemp Helgadóttir heimsóttu Rauða krossinn í Hveragerði með bros á vörum og fallegt bréf sem í stóð: „Rauði krossinn. Við héldum tombólu og viljum gefa ykkur 4.155 krónur.“ Tilefnið var að þær héldu tombólu við Bónus í Hveragerði og vildu með því styrkja börn úti í heimi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is INNIHALDA CHIA FRÆ, ÁVEXTI OG GRÆNMETI. 1200MG AF OMEGA 3. TREFJA- OG PRÓTEINRÍKIR. GLÚTEINLAUSIR OG VEGAN. LÍFRÆNT VOTTAÐIR OG ÓERFÐABREYTTIR. CHIA GRAUTAR STÚTFULLIR AF NÆRINGU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.