Morgunblaðið - 16.06.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.06.2016, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Brexit, það erað segjaþjóð- aratkvæða- greiðslan sem fram fer í Bret- landi eftir rétta viku um það hvort Bretland vill segja sig úr Evrópusam- bandinu, verður æ meira spennandi. Þegar lagt var upp í þann leiðangur að leyfa Bret- um að kjósa um hvort þeir vildu vera eða fara töldu Cameron og aðrir stuðnings- menn þess að vera að slag- urinn mundi örugglega vinn- ast. Atkvæðagreiðslan átti að þagga niður í þeim röddum sem vilja út og þar með stuðla að einingu í Íhaldsflokknum, en hann hefur verið klofinn í málinu. Undanfarna mánuði hefur hins vegar orðið ljóst að því fer fjarri að aðildarsinnar geti verið öruggir um sigur. Og síð- ustu daga hafa nokkrar kann- anir í röð sýnt að meirihluti Breta vill út úr ESB. Ýmsar ástæður eru fyrir því að svo margir Bretar vilja út, en þeirra á meðal eru þeir slöku samningar sem Cameron náði við sambandið í aðdrag- anda kosninganna. Hann lagði af stað með kröfugerð til að treysta sjálfstæði Bretlands, en sá leiðangur reyndist að mestu leyti sneypuför og Bret- landi býðst eftir sem áður í meginatriðum það sama og öðrum aðildarríkjum: aðild að ESB. En hvað sem sérstökum samningum Camerons við ESB líður þá er helsta ástæða þess að fleiri Bretar segjast nú vilja út en vera inni að öllum líkindum sú tilhneiging ESB að auka sífellt afskipti sín af innanríkismálum aðildarríkj- anna og ganga inn á það svið sem heyrir undir fullveldi þeirra. Aðrar ástæður eru getuleysi forystu- manna ESB til að taka á vanda- málum á borð við flóttamannastraum og svo efnahagsástandið í ríkjum ESB, sem réttilega hefur verið líkt við brennandi hús. Óvissan um framtíð Evrópu- sambandsins og framtíð- arhorfur í Evrópu og ná- grannaríkjunum er gríðarleg um þessar mundir. Í næstu ná- grannaríkjum ESB í austri og suðri eru miklar deilur og jafn- vel skæð stríð. Hvert þetta leiðir veit enginn og Evrópu- sambandið hefur sannarlega ekki borið gæfu til að taka með farsælum hætti á þessum vanda. Saga sambandsins í ut- anríkismálum er raunar öll á þann veg, eins og til dæmis má sjá af blóðugum bræðravígum á Balkanskaga sem enn eru í fersku minni. Ákveði Bretar að yfirgefa sambandið bætist nýr óvissu- þáttur við um framtíð Evrópu- sambandsins. Á tímum sem þessum er sannarlega þörf á því að haldið sé þétt um hags- muni Íslands í utanríkismálum og að öll sú reynsla sem í boði er verði nýtt til að tryggja stöðu landsins. Ef marka má kannanir vegna þingkosninga hér á landi er ekki útlit fyrir að þetta óvissuástand hafi fengið nægt vægi í um- ræðunni. Hið sama gildir um forsetakosningarnar sem standa nær okkur í tíma. Ís- land þarf á því að halda að hvarvetna í stjórnkerfinu og meðal forystumanna þjóð- arinnar sé næg þekking og reynsla fyrir hendi til að sigla fleyinu farsællega í gegnum ólgusjóinn. Óvissan í utanríkis- málum er mikil um þessar mundir og gæti magnast enn} Áhrif Brexit á Ísland Öldungadeildsvissneska þingsins sam- þykkti í gær að draga til baka um- sókn landsins um aðild að Evrópusambandinu. Áður hafði neðri deild þings- ins samþykkt það sama. Á þessari stundu var þetta meira formsatriði en nokkuð annað, þar sem ekkert hafði þokast í átt til aðildar frá árinu 1992 þegar svissneskir kjósendur höfnuðu því að ganga í Evr- ópska efnahagssvæðið. Sú ákvörðun að draga um- sóknina til baka segir hins vegar ýmislegt um ástand mála í Evrópu. Svisslendingar meta stöðuna svo að betra sé að allt sé á hreinu varðandi vilja Svisslendinga gagnvart Evrópu- sambandinu, frek- ar en að aðild- arumsókn fái áfram að „malla“, engum til gagns með tilheyrandi óvissu. Og þetta er auðvitað rétt mat hjá Svisslendingum. Vilji ríki ekki ganga í Evrópusam- bandið á það ekki að láta um- sókn um aðild liggja ófrá- gengna hjá framkvæmda- stjórninni. Umsóknina á að afturkalla með formlegum hætti og svo geta samskiptin haldið áfram með eðlilegum hætti án þess að gömul um- sókn skyggi þar á. Sviss stígur skref sem Ísland þarf einnig að stíga} Umsóknin dregin til baka Í slenska karlalandsliðið í fótbolta hefur verið til umfjöllunar í öllum helstu fjöl- miðlum heims eftir frábært jafntefli gegn Portúgal og það verður bara að segjast að við komum nokkuð vel út. Eins og það hafi ekki þegar verið nógu auð- velt að halda með litla Íslandi að þá þurfti einn færasti fótboltamaður heims að gera grín að okkur. Smáþjóðinni á sínu fyrsta stórmóti. Þessu má kannski helst líkja við hrekkjusvín sem hlær og bendir á lítinn hvolp á sama augnabliki og hann skríður saklaus úr móð- urkviði. Allt í einu erum við krúttleg og hógvær þjóð sem grét og orgaði af gleði yfir jafntefli og vor- um uppnefnd fyrir. Hvílíkir smáborgarar! Af hverju vildum við ekki meira og hvers vegna stefndum við ekki hærra? Meintur und- irlægjuháttur er það mikill að starfsmönnum á vinnustað mínum var boðið upp á kökur vegna sigursins sem var næstum því okkar. Ég leyfi mér að efast um að frænka hans Ronaldos í Portúgal hafi fagnað úrslitunum með því að slafra í sig marsipantertusneið í gegnum gleðitárin. Að minnsta kosti ekki ef henni kippir í kynið. Þetta er skemmtileg nýbreytni og tilbreyting frá „Ísland best í heimi“ viðhorfinu sem oft virðist umlykja land og þjóð og fagna ég því. Þetta samstillta átak lands- liðsins og Ronaldos er líklega eitthvað sem almanna- tenglar á Íslandsstofu geta vart metið til fjár og þá sér- staklega í ljósi síðustu fjölmiðlarassíu Íslendinga sem var af heldur neikvæðari toga og tengdist suðrænum eyjum og skatt- skjólum. Hógværð og lítillæti voru sennilega ekki fyrstu orðin sem komu upp í hugann þeg- ar Ísland bar á góma. Reyndar virðast flestir njóta þess ágætlega að baða sig upp úr nýfengnum dýrðarljóma hófseminnar og kannski erum við bara orðin best í heimi í því að vera hógvær og sátt við okkar? Má það eða er hógværðin þá úr sér gengin? Þetta er allt of fíngerð lína að feta. Það felst mikill styrkur í því að viðurkenna veikleika sína og hegða sér samkvæmt því. Hvað þetta Evrópumót varðar virðist það ekk- ert vandamál og eru flestir fullkomlega með- vitaðir um okkar stöðu í samfélagi fótbolta- stórþjóða. Sigurinn var þegar í höfn þegar flautað var til leiks og hver áfangi sem á eftir fylgir er bara tær snilld líkt og einhver sagði. Þetta mót hefur að minnsta kosti alla kosti að bera til að draga konu eins og mig, sem almennt sýnir fótbolta takmarkaðan áhuga, í fánalitunum að skjánum. Hérna erum við með hetjurnar sem risu úr öskustónni (íslenska liðið að sjálfsögðu), vonda karlinn (hæ Ronaldo!) og gott þemalag (má ég heyra: „sól slær silfri á voga“). Ég get að minnsta kosti ekki beðið eftir næsta leik og mun fagna elsku strákunum okkar alveg óháð gengi eins og sönnum smáborgara sæmir! sunnasaem@mbl.is Sunna Sæ- mundsdóttir Pistill Af skúrkum og smáborgurum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Varnarmálaráðherra Banda-ríkjanna, Ashton Carter,kallaði eftir því á fundivarnarmálaráðherra aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fór í Brussel í gær að bandalagið kæmi í auknum mæli að hernaðaraðgerðum gegn hryðju- verkasamtökunum Ríki íslams í Sýr- landi og Írak. NATO hefur til þessa meðal annars tekið að sér að þjálfa íraska liðsforingja í Jórdaníu og hef- ur einnig til skoðunar að taka að sér slíka þjálfun í Írak. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri NATO, upplýsti ennfremur á blaðamannafundi í gær að bandalagið hefði í hyggju að leggja til AWACS- ratsjárflugvélar í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Carter sagði á blaðamannafundi í gær í höf- uðstöðvum NATO í Brussel að það sem bandalagið hefði gert til þessa og til stæði að það gerði væri mjög já- kvætt en mun meira þyrfti til. Mögu- leikarnir á að tortíma Ríki íslams færu vaxandi og NATO gæti tekið þátt í því umfram það sem rætt hefði verið um á fundi varnarmálaráðherr- anna. Straumhvörf í starfseminni Fundur varnarmálaráðherr- anna, sem var undirbúningur fyrir leiðtogafund aðildarríkja NATO sem fara mun fram í Varsjá höfuðborg Póllands í byrjun júlí, snerist hins vegar að mestu um stöðu varnarmála í Austur-Evrópu vegna ástandsins í Úkraínu. Tekin var ákvörðun um að staðsetja fjögur herfylki í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi eins og Morgunblaðið fjallaði um fyrr í vikunni. Tryggja á að alltaf verði full- skipuð fjögur herfylki í löndunum fjórum sem öll eru aðilar að NATO. Gert er ráð fyrir að aðildarríki banda- lagsins skiptist á að manna herfylkin en endanleg ákvörðun um útfærslu þeirra bíður leiðtogafundarins. Stoltenberg upplýsti þó í gær að á fundi varnarmálaráðherranna hefðu mörg ríki boðist til þess að leggja fram mannskap og búnað til herfylkjanna. Einnig væri til skoðun- ar að fjölþjóðlegt herfylki yrði stað- sett í Rúmeníu að ósk þarlendra stjórnvalda vegna hernaðarumsvifa Rússa á Svartahafi. Talið er að herfylkin muni hafa á að skipa í kringum 2.000-2.500 manns en ákvörðun um það liggur ekki fyrir. Herfylkin eru þó aðeins hugsuð sem framvarðarsveitir en að baki þeim verða 40 þúsund manna viðbragðs- sveitir NATO. Þar af 5 þúsund her- menn sem geta brugðist við innan fárra daga. Framkvæmdastjórinn lagði áherslu á það við blaðamenn að straumhvörf hefðu orðið í starfsemi NATO undanfarin tvö ár eða svo. Eftir mikinn niðurskurð allt frá því að kalda stríðinu lauk væru ríki bandalagsins aftur farin að leggja aukna fjármuni til varnarmála. End- urskoðun hefði að sama skapi átt sér stað á verkefnum NATO í ljósi breyttra aðstæðna. Þannig hefði mik- il vinna farið fram á vettvangi banda- lagsins til þess að bregðast við svokölluðum blönduðum hern- aði líkt og Rússar hefðu beitt til þess að leggja undir sig Krím- skaga. Vísaði hann til þess að ómerktir rússneskir hermenn hefðu komið þeirri þróun mála af stað með aðgerðum innan landamæra Úkraínu á Krímskaga. Þessari aðferðafræði væri einnig beitt í austurhluta Úkraínu til þess að styðja við aðskilnaðarsinna þar. Vill virkara NATO gegn Ríki íslams AFP Varnir Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kallaði eftir því í gær að NATO kæmi í auknum mæli að baráttunni gegn Ríki íslams. Tekin hefur verið ákvörðun á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins (NATO) um að tölvuárásir á aðildarríki banda- lagsins séu jafnalvarlegar og hefðbundnar árásir og geti fyrir vikið virkjað 5. grein stofnsátt- mála þess sem kveður á um að árás á eitt ríkjanna sé árás á þau öll. Þetta kom meðal ann- ars fram í máli Jens Stolten- bergs, framkvæmdastjóra NATO, á blaðamannafundi í gær. Stoltenberg sagði tölvuá- rásir í dag orðnar að nær óaðskiljanlegum hluta hern- aðarátaka nútímans og fyrir vikið væri nauðsynlegt að taka þær föstum tök- um. Þannig stæði til að mynda til að skipa sérstakan yfirmann varna gegn tölvuárásum á vegum banda- lagsins. Tölvuárásir á við aðrar ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Jens Stoltenberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.