Morgunblaðið - 16.06.2016, Side 20

Morgunblaðið - 16.06.2016, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 ✝ Guðrún Inga-dóttir fæddist 15. janúar 1925 í Brúnuvík, Borg- arfirði eystra. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vestur- lands á Hvamms- tanga 7. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Gyða Sig- urbjörg Hannes- dóttir, f. 1901, og Ingi Jónsson, f. 1894. Bróðir Guðrúnar er Sigmar, f. 1930, og eiginkona hans er Lára Odds- dóttir. Guðrún giftist 5. september 1946 Tryggva Björnssyni, f. 1919, frá Hrappsstöðum í Víði- dal en hann lést 2001. Þau eign- uðust átta börn: 1) Karl, f. 1947, d. 2015, eiginkona hans var Ragnhildur Húnbogadóttir. Eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 2) Gyða Sigríður, f. 1949, eig- inmaður hennar er Þorgeir Jó- hannesson og eiga þau tvö börn, sex barnabörn og tvö barna- Arnar Ingólfsson, f. 1943, eig- inkona hans er Elsa Finnsdóttir og eiga þau tvo syni, níu barna- börn og eitt barnabarnabarn. Um árabil dvaldi hjá Guðrúnu og Tryggva á Hrappsstöðum frændi Tryggva Þórbergur Eg- ilsson f. 1963 en hann er kvæntur Guðbjörgu Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Guðrún og Tryggvi voru bændur á Hrappsstöðum í Víði- dal, V-Húnavatnssýslu, frá 1945 til 1983 en þá fluttust þau til Hvammstanga. Meðan þau bjuggu á Hrappsstöðum og eftir það vann Guðrún einnig á saumastofum á Blönduósi, Hvammstanga og í Víðihlíð. Einnig vann hún í sláturhúsi á Hvammstanga mörg haust og ýmis tilfallandi störf á sveitabæj- um og annars staðar. Guðrún vann að ýmsum félagsmálum og var m.a. formaður kvenfélagsins Freyju um árabil. Síðustu árin var Guðrún á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga. Útför Guðrúnar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 16. júní 2016, klukkan 14, en jarð- sett verður í Víðidalstungu- kirkjugarði. barnabörn. 3) Inga Birna, f. 1950, eig- inmaður hennar er Guðmundur Arason og eiga þau þrjú börn og sjö barna- börn. 4) Jóna Hall- dóra, f. 1953, eig- inmaður hennar er Hjalti Jósefsson og eiga þau þrjú börn, sjö barnabörn og þrjú barnabarna- börn. 5) Guðrún, f. 1955, eig- inmaður hennar er Björn Frið- riksson og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. 6) Magnea, f. 1956, hún á einn son og fjögur barnabörn. 7) Steinbjörn, f. 1959, unnusta Eva-Lena Lohi. Hann á þrjú börn með fyrrver- andi eiginkonu sinni, Elínu Írisi Fanndal, og tvö barnabörn. 8) Ingi, f. 1962, eiginkona hans er Inga Margrét Skúladóttir og eiga þau tvö börn en auk þess á Ingi eina dóttur og eitt barna- barn. Fyrir átti Guðrún soninn Örn Nú hefur mamma mín, allra besta kona sem ég hef kynnst um ævina, kvatt þennan heim. Hjarta hennar var ótrúlega sterkt en hún hefði eflaust verið tilbúin að kveðja þessa jarðvist fyrir nokkrum árum eða áður en hún hætti að þekkja afkomendur sína, fjölskyldu og vini. Mamma var afrekskona í mörgum skilningi þess orðs. Hún eignaðist níu börn en hugsaði ekki aðeins um þau heldur einnig mun fleiri. Fólk af kynslóð mömmu þurfti að hafa fyrir lífinu og líf mömmu var svo sannarlega ekki alltaf auðvelt en hún kvart- aði aldrei undan hlutskipti sínu heldur tókst á við hverja raun af æðruleysi og skilaði svo sannar- lega sínu hlutverki og það vel. Mamma var mér og öðrum góð fyrirmynd og sýndi það bæði í orði og verki. Heima áttu margir skjól en það var mamma sem sá um allt húshald á Hrappsstöðum þar sem hún og pabbi bjuggu í um 40 ár. Það hefði að sjálfsögðu verið ærið verkefni fyrir mömmu að sjá aðeins um okkur börnin sín en það voru margir aðrir sem hún annaðist. Heima voru alltaf nokkrir til viðbótar í vist yfir sumarið og heim kom mikill fjöldi gesta og gangandi þrátt fyrir að húsrýmið væri ekki mikið. Hrappsstaðir voru t.d. síðasti áfangastaðurinn áður en lagt var á Víðidalstunguheiði og því fór mikill fjöldi fólks um garð að vori og hausti. Pabba þótti sjálfsagt að allt þetta fólk sem og aðrir, sem áttu leið um, kæmi inn í bæ og fengi þar veitingar. En um þann þátt sá mamma að sjálf- sögðu og allir fengu nóg. Ég get ekki ímyndað mér hvað mamma hefur eldað, bakað og borið fram mikið af veitingum í gegnum tíð- ina. Þá prjónaði hún og saumaði föt á okkur börnin og fleiri. Mamma gerði ekki mannamun og í hennar augum voru allir jafnir. Hjá henni áttu margir, sem nú væru kallaðir kynlegir kvistir, skjól og þessu fólki sinnti mamma af einstakri góð- mennsku. Það hafa fleiri en einn sagt mér að mamma hafi hrein- lega bjargað lífi sínu og þá ekki aðeins með því að veita þeim húsaskjól og gefa þeim mat held- ur og ekki síður með góð- mennsku sinni og hjartahlýju. Rólegheit og jafnaðargeð mömmu gerði það að verkum að bæði menn og málleysingjar löð- uðust að henni. Ég minnist þess ekki að mamma hafi skipt skapi þó hún hefði eflaust oft haft ærna ástæðu til en hún var þrátt fyrir það alls ekki skaplaus. Mamma hefði viljað mennta sig en það bauð lífið ekki upp á á þeim tíma en hún minntist skólaáranna á Laugarvatni ávallt með ánægju. Hún var mjög skynsöm kona og hefði örugglega átt auðvelt með nám. Mamma skrifaði ýmislegt í gegnum tíðina og setti einstöku sinnum saman vísu. Mamma sinnti ekki bara heimilishaldi heldur tók hún einnig þátt í fé- lagsstörfum og var m.a. formað- ur kvenfélagsins Freyju um tíma. Hún hafði mikla ánægju af því og einnig að ferðast um land- ið. Elsku mamma mín, mér hefur vöknað um augu þegar ég hef sett þessi orð á blað en mér þykir það bara eðlilegt þegar komið er að kveðjustund, minningar mínar og örugglega allra um þig eru fal- legar. Takk fyrir allt og allt. Far þú í guðs friði og skilaðu kveðju til pabba og Kalla bróður. Þinn sonur, Ingi Tryggvason. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Loksins fékk mín ástkæra tengdamóðir, Guðrún Ingadóttir, hvíldina. Blessunin er búin að liggja á sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga í mörg ár án þess að vita í raun af sér. Oft hefur verið átak- anlegt að horfa upp á ástand hennar og geta í sjálfu sér ekkert gert fyrir hana. Þessi yndislega kona hefur heldur betur staðið sig vel í lífinu og sjaldan fallið verk úr hendi. Alið upp sinn stóra barnahóp og stjórnað mann- mörgu og fjörugu heimili á Hrappsstöðum. Þegar ég kynntist mínum kæru tengdaforeldrum fyrir rúmum aldarfjórðungi þá voru þau flutt í litla húsið sitt á Hvammstanga. Alltaf var gott að koma til þeirra og alltaf var kaffi og meðlæti drifið á borð, að ógleymdum öllum ísnum sem amma átti alltaf nóg af í frysti- kistunni. Enda voru mín börn varla búin að heilsa ömmu og afa þegar hún leiddi þau inn að frystikistunni og þar fengu þau að velja úr úrvalinu sem amma passaði að fylla reglulega á. Myndir af afkomendum voru á öllum veggjum og mikið sem gömlu hjónin voru stolt af sínu fólki. Aldrei mun ég gleyma því þeg- ar dóttir okkar Inga var skírð og þar fékk mín kæra tengdamóðir alnöfnu – og það sem hún var glöð og þakklát og hafa þær nöfn- urnar alla tíð átt náið samband. Ber nú dóttir mín á fingri silfur- hring sem amma hennar var alla tíð með og hálsmen í stíl og er af- ar þakklát fyrir að fá að eiga þessa ættargripi ömmu sinnar. Gunna mín var yndislega ljúf og góð, sat mikið með handavinn- una sína og eru ófá rúmteppin sem hún heklaði. Hún var ótrú- lega þægileg í allri umgengni og gerði aldrei kröfur um eitt né neitt. Þegar hún kom í heimsókn til okkar í Borgarnes þá var svo ljúft að hafa hana og aldrei skipti hún sér af en var alltaf tilbúin að spila við krakkana og lesa fyrir þau. Einnig fórum við í nokkur ferðalög um landið með Gunnu og Tryggva og eigum margar myndir úr þeim sem gaman er að eiga í dag. Að leiðarlokum vil ég þakka minni yndislegu tengdamóður allt sem hún var og gerði fyrir mig og fjölskylduna mína. Ingi minn var alltaf mikill mömmu- drengur og traust og gott sam- band milli þeirra. Börnin hennar og fjölskyldur þeirra hafa öll hugsað vel um hana og núna síð- ustu ár hafa allir verið duglegir að heimsækja hana á sjúkrahús- ið. Enda voru síðustu dagar á dánarbeði hennar bæði erfiðir en einnig ljúfir þar sem ýmsar minningar voru rifjaðar upp og vonum við að elsku Guðrún, kær móðir, tengdamóðir og amma hafi ekki þjáðst heldur vonandi heyrt í okkur og notið samver- unnar í lokin. Blessuð sé minning minnar kæru tengdamóður, Guðrúnar Ingadóttur frá Hrappsstöðum. Inga Margrét Skúladóttir. Guðrún Ingadóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Ingadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristín Jóns-dóttir var fædd á Þrastarhóli í Arn- arneshreppi þann 30. ágúst 1950. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þann 11. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Erna Fuchs Sveinsson, f. 1928, d. 2002, og Jón Magnússon, f. 1919, d. 1998. Bræður Kristínar eru Rúdólf, f. 1953, Hermann Jón, f. 1954 og Karl Friðrik, f. 1956. Kristín giftist 19.12. 1973 Lárusi Sverrissyni, f. 17.9. 1953, börn: Herbert, Jón Bjarka, Gylfa Má og Kristrúnu Birnu. Kristín ólst að mestu leyti upp hjá afa sínum og ömmu á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hún gekk í barnaskóla á Hjalteyri og lauk landsprófi í Reykholti í Borgarfirði og fór síðan í Lýð- háskóla í Danmörku. Kristín starfaði lengi við gæsluvelli Ak- ureyrar en varð síðan aðstoðar- maður sjúkraþjálfara á Sjúkra- húsi Akureyrar og það leiddi síðan til þess að hún hóf nám við Verkmenntaskólann á Akur- eyri, þar sem hún útskrifaðist sem sjúkraliði vorið 1995. Frá þeim tíma hefur hún starfað á Kristnesi. Kristín verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 16. júní 2016, klukkan 10.30. bankastarfsmanni. Börn þeirra eru: 1) Magnús Már, f. 4.9. 1975, kvæntur Hel- enu Sif Jónsdóttur og eiga þau tvo syni: Sverri Örn og Björn Má. 2) Ágúst, f. 30.7. 1979, kvæntur Sólveigu Gærdbo Smára- dóttur og eiga þau þrjú börn: Úlf Smára, Lárus Breka og Tinnu Kristínu. Fyrir átti Kristín dótt- urina Gunnhildi Gylfadóttur, f. 4.1. 1970, gift Hjálmari Her- bertssyni og eiga þau fjögur Kristín mágkona okkar er öll. Ekki er langt síðan þær fréttir bár- ust að óboðinn gestur hefði sest að í líkama hennar. Hún tók þeim með miklu hugrekki og æðruleysi. Það var mikil gæfa að leiðir þeirra Lárusar skyldu liggja sam- an. Kristín átti þá gullmolann Gunnhildi Gylfadóttur og síðar eignuðust þau tvo mannkosta- drengi, Magnús Má og Ágúst. Þau Lárus hafa alla tíð verið harðdugleg, samstiga í amstri dagsins og hlúð vel að sínu fólki. Stína vann lengst af við umönnun, vann m.a. á leikvelli og eftir að hún lauk sjúkraliðaprófi vann hún hvað lengst á Kristnesi. Þegar hún út- skrifaðist fékk hún verðlaun sem kallast „Hlýjar hendur“. Á haust- dögum gaf hún út fjóra geisla- diska, Slökun með Kristínu, sem byggjast á starfi hennar á Krist- nesi. Hún vildi allt fyrir alla gera, var mikils metin af sjúklingum, fjölskyldu og vinum. Allt dafnaði í kringum Stínu, hún var fagurkeri með græna fingur og er viðurkenn- ing Akureyrarbæjar fyrir garðinn til vitnis um það. Lárus studdi konu sína heils hugar þar sem ann- ars staðar. Þau nutu þess að ferðast innan lands og utan, þá gjarna með fjölskyldunni. Stína var listakokkur, þau munaði ekk- ert um að slá upp fjölmennum mat- arboðum. Maturinn hennar var þannig að unun var á að horfa og bragðið enn betra. Barnabörnin voru þeim sérlega hugleikin, alltaf pláss fyrir þau að gista eða koma í heimsókn. Þau fengu að vera með í því sem Stína amma var að brasa, hvort sem það var sáning í garðinum eða upptaka á grænmetinu. Í jólaboðum var hugsað fyrir þörfum allra. Litlir prakkarar máttu hafa hávaða og ærsl í bílskúrnum, á meðan hinir púkkuðu. Kristín talaði opinskátt um veik- indi sín og hvatti fólk til þess að njóta alls þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Hún var kjarkmikil, kærleiksrík og trúði á mátt hugans. Að leiðarlokum þökkum við Kristínu samfylgdina og sendum bróður okkar, mági og fjölskyldu hennar allri innilegar samúðar- kveðjur. Páll og Guðbjörg, Inga Björg og Torfi Ólafur, Sigríður og Brandur Búi. Sérstök, dugleg, traust og trú Vitur, hjálpsöm …., það ert þú Hlý og bjartsýn, til í spjall Þú getur stoppað hið mesta fall. Þessar ljóðlínur segja allt um þá eiginleika sem Kristín, vinkona mín, var prýdd. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir rúmum 20 árum er við störf- uðum saman á Kristnesspítala. Síðar meir tókst með okkur góður vinskapur er sonur minn fór sem kaupastrákur til dóttur hennar og tengdasonar í Svarfaðardal. Alltaf passaði vinkona mín upp á að heyra í mér þegar búið var að bjóða í afmælisveislu í dalnum til að athuga hvort ég vildi ekki bara koma með henni og Lalla og var þá amma Stella líka með í för. Hún var alltaf boðin og búin að aðstoða og gefa, mér er ofarlega í huga þegar hún var búin að sulta og taka upp gulræturnar sínar – þá fór ég bæði með sultukrukkur, ný- bakað brauð og gulrætur í poka heim. Hún hafði einstakt lag á að sjá allt það jákvæða og skemmti- lega í kringum sig. Mér er minn- isstætt þegar við deildum her- bergi í frábærri Svíþjóðarferð, sem við fórum í fyrir u.þ.b. 13 ár- um með vinnufélögum okkar. Við gátum hlegið og hlegið eftir að við komum í háttinn og fórum að ræða atburði dagsins og allt fram á daginn í dag gátum við tekið hláturskast þegar við rifjuðum upp þessa ógleymanlegu ferð. Já, það var sko hægt að hlæja dátt með henni vinkonu minni. Það að hafa kynnst Kristínu í leik og starfi hefur verið gefandi, mig langar til að þakka henni fyrir trausta og gefandi vináttu og hversu góð hún var við Halla, son minn, og lét sér umhugað um að fylgjast með hvernig honum gengi í námi og starfi. Elsku vinkona, þín verður sárt saknað, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Lárus, Gunnhildur, Magnús, Ágúst, tengdabörn og barnabörn, ykkar missir er mikill, megi Guð styrkja ykkur og styðja í sorginni. Rósa Þóra. Í dag kveðjum við hjartfólgna vinkonu og samstarfskonu til margra ára. Það kemur margt upp í hugann þegar við minnumst Kristínar. Kristín okkar var hjartahlý kona, vinamörg og afbragðs starfsmaður sem alltaf var tilbúin að rétta hjálparhönd þeim sem þurftu og lagði hún mikla alúð í það sem hún tók sér fyrir hendur. Vinátta Kristínar var traust og alltaf hafði hún gott til málanna að leggja. Kristín tók líka oft að sér að skipuleggja skemmtanir fyrir okkur starfsfólkið ásamt fleirum og opnaði þá heimili sitt fyrir okk- ur og lagði sömu vandvirknina og alúðina í það. Nú hefur Kristín kvatt en minningarnar um allar þær ánægjulegu samverustundir sem við áttum með henni munu hlýja okkur meðan við lifum. Við send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Lárusar, eiginmanns hennar, og fjölskyldu. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Kveðja frá samstarfsfólki á Kristnesspítala, Ingvar Þóroddsson. Kristín Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRLEIF ELÍSABET STEFÁNSDÓTTIR, fv. húsfreyja á Gili, síðar Hólmagrund 12, Sauðárkróki, andaðist 10. júní sl. á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, deild 2. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 20. júní kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Guðrún Skarphéðinsdóttir Herbert Hjálmarsson Pálína Skarphéðinsdóttir Jens Berg Guðmundss. Þuríður Skarphéðinsdóttir Kjartan Antonsson Stefán Skarphéðinsson Ólína Rögnvaldsdóttir Sóley Skarphéðinsdóttir Gestur Þorsteinsson Símon Skarphéðinsson Brynja Ingimundardóttir Elísabet Skarphéðinsdóttir Ragnar Ingólfsson Alda Skarphéðinsdóttir Jón Ól. Sigfússon Sigurbjörn Skarphéðinsson Ingibjörg M. Valgeirsd. Sigurjóna Skarphéðinsdóttir Ólafur Friðriksson Hafdís Skarphéðinsdóttir Hrólfur Sigurðsson Sveinn Skarphéðinsson Sigríður K. Skarphéðinsdóttir Reynir Hjörleifsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR INGVARSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 19. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. . Guðrún Hjaltadóttir, Sigrún Hólmfríður Óskarsdóttir, Ágústa Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.