Morgunblaðið - 16.06.2016, Side 10

Morgunblaðið - 16.06.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 hann dæmir um hvort þetta fólk sé sekt eða saklaust af þessari morð- ákæru.“ Ragnar bjóst við því að fá afhent á næstunni gögn um skýrslutökur lög- reglunnar í fyrradag. Einhver vafi um niðurstöðuna Lúðvík Bergvinsson, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar og af- komenda Sævars Ciesielski, tók í svipaðan streng. Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Þetta kemur mér ekkert á óvart því það eru svo mörg atriði í þessu máli sem voru aldrei rannsökuð og það var ekki hægt að fá rannsóknarmenn til að hlusta,“ sagði Ragnar Aðalsteins- son, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, vegna frétta gærdagsins af nýjum skýrslu- tökum í Guðmundar- og Geirfinns- málinu. „Það er margt í skjölunum og ég tel víst að endurupptökunefndin hafi átt- að sig á því og sé að rannsaka þessa þræði sem gætu leitt til annarrar nið- urstöðu,“ sagði Ragnar. „Talsmenn endurupptökubeiðenda hafa bent nefndinni á ýmislegt sem þyrfti að kanna, en í sjálfu sér ætti það að vera öfugt. Við eigum ekki að sanna sak- leysi heldur á endurupptökunefndin að meta hvort nægar ástæður séu fyr- ir endurupptöku. Ef hún telur að svo sé, þá fer málið fyrir Hæstarétt og „Í fljótu bragði þá hefur þetta [skýrslutakan í fyrradag] engin önnur áhrif en þau að ríkissaksóknari er enn þá að rannsaka málið. Það bendir til þess að það sé að minnsta kosti ein- hver vafi um að rétt niðurstaða hafi fengist á sínum tíma. Það liggur dálít- ið í augum uppi. Það liggur fyrir að það hefur farið fram gríðarleg vinna og skoðun á eldri gögnum sem liggja fyrir. Sú vinna hefur staðið yfir í nær tvö ár af hálfu endurupptökunefndar og lög- manna endurupptökubeiðenda. Það hefur ýmislegt komið í ljós sem menn hafa viljað skoða frekar,“ sagði Lúð- vík. „Nefndin vinnur alveg sjálfstætt en hún hefur þó tryggt okkur aðgengi að öllum gögnum og við höfum rætt við nefndina um stöðu mála. En nefndin vinnur sjálfstætt og mun leggja fram sjálfstæða niðurstöðu. En þangað til tölum við saman og leggjum fram okkar sjónarmið og reynum að rök- styðja þau,“ sagði Lúðvík. Mörg atriði voru aldrei rannsökuð  Vafi leikur á um niðurstöðu Guðmundar- og Geirfinnsmáls Lögmenn F.v. Lúðvík Bergvinsson og Ragnar Aðalsteinsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tveir menn voru handteknir á þriðjudag í tengslum við rannsókn setts saksóknara á hvarfi Guð- mundar Einarssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áð- ur og afplánað refsidóma en þó ekki í tengslum við umrætt mál. Guðmundur Einarsson fædd- ist þann 6. ágúst 1955 og var því 18 ára þegar hann hvarf þann 29. janúar 1974, en Guð- mundur hafði farið á dansleik í Al- þýðuhúsinu í Hafnarfirði með vinum sínum. Þegar málið var flutt fyrir dómi árið 1977 sagði faðir hans að Guðmundur hefði farið að heiman frá sér að kvöldi laugardagsins 26. janúar 1974. Hann sagði Guðmund hafa verið stilltan og rólegan pilt, hann hafi hjálpað til á heimilinu eftir þörfum og var frekar lítið úti við á kvöldin. Þó hafi komið fyrir að hann færi í kvikmyndahús og á dansleiki, en vanalega komið fljótlega heim aftur og aldrei verið næturlangt að heiman án þess að láta foreldra sína vita, áður en hann hvarf. Fór í gleðskap eftir dansleikinn Eftir dansleikinn varð Guð- mundur viðskila við félaga sína en þrjú vitni sögðust hafa séð Guðmund á gangi ásamt öðrum manni sem tvö vitni sögðu vera Kristján Viðar Við- arsson. Þeir, ásamt Tryggva Rúnari Leifssyni, höfðu reynt að redda fari til Reykjavíkur um nóttina. Þegar það tókst ekki héldu þeir þrír að Hamarsbraut 11, en síðar komu þangað Sævar Ciesielski og Albert Klahn Skaftason. Samkvæmt skýrslum fyrir dómi kom til átaka á milli Sævars og Tryggva annars vegar og Guðmundar hins vegar, sem leiddu til dauða Guðmundar. Af framburðum var ráðið að tilefni átakanna hafi verið að Guðmundur hafi færst undan að leggja fram fé til kaupa á áfengisflösku. Í framburði sínum fyrir dómi lýstu mennirnir flutningi á líki Guðmundar. Í dómi Hæstaréttar segir: „Árásin á Guð- mund Einarsson var hrottafengin. Hún var þeim viljaverk, og mátti þeim vera ljóst, að af þessari stór- felldu líkamsárás gæti hlotist líftjón þess, er fyrir henni varð.“ Dómarar Hópur ungmenna var fundinn sekur um morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni í janúar og nóvember árið 1974. Hrottafengin árás á Guðmund  Lík Guðmundar hefur ekki fundist Guðmundur Einarsson Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS ® Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða. Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum. • Húddhlífar • Gluggavindhlífar • Ljósahlífar PLASTHLÍFAR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Lögreglunni barst ábending sem varð til þess að tveir menn voru handteknir í tengslum við end- urupptökubeiðn- irnar í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu. Kom lögreglan ábendingunni á framfæri við saksóknarann í málinu sem kom ábendingunni svo til end- urupptökunefndar. Björn L. Bergsson, formaður end- urupptökunefndar, sagði í svari við fyrirspurn að endurupptökunefndin hefði beint því til setts saksóknara að hann hlutaðist til um rannsókn ábendingarinnar. Hann hefði falið lögreglunni þá rannsókn og þar væri málið statt. „Endurupptökunefnd á þar enga aðild að og segir ekki fyrir um neinar einstakar rannsókn- araðgerðir, þar með talið handtökur, slíkt er ekki á valdi nefndarinnar,“ sagði m.a. í svari Björns. Hann sagði ennfremur að af þessum sökum væru engar forsendur fyrir endur- upptökunefnd að fjalla um aðgerðir á þessu stigi. Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari endurupptöku Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins, sagði að endurupptökunefndin hefði falið sér að framkvæma umrædda rann- sóknaraðgerð á grundvelli saka- málalaganna. Hann kvaðst í gær ekki vita hvað kom fram í yf- irheyrslum lögreglu yfir mönnunum tveimur en sagðist væntanlega fá skýrslu frá lögreglunni um það. Að sögn Björns er ráðgert að úr- vinnslu þeirra endurupptökubeiðna sem fram eru komnar vegna Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins ljúki í haust. bmo@mbl.is Mennirnir tveir voru handteknir og yfirheyrðir vegna ábendingar Björn L. Bergsson mbl.is Alls sóttu 56 einstaklingar frá 17 löndum um vernd hér á landi í maí sl. Heildarfjöldi umsækjenda á fyrstu fimm mánuðum ársins er þar með orðinn 235, en á sama tímabili í fyrra sóttu 64 um vernd. Flestir umsækjendur í maí komu frá Albaníu (24) og Makedóníu (9) en alls kom 61% umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Í flestum tilfellum var um að ræða karlmenn, eða 66%, og voru 77% umsækjenda í maí fullorðnir. Alls voru 44 mál tekin til efnis- legrar meðferðar og af þeim lauk níu málum með veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. 235 einstaklingar hafa sótt um vernd Þau mistök urðu í frétt í blaðinu í gær, sem fjallaði um aflandskrónuút- boð Seðlabankans sem fram fer í dag, að því var haldið fram að frestur til framlagningar tilboða í útboðinu hefði verið lengdur til klukkan 15.00 í dag. Hið rétta er að fresturinn er enn til 14.00. Hins vegar framlengdi bankinn frest til að skila inn verðmati á annars konar aflandskrónueignum en þeim sem eru í formi reiðufjár, skuldabréfa og víxla útgefinna af rík- issjóði Íslands eða með ábyrgð ís- lenska ríkisins. Frestur til þess rann út klukkan 15.00 í gær. LEIÐRÉTTING Fresturinn var ekki lengdur um klst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.