Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 Hjónin Sigrún Kristjánsdóttir og Pálmi Bjarnason hafa unnið saman að ljósmyndun síðan árið 2003. Þau eru miklir nátt- úruunnendur, ferðast mikið um Ísland og ljósmynda. Þau hafa tekið þátt í nokkrum ljós- myndasýningum og gefið út ljós- myndabækur og á þjóðhátíð- ardaginn verður opnuð ljósmyndasýning þeirra í Saga Fotografica-safninu á Siglufirði. Allar myndirnar eru teknar á Landmannaafrétti, flestar á Veiðivatnasvæðinu, þeirri miklu paradís. Þau sýna í Stofu ljós- myndarans á 2. hæð en á jarð- hæðinni er sýning á myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar. Þriggja ára afmæli þessa eft- irtektarverða safns er nú fagn- að. Það var opnað á þjóðhátíð- ardaginn 2013. Ljósmyndasýning í Saga Fotografica Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórinn í Hafnarfirði telur lík- legt að álagningarprósenta fast- eignaskatta á íbúðar- og atvinnuhús- næði verði lækkuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Ástæðan er hækkun fasteignamats umfram almennar verðlagshækkan- ir. Formaður bæjarráðs Akureyrar segist ekki sjá svigrúm til lækkunar hjá Akureyrarbæ. Félag atvinnurekenda hefur skor- að á sveitarfélög landsins að lækka álagningarprósentu á atvinnuhús- næði vegna mikillar hækkunar fast- eignamats um næstu áramót. Vakin var athygli á því að fasteignamatið hefði hækkað um 40% síðustu fimm árin. Hækkun fasteignamatsins á einnig við um íbúðarhúsnæði. Flest stærstu sveitarfélög lands- ins leggja 1,65% fasteignaskatt á at- vinnuhúsnæði. Kópavogur og Sel- tjarnarnes hafa þó lækkað prósentuna til að eyða áhrifum um- framhækkunar fasteignamats á hús- næði í bæjarfélögunum. Svigrúm til lækkunar Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, segir að þær hækkanir sem verði á fasteignamati um næstu áramót séu miklu meiri en almennar verðlagshækkanir. Málið hafi verið rætt óformlega í bæjar- ráði. Telur hann víst að álagning- arprósentan verði lækkuð, með hlið- sjón af hækkun matsins. Spurður um hækkunina síðustu ár segir Haraldur: „Sveitarfélögin hafa verið að koma út úr erfiðu rekstr- arumhverfi og hafa þurft á þessum hækkunum að halda. Okkur sýnist að áætlanir okkar séu að ganga eftir. Við gerðum ráð fyrir svipuðum tekjum af fasteignagjöldum á næsta ári og í ár. Ef fasteignamatið er að hækka mikið umfram almennar verðlagshækkanir hlýtur að mynd- ast svigrúm til að lækka álagning- arprósentuna.“ Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, formaður bæjarráðs Akureyrar, segist í fljótu bragði ekki sjá að svig- rúm sé til þess að lækka álagning- arprósentu fasteignaskatta. „Við höfum verið að berjast við erfiðan rekstur. Kostnaður sveitarfélaga er sífellt að aukast. Við höfum nýtt þá tekjustofna sem heimilt er,“ segir hann. Auknar kröfur til sveitarfélaga Guðmundur Baldvin segir að vissulega auki hækkun fasteigna- matsins tekjur bæjarins og sé íþyngjandi fyrir íbúa og fyrirtæki. Ef áhugi sé á að skoða breytingar á þessum tekjulið verði að gera það í samhengi við tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Alltaf sé verið að auka kröfur til sveitarfélaga, einkum þeirra stærri, án þess að tekjur auk- ist að sama skapi. Guðmundur Baldvin segir að heimildir til álagningar fasteigna- skatts á heimili séu ekki nýttar að fullu. Hækkanir á fasteignamatinu hafi komið í staðinn fyrir hækkanir á álagningarprósentu. Telur hann ekki líklegt að hróflað verði við þeirri stefnu. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í Reykjavík, eða S. Björn Blöndal, formann borgarráðs. Fasteignaskattar líklega lækkaðir í Hafnarfirði  Ekki svigrúm til lækkunar fasteignaskatta á Akureyri Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjörður Líklegt er að álagningarprósenta fasteignaskatta á íbúðar- og atvinnuhúsnæði verði lækkuð. Fallegar gjafavörur fyrir heimilið og sumarbústaðinn Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 www.facebook.com/spennandiVertu upplýstur! blattafram.is SUMUM LEYNDARMÁLUM Á EKKI Að ÞAGA YFIR. GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK? HVAÐ MEÐ KYNFERÐISOFBELDI? Hverfisgötu 105 • storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Póstsendum 15% afsláttur af sundfatnaði Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is LAUGAVEGI 82 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 Flott ir í fötum Við seljum frægu buxurnar Ný sending – frábært úrval

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.