Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 1. Það fer oft eftir árstíðum, og spurt hvort ekki sékalt hér á vetrum og hvernig þetta sé á sumrin. Á norðurljósatímabilinu er oft spurt hvenær ljósin kvikni og hve lengi þau logi. Svo er spurt um skamm- degið og hvernig fólki líði þá. 2. Ákaflega erfitt að alhæfa eitthvað um hvað þeimfinnist skrýtnast, en það er kannski auðveldara að segja hvað þeim kemur á óvart, eins og til dæmis að hér séu ekki moskítóflugur, að við höfum ekki fengið að kaupa bjór fyrir en á síðari árum, á sama tíma og við gátum keypt sterkt áfengi. 3. Það er fyrst og fremst náttúran, fossar og fjöll,hraun og mosi og frelsið sem útlendingarnir heillast af. Margir koma hingað beinlínis vegna þess að þeir telja sig örugga hér, og það eru sífellt fleiri og fleiri konur sem koma hingað einar vegna öryggisins, og því verðum við að halda. 4. Sumir kvarta yfir verðlaginu á mat að ekki séminnst á verð á áfengi. „Hamingjustundin“ á flestum hótelum núorðið bjargar því að vísu. Svo muldra menn og sérstaklega konur vegna biðraða við salerni, og það er mál sem er okkur til skammar. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Hamingju- stundin“ bjargar Kári Jónasson Helstu viðskiptavinir: Bandaríkjamenn, Bretar og Norðurlandabúar 1. Ef einhver ein spurning á vinninginnþá varðar hún húsnæðisverð á Íslandi. Þegar komið er út í sveit er keimlík spurn- ing einnig í fyrsta sæti, varðandi eign- arhald á landi. Í kjölfarið er spurt hvernig börn í sveitum geti sótt skóla. 2. Aðspurðir svara margir þeirra á mjöghefðbundinn hátt. Þeir höfðu búist við að sjá ís og snjó strax við komuna. 3. Náttúrufegurðin og margbreytileik-inn. Þeim kemur á óvart hversu margt er að sjá í tiltölulega stuttum ferð- um og skemmta sér því vel. Hreinleikinn, bæði vatn og loft, er svo það sem upp úr stendur eftir ferðina. 4. Þótt ótrúlegt megi virðast er langoft-ast kvartað yfir því að rúm á íslensk- um hótelum séu of lítil. Morgunblaðið/Eggert Of lítil rúm á hótelum Steingrímur Þorbjarnarson Helstu viðskiptavinir: Kínverjar Morgunblaðið/RAX 1.Hvar í ósköpunum er eldfjallið sem olli svonamiklum usla árið 2010? Þar sem Frakkar eru þjóðfélagslega sinnaðir hafa þeir einnig brennandi áhuga á að vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hérna á Íslandi og hvernig í ósköpunum við förum að því að lifa af myrkrið yfir vetrartímann og birt- una á sumrin. 2. Frökkum finnst undarlegt hversu margirtrúa á álfa, tröll og huldufólk. Þeim finnst skrítið að sjá engar hallir né kastala og fá tré, litla sem enga umferð og yfirgefna barnavagna með sofandi börnum fyrir framan kaffihúsin. 3.Tvímælalaust náttúra Íslands; jöklarnir, eld-fjöllin, norðurljósin og hvalirnir, fallega kvenfólkið (allavega fyrir karlpeninginn) og hversu góður maturinn er á veitingahúsum lands- ins. 4. Frakkar kvarta yfir veðrinu en þeir kvartaalltaf yfir veðrinu jafnvel heima hjá sér og hversu vínið er dýrt. Bryndís Marsibil Gísladóttir Helstu viðskiptavinir: Frakkar Hvorki hallir né kastalar Tveir spennandi kostir CLA og CLA Shooting Break Mercedes-Benz CLA er góður kostur fyrir fólk á ferð og flugi. Einstaklega öflugur, sportlegur og skemmtilegur í akstri en jafnframt eyðslugrannur og umhverfismildur. Hann fæst í ótal útfærslum, t.d. framhjóladrifinn eða með 4MATIC fjórhjóladrifinu, einnig með aukabúnaði við hæfi hvers og eins. Fyrir þá sem þurfa meira rými er Shooting Brake hlaðbaksútfærslan kjörin. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook CLA 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.500.000 kr. Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri CLA 180 Shooting Brake með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.600.000 kr. Eyðir frá 4,2 l/100 km í blönduðum akstri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.