Morgunblaðið - 16.06.2016, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
Í samstarfi við
Lindberg
síðan 1992
ÍslandÁFRAM
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Morten Bødskov, fyrrverandi dóms-
málaráðherra Danmerkur og núver-
andi þingmaður, varð fyrir árás á
meðan hann horfði á leik Íslands og
Portúgals á EM í knattspyrnu á
þriðjudagskvöld.
Bødskov var að horfa á leikinn
ásamt öðrum aðdáendum á Íslands-
bryggju í Kaupmannahöfn, þegar
ungur maður kýldi hann honum að
óvörum. Svo virðist sem árásin hafi
verið af pólitískum ástæðum. Bød-
skov skrifaði á Facebook-síðu sína að
maðurinn hafi komið að honum og
spurt hvort hann hafi ekki gegnt
embætti dóms-
málaráðherra.
Þegar hann játti
því mun maður-
inn hafa beðið
hann að útskýra
stefnu flokks
hans í efnahags-
málum, en Bød-
skov er sósíal-
demókrati.
„Þegar ég bað
manninn að orða spurninguna nánar
þá hóf hann að tala í belg og biðu en
stóð svo skyndilega á fætur og sló
mig í gagnaugað,“ skrifar Bødskov.
Lögreglan rannsakar nú upptökur
öryggismyndavéla og vonast til að
húðflúr í formi kross á innanverðum
vinstri handlegg mannsins geti að-
stoðað í leitinni.
Forsætisráðherrann reiður
Árásin hefur vakið mikið umtal í
Danmörku, þar sem stjórmálamenn
hafa hingað til getað gengið um á
meðal almennings án nokkurrar
fylgdar öryggisvarða eða annarra
ráðstafana.
Forsætisráðherrann Lars Løkke
Rasmussen segist á Facebook vera
reiður vegna árásarinnar.
„Sama þótt þú sért þingmaður eða
venjulegur íbúi þessa lands, þá áttu
að geta farið frjáls ferða þinna án
þess að óttast ofbeldi.“
Réðst óvænt á þingmann
Danskur þingmaður kýldur yfir leik Íslands og Portúgals
Árásin virðist pólitísk Vakið mikið umtal í Danmörku
Morten
Bødskov
Flotasveit fiskibáta sigldi upp ána
Thames í Lundúnum í gær, til
stuðnings brottgöngu Breta úr Evr-
ópusambandinu. Þeyttu bátarnir
þokulúðra og vildu með því mót-
mæla fiskveiðiheimildum Evrópu-
sambandsins.
Nigel Farage, leiðtogi breska
Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í sigl-
ingunni á sama tíma og forsætis-
ráðherrann David Cameron mætti
þingmönnum í síðustu kappræðum
fyrir atkvæðagreiðsluna.
„Á víglínu þessarar atkvæða-
greiðslu er venjulegt fólk og sam-
félag þess gegn kerfisbákninu,“
sagði Farage í samtali við AFP um
borð í einum bátanna, sem skreytt-
ur var breska fánanum í bak og fyr-
ir.
Fjármálaráðherrann George Os-
borne, sem barist hefur fyrir því að
Bretland verði áfram meðlimur
ESB, sagði á sama tíma að fjárveit-
ingar til skóla, sjúkrahúsa og hers-
ins myndu allar skerðast færi svo
að Bretar kjósi að ganga úr sam-
bandinu þann 23. júní næstkom-
andi.
Varaði hann um leið við því að
brottganga Breta myndi þýða 30
milljarða punda tap fyrir efnahag
þjóðarinnar, eða sem nemur 5.266
milljörðum íslenskra króna.
AFP
Herferð Siglt upp Thames í gær. Í baksýn eru turnar fjármálahverfisins.
Sigldu upp Thames til
stuðnings brottgöngu
Múslimar um allan heim halda nú
hátíðlegan hinn heilaga mánuð Ra-
madan, með því að neita sér um
fæði, reykingar og kynlíf frá sól-
arupprás til sólarlags. Trúa þeir að
þetta hreinsi sálina og styrki and-
leg tengsl þeirra við hið almáttuga.
Ramadan er haldinn tólfta hvern
tunglmánuð og færist þannig fram-
ar með hverju ári sem líður. Í ár
hófst Ramadan 6. júní og stendur
til 5. júlí, en á næsta ári hefst
hann 27. maí og stendur til 24.
júní. Að tíu árum liðnum, eða árið
2026, hefst Ramadan þann 18.
febrúar.
Kóran lesinn
á Ramadan
AFP
Lestur Ungur malasískur drengur les Kóraninn í mosku skóla síns í bænum
Bentong, skammt fyrir utan höfuðborg Malasíu, Kúala Lúmpúr.