Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Söngkonan Ragnheiður Eiríksdóttir
er betur þekkt undir hinum ýmsu
nöfnum, Heiða kennd við hitt og
þetta. Heiða trúbador, eða öllu held-
ur Heidatrubador, varð til fyrir rúm-
um 25 árum, en söngkonan hefur
lengst af verið kennd við hljóm-
sveitir sínar, sem Heiða í Unun og
nú sem Heiða í Hellvar. Heiða hefur
nú aftur tekið upp trúbadors-nafn-
bótina og nýverið kom út platan
Third-Eye Slide Show.
Platan er hrá og einföld og á
mörgum lögunum má heyra bara
rödd Heiðu og gítarhljóma. Að sögn
Heiðu er þó ekki um hefðbundna
hljómatónlist að ræða, heldur
hljóðatónlist. „Fólk segir stundum
óhljóðatónlist en ég hef líka heyrt
hljóðatónlist, því óhljóðatónlist felur
kannski í sér eitthvað neikvætt.
Þetta er fyrst og fremst tónlist sem
er byggð á hljóðum en ekki hljóm-
um, það er eitthvað ómstrítt við
þetta, þetta er pínu eins og abstrakt
málverk á móti málverki sem er af
einhverjum.“
Aukaafurð í sköpunarferlinu
Þó talað sé um plötu er tónlistin
gefin út á 50 kassettum auk þess
sem að hægt verður að hlaða tónlist-
inni sem og streyma í gegnum Band-
camp síðu FALKs, sem gefur út
plötuna. Afraksturinn er eins konar
hliðarverkefni annarrar plötu sem
Heiða vinnur að undir merkjum
trúbadorsins. „Trúbador gerir
kannski ekki svona tónlist, en það er
það fyndna í þessu. Ég var að reyna
að taka allt sem var fyrir mér í ann-
arri plötu og koma því í burtu svo að
það myndi ekki trufla hina plötuna,
þannig að þetta varð aukaafurð í
sköpunarferli sem ég var að gera.
Ég vissi að mig langaði að gera
svona tónlist líka, og þegar ég vakn-
aði í þannig stuði fór ég að gera
þetta í staðinn fyrir hina plötuna,
sem er hefðbundnari.“ Sú plata, sem
kemur út seinna á árinu, er í allt öðr-
um stíl sem Heiða lýsir sem „lo-fi
kántrý folk“-tónlist.
Heiða segir nýútkomnu plötuna
vera útrás og þörf fyrir tilraunir sem
endaði sem heild sem hún hafi ekki
búist við. „Ég er að vinna á svolítið
ólíkum stöðum í tónlist, í fyrsta
skipti er ég að leyfa mér að vinna
eins litla hefðbundna vinnu og ég
get, þar sem ég þurfti að spýta í lóf-
ana og klára fullt af hlutum sem
voru að mallast,“ segir Heiða, sem
tók þá ákvörðun að flytja til Berlínar
í fyrra. „Ég bjó þar í þrjá mánuði,
bara ein, með það markmið meðal
annars að klára upptökur. Ég hafði
aldrei tekið upp plötu sjálf áður, en
tók ákvörðun að gera það. Svo varð
þessi plata til um leið. Hún er eins og
hin hliðin á myntinni og ég elska að
þetta hafi orðið til á sama tíma.“
Kassetta, vínyll og geisladiskur
Samhliða plötunum tveimur sem
trúbador er Heiða að vinna að raf-
tónlistarplötu með Bertel Ólafssyni,
en þetta er önnur platan sem þau
vinna saman. „Hún er líka að klárast
á þessu ári, það er svolítið fyndið
hvað þetta gerist allt á sama tíma.
Svo er hljómsveitin mín, Hellvar,
búin að semja mikið af efni og við er-
um bara að bíða eftir tíma til að taka
það upp, við eigum efni í nýja plötu,
sem er frekar stór rokkplata.“
Það er því möguleiki að út komi
fjórar plötur eftir Heiðu á árinu.
„Þær eru allavega pottþétt þrjár.“
Third-Eye Slide-Show kom út á
kassettu og hin trúbadora-platan,
eins og Heiða kallar hana, mun
koma út á vínyl seinna á árinu. Raf-
tónlistarplatan, sem hefur fengið
heitið Ruddinn, mun svo koma út á
geisladisk. „Ég er komin með þrjú
form og var að velta því fyrir mér
hvort ég ætti ekki bara að henda í
bók af því ég á eina bók sem er óút-
komin. Það var hitt sem ég vildi gera
í Berlín og ég náði því líka. Ég er
með uppkast að skáldsögu í fullri
lengd sem ég er frekar ánægð með.
Það væri svo fyndið ef ég myndi taka
öll form á einu ári. Það er spurning
hvort ég geti gefið út mini-disk
líka?“
Heiða hafði aldrei skrifað neitt að
ráði nema ljóð, að eigin sögn, fyrr en
hún skilaði mastersritgerð sinni í
heimspeki fyrir fimm árum. Í rit-
gerðinni fjallaði hún um fyrirbæra-
fræði Heideggers til bjargar mann-
kyninu. „Ég fékk svo mikla skrifþörf
eftir að ég skrifaði mastersritgerð-
ina mína. Ég hugsaði að fyrst ég
gæti skrifað mastersritgerð um
ákveðið efni í heimspeki sem er al-
veg afmarkað, af hverju gæti ég þá
ekki bara skrifað eitthvað frjálst?
En í alvöru talað ætti ég kannski að
einbeita mér að tónlistinni á þessu
ári og kíkja svo kannski á bókina á
næsta ári.“ Tíminn einn mun leiða í
ljós hvað gerist áður en árinu lýkur.
Heimspeki frekar en guðfræði
Heiða segir það pottþétt mál að
hún nýti heimspekinámið í tónlist-
inni. „Ég er gífurlega þakklát fyrir
að hafa rambað á þetta nám á sínum
tíma. Ég ætlaði í ensku en þeir taka
bara inn á haustin og því stóð mér
tvennt til boða um áramótin: heim-
speki og guðfræði.“ Heiða segist
ekkert vita af hverju hún valdi heim-
spekina fram yfir guðfræðina. „Eina
sem ég þekkti var Plató.“
Þó svo að heimspekin hafi kannski
ekki hjálpað Heiðu mikið við texta-
gerðina og heiti laga á nýútkomnu
plötunni, þá kom húmorinn henni
langt. Á plötunni er aðeins að finna
texta í einu lagi, upphafslaginu
„STP“. „STP er frönsk skamm-
stöfun á s’il-te-plaît eða „gerðu það“
og ég held að það sé nú bara það. Ég
er ekki að útskýra heiminn með
textanum en það er meira fyndið að
pæla í nöfunum á lögunum.“
Heiða var stödd í Berlín við frá-
gang plötunnar og þurfti að upp-
hugsa titla á lögin sex og við nánari
útskýringu má finna ýmis hnyttið
við heitin. Þriðja lag plötunnar,
„Bald Nun“ er ekki endilega um
sköllótta nunnu til dæmis. „Á þýsku
þýðir Bald Nun „rétt bráðum“ og
mér fannst það alveg æðislegt. Ég
ákvað því að taka hluti sem tengjast
Þýskalandi og nota í heitin. „Arnim“,
fjórða lag plötunnar, er til dæmis
líka heiti yfir apótekarakeðju í Berl-
ín.“
Besta brandarann er hins vegar
að finna á lokalagi plötunnar,
„VWT“, að mati Heiðu. „Ef þú berð
heiti lagsins fram á þýsku, VWT,
staf fyrir staf, er það fá-vi-ti, eða fá-
viti. Það er ógeðslega fyndið og
þetta er algjör aulahúmor, ég veit
það, en ég elska það,“ segir Heiða,
óvenjulegi trúbadorinn með aula-
húmorinn.
Heiða heldur útgáfutónleika í
kvöld, 16. júní, kl. 22, á barnum Dil-
lon, Laugavegi 30. AMFJ hitar upp.
Óhefðbundinn trúba-
dor með aulahúmor
Ragnheiður Eiríksdóttir endurvakti trúbadorinn í sér
Afkastamikil með fjórar plötur og eina bók í bígerð
Morgunblaðið/Eggert
Hljóð „Þetta er fyrst og fremst tónlist sem er byggð á hljóðum en ekki hljómum, það er eitthvað ómstrítt við þetta,
þetta er pínu eins og abstrakt málverk á móti málverki sem er af einhverjum,“ segir Heiða um plötu sína.
Philip Roughton hlaut 11. júní sl.
ensku þýðendaverðlaunin The Ox-
ford-Weidenfeld Translation Prize
fyrir enska þýðingu sína á bók Jóns
Kalmans Stefánssonar, Hjarta
mannsins, sem heitir The Heart of
Man í enskri þýðingu og er gefin út
af MacLehose Press. Einnig hlutu
verðlaunin Paul Vincent og John
Irons fyrir þýðingu sína á hol-
lenskum ljóðum í bókinni 100
Dutch-Language Poems.
Verðlaunahafar hljóta 2.000
sterlingspund að launum og voru
verðlaunin afhent á þýðingadegi
Oxford í St Anne’s háskólanum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Verðlaun Þýðing á Hjarta mannsins eftir Jón Kalman hlaut verðlaun í Oxford.
Hlaut verðlaun fyrir þýðingu á bók Jóns
Díana Margrét Hrafnsdóttir mynd-
listarmaður opnar sýninguna
LAND í Grafíksalnum í Hafnarhús-
inu í dag kl. 16. Díana útskrifaðist
úr Grafíkdeild Listaháskóla Íslands
árið 2000 og var einnig við nám í
leirlist í Myndlistarskóla Reykja-
víkur. Hún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga og haldið nokkrar
einkasýningar og er félagi í SÍM og
Íslenskri grafík, þar sem hún hefur
tekið þàtt í félagsstörfum.
Verkin á sýningunni eru flest
unnin á stórar tréplötur en einnig
kemur steinleir við sögu.
Á sýningu Eitt verka Díönu á sýning-
unni LAND sem opnuð verður í dag.
Sýningin LAND opnuð í Grafíksalnum
Vatnskæld
kælitæki
Einstaklega hljóðlát
tæki fyrir t.d. kerfis-
loft eða á vegg
hitataekni.is
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Sýnum EM leikina á
skjá
á Sportbarnum okk
ar
FRÍTT INN
ÁFRAM ÍSLAND
Tilboð á tímakortum
á leikdögum
Hlökkum til að
sjá ykkur!
SKEMMTUN FYRIR ALLA!
www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind