Morgunblaðið - 16.06.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.06.2016, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 Háskóli unga fólksins Nemendur kynna sér ótal greinar sem kenndar eru við Háskóla Íslands og skemmta sér þess á milli í skipulögðum leikjum og sumir borða jafnvel um leið. Eggert Fyrir nokkrum vik- um tók stjórn Lista- safns ASÍ ákvörðun sem markar tímamót í sögu íslenskra safna- stofnana, nefnilega að selja með nokkru hraði Ásmundarsal við Freyjugötu, þar sem safnið hefur verið heimilisfast und- anfarna áratugi. Svo virðist sem hagspek- ingar Alþýðusambands Íslands hafi reiknað sig til þeirrar niðurstöðu að ekki séu fyrir hendi fjárhags- legar forsendur til þess að halda uppi rekstri „fyrsta og einasta listasafns í alþýðueign sem til er... í allri Evrópu“, svo vitnað sé í orð Hannibals Valdimarssonar, fyrr- verandi forseta ASÍ, frá árinu 1982. Ekki virðist hafa hvarflað að hag- spekingunum – eða skipt þá máli – að með þessum gerningi væri verið að færa eitt merkasta hús bæði ís- lenskrar myndlistar- og bygginga- listarsögu í hendur einkaaðila, til að ráðskast með eins og þá lystir. Og það verður að segjast eins og er að fyrstu viðbrögð kaupenda, sem fengu eignina fyrir andvirði blokkaríbúðar við Skuggasund, voru ekki uppörvandi. Á þeim mátti skilja að nánast engin „starfsemi“ listamanna og hand- verksfólks hefði nokk- urn tímann átt sér stað í Ásmundarsal, en nú ætti loksins að bæta úr þeirri ávönt- un. Sannleikurinn er sá – og þetta gerir missi íslenskra mynd- listarmanna sérdeilis þungbæran – að Ás- mundarsalur hefur um árabil verið einasti griðastaður þeirra sem ekki hafa viljað lúta ofurvaldi stærri safnanna; þar hafa þeir fengið að setja upp sýningar alfar- ið eftir eigin höfði. Sú „starfsemi“, studd af framsýnum forstöðu- mönnum, hefur ótvírætt verið með því markverðasta sem framkvæmt hefur verið í nafni íslenskrar myndlistar hin síðari ár. Í viðtölum fullyrti rekstrarstjóri Alþýðusambandsins að ekki væri verið að leggja niður safn, heldur einungis að selja hús. Listasafn ASÍ yrði áfram við lýði, en með „breyttu fyrirkomulagi“. Hér er ýmsum spurningum ósvarað. Fyrir utan það að langvarandi áhugaleysi forsvarsmanna Alþýðusambands- ins um þessa listaverkaeign sína gefur tilefni til að taka öllum yf- irlýsingum þeirra með fyrirvara. Hvað á talsmaður ASÍ við með „safn“? Myndir í geymslum? Breytilegt upphengi á skrifstofum Alþýðusambandsins sjálfs? Í frétt- um var sagt frá því að helsta ger- semi listaverkagjafar Ragnars í Smára, „Fjallamjólk“ Kjarvals, væri nú komin upp á vegg í skrif- stofu Gylfa Arnbjörnssonar, for- seta sambandsins. Er það vísbend- ing um það sem koma skal? Nú hefur Listasafn ASÍ í núver- andi mynd unnið í samræmi við regluverk íslensks Safnaráðs, þar sem kveður á um skyldur safna við menningararf þjóðarinnar. Þar er listasöfnum uppálagt að varðveita safneignir sínar við bestu skilyrði, tryggja aðgang almennings að þeim, miðla upplýsingum um þau og stuðla að rannsóknum fræði- manna á þeim. Verður „breytt fyr- irkomulag“ í samræmi við þessa grundvallarskilgreiningu á hlut- verki safna? Það er ljóst af bæði upprunalegri skipulagsskrá Listasafns ASÍ frá 23. júlí 1961 og því sem haft er eft- ir forsvarsmönnum Alþýðu- sambandsins á árunum 1961-62, að þar stóð hugur manna til safns í klassískum skilningi. Í skipulags- skránni segir að „Tilgangur safns- ins (sé) að varðveita og hafa til sýn- is fyrir almenning listaverk þau, sem Ragnar Jónsson gaf Alþýðu- sambandinu til eignar... svo og önn- ur listaverk, sem safnið kann að eignast. Eigin sýningarsal skal koma upp, eins fljótt og ástæður leyfa.“ Í blaðinu Mjölni (9. febrúar 1962) er birt bréf sem forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson, sendi öll- um verkalýðsfélögum innan sam- bandsins, varðandi þetta fyrirhug- aða listasafn. Þar er sérstaklega áréttað að „listasafn eigi ekki að- eins að vera geymslustaður lista- verka heldur um leið allfjölþætt menningarstofnun almennings, þar sem fólk á öllum aldri geti notið ánægjulegra tómstunda í fögru og menningarlegu umhverfi“. Hannibal skilgreindi þetta menn- ingarlega umhverfi nánar í viðtali sem Ingólfur Margeirsson tók við hann vegna útgáfu bókar um Ragn- ar Jónsson árið 1982: „Við (Alþýðu- sambandið) lögðum mikla áherslu á það að safnið yrði ekki grafhýsi fyrir málverkin og ekki heldur geymslustaður einvörðungu. Við töldum að hvert málverk yrði að sýna í umhverfi sem veitti því að- stöðu til að njóta sín sem best og að þau leituðust við að mennta sækjendur safnsins í listum. Safnið mundi því einnig henta til fyr- irlestra, tónleika, ljóðskáldakvölda og kvikmyndasýninga svo að eitt- hvað sé nefnt. Hinn vinnandi mað- ur ætti þar kost á að efla fegurð- arskyn sitt og kynna sér fjársjóði íslenskrar menningar.“ Og þá spyr maður sig: Hvenær ræddu núver- andi forsvarsmenn ASÍ síðast um að „menning“ væri hluti af lífs- gæðum almennings? Stefni Alþýðusamband Íslands að einhverju því „fyrirkomulagi“ á listaverkasafni sínu sem er á skjön við umgengnisreglur sem söfn í landinu hafa sameinast um, svo ekki sé minnst á stefnumörkunina sem kemur fram í upprunalegri skipulagsskrá safnsins og yfirlýs- ingar þeirra sem tóku við „stór- höfðinglegri gjöf“ Ragnars í Smára, er sambandinu tæpast sið- ferðilega stætt á öðru en að afsala sér safninu í hendur einhverrar stærri listastofnunar sem hefur burði og metnað til að „varðveita og ávaxta slíkan menningarfjársjóð sem hér um ræðir“, svo aftur sé vitnað til bréfsins í Mjölni. Eftir Aðalstein Ingólfsson » Langvarandi áhuga- leysi forsvarsmanna Alþýðusambandsins um þessa listaverkaeign sína gefur tilefni til að taka öllum yfirlýsingum þeirra með fyrirvara. Aðalsteinn Ingólfsson Höfundur er listfræðingur. Í minningu Listasafns ASÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.