Morgunblaðið - 16.06.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 » Glowie og hljóm-sveitin Lily the Kid komu fram á öðrum tón- leikum tónleikaraðar KÍTÓN, félags kvenna í tónlist á Íslandi, og Kex hostels í samstarfi við Arion banka, í gær- kvöldi í salnum Gym & tonic á Kex hosteli. Kex hostel og KÍTÓN bjóða upp á mánaðar- lega tónleika undir yf- irskriftinni KEX+KÍ- TÓN. Tilgangur KÍTÓN er að skapa já- kvæða umræðu, sam- stöðu og samstarfsvett- vang meðal kvenna í tónlist með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tón- listarkonur á Íslandi. 246 konur eru í KÍTÓN. Glowie og Lily the Kid komu fram á tónleikum KÍTÓN á Kex Tónleikar Glowie og hljómsveitin Lily the Kid skemmtu á Kex í gærkvöldi. Gleði Eyþór Loftsson, Pétur Hrafnsson, Sara Pétursdóttir (Glowie) og Sesselía Knútsdóttir skemmtu sér og öðrum á tónleikum kvöldsins. Gaman Elísabet Karlsdóttir, Birta Kristín Hjálmarsdóttir og Kristín Telma Halldórsdóttir létu sig ekki vanta og nutu kvöldsins í botn. Morgunblaðið/Ófeigur Chino Moreno, söngvari og gítar- leikari rokksveitarinnar Deftones sem leikur á Secret Solstice tón- listarhátíðinni, mun halda tónleika í Þríhnúkagíg á laugardaginn, 18. júní, og nefnast þeir Inside the Volcano. Verða það fyrstu tónleik- arnir í heimssögunni sem fara fram inni í eldfjalli, að því er haldið er fram í tilkynningu frá hátíðinni. Moreno mun flytja tónlist sína órafmagnaða og mun tónlist- armaðurinn Snorri Helgason hita upp fyrir hann. Aðeins voru tutt- ugu miðar í boði á tónleikana og seldust þeir upp á fáeinum dög- um. Tónlistarmennirnir og tón- leikagestir verða látnir síga niður eina hundrað metra og fara tón- leikarnir fram í kvikuhólfi gígs- ins, að því er fram kemur í til- kynningu. „Í fortíðinni hafa nokkrir tón- leikar farið fram ofan á eldfjöllum víðsvegar um heiminn, til dæmis í Kanarí og Hawaii, en þetta verða fyrstu tónleikarnir sem fara fram inni í eldfjallinu sjálfu, ekki ofan á því,“ segir í tilkynningunni. Secret Solstice hefst í dag í Laugardal og stendur til og með 19. júní. Tónleikar Deftones verða haldnir kl. 22 þann 18. júní. Deftones Söngvari sveitarinnar og gítarleikari, Chino Moreno, heldur tón- leika í Þríhnúkagíg á laugardaginn og Snorri Helgason hitar upp. Fyrstu tónleikarnir ofan í eldfjalli á Secret Solstice Leitin að Dóru Sambíóin frumsýna í dag teikni- myndina Leitin að Dóru sem er framhald hinnar vinsælu Leitin að Nemó frá árinu 2003. Í þetta sinn er það hin mjög svo gleymna Dóra sem leitað er að og hefst sagan hálfu ári eftir að þeirri fyrri lauk. Allt í einu byrja minningar úr æsku Dóru að rifjast upp fyrir henni og um leið að hún á fjölskyldu einhvers staðar. Hún heldur, ásamt Merlín og Nemó, í leit að ættingjum sínum og liggur leiðin að ströndum Kaliforníu. Leikstjórar myndarinnar eru And- rew Stanton og Angus MacLane. Metacritic: 75/100 The Treasure Bíó Paradís frumsýnir The Treas- ure í leikstjórn Corneliu Por- umboiu. „Costi lifir frekar friðsömu lífi. Á kvöldin les hann fyrir sex ára gamlan son sinn, en uppáhaldssaga hans er sagan um Hróa Hött. Einn góðan veðurdag bankar nágranni þeirra Adrian upp á, og fer að segja Costi frá dularfullum fjársjóð isem hann telur vera grafinn á jörð langalangaafa síns á tímum komm- únista. Adrian stingur upp á því að ef Costi hjálpar honum að leigja málmleitartæki þá fái hann helm- ing fjársjóðsins að launum,“ segir um myndina í tilkynningu og að hún hafi unnið til fjölda verðlauna. Með aðalhlutverk fara Toma Cuzin, Adrian Purcarescu og Corneliu Cozmei. Metacritic: 85/100 Fjölskyldu- og fjársjóðsleit Leit Úr Leitinni að Dóru. Bíófrumsýningar MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.