Morgunblaðið - 16.06.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
„Helmingur landsmanna 12-80 ára
horfði frá upphafi til enda og tveir
af hverjum þremur komu að skján-
um eða 163 þúsund manns alls.
Þetta er frábær árangur miðað við
þann gríðarlega fjölda Íslendinga
sem er í Frakklandi,“ segir Kári
Jónsson, talnasérfræðingur Sím-
ans, um fyrstu áhorfstölur frá Gall-
up um leik Íslands og Portúgals.
Um 121 þúsund andlit voru límd
við sjónvarpið og tugir þúsunda til
viðbótar með annað augað leiknum.
Þá horfðu líka margir á leikinn í
gegnum appið að sjónvarpsþjón-
ustu Símans. Sveinbjörn Bjarki
Jónsson, deildarstjóri sjónvarps-
kerfa Símans, heldur utan um töl-
urnar og segir að tvöfalt meira
áhorf hafi verið á Íslandsleikinn en
vanalega er í appinu. „Fólk kom
greinilega saman og horfði á leik-
inn,“ segir hann.
„Þetta eru frábærar tölur og ís-
lenska landsliðinu að þakka,“ segir
Þorsteinn J. Vilhjálmsson, ritstjóri
EM útsendingar Símans.
benedikt@mbl.is
Margir
horfðu á
jafnteflið
Vinsæll fyrsti
leikur Íslands á EM
AFP
Umkringdur Margir sáu Ronaldo
ekki ná sér á strik gegn Íslandi.
„Þetta er skemmdarverk á eignum
hins opinbera og lýti á borginni sem
verður að sporna við,“ þetta segir
Hjalti J. Guðmundsson, skrif-
stofustjóri skrifstofu reksturs og
umhirðu borgarlands spurður um
veggjakrot í Reykjavík.
Samkvæmt nýlegri umsögn skrif-
stofunnar hefur veggjakrot færst í
aukana undanfarið auk þess sem
veðurskilyrði á veturna hefta
hreinsun sem veldur því að mest
verður vart við veggjakrot á vorin.
„Fyrir nokkrum árum var farið í
átak og þessum málum komið í
skikkanlegan farveg en eftir hrun
var fjármagn til þessa málaflokks
skorið niður og undanfarin ár hefur
þetta verið að aukast,“ segir Hjalti.
Veggjakrot má finna um allan bæ
en mest ber á því á fjölförnum stöð-
um eins og í miðbænum en Reykja-
víkurborg hefur nú í sumar verk-
taka í fullri vinnu við að þrífa og
mála yfir veggjakrot í miðborginni.
Hjalti segir allar borgir eiga í bar-
áttu við veggjakrotara og beita þær
ýmsum aðferðum til að takast á við
vandamálið „Ein þekkt aðferð er að
þrífa krotið burt og mála yfir innan
tveggja sólarhringa. Einnig er
hægt að bera efni á veggi sem auð-
velda þrif. Efnin eru reyndar mjög
dýr en notkun þeirra gæti þó borg-
að sig á ákveðnum stöðum“.
Hjalti telur nauðsynlegt að ræða
við veggjakrotarana „Þetta er
mannanna verk, það þarf að ræða
við þá hópa sem standa á bakvið
krotið og gera þeim skiljanlegt
hverskonar skemmdarverk þeir
eru að vinna.“ elvar@mbl.is
Veggjakrot færist í aukana
Morgunblaðið/Þórður
Skemmdarverk Veggjakrotið er afar sýnilegt í miðbæ Reykjavíkur.
Fjármagn til aðgerða gegn kroti skorið niður eftir hrunið
HLEDSLA.IS
NÝJUNG!
KOLVETNASKERT OG LAKTÓSAFRÍ
HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI.
FÆST NÚ Í 330 ML FERNUM.
FRÁBÆR Á MILLI MÁLA OG EFTIR ÆFINGAR.
ÍSLE
N
SK
A/SIA.IS
M
SA
79077
03/15
Guðni Th. Jó-
hannesson er
með 51% fylgi
samkvæmt nýrri
könnun Gallup
sem RÚV greindi
frá í gær. Hann
var með 56,7%
fylgi í síðustu
könnun Gallup.
Davíð Oddsson
mælist með
16,4% fylgi, Andri Snær Magnason
15,5% og Halla Tómasdóttir 12,5%.
Þá er Sturla Jónsson með 2,7% fylgi,
Elísabet Jökulsdóttir með 1,1%
fylgi, Ástþór Magnússon með 0,5%
fylgi, Guðrún Margrét Pálsdóttir
með 0,3% fylgi og 0,2% styðja Hildi
Þórðardóttur.
Könnunin var gerð 8. til 15. júní
og úrtakið var 2.819 manns.
Guðni mælist
með 51%
Guðni Th.
Jóhannesson