Morgunblaðið - 16.06.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.06.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 Hann er stór karl í knatt-spyrnuheiminum. Á því leikur enginn vafi. Og Cristiano Ronaldo er vel meðvitaður um að hann er stór karl.    Hann ermeira að segja svo stór karl að hann keypti í fyrra heila eyju í Eyjahafi fyrir umboðsmann- inn sinn. Svona eiga brúðkaups- gjafir að vera frá stórum körlum.    Hann var líka á skotskónum ámóti Íslandi á þriðjudags- kvöld og sýndi að hann getur látið vaða ítrekað á markið. Verst að hann gleymdi að reima skóna svo að skotin geiguðu.    Það var líka verra að hann skyldiekki vera stærri karl en svo að hann reyndi að gera lítið úr „smá- þjóð“ sem hefði „hugarfar smæl- ingjans“ og mundi þess vegna „ekki vinna neitt“.    Hann stækkaði sannarlega ekkií augum erlendu pressunnar við þessi ummæli eftir leikinn.    Hvarvetna var sagt frá þessu ogyfirleitt fylgdi með að ís- lenska liðið hefði niðurlægt hann og hann væri tapsár.    Sérkennilegt er að hann skyldiekki taka því sem hrósi að Ís- land fagnaði því að gera jafntefli við hann og Portúgal.    Hann hefði getað stækkað meðréttum viðbrögðum. Í staðinn gekk hann frá leiknum sem lítill karl. Litli stóri karlinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 13 léttskýjað Akureyri 16 skýjað Nuuk 11 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað Ósló 12 rigning Kaupmannahöfn 15 rigning Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 22 skýjað Lúxemborg 14 rigning Brussel 14 rigning Dublin 15 léttskýjað Glasgow 15 skýjað London 20 rigning París 20 léttskýjað Amsterdam 15 rigning Hamborg 20 rigning Berlín 19 rigning Vín 20 heiðskírt Moskva 23 skýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 20 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Róm 25 heiðskírt Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 20 alskýjað Montreal 20 heiðskírt New York 26 heiðskírt Chicago 27 heiðskírt Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:56 24:02 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:11 23:46 Bæjarráð Kópa- vogs hefur sam- þykkt að veita skólastjórum grunnskóla bæj- arins heimild til að ráða kennara, sem þiggja lífeyr- isgreiðslur, í 49,9% starfshlut- fall. Þetta er bundið við kenn- ara sem látið hafa af störfum sam- kvæmt hinni svokölluðu 95 ára reglu um samanlagðan starfsaldur og líf- aldur. Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Kópavogs- bæjar, segir að ekki sé vitað hve margir fyrrverandi kennarar upp- fylli skilyrði til að hljóta slíka ráðn- ingu. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um ráðningar samkvæmt samþykktinni, aðeins sé um heimild- arákvæði að ræða. Sams konar heimild er við lýði í mörgum sveitarfélögum. Hún gerir skólum kleift að nýta reynslu og þekkingu fyrrverandi kennara og getur komið sér vel þegar skortur er á kennurum. Mega ráða kennara í 49,9% starf  Heimild sem skóla- stjórar í Kópavogi fá Salaskóli Í bænum eru 10 grunnskólar. „Að okkar mati er það bara ekkert í boði að leyfa veiðar núna og það á ekki einungis við um Eyjar heldur allt landið,“ segir Erpur Snær Han- sen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til ákvörð- unar umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þess efnis að leyfa lundaveiðar í þrjá daga, þ.e. frá 12. ágúst næstkomandi til 14. ágúst. „Lundastofninn hefur minnkað mjög á 13 árum. Hann er skástur fyrir norðan, en ef hann væri ekki veiddur þá væri hann líkleg- ast að fjölga sér aðeins. Í staðinn er hann hins vegar búinn að vera að dragast saman,“ segir Erpur Snær. Aðspurður segir hann lundaveiðar hafa verið ósjálfbærar lengi eða allt frá því að þeir fiskistofnar sem lund- inn lifir á hrundu hér við land. Um 200 fuglar verða veiddir „Hann er bara í stöðugri fækkun og þú veiðir ekkert slíka stofna nema þú viljir auka enn á fækk- unina,“ segir Erpur Snær og bendir á að hann telji líklegt að um 200 fugl- ar verði veiddir á þeim þremur dög- um sem heimilt verður að veiða fugl- inn í Vestmannaeyjum. Fram kemur í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði að lögum samkvæmt sé veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst, eða 46 dagar. „Með tilliti til stöðunnar samþykkir ráðið að skerða veiðitímabilið um 94% og heimila eingöngu veiðar í 3 daga,“ segir í bókuninni, en um er að ræða sama dagafjölda og árið 2015. Heimila þriggja daga lundaveiðar  Veiðitímabilið skert um 94%  Veiðarnar ósjálfbærar, segir líffræðingur Lundi Veitt var í 3 daga í fyrra. Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali www.danco.is Heildsöludreifing 45 cm boltar Flottir á trampólín Boltar Kútar Sápukúlur Vatnsbyssur Fötur YooHoo

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.