Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 36
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Ráðleggur Ronaldo að líta í spegil 2. „Tapsár?“ Erfitt líf 3. Vilja Gurrý af skjánum 4. Ræstu út lest til heiðurs Íslandi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jólasýning Þjóðleikhússins verður Óþelló eftir William Shakespeare í nýrri þýðingu Hallgríms Helgasonar og leikstjórn Gísla Arnar Garðars- sonar. Uppfærslan er unnin í sam- starfi við Vesturport, en leikritið er sett upp í tilefni af 400 ára ártíð skáldsins. Hlutverk Márans verður í höndum Ingvars E. Sigurðssonar, en hann lék Jagó þegar verkið var sett upp í Nemendaleikhúsinu árið 1990. Með hlutverk illmennisins Jagós að þessu sinni fer hins vegar Nína Dögg Filippusdóttir. Jagó fær sem kunnugt er Óþelló til að efast um tryggð eigin- konu sinnar, Desdemónu, með þeim afleiðingum að hann myrðir hana saklausa. Með hlutverk Desdemónu fer Aldís Amah Hamilton sem er ný- útskrifuð leikkona. Af öðrum leik- urum má nefna Björn Hlyn Haralds- son, Ólaf Egil Egilsson, Arnmund Ernst Backman og Katrínu Halldóru Sigurðardóttur. Leikmyndina hannar Börkur Jónsson. Morgunblaðið/Eggert Óþelló jólasýning Þjóðleikhússins  Kristján Sig- urðsson og Sæ- unn Þorsteins- dóttir bjóða upp á ókeypis söng- stund að sum- arlagi í Hann- esarholti í kvöld kl. 20. Lögin á efn- isskránni, sem eiga það öll sameiginleg að vera á ró- legu nótunum, flytja þau ýmist með gítar- eða píanóundirleik. Gestum er ráðlagt að panta borð fyrirfram. Róleg söngstund í Hannesarholti Á föstudag Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig. Á laugardag Suðaustan 8-13 m/s og rigning. Hiti 10 til 19 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari vindur og skúrir í flestum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands. VEÐUR Það kemur varla á óvart að Frakkland og Sviss séu liðin sem skipa efstu tvö sæti A- riðilsins eftir tvær umferðir á EM landsliða í knatt- spyrnu. Frakkland tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða, með sigri á Albaníu, 2:0, og Sviss er nær öruggt með að fara áfram því liðið er með 4 stig og endar ekki neð- ar en í 3. sæti eftir jafn- tefli við Rúmena. »2 Frakkar fyrstir í 16 liða úrslit „Aðstæður voru ekki eins og best varð á kosið, mikill mótvindur og ég varð að beita mér öðruvísi en ég er vanur að gera. En ég náði sem betur fer að landa þessu,“ sagði Helgi Sveinsson úr Ármanni sem varð Evrópumeist- ari í spjótkasti í flokk- um F42-44 á Evr- ópumóti fatlaðra í frjáls- um í Grosetto á Ítalíu í gær. »1 Helgi lét veðrið ekki slá sig út af laginu á EM Mikið var fjallað um jafntefli íslenska landsliðsins við það portúgalska á EM í knattspyrnu karla í erlendum fjölmiðlum. Einnig var mikið rætt og ritað um hegðun og ummæli Crist- iano Ronaldo á sama vettvangi. „Ís- lendingar fengu kennslu í fótbolta í fyrri hálfleik en gáfust aldrei upp. Þeir upplifa nú árangur erfiðisins,“ sagði Chris Waddle. m.a. á BBC. »1 Landsliðið og Ronaldo í umræðunni í Evrópu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Háskóli Íslands og Ferðafélag Ís- lands hafa boðið fróðleiksfúsum Ís- lendingum í rannsóknarferðir um hin og þessi svæði frá árinu 2011, þegar skólinn fagnaði aldarafmæli. Síðastliðinn þriðjudag var boðið upp á skordýraskoðun um Elliðaárdal í Reykjavík. „Með fróðleik í fararnesti erum við háskólakennarar leiðsögumenn fyrir almenning í fríum ferðum sem tengjast ýmsu, ekki bara skordýr- um. Við bjóðum upp á fjöruferðir, kræklingaferðir og sveppaferðir,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, sem leiddi skordýraskoðunarferðina ásamt Hrefnu Sigurjónsdóttur, pró- fessor á Menntavísindasviði. Ferðirnar eru yfirleitt vel sóttar og þar tróna sveppaferðir á toppn- um, en um 200 manns fóru í slíka ferð í ágúst í fyrra. Gísli telur að um 70-80 manns hafi sótt skordýraskoð- unina á þriðjudag sem var fléttuð saman við Háskóla unga fólksins sem er í gangi þessa vikuna. Gangan er einnig hluti af dagskrá Ferða- félags barnanna. Fyrst pöddur, svo bolti „Það voru nú aðeins færri en hafa verið áður, ég veit ekki hvort fólk var hrætt um að missa af fótbolt- anum,“ segir Gísli. Fyrsti leikur Ís- lands á Evrópumótinu í Frakklandi fór fram klukkan 19 sama kvöld, en rannsóknarleiðangurinn hófst klukkan 17. „Ég var búinn að taka skýrt fram að við myndum hætta klukkan hálfsjö svo að allir kæmust heim fyrir leik og væru þá búnir að anda að sér frísku lofti og yrðu vak- andi yfir leiknum. Við stóðum við það og ég náði sjálfur heim fyrir sjö, þrátt fyrir að standa í frágangi.“ Börn og unglingar voru í meiri- hluta í skordýraskoðuninni. „Það fannst mér skemmtilegast, þau eru alls ekkert feimin að spyrja. Það sem finnst með því að fara með skor- dýraháfa í gegnum gróðurinn þarna eru ýmis vatnaskordýr sem eru að koma upp úr Elliðaánum, eins og mýtegundirnar, en svo eru það líka skordýrin sem eru á plöntunum, eins og asparglytta, bjöllur, vespur og fiðrildi.“ Gísli segir lífríkið við Ell- iðaárnar vera afar fjölbreytt um þessar mundir þar sem vorið var einstaklega hagstætt þessari tegund dýra sem eykur á fjölda einstaklinga og tegunda. Hann var ánægður með skoð- unarferðina og segir að megintil- ganginum hafi verið náð. „Sumt fólk er hrætt við pöddur og við viljum reyna að minnka þessa hræðslu. Þessi hræðsla er alltaf óþörf en það eru vissulega teg- undir sem valda óþægindum. Geitungar og hunangsflugur stinga mjög sjaldan, það er ekki nema að þau verði aðþrengd.“ Hræðsla við pöddur alltaf óþörf  Fjölbreytt pöddulíf í Elliðaárdal eftir hagstætt vor  Börnin fróðleiksfús Morgunblaðið/Ófeigur Áhugi Einbeitingin skein úr andliti þeirra sem sóttu skoðunarferðina. Skordýrum hefur fjölgað hér á landi á síðustu árum og metur Gísli það svo að tegundafjöl- breytni skordýra hafi aukist um 150 til 200 tegundir frá 1992, eða um 12 til 17%. Asp- arglyttan, smávaxin og afar falleg laufbjalla, er ein af þess- um nýju tegundum, en hún er nýlegur landnemi á Íslandi sem fannst fyrst í ágúst 2005. Asparglyttan var vel sýni- leg í Elliðaárdal á þriðjudag og vakti mikla athygli, enda er júní hennar tími, þó að hún vakni úr dvala í apríl. Asparglyttan vakti athygli FALLEGAR LAUFBJÖLLUR Á veiðum Gísli aðstoðaði pödduáhugamenn við greininguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.