Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
sem hún kýs á þing sem breyta
stjórnarskránni.
Ég er bæði sáttur við stjórn-
arskrána og vil um leið breyta henni.
Ég hef talað fyrir því að í stjórn-
arskrána komi ákvæði þess efnis að
ákveðinn hluti þjóðarinnar geti kraf-
ist atkvæðagreiðslu um ákveðin mál.
Forseti á að geta neitað að sam-
þykkja lög gangi þau alfarið gegn
sannfæringu hans.“
Færa valdið til fólksins
Andri Snær Magnason sagði á
fundi Lögréttu: „Ég tel að þetta ferli
hafi hafist með þjóðfundinum, þar
sem almenningur var kallaður saman
á mjög fallegan hátt til að tala saman.
Hann skilaði gildum líkt og heið-
arleika, sem hlegið var að þá, en við
sjáum núna að í þessu lá grafalvara...
Ég tel það mjög brýnt að skýra
hlutverk forseta og færa valdið til
fólksins, og að í stað 26. greinarinnar
verði almenningi veittur formlega
réttur til að hafa áhrif með þessum
hætti.“
„Ég held að flestir vilji aukin völd
og ný stjórnarskrá færir öryggis-
ventilinn frá forseta til þjóðarinnar.
Þarna er kafli um hvernig ákveðinn
hluti landsmanna getur skotið mál-
um til þjóðaratkvæðis,“ sagði Andri
Snær m.a. í samtali við Fréttablaðið
þann 2. janúar sl., löngu áður en hann
lýsti yfir framboði, og var þá að vísa
til draga að nýrri stjórnarskrá sem
stjórnlagaráð hafði samið. Hann
sagði í ræðu sinni í Þjóðleikhúsinu,
þegar hann tilkynnti um framboð sitt
þann 11. apríl sl.: „Við eigum að ljúka
við stjórnarskrána sem er grundvöll-
ur stjórnskipunar okkar.“
Andri Snær sagði á fundi með
starfsmönnum Nýherja, samkvæmt
Spegli RÚV á þriðjudagskvöld í síð-
ustu viku: „Ég tel að fólk vilji fá að
láta skoðun sína í ljós, þannig að ef
10% landsmanna eða 15% vilja efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu, þá sé það
mögulegt. Þess vegna finnst mér mik-
ilvægt að þessi atriði séu lögfest í
nýrri stjórnarskrá.“
Halla Tómasdóttir sagði í fyrstu
beinu útsendingu frá umræðum for-
setaframbjóðenda á Stöð 2 þann 26.
maí sl. að þörf væri á breytingum, en
rétt væri að gera þær í tveimur áföng-
um. „Byrjum á að taka þessi stóru
mál sem eru umdeild en brýn. Þar er
ég að tala um náttúruákvæði, auð-
lindamál og beint lýðræði, sem þarf
að skýra. Að því loknu má koma
stjórnarskránni á mannamál. Sam-
félagssáttmálinn þarf að vera skilj-
anlegur. Síðast en ekki síst skiptir
máli að fjalla um hlutverk forseta og
þings og skilin þar á milli með skýrari
hætti.“
Halla útskýrði ekki í máli sínu hvað
í stjórnarskránni (samfélagssáttmál-
anum) er óskiljanlegt.
Snörp orðaskipti
Til snarpra orðaskipta kom á milli
forsetaframbjóðendanna Guðna Th.
Jóhannessonar og Davíðs Oddssonar,
í þættinum Eyjunni, 29. maí sl., þegar
þeir ræddu stjórnarskrármálið.
Davíð sagði að Guðni væri nú að
hlaupa frá þeim orðum sínum að koll-
varpa bæri stjórnarskránni.
„Ég hef aldrei haldið því fram að
kollvarpa eigi stjórnarskrá Íslands.
Hins vegar er það þannig að stjórn-
arskrá Íslands er breytt af fólkinu í
landinu og þeim fulltrúum sem fólkið
kýs. Stjórnarskrá Íslands er ekki
breytt á Bessastöðum,“ sagði Guðni
m.a.
Björn Ingi Hrafnsson, þátt-
arstjórnandi, spurði Guðna hvort
hann vildi að tillögur stjórnlagaráðs
yrðu teknar upp í nýrri stjórnarskrá:
„Ég hef mælt með því að í stjórn-
arskrá komi það ákvæði að tiltekinn
fjöldi kjósenda geti krafist þjóð-
aratkvæðis og bresti mig ekki minni
þá held ég að þú sért mér sammála
um það Davíð Oddsson, að þetta gæti
komið vel til álita.“
Synd og skömm
Davíð rifjaði við svo búið upp orð
Guðna um stjórnarskrána, þar sem
Guðni hefði sagt: „Mér þætti synd og
skömm, ef ekki einu sinni eftir þessa
atburði, væri ekki hægt að ráðast í
gagngera, nauðsynlega og róttæka
endurskoðun stjórnarskrárinnar.“
Og Guðni svaraði: „Það er alveg
rétt hjá þér að eftir hrun fannst mér
nauðsynlegt að við breyttum ein-
hverju hér.“
Á heimasíðu sinni um forseta-
framboð sitt segir Guðni m.a. um
stjórnarskrána: „Stjórnarskrá lýð-
veldisins Íslands verður aðeins
breytt með því að tvö þing samþykki
breytingarnar, með kosningum á
milli. Fólkið í landinu þarf því að
kjósa sér fulltrúa sem styðja þær
breytingar. Þá gildir einu hvort um
er að ræða tillögur stjórnlagaráðs,
sem meirihluti kjósenda studdi í ráð-
gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 2012,
eða ýmsar tillögur um málamiðlanir
og áfangasigra sem sumir félagar
stjórnlagaráðs hafa stutt, ásamt öðr-
um. Auk þess á forseti að beita sér
með beinum hætti fyrir því að í
stjórnarskrá komi ákvæði um þann
rétt tilskilins fjölda kjósenda að
krefjast þjóðaratkvæðis um umdeild
mál.“
Afstaða til stjórnarskrár
Davíð: Standa vörð um stjórnarskrána Guðni: Þörf á róttækum breytingum
Andri Snær: Skýra hlutverk forseta Halla: Ákvæði um náttúruauðlindir
Morgunblaðið/Golli
Á vaktinni Sámur, hundur forsetahjónanna, Ólafs Ragnars og Dorritar, gætir Bessastaða, daginn sem Ólafur Ragn-
ar tilkynnti um þá ákvörðun sína að hann hefði hætt við að hætta sem forseti Íslands, þann 18. apríl sl.
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Mismunandi afstaða forseta-
frambjóðendanna fjögurra, sem
mests fylgis njóta samkvæmt skoð-
anakönnunum, til stjórnarskrár-
innar og hvort breyta beri henni með
róttækum hætti eða gera einhverjar
lagfæringar á stjórnarskránni sem
hefur verið við lýði frá 1944, hefur
komið fram í máli frambjóðendanna
að undanförnu.
Vill engar róttækar breytingar
Davíð Oddsson hefur ávallt varið
núgildandi stjórnarskrá og verið á
móti róttækum breytingum á henni.
Í frétt á mbl.is þann 8. maí sl., dag-
inn sem Davíð lýsti yfir framboði,
sagði m.a.: „Davíð segir engan vafa á
því að synjunarvald forseta sé fyrir
hendi, og enginn ágreiningur geti
verið um að með það vald beri að fara
af mikilli gætni og varúð. Hann segir
það koma fyllilega til greina að setja
ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í
stjórnarskrá landsins. „Ekki myndi
ég setja mig gegn slíku,“ sagði hann.
Hef komið að breytingum
Á fundi Lögréttu, félags laga-
nema, þann 26. maí sl., þar sem for-
setaframbjóðendur voru gestir,
sagði Davíð m.a. „Ég hef kannski
einn manna hér komið að því að
breyta stjórnarskrá, það var mitt
fyrsta verk í þinginu að taka þátt í að
breyta Alþingi í eina deild úr tveim-
ur,“ og taldi upp aðrar þær breyt-
ingar sem hann hefði tekið þátt í að
gera, m.a. að þingmenn héldu um-
boði sínu til loka kjörtímabils, en
ekki að það rofnaði með þingrofi,
eins og áður var, og hann hafi staðið
fyrir breytingum á kosningalögum í
stjórnarskránni, til þess að draga úr
ójafnvægi atkvæða, auk þess sem
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi
staðið fyrir því að settur var inn nýr
kafli í stjórnarskrána um mannrétt-
indalög.
„Þetta voru litlar breytingar enda
er stjórnarskrá þess eðlis að hún vill
ekki láta breyta sér. Ég var enda
andvígur því að kollvarpa stjórn-
arskránni og skildi aldrei þau rök að
fall bankanna krefðist þess að það
yrði gert. Ég var ósáttur við það og
er ósammála því,“ sagði Davíð.
Guðni Th. Jóhannesson talaði áður
um þörf á gagngerum, nauðsyn-
legum og róttækum breytingum á
stjórnarskránni, en í kosningabar-
áttunni nú, virðist hann einkum
leggja áherslu á að tiltekinn hluti
kosningabærra manna geti krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin
lagafrumvörp, og hefur hann nefnt
10%-15% í þeim efnum.
Á fundi Lögréttu sagði Guðni m.a.:
„Það er þjóðin í landinu og fulltrúar
’
Ég tel að
þetta ferli
hafi hafist með
þjóðfundinum,
þar sem almenn-
ingur var kallaður
saman á mjög fal-
legan hátt …
Hann skilaði gild-
um líkt og heið-
arleika, sem hlegið var að þá …
Ég held að flestir vilji aukin völd og ný
stjórnarskrá færir öryggisventilinn frá
forseta til þjóðarinnar …
Ég tel það mjög brýnt að skýra hlutverk
forseta og færa valdið til fólksins, og
að í stað 26. greinarinnar verði al-
menningi veittur formlega réttur til að
hafa áhrif með þessum hætti … Ég held
að flestir vilji aukin völd og ný stjórn-
arskrá færir öryggisventilinn frá for-
seta til þjóðarinnar.“
Andri Snær Magnason
’
Davíð er eini
forseta-
frambjóðandinn
sem hefur tekið
þátt í því að
breyta stjórn-
arskrá Íslands.
Davíð segir það
koma fyllilega til
greina að setja
ákvæði um þjóð-
aratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá
landsins. „Ekki myndi ég setja mig
gegn slíku …
Stjórnarskrá er þess eðlis að hún vill
ekki láta breyta sér. Ég var enda and-
vígur því að kollvarpa stjórnarskránni
og skildi aldrei þau rök að fall bank-
anna krefðist þess að það yrði gert. Ég
var ósáttur við það og er ósammála
því.“
Davíð Oddsson
’
Ég er bæði
sáttur við
stjórnarskrána og
vil um leið breyta
henni … Ég hef
aldrei haldið því
fram að kollvarpa
eigi stjórnarskrá
Íslands … Stjórn-
arskrá Íslands er
breytt af fólkinu í
landinu og þeim fulltrúum sem fólkið
kýs. Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt
á Bessastöðum.“
Guðni Th. Jóhannesson
’
Byrjum á að
taka þessi
stóru mál sem
eru umdeild en
brýn. Þar er ég að
tala um náttúru-
ákvæði, auðlinda-
mál og beint lýð-
ræði …
Að því loknu má
koma stjórn-
arskránni á mannamál. Samfélagssátt-
málinn þarf að vera skiljanlegur. Síðast
en ekki síst skiptir máli að fjalla um
hlutverk forseta og þings og skilin þar
á milli með skýrari hætti. Síðast en ekki
síst skiptir máli að fjalla um hlutverk
forseta og þings …“
Halla Tómasdóttir
Orðrétt
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kjalvegur var opnaður fyrir al-
menna umferð í gærmorgun. Enn er
lokað inn í Landmannalaugar en
ökumenn breyttra bíla geta sótt um
undanþágu.
Flestir hálendisvegir eru enn lok-
aðir samkvæmt hálendiskorti sem
Vegagerðin birti í gærmorgun. Þó er
búið að opna Kjalveg. Er það á svip-
uðum tíma og venjulega en þó mun
fyrr en í fyrra. Þá opnaðist Kjalveg-
ur ekki fyrr en 2. júlí.
Páll Halldórsson, rekstrarstjóri
hjá Vegagerðinni á Selfossi, segir að
vegurinn sé orðinn þurr og búið að
hefla að Seyðisá, fyrir norðan Kjöl.
Ekki sé talin þörf á að hefla þar fyrir
norðan fyrr en síðar. Í gær var verið
að hefla Kerlingarfjallaveg.
Fært er orðið af Kjalvegi inn að
Hagavatni. Einnig inn á Skjaldbreið-
arveg og niður Haukadal. Ófært er
af línuveginum yfir á Kaldadal.
Enn er lokað inn í Landmanna-
laugar. Ágúst Freyr Bjartmarsson,
yfirverkstjóri í Vík, segir að hægt sé
að sækja um undanþágu fyrir
breytta bíla. Hann segir að autt sé
inn að Frostastaðavatni en nánast
samfelldur snjór þaðan inn í Laugar.
Vegagerðarmenn eru búnir að rispa
snjóinn með jarðýtu og þiðnar hann
ört.
Jarðýta að fara af stað
Ágúst Freyr segir að stefnt sé að
því að fara af stað með jarðýtu í dag
eða á morgun og ljúka ruðningi inn í
Landmannalaugar. Hann tekur fram
að það taki einhverja daga fyrir
vatnið að síga úr. Hann treystir sér
ekki til að gefa neina tímasetningu á
opnun vegarins. „Það er allt á fullu
en náttúran hjálpar samt mest, það
bráðnar hratt þessa dagana,“ segir
Ágúst Freyr. Þegar ýtan verður bú-
in að opna leiðina frá Sigöldu fer hún
niður Dómadalinn til að opna Land-
mannaleið.
Ágúst átti von á því að hægt yrði
að opna Fjallabaksleið nyrðri inn í
Hólaskjól í gær. Meiri snjór er á milli
Eldgjár og Landmannalauga og er
lengra í að sá vegur opni. Búið er að
opna Lakaveg inn að Fagrafossi en
töluverður snjór er á veginum inn í
Lakagíga.
Kjalvegur opnaður fyrir alla umferð
Unnið að mokstri hálendisleiða en náttúran hjálpar samt mest til Hugað að
opnun vegarins frá Sigöldu inn í Landmannalaugar Opnað inn í Hólaskjól
Morgunblaðið/Einar Falur
Hveradalir Leiðin inn í Kerling-
arfjöll er orðin fær öllum.