Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 ✝ IngibjörgFriðriksdóttir Hjartar fæddist 9. apríl 1928 á Suð- ureyri við Súg- andafjörð. Hún lést á Akranesi 2. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Friðrik Sigurbjörn Hjartarson Hjart- ar, skólastjóri á Suðureyri, Siglufirði og Akra- nesi, f. 15. sept. 1888 í Arn- kötludal í Steingrímsfirði, d. 6. nóv. 1954, og Kristín Þóra Jónsdóttir Hjartar, húsfreyja á Suðureyri, Siglufirði og Akra- nesi, f. 19. des. 1896 á Suður- eyri, d. 31. des. 1982. Systkini Ingibjargar voru Sigríður, f. 4. nóv. 1914 á Suð- ureyri, d. 21. febr. 1972, hús- mæðrakennari og húsfreyja á Akranesi, gift Þórleifi J. Bjarnasyni námsstjóra, Jón, f. 15. ágúst 1916 á Suðureyri, d. 31. maí 1996, íþróttakennari og deildarstjóri í Reykjavík, kvæntur Rögnu H. Hjartar, Ólafur Þórður, f. 15. okt. 1918 á Suðureyri, d. 4. maí 2006, bókasafnsfræðingur, kennari Hermanowicz, lækni og pró- fessor, og eru börn þeirra Ás- dís, f. 18. febr. 1983, og Stefán Þór, f. 7. nóv. 1989. 2. Hörður, f. 18. mars 1953 í Ólafsvík, sálfræðingur í Reykjavík, kvæntur Lilju Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og fram- kvæmdastjóra, og eru dætur þeirra Dagný, f. 15. ágúst 1991, og Rósa, f. 30. nóv. 1994. 3. Fríða, f. 25. maí 1958 á Akranesi, bréfberi á Akranesi. Ingibjörg ólst upp á Suður- eyri og á Siglufirði, en fluttist með foreldrum sínum til Akra- ness árið 1945, er faðir henn- ar tók þar við skólastjórn. Hún tók gagnfræðapróf á Siglufirði og stundaði nám í hússtjórnarskóla í Svíþjóð. Eftir giftingu var hún hús- freyja í Ólafsvík til ársins 1954 er þau hjón fluttust til Akraness og áttu þau lengst af heimili á Háholti 7. Samhliða húsmóðurstörfum vann hún um skeið verslunarstörf og var lengi ráðskona í vegagerð með manni sínum á sumrum. Hún stundaði ýmis félagsstörf, m.a. í leikfélagsstarfi, góðtemplarareglunni og í Oddfellow-reglunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Síðustu árin átti Ingibjörg heimili á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Útför Ingibjargar verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 16. júní 2016, kl. 13. og deildarstjóri í Reykjavík, kvænt- ur Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur, Svavar, f. 7. júlí 1923 á Suðureyri, d. 12. febr. 1933, og Guðrún, f. 24. mars 1926 á Suð- ureyri, d. 29. okt. 2004, verslunar- maður og hús- freyja á Akranesi, gift Adam Þór Þorgeirssyni, múrarameistara. Ingibjörg giftist 23. sept. 1948 Þorgils Valdimar Stef- ánssyni, yfirkennara á Akra- nesi, f. 23. sept. 1918 á Upp- sölum í Ólafsvík, d. 28. des. 2011 á Akranesi. Foreldrar hans voru Stefán Sumarliði Kristjánsson, vegaverkstjóri í Ólafsvík, f. 24. apríl 1884 í Straumfjarðartungu í Mikla- holtshreppi, d. 14. nóv. 1968, og k.h. Svanborg María Jóns- dóttir, f. 14. júní 1891 í Bakkabúð á Brimilsvöllum, d. 4. okt. 1978. Börn Ingibjargar og Þorgils eru: 1. Dagný, f. 13. maí 1950 í Ólafsvík, kennari í Kaliforníu í Bandaríkjunum, gift Neal Hún amma var afskaplega góð kona. Þegar við systurnar minn- umst hennar verður okkur sér- staklega hugsað til kímnigáfu hennar. Á góðum dögum var allt- af stutt í hláturinn og minnumst við hennar gjarnan við borð- stofuborðið á Háholti 7 að skella upp úr yfir endalausum kræsing- um og rjóma. Það er erfitt að hugsa til ömmu án þess að hugsa um Há- holtið. Við eigum góða minningu úr hverju rými hússins. Heim- sókn til ömmu og afa var svolítið eins og að fara í tímavél. Í þau 20 ár sem við heimsóttum þau breyttist aldrei neitt og rútínan var alltaf sú sama. Þrátt fyrir taktfast hljóðið í klukkunni á skenknum var eins og tíminn stæði í stað í Háholtinu eða gengi allavega hægar en síðustu ára- tugi. Ummerki tímans sáust nán- ast einungis á íbúunum og á upp- lituðu parketinu. Á milli þess sem við glömruðum á orgelið hennar ömmu eða mátuðum gamla kjóla niðri í kjallara héld- um við systurnar okkur inni á „skrifstofu“ þar sem við spiluð- um gjarnan Olsen-Olsen við ömmu. Að eiga ömmu sem tekur vel á móti manni og lætur manni líða vel er ekki sjálfsagður hlutur. Við sjáum eftir því að hafa ekki komið oftar í heimsókn á síðustu árum. Vonandi munum við geta haldið í einhverjar þær hefðir sem tíðkuðust í Háholtinu. Við munum sakna hennar elsku ömmu okkar. Dagný og Rósa. Ingibjörg F. Hjartar kvaddi þennan heim 2. júní sl. Hún var ekki aðeins mágkona mín heldur ein af mínum bestu vinkonum. Hún hafði átt lengi við vanheilsu að stríða og voru endalokin því Guðs blessun. Ég á svo góðar og glaðar minningar um samveru okkar og systra hennar, Guðrúnar og Sig- ríðar, en þær eru báðar látnar. Það yljar þeim sem eftir lifa að eiga ljúfar og hlýjar minningar um vinina sem farnir eru. Við vorum saman í skóla í Sví- þjóð einn vetur og kynntumst þá vel. Þá sungum við oft saman ljóð sem heitir „Í apríl fer að vora“. Þegar Ingu leið illa í veikind- unum hringdi ég oft til hennar og þá sungum við þetta ljóð saman í gegnum símann, hún á Akranesi og ég í Reykjavík og alltaf létti það lund hennar. Í apríl fer að vora, víst ég hlakka til, veturinn er liðinn, svona hér um bil. Sólin roðar tinda, syngur fugl í mó. Sumar kemur bráðum. Vaknar allt af vetrardvala um velli og sjó. Leysing er til fjalla, lækir verða fljót. Lifnar gróður suðri mót. Leikur bros í augum, léttist hvers manns spor, loksins, þegar kemur vor. (Tryggvi Þorsteinsson) Ég vona að Inga mín gangi til móts við vorið á nýju tilverusviði létt í spori með bros í augum. Ég votta börnum hennar sam- úð mína og fjölskyldu minnar. Guð blessi Ingibjörgu F. Hjartar. Ragna H. Hjartar. Brosið hennar Ingibjargar Hjartar var fallegt og einlægt og lýsti vel þessari góðu konu. Heimili hennar var einstaklega ríkt af ýmsum menningarlegum þáttum, sem vöktu ungan Skaga- drenginn til umhugsunar um fagrar listir, bókmenntir, tónlist, myndlist og leiklist. Allar þessar listgreinar voru í hávegum hafð- ar á Háholtinu. Þau hjón, Ingi- björg og Þorgils, voru ekki ein um að halda uppi þessum menn- ingarbrag. Systurnar þrjár, Sig- ríður Hjartar, kona Þórleifs Bjarnasonar, Guðrún Hjartar, kona Adams Þorgeirssonar og Ingibjörg Hjartar, voru alla tíð afar samrýndar og einhuga um mikilvægustu gildi lífsins. Þeirra góðu makar létu ekki sitt eftir liggja í menningarlegu framlagi, hvort sem var í söng eða í ann- arri gleði. Þessum sterka og gef- andi fjölskylduanda hef ég því miður ekki kynnst annars staðar í jafn ríkum mæli, þar sem allir fengu að njóta sín og sinna hæfi- leika. Þennan anda ræktuðu þau með því að búa til ótalmörg til- efni til að fjölskyldan og nánir vinir gætu átt góðar stundir sam- an. Unga kynslóðin var ekki und- anskilin þegar stórfjölskyldan hittist, allir fengu að njóta sín. Mér eru sérstaklega minnisstæð- ir orðaleikirnir og spurninga- keppnirnar, sem heimilisfaðirinn undirbjó vandlega með góð upp- eldisgildi í huga. Undirtónninn í samverustundunum á Háholtinu var að rækta hið góða og að njóta gleði og menningar. Það menningarlega umhverfi sem systurnar ólust upp við á heimili foreldra sinna mótaði lífs- gildi og menningaráhuga þeirra. Eiginmennirnir komu svo með sína góðu eiginleika og hæfileika til að auka á menningarbraginn. Systurnar þrjár bjuggu lengst af í nábýli hver við aðra á Akranesi, Sigríður á Heiðarbrautinni og Guðrún og Ingibjörg á Háholt- inu. Ingibjörg Hjartar fæddist á Suðureyri eins og öll systkini hennar og liggja ættir hennar víða um Vestfirði. Foreldrar hennar voru Friðrik Hjartar, skólastjóri, og kona hans Þóra Jónsdóttir Hjartar. Ingibjörg ólst upp með þeim, fyrst á Suður- eyri til 1932, á Siglufirði til 1944 og síðan á Akranesi. Þau Þorgils gengu í hjónaband árið 1948 og áttu fyrst heimili í Ólafsvík, en á Akranesi frá 1954. Hjónaband þeirra var afar farsælt og til mik- illar fyrirmyndar. Þegar Ingi- björg átti um skeið við erfið veik- indi að stríða var dásamlegt að vera vitni að því hvernig Þorgils stóð sem hinn bjargfasti klettur og lagði alla krafta sína í að gera henni lífið sem þægilegast, enda ekki við öðru að búast af þeim eðalmanni. Þau áttu mörg sam- eiginleg hugðarefni, en bæði voru þau alin upp við anda ung- mennafélaganna, Góðtemplara- reglunnar og samvinnuhreyfing- arinnar, sem mótaði lífsviðhorf þeirra. Þau lögðu bæði af mörk- um mikið í barnastarf Góðtempl- arareglunnar á Akranesi og lágu mörg sporin í Stúkuhúsið á Há- teignum. Einnig tóku þau bæði virkan þátt í starfi Leikfélags Akraness og léku minni og stærri hlutverk í ýmsum upp- færslum félagsins. Nú að leiðarlokum vil ég þakka allar góðu stundirnar með Ingibjörgu Hjartar, og votta börnunum, Dagnýju, Herði og Fríðu, samúð við fráfall þessarar góðu konu. Þorsteinn Jónsson. Ingibjörg F. Hjartar ✝ Ingibjörg Jó-hannsdóttir fæddist í Ein- arshöfn á Eyrar- bakka 6. sept- ember 1924. Hún lést á Sólvöllum, dvalarheimili aldraðra á Eyr- arbakka, 2. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Þórdís Gunnarsdóttir, húsfreyja, f. 1897, d. 1978, og Jóhann Elí Bjarnason, skipstjóri, f. 1890, d. 1951. Ingibjörg var næst- elst fjögurra systkina, elstur var Bjarni Jóhannsson, f. 1922, d. 2014. Næstyngstur er Jóhann Jóhannsson, f. 1927 og yngst er Katrín Jóhanns- dóttir, f. 1934. Ingibjörg ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna í Einarshöfn og gekk í Barna- skólann á Eyrarbakka. Hún fór ung til Reykjavíkur og lærði að sauma hjá Rebekku Hjörtþórsdóttur sem var kunn kjólasaumakona á saumastof- unni Gullfossi í Aðalstræti 9. Seinna vann hún um tíma í Nærfatagerðinni. Þann 19.10. 1947 giftist Ingibjörg Þórarni Krist- inssyni frá Neistakoti á Eyr- arbakka, f. 6.12. 1913, d. 19.6. björgu, f. 2014. Kristinn f. 6.9. 1949, hann á: Þórdísi f. 1972 sem er gift Gísla Gísla- syni f. 1969. Sonur þeirra er Gísli Rúnar f. 2002. Þórarinn Halldór f. 1973. Hann er kvæntur Ingibjörgu Krist- insdóttur f. 1972. Þau eiga börnin Kristin f. 1996 og Guðrúnu Ástu f. 2000. 2) Ingi Þór, f. 1951, kvæntur Guð- rúnu Ísfold Johansen, f. 1955. Áður átti Guðrún son- inn Hans Erni, f. 1974, d. 1995. Börn Inga Þórs og Guðrúnar eru: a) Guðni, f. 1985, sambýliskona Dagmar Pálsdóttir, f. 1990. Guðni á soninn Anton Bjarma, f. 2008. Dagmar á soninn Kristin Frey, f. 2011. b) Ósk, f. 1987, gift Sigmari Þór Matthíassyni, f. 1987. Þau eiga Klöru Ísfold, f. 2016. 3) Skúli, f. 1955, kvæntur Normu Einarsdóttur, f. 1955, börn þeirra eru: a) Alma Ty- nes, f. 1976, maður hennar er Sigurjón Ólafsson, f. 1964. Þau eiga Önju Margréti og Ólaf Skúla, f. 2013. b) Bjarni, f. 1978, kona hans er Marija Dragic, f. 1977, þau eiga börnin Branko Magnús, f. 2004 og Helenu, f. 2008. Áð- ur átti Bjarni soninn Sig- trygg Valgeir, f. 1998. c) Einar Thoroddsen, f. 1986, unnusta hans er Dagný Björk Lúðvíksdóttir, f. 1991. Hún á soninn Axel Þór, f. 2008. Útför Ingibjargar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 16. júní 2016, klukkan 13. 1969. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Þór- arinsson, f. 1879, d. 1917, og Vig- dís Eiríksdóttir, f. 1876, d. 1963. Hann var þriðji yngstur í tíu systkina hópi sem eru öll látin. Ingi- björg og Þór- arinn eignuðust fjóra syni, áður átti Þórarinn soninn Kristján Jóhann, f. 1942. Elstur þeirra barna er 1) Jóhann Elí, f. 1948, kvænt- ur Helgu Hallgrímsdóttur, f. 1952, börn þeirra eru: a) Þórarinn, f. 1972, kvæntur Hildi Bjargmundsdóttur og eiga þau börnin Egil Inga, f. 2002 og Telmu Björgu, f. 2005. Áður átti Þórarinn Jó- hann Andra, f. 1993 og Bryn- dísi Örnu, f. 1996. b) Ingi- björg, f. 1973, sambýlismaður Þorvaldur Barðason og eiga þau börnin Ragnar Má, f. 1995 og Helgu Guðrúnu, f. 2000. c) Hallgrímur, f. 1979, kvæntur Sigríði Hrönn Pálmadóttur og eiga þau börnin Torfa Elí, f. 2013 og Birnu Dröfn, f. 2015. d) Bjarni Gunnar, f. 1985, sam- býliskona Halla Rúnarsdóttir og eiga þau dótturina Ingi- Ástkær systir mín, Ingibjörg Jóhannsdóttir, er borin til graf- ar í dag á æskuslóðum sínum á Eyrarbakka. Langri og farsælli ævi er lokið og góðrar konu er sárt saknað. Á stundum sem þessum leit- ar hugurinn til æskuáranna í Einarshöfn á Eyrarbakka. Syst- ir mín ólst upp við leik og störf á Eyrarbakka eins og þá tíðk- aðist, í stórum frændgarði, fal- leg og góð og með afburðum myndarleg til allra verka. Hún var yndisleg stóra systir sem bar hag litlu systur fyrir brjósti og leiðbeindi henni og kenndi á öllum sviðum. Það var svo ljúft og gott og mikill styrkur að eiga að þessi eldri systkini, Imbu, Bjarna og Jóa. Imba systir var alla tíð órjúf- anlegur partur af minni fjöl- skyldu svo og synir hennar og fjölskyldur þeirra. Margar minningar koma upp í hugann, allar góðar og kærleiksríkar. Samveran á Ránargötu 3 er of- arlega í huga mínum, heimili hennar alltaf opið og umhyggju- semi og elska alltaf til staðar. Hjálpsemi hennar þegar ég stofnaði mína eigin fjölskyldu og börnin mín fæddust er minn- isstæð, þá var gott að hafa stóru systur nálæga. Ég minn- ist heimsóknar hennar til okkar í Svíþjóð, þar sem við nutum þess öll að vera saman og ferðast um og skoða bæi og borgir. Börnin mín og barna- börn voru henni náin og fengu alla tíð að njóta gestrisni henn- ar og barngæsku. Það sem einkenndi Imbu systur var æðruleysi hennar í þeim verkefnum sem lífið færði henni. Einnig var það áhugi hennar á samferðamönnum sín- um svo og ættrækni. Hún hafði sérstakan áhuga á ættfræði og gat rakið ættir með ártölum og afmælisdögum svo um munaði. Hún hafði alltaf áhuga á því sem var að gerast hjá sínum nánustu og lét sig ekki vanta ef eitthvað var um að vera, alltaf jákvæð og hlý. Ránargata 3, húsið hennar Ingibjargar föðursystur okkar, var fjölskylduhúsið okkar. Það var okkar annað heimili, allrar fjölskyldunnar, og þar treystum við fjölskylduböndin, börn, barnabörn og barnabarnabörn Jóhanns Elí Bjarnasonar og Þórdísar Gunnarsdóttur, og bróðurfjölskylda Ingibjargar Bjarnadóttur, húsráðanda. Mörg áttum við því láni að fagna að fá að búa í því húsi í skemmri eða lengri tíma og Imba systir bjó þar í fimmtíu ár og var stoð og stytta Ingibjarg- ar, föðursystur okkar, og þær hvor annarrar. Margar eru minningarnar þaðan, skemmti- legar og innilegar. Nú er dagur að kveldi kom- inn og ekki get ég lengur hringt í systur mína eða hún í mig eins og var nánast dagleg venja. Það verður erfitt að venjast því. Á kveðjustund vil ég þakka elskulegri systur minni sam- fylgdina í lífinu og fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni og færi sonum hennar og fjöl- skyldum innilegar samúðar- kveðjur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Katrín Jóhannsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín er látin á 92. aldursári. Ingibjörg var elskuleg kona, hæglát og prúð og urðum við fljótt góðar vinkonur eftir að ég giftist Skúla yngsta syni hennar. Hún var glæsileg, gekk hnarreist og bar sig vel. Það var gott að koma á fallegt heimili hennar að Ránargötu 3 í Reykjavík en þegar ég kom inn í fjölskylduna bjó Þórdís móðir hennar hjá henni og hafði gert í nokkur ár. Hún leigði hjá föðursystur sinni, Ingibjörgu Bjarnadóttur, sem bjó líka í húsinu og var samheldnin mikil í þessari fjöl- skyldu. Þessar þrjár konur tóku mér opnum örmum og hefði ég ekki getað fengið betri tengda- fjölskyldu. Ingibjörg hafði misst Þórar- in, manninn sinn, þegar hún var aðeins 45 ára en hann lést eftir erfið veikindi og hjúkraði hún honum af alúð. Hún fór að vinna úti eftir það og vann bæði í Belgjagerðinni og í Prjóna- stofunni Peysunni. Hannyrðir af öllu tagi voru helsta áhugamál hennar en hún var líka góður ljósmyndari og tók margar góð- ar myndir sem gaman er að skoða og ylja sér við minning- arnar. Eftir að við Skúli eign- uðumst börnin okkar var gaman að koma með þau í heimsókn til hennar og hún var óþreytandi að lesa fyrir þau og spila á spil. Barnabörnin okkar Skúla voru líka dugleg að koma og heim- sækja langömmu á Sólvelli en þangað flutti hún fyrir tæpum átta árum. Hún lést þar 2. júní eftir stutta sjúkralegu og er starfsfólki Sólvalla þakkað kær- lega fyrir hlýlegt viðmót ekki aðeins við hana heldur við okk- ur fjölskylduna í veikindum hennar. Ég og fjölskylda mín þökkum Ingibjörgu samfylgdina og biðj- um guð að blessa hana. Norma Einarsdóttir. Ingibjörg Jóhannsdóttir Okkar ástkæri VILHJÁLMUR S. VIÐARSSON, Hólavegi 12, Sauðárkróki, lést á heimili sínu 12. júní. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 18. júní klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning: 310-13-110414, kt. 030599-2099, fyrir börnin hans. . Kolbrún Eva Pálsdóttir, Viðar Vilhjálmsson, Inga Vala Vilhjálmsdóttir, Rakel Eva Vilhjálmsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Rósa Dóra Viðarsdóttir, Kristján H. Viðarsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.