Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016
✝ Marta Bald-vinsdóttir
fæddist í Keflavík
19. október 1943.
Hún lést 6. júní
2016 á Hrafnistu,
Nesvöllum í
Reykjanesbæ.
Marta var dótt-
ir hjónanna
Nönnu Stef-
ánsdóttur, f. 20.
október 1922, og
Baldvins Ólafssonar, f. 13.
júní 1915, d. 8. maí 1995.
Systkini Mörtu eru: Gunnar,
f. 18. apríl 1941, Palla, f. 26.
maí 1946, Ásdís, f. 11. desem-
ber 1951, Jóhanna, f. 6. júní
1958, Ásta, f. 14. desember
1962 og Sóley, f. 3. sept-
ember 1966. Bróðir Mörtu
sammæðra er Stefán Þór
Guðmundsson, f. 30. sept-
ember 1939.
Marta giftist Sigurði B.
Guðmundssyni, f. 6. júlí 1931,
þann 7. janúar 1968. Börn
þeirra eru: 1) Guðmundur, f.
2. ágúst 1960, maki Kolbrún
Geirsdóttir, f. 29. október
1954, og á hann þrjú börn;
Kolbrúnu, Sigurð og Friðrik.
1973, maki Guðrún Heiða
Guðmundsdóttir, f. 14. júlí
1977 og eiga þau tvö börn;
Rannveigu Ósk og Þröst
Inga. 9) Nanna Guðný, f. 2.
ágúst 1976, maki Sigurður
Erlingsson, f. 4. október 1971
og eiga þau eitt barn; Daníel
Inga. 10) Guðrún, f. 22. mars
1978, maki Hans Kristian
Müller, f. 9. apríl 1975 og á
hún fjögur börn; Victoriu
Nönnu, Zakarias Thor, Seb-
astian og Ingrid Mariu, áður
á Hans einn son; William.
Ömmubörnin eru því 21 tals-
ins og langömmubörnin eru
orðin níu talsins.
Marta ólst upp í Keflavík
og var útivinnandi eftir að
börnin komust á legg. Hún
var mjög virk í félagsstörf-
um. Hún sat til margra ára í
stjórn Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur og
nágrennis og var gerð að
heiðursfélaga árið 2007. Hún
var einnig virk í systrafélagi
Keflavíkurkirkju og Kven-
félagi Keflavíkur. Hún hafði
mikinn áhuga á garðyrkju og
bar blómagarður hennar því
vitni. Hún stundaði margs
konar handverk og sótti
námskeið þar að lútandi. Hún
hafði unun af að ferðast,
jafnt innanlands sem utan.
Útför Mörtu fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 16. júní
2016, klukkan 13.
2) Baldvin, f. 2.
janúar 1962, maki
Guðlaug Sveins-
dóttir, f. 20. des-
ember 1962, og
eiga þau þrjú
börn; Svein, Sæv-
ar Valbjörn og
Steinar Guðna. 3)
Stúlka andvana
fædd 22. febrúar
1965. 4) Stefán
Þór, f. 27. desem-
ber 1966, maki Jórunn Silla
Geirsdóttir, f. 1. apríl 1963,
og eiga þau þrjú börn; Mörtu
Dís, Dagnýju Rós og Pálu
Ögn. 5) Jón Gunnar, f. 26.
mars 1968, maki Brynja Þor-
steinsdóttir, f. 18. október
1971, og á hún þrjú börn. 6)
Ægir, f. 26. febrúar 1970,
maki María Björnsdóttir, f.
28. desember 1971, og eiga
þau fjögur börn; Sigurbjörn,
Elsu Mörtu, Margréti Rósu og
Sigrúnu Evu. 7) Bjarki, f. 13.
mars 1972, maki Hólmfríður
Jónsdóttir, f. 4. maí 1974 og
eiga þau saman eitt barn,
Bjarka Frey, en áður á Hólm-
fríður dóttur; Sigrúnu
Hrefnu. 8) Smári, f. 24. ágúst
Elsku mamma mín lést á sól-
ríkasta og heitasta degi sum-
arsins eftir langa sjúkdóms-
göngu. Mér var hugsað til þess
þegar ég keyrði til hennar
þennan dag rétt áður en hún
lést að það væri svo margt sem
minnti á hana. Sólin skein,
grasið hafði grænkað og gróð-
urinn var búinn að taka við sér.
Svona sólardagar einkenndu
mömmu mína alla tíð. Á svona
dögum undi mamma sér við
garðyrkju í fallega blómagarð-
inum sínum sem hún var svo
stolt af. Þegar ég heimsótti for-
eldra mína var það fastur liður
að mamma bauð mér að koma
út í garð að líta á blómin sín.
Hún leiddi mig um garðinn og
þekkti hverja einustu plöntu.
Hún var svo stolt af garðinum
sínum og hugsaði einstaklega
vel um hann.
Ég er svo þakklát fyrir hana
mömmu. Hún hafði svo stórt
hjarta. Mamma mátti ekkert
aumt sjá og var alltaf tilbúin að
hjálpa til ef þörf væri á.
Það bókstaflega lék öll
handavinna í höndunum á henni
mömmu. Dýrmætar eru stund-
irnar sem ég átti með mömmu
á sjónvarpslausum fimmtudags-
kvöldum. Þá tók mamma fram
saumavélina sína og hlustaði á
útvarpsleikrit. Ég man að ég
gat setið heilu kvöldin bara við
að fylgjast með mömmu við
þessa iðju sína. Mamma var al-
veg einstaklega þolinmóð þegar
kom að okkur börnunum. Þeg-
ar ég hafði gefist upp á ein-
hverri prjónaflíkinni, þá gat ég
alltaf rétt mömmu hana og hún
ýmist taldi fyrir mig lykkjurn-
ar, lagfærði villur eða hélt
áfram að prjóna fyrir mig.
Svona var mamma, hún vildi að
maður reyndi við verkefnið
sjálfur, en svo var hún tilbúin
að draga mann að landi ef svo
bæri undir.
Mamma var alveg einstök
kona, þessi smávaxna kona sem
samt var svo sterk og ósér-
hlífin. Hún lét sér ekki nægja
að sjá um heimili og stunda
fulla vinnu, heldur tók hún af
miklum krafti þátt í margs kon-
ar félagsstörfum. Hún lét það
ekki stoppa sig að vera með
fullt hús af börnum, heldur tók
hún okkur með sér á margs
konar viðburði. Ég man vel eft-
ir því að hafa sem lítil stelpa
setið fundi hjá garðyrkjufélag-
inu eða farið með henni til
Reykjavíkur í garðaskoðanir.
Þegar mamma ákvað eitthvað,
þá reyndi hún eftir fremsta
megni að láta það gerast.
Mamma var stolt af skóla-
göngu okkar systkinanna og
geymdi ætíð allar okkar náms-
bækur og vinnubækur. Þegar
ég var í próflestri í háskólanum
og smeyk við að sofa yfir mig á
prófdegi, þá hringdi mamma
alltaf í mig eldsnemma til að
tryggja að ég færi á fætur nógu
snemma. Það eitt að heyra
röddina hennar, var svo gott
veganesti inn í prófdaginn.
Ég sakna mömmu svo mikið.
Ég sakna þess svo að tala við
hana og fá hjá henni ráðlegg-
ingar. Ég sakna þess svo að
geta ekki hringt í hana þegar
eitthvað gerist í mínu lífi. Sökn-
uðurinn er sár og hefur verið
það þau ár sem hún hefur verið
veik af þeim sjúkdómi sem tók
hana frá okkur. En minning-
arnar um einstaka mömmu get-
ur ekkert tekið frá mér.
Þó svo að sjúkdómsgangan
hafi verið löng og ég hafi vitað í
hvað stefndi, þá er ég engan
veginn tilbúin undir það að
þurfa að kveðja þig, elsku
mamma mín.
Ég elska þig mamma og veit
að við munum hittast á ný.
Þín,
Nanna Guðný.
Elsku mamma mín, kallið er
komið og þú þarft að fara á
annan stað þar sem allt það
góða í heiminum er og bíður
eftir þér. Þetta er búið að vera
löng þrautaganga hjá þér,
elsku mamma, síðan þú veikt-
ist en nú er því lokið og munt
þú öðlast hvíldina sem þú hef-
ur beðið eftir svo lengi. Munt
þú hitta alla þá vini sem þú
kvaddir á þessum nýja stað
þar sem við öll hittumst seinna
meir. Minningin um þig mun
alltaf lifa því að þú ert hetjan
mín og okkar allra barnanna
þinna. Mamma, þú varst alltaf
svo góð við allt og alla og
máttir aldrei neitt aumt sjá þó
að þú hefðir meira en nóg með
allt þitt.
Margar minningar rifjast
upp er ég rita þessi orð og
man ég að eitt skipti þegar ég
kom heim úr skólanum varst
þú ekki heima og þótti mér
það meira en svo undarlegt að
ég fór út í skúr og spurði
pabba að því hvar þú værir,
hann sagði mér að þú værir
farin að vinna í HF á síldar-
vertíð. Það var mjög skrýtið að
koma heim og sjá að þú varst
ekki þar þannig að ég fór og
heimsótti þig og þú spurðir
mig hvort ég vildi ekki hjálpa
þér að salta síld ofan í tunnur.
Man ég það hvað ég var stolt-
ur af að geta hjálpað þér, elsku
mamma mín, og sjá þig með
svuntuna og í stígvélunum og
þú virtist stjórna öllu þarna
eins og þú gerðir líka heima.
Ég held að ég geti talið á
fingrum annarrar handar þá
daga sem þig vantaði í vinnu
öll þau ár sem þú varst á
vinnumarkaðinum eftir þetta.
Sagan um það er þú festir
gamla Fiatinn í snjóskafli og
við bræðurnir fórum út að ýta,
ég í lopavettlingum, fraus fast-
ur við stuðarann og dróst á
eftir bílnum smáspöl og pabbi
hlaupandi á eftir bílnum, mun
lifa það sem eftir er. Ég mun
aldrei geta skilið það hvernig
þið pabbi gátuð komist af með
allan þennan krakkaskara en
samt skorti okkur aldrei neitt.
Ég veit að þú ert umvafin
englum núna því að aðra eins
mömmu hefði ég ekki getað
hugsað mér eins og þig, elsku
mamma mín, og ég veit þú
munt bíða mín og við munum
hittast síðar og ég veit að ég er
aldrei einn því að þú ert mér
við hlið. Elsku mamma, mér
þykir það leitt að ég hafi ekki
getað heimsótt þig eins oft og
mig hefði langað til en tímann
sem ég átti með þér síðustu
daga og nætur mun ég alltaf
geyma í hjarta mér.
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þinn sonur,
Bjarki Sigurðsson.
Marta
Baldvinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Mörtu Baldvins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Þorsteinn ÍvarSæmundsson
fæddist 21. apríl
1945. Hann lést 6.
júní 2016. Þor-
steinn var sonur
hjónanna Guðlaug-
ar Karlsdóttur
kaupmanns, f. 23.6.
1919, og Sæmundar
Þórðarsonar kaup-
manns, f. 19.10.
1903, d. 26.1. 1998.
Systkini hans eru: Þórður,
kvæntur Drífu Sigurbjarn-
ardóttur, Anna, látin, Guðrún,
var kvænt Viðari Sigurðssyni,
látinn, og Sjöfn.
Eiginkona hans var Magnea
Guðný Stefánsdóttir, f. 4.6.
1950, d. 4.8. 2011. Börn hans úr
fyrra hjónabandi eru Sigur-
steinn Ívar, sonur hans er Evan
Smári. Helma, sambýlismaður
hennar er Erlingur R. Klem-
ensson, börn þeirra eru Sindri
Snær, Klemens Fannar, Ívar
Orri, Ragnheiður
Katrín og Hrafn.
Börn Magneu eru
Dagný, dætur henn-
ar eru Rán Ísold og
Saga. Stefán Magn-
ús, kvæntur Ester
Sigurjónsdóttir,
dætur þeirra eru
Lilja María, Magnea
Guðný og Eva Sól-
an. Hildur Björg,
sambýlismaður
hennar er Rúnar Eyberg Árna-
son, dætur þeirra eru Alex-
andra, Katrín og Ósk.
Þorsteinn lauk gagnfræða-
prófi frá Flensborgarskóla
Hafnarfjarðar og flugvirkja-
námi frá Spartan School of
Aeronautics í Tulsa, Oklahoma.
Þorsteinn vann alla sína starfs-
ævi hjá Loftleiðum, síðan Flug-
leiðum.
Útför hans verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16.
júní 2016, kl. 13.
Elsku pabbi minn.
Mikið er sárt að kveðja, en síð-
ustu árin hafa verið þér svo erfið,
þjáningar sem enginn ætti að
upplifa. Það var svo erfitt að horfa
upp á þig þjást svona mikið og
geta ekkert gert.
Við vorum miklir vinir og átt-
um mjög sérstakt samband. Við
töluðum mikið saman um allt og
ekkert og þú sagðir mér hluti sem
enginn annar vissi, þú varst samt
ekkert mikið fyrir að tjá þig en við
áttum okkar „móment“.
Minningar hrannast upp, frá
því að ég var lítil stelpa á Hverf-
isgötunni, þegar við fórum til Mal-
lorca, bara ég, þú og Steini bróðir.
Eða þegar þú komst og sóttir mig
á Lödunni í skólann og við fórum í
bæjarferðir. Alltaf svo stoltur af
litlu stelpunni þinni. Tala nú ekki
um þegar ég eignaðist strákana,
þú varst að springa úr stolti af
þessum flottu afastrákum… og
viðbrögðin þegar Ívar fékk nafnið
sitt. Stolt er það fyrsta sem mér
dettur í hug þegar ég hugsa til
baka.
Það var alltaf svo gott að koma
á Bragavellina, allt alltaf svo fínt
og flott. Garðurinn 100 % og bíl-
arnir alltaf eins og nýir.
Við fórum sl. ár oft saman í
verslunarleiðangur til að fata þig
upp, LEVIS 101 og köflótt skyrta
varð alltaf fyrir valinu, það varst
bara þú – enda fór það þér svo vel.
Ég sakna þín svo mikið, sakna
þess að fá þig aldrei aftur í lamba-
læri og með því, eða kjötsúpuna
sem að þú dásamaðir svo mikið .
Sakna þess að fá knúsið þitt
sem var svo einlægt og fast, en þá
fann ég líka hversu illa þér leið.
Ég vildi að ég hefði getað gert
eitthvað meira fyrir þig en að vera
til staðar, eitthvað til að lina þján-
ingarnar þínar og hjálpa þér að
öðlast betra líf, finna lífsneistann
og hamingjuna sem var bara far-
inn.
Ég veit að þér líður betur núna
og ert kominn til Magneu þinnar
sem þú saknaðir svo sárt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allt, takk fyrir að
vera pabbi minn.
Elska þig, kveldúlfurinn þinn,
Helma.
Elsku pabbi
Ég kveð þig með þessum orð-
um.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Minning þín lifir í hjarta mér.
Þinn sonur
Sigursteinn (Steini).
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái
skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson)
Hvíldu í friði, elsku drengurinn
minn, þín
mamma.
Þorsteinn Ívar
Sæmundsson
HINSTA KVEÐJA
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Bless, Steini frændi, þín
frændsystkini,
Birgitta Rún, Arnór
Tinni, Ísabella Guðrún
og Sóley.
Fleiri minningargreinar
um Þorstein Ívar Sæmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ALDA ÓSKARSDÓTTIR
frá Strönd,
V-Landeyjum,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi
fimmtudaginn 9. júní, verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju í
V-Landeyjum laugardaginn 18. júní kl. 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hjálparsveitina Dagrenningu,
Hvolsvelli, b.: 0182-26-1699, kt.: 670286-1699.
.
Gunnar Karlsson,
Guðrún Georgsdóttir, Einar Heiðarsson,
Halldóra Georgsdóttir, Baldur P. Thorstensen,
Sæmundur Hnappdal, Aldona Kosobuzka,
Ágúst Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT SVEINBERG
STEINGRÍMSSON,
Snæringsstöðum Svínadal,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi 14. júní.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 18. júní kl. 14.
.
Hjördís Þórarinsdóttir,
Auður Helga, Þorgrímur Hálfdánarson,
Steingrímur Baldur, Elín Anna Rafnsdóttir,
Þórarinn Bjarki, Stefanía Egilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.