Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.2016, Blaðsíða 4
SAMFERÐA FRÁ UPPHAFI Níundi áratugurinn. Íslenskir landsliðsmenn og flugáhöfn Icelandair mætast á flughlaðinu á Keflavíkurflugvelli í september árið 1985, árið sem undankeppnin fyrir HM í Mexíkó fór fram. Á flughlaðinu eru vélar af gerðinni Boeing 727 og Douglas DC-8, en Í fjarska má sjá Douglas DC-8 taka á loft. Þegar flautað var til leiks gegn Portúgal á EM í Frakklandi var langur vegur að baki. Leiðir okkar og íslenska landsliðsins í knattspyrnu lágu fyrst saman fyrir tæpum 70 árum. Það var í áætlunar- flugi til Prestwick í Skotlandi í september árið 1946 þegar íslenska landsliðið keppti í fyrsta skipti á erlendri grundu. Icelandair hefur verið traustur bakhjarl íslenska landsliðsins í knattspyrnu síðan þá og veitt liðinu og dyggum aðdáendum þess stuðning þegar vel hefur gengið eða á móti blásið. Við sendum landsliðinu kveðjur og óskir um velgengni á EM í Frakklandi. Við erum öll í sama liði. Áfram Ísland!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.