Morgunblaðið - 18.06.2016, Page 12

Morgunblaðið - 18.06.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Sumarsólstöðuganga FÍ og VÍS á Ok FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Miðnætur- og Jónsmessustemming á tindi Oksins um miðnætti Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. (Ferðalok) Skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi.is Föstudaginn 24. júní kl. 19 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is B rynjar og Þórunn Brynja festu kaup á Þórustöðum á Vatns- leysuströnd fyrir nokkrum árum og hófu strax að gera húsið upp og laga að umhverfinu og áhugamálunum. Margar hendur komu að en þegar greiða átti einum rafvirkjanum úr fjölskyldunni laun fyrir vinnuna vildi hann ekki þiggja laun en sagði hjón- unum aftur á móti frá því að hann hefði lengi dreymt um að eignast kajak. „Við tókum hann á orðinu en keyptum tvo svo hann væri ekki einn að róa. Þá uppgötvuðum við hvað þetta er frábær upplifun. Í framhaldi fæddist þessi hugmynd að fara út í að stofna lítið fyrirtæki og bjóða upp á kajakferðir með ströndinni,“ segir Brynjar. Þau hjón hafa nú boðið upp á kajakferðir í tvö ár og hafa byggt reksturinn upp hægt og sígandi. Þau hafa viljað láta hlutina ganga hægt fyrir sig enda bæði í öðrum störfum og því um aukabúgrein að ræða. Brynjar fer út með sjófarendum, veitir leiðsögn og hugar að öryggi þeirra, en Þórunn fylgist með í landi með sjónauka og talstöð til að vera í beinu samband við Brynjar. Það er bæði gert öryggisins vegna en ekki síður til að skrá niður veður og taka tíma á ferðunum. Snæfellsjökull á aðra höndina, Keilir á hina „Ég byrja alltaf á því að fara yf- ir öryggiskröfur og áralagið, því allir þurfa að kunna að beita árunum rétt Kajakróður milli skerja í félagi við fugla og seli Það var fyrir algjöra tilviljun að Brynjar Örn Gunnarsson og Þórunn Brynja Júl- íusdóttir á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd hófu að bjóða upp á kajakferðir með- fram ströndinni. Aðstæður til kajaksiglinga eru engu að síður eins og best verður á kosið neðan við Þórustaði og mýtan um rokið á Suðurnesjum hefur fokið burt. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Heima Brynjar Örn og Þórunn Brynja á veröndinni heima með siglinga- staðinn í bakgrunni. Þaðan fylgist Þórunn Brynja með kajakræðurunum sem Brynjar Örn leiðsegir milli skerja við ströndina. Ljósmynd/Reykjanes Seakayk/Brynjar Örn Frelsinu fagnað Það má standa upp á bátnum í ferðalok og stökkva út í og láta sig fljóta ef vill. Allir gallarnir sem fólk klæðist eru með flotgildi. Á morgun, sunnudag, er merkis- dagur í sögu íslenskra kvenna, 19. júní, en þann dag árið 1915 fengu ís- lenskar konur 40 ára og eldri kosn- ingarétt sem og kjörgengi til Alþing- is. Bríet Bjarnhéðinsdóttir barðist ötullega fyrir réttindum kvenna, hún sat í bæjarstjórn, bauð sig fyrst kvenna fram til Alþingis og var upp- hafsmaður að stofnun Kvenréttinda- félags Íslands. Á morgun verður há- tíðardagskrá í Hólavallakirkjugarði kl. 14:30. Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og forseti borgar- stjórnar, Sóley Tómasdóttir, flytur stutt ávarp. Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteins- dóttir píanóleikari flytja tónlistar- atriði en þær tvær eru hluti af hópi söng- og leikkvenna sem hafa flutt hljómplötuna Áfram stelpur í heild sinni á stórafmælum Kvennafrísins frá 2005. Að athöfn lokinni verður gengið að Hallveigarstöðum þar sem félög kvenna bjóða til kaffisamsætis kl. 15. Allir velkomnir. Kvenréttindadagurinn 19. júní er á morgun sunnudag Söngkona Brynhildur kemur fram í garðinum ásamt Aðalheiði píanóleikara. Brynhildur syngur við leiði Bríetar á kvenréttindadeginum Ljósmynd/Kvennasögusafn Íslands Bríet Bjarnhéðinsdóttir Hún ruddi brautina fyrir okkur konurnar. Löngum sólargangi verður fagnað með jóga undir berum himni kl. 15 í dag, laugardag 18. júní, á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin í Kópavogi. Helga Einarsdóttir jógakennari leiðir tímann, sem er ókeypis. Hún hefur kennt óhefð- bundið jóga á Írlandi síðastliðið ár og leggur áherslu á að allir geti tekið þátt í jóganu, bæði byrjendur og lengra komnir. Þátttakendum er ráðlagt að taka með sér dýnu, handklæði eða teppi og klæðast eftir veðri. Útijógað er upplögð upphitun fyrir landsleikinn, sem hefst kl. 16 og til að senda í leiðinni góða strauma til strákanna okkar í Frakklandi. Löngum sólargangi fagnað við Menningarhúsin í Kópavogi Jóga fyrir alla undir berum himni Menningarhúsin í Kópavogi Gott að iðka jóga í menningarlegu umhverfi. Sumarnámskeið Nexus eru rétt handan við hornið. Kl. 13 - 17 dagana 20. - 24. júní verður námskeið í grunnreglum Warham- mer-spilsins og herkænskutækni fyrir 12 til 18 ára unglinga undir leiðsögn sér- fræðinga Nexus. Verð 35 þús. kr. Innifalið er Warhammer 40K módel. Nánari upp- lýsingar í versluninni og nexus@nexus.is Sumarnámskeið Nexus Herkænska í hávegum Verkfæri Þátttakendur fá afnot af penslum, lími og málningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.