Morgunblaðið - 18.06.2016, Page 24

Morgunblaðið - 18.06.2016, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Íþessum dálkum hef ég áður minnst á hópinn á Facebook semheitir Skemmtileg og skrýtin íslensk orð. Sum orðin sem spurter um eru raunar hvorki skemmtileg né skrýtin að mínu mati,til dæmis orðið kolakassi. Spyrjandi kvaðst hafa heyrt orðið í einhverju lagi og stóð alveg á gati. Ekki stóð á svörunum því enn eru greinilega margir á kreiki sem hafa alist upp við kolakyndingu sem var alsiða á sveitabæjum í dalnum fyrir norðan þar sem ég dvaldist nokkur sumur. Flestum leikur þó forvitni á merkingu sjaldgæfari orða, eins og vamm sem fyrirspyrjandi kvaðst hafa heyrt í orða- sambandinu vammir og skammir. Þar er reyndar um að ræða vömm, sem merkir m.a. hneisa, skömm. Annar í hópnum kannaðist við orðtakið að mega ekki vamm sitt vita og enn annar benti á að kvikmyndin The Untouchables hefði verið kölluð Hinir vammlausu á íslensku. Þá mundi ég eftir því að forfaðir minn, Egill Skallagrímsson, hafði þakkað guði sínum Óðni fyr- ir að hafa gefið sér hina vammlausu íþrótt, þ.e. skáldskaparlistina. Orðið hlýtur því að vera ævafornt í íslensku. Ég fletti að vanda upp í Orðsifjabókinni hans Ásgeirs Blöndals og að hans sögn er orðið notað um galla, skömm og háðung. Hann sýnir líka skyldleika orðsins vamm við orð í austurgermanska málinu gotnesku (sem er löngu útdautt) er merkti óhreinn, blettaður. Orðið virðist því allnokkru eldra en norrænar tungur. Nú ættum við að vera nokkru nær um orðið vamm sem enn lifir greinilega góðu lífi en þó einkum í orðasamböndunum sem hér hefur verið getið. Sá sem er vammlaus er þá vandur að virðingu sinni eða flekklaus eins og skáldskapurinn hans Egils þótt sjálfur hafi hann varla kallast vammlaus til orðs og æðis. Í þýðingu Gríms Thomsens á hinu fagra latneska kvæði Integer vitae kemur fyrir mannlýsingin „vammlaus halur og vítalaus“ en síð- asta orðið merkir saklaus eða óaðfinnanlegur. Að vera vammlaus og vítalaus hlýtur þá að vera afar eftirsóknarvert og fáir standa líklega undir slíkri lýsingu. Maður nokkur sem sá á bak góðum vini sínum taldi þó að hann verðskuldaði slík ummæli og hnýtti þeim aftan í minn- ingarorð um hann. En hvort sem um er að kenna prentvillupúkanum eða öðrum árum stóð í greininni að sá látni hefði verið vammlaus og vitlaus. Mér skilst að syrgjendur hafi kunnað höfundi litlar þakkir fyr- ir. Vítalaus en ekki vitlaus Tungutak Guðrún Egilson Forsetakosningar fara fram að viku liðinni oglínur í kosningabaráttunni eru að skýrast.Sumir segja að þjóðin hafi gert það upp við sigsnemma í þessu ferli að hún vildi fá Guðna Th. Jóhannesson á Bessastaði og að verkefni annarra fram- bjóðenda hafi í raun verið að snúa ofan af þeirri sameig- inlegu hugmynd mikils meiri hluta fólks, sem komið hafi fram í skoðanakönnunum. Eins og við var að búast hefur verulega dregið úr þeim stuðningi við Guðna, sem í upphafi mældist með 65-70% stuðning en er skv. síðustu könnunum komin niður í rúmlega 50%. Ekki er endilega víst að stuðningsmenn Guðna harmi það. Þeir hafa áreiðanlega haft áhyggjur af því að svo mikill stuðningur í upphafi gæti valdið kæru- leysi meðal fylgjenda hans. En haldi fylgi hans áfram að dala í könnunum fram eftir næstu viku kann það að valda annars konar áhyggjum. Margir töldu í upphafi að Andri Snær Magnason hefði möguleika á að ná kjöri en svo virðist ekki vera ef mið er tekið af könnunum. Sennilega er ímynd hans of „þröng“, ef svo má að orði komast, þ.e. að hann birtist kjós- endum sem málsvari afmarkaðra þjóðfélagshópa, þótt það kunni að teljast ósanngjarnt mat í ljósi upphaflegra stefnumála hans eins og hann kynnti þau í Þjóðleikhúsinu. Halla Tómasdóttir hefur áreiðanlega notið þess að undanförnu að vera sú kona í hópi frambjóðenda, sem hefði mesta möguleika á að komast á blað. Og nokkuð augljóst að konur hafa verið að þjappa sér saman að baki henni til þess að tryggja að hún nái a.m.k. viðunandi ár- angri með framboði sínu. Þótt Davíð Oddsson sé ekki sá frambjóðandi, sem mælist með mest fylgi í könnunum er hann augljóslega sá frambjóðandi, sem vekur mest umtal og athygli. Og þannig hefur það verið frá því að hann hóf alvöru afskipti af stjórnmálum. Í kosningabaráttunni vegna borgar- stjórnarkosninganna 1982 markaði hann sér strax sér- stöðu og fór ótroðnar slóðir. Og eftir að hann endur- heimti meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn og varð borgarstjóri hélt hann uppteknum hætti og gerði flest á annan veg en hinir eldri og reyndari menn töldu skynsamlegt. Niðurstaðan varð mesti sigur Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosningum fyrr og síðar vorið 1990. Í ljósi þess að sjálfstæðismaður hefur aldrei verið kjörinn forseti Íslands má spyrja hvers vegna Davíð hafi kosið að bjóða sig fram. Til þess að ná kjöri var og er augljóst að hann þarf að ná til mun stærri hóps kjósenda en fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. En sennilega vill hann láta á það reyna og til þess þarf mikinn kjark. Aðrir frambjóðendur með minna fylgi í könnunum hafa allir markað spor í þessa kosningabaráttu, hver með sínum hætti. Elísabet Jökulsdóttir er einlæg og skemmtileg. Guðrún Margrét Pálsdóttir er kona sem á virðingu skilið fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Með Sturlu Jónssyni hefur lítilmagninn í samfélaginu eignast málsvara og Hildur Þórðardóttir vekur athygli fyrir að segja opinberlega það sem aðrir þora ekki að segja upp- hátt að skóli án aðgreiningar er hugmynd sem hefur ekki gengið upp. Fortíð frambjóðenda kemur óhjákvæmilega upp í kosningum sem þessum. Pólitískir andstæðingar Davíðs Oddssonar hafa lagt mikla áherzlu á að kenna honum um hrunið. Mín skoðun er sú, og ég byggi hana á lestri margvíslegra gagna á árinu 2009 vegna útgáfu bókar um hrunið, sem út kom þá um haustið (Umsátrið-Fall Ís- lands og endurreisn) að sá tími muni koma að fólk sjái hlut Davíðs í þeim málum í öðru ljósi en tíðkast hefur síðustu ár. Staðreynd er að hann varaði ráða- menn við því í nóvember 2005 að til hruns bankanna gæti komið og endurtók þær viðvaranir reglu- lega síðan og þá ekki sízt snemma árs 2008. Kannski má segja að mistök hans hafi verið þau að segja ekki af sér sem seðlabankastjóri, þegar í ljós kom að ekki var á hann hlustað. En þá er þess að gæta að slík afsögn gat hrint hruni af stað. Mismunandi kenningar sagnfræðinga á atburðum lið- ins tíma eru skemmtilegar og þess vegna er ekkert óeðli- legt við það að söguskýringar Guðna Th. Jóhannessonar t.d. á þorskastríðunum komi til umræðu í kosningabar- áttu, þar sem hann er í framboði. Ég taldi mig hafa fylgzt náið með 50 mílna baráttunni og 200 mílna baráttunni, starfs míns vegna, og man vel að mér komu skoðanir Guðna á óvart varðandi 200 mílna baráttuna í skoðana- skiptum okkar í milli fyrir mörgum árum. En auðvitað verða þeir sem telja sig vita „bezt“ (!) að sætta sig við að sagnfræðingar af yngri kynslóð komi fram með annað mat á liðnum atburðum. Það sem á hefur skort frá mínum sjónarhóli séð í þess- ari kosningabaráttu er að engar raunverulegar umræður hafi farið fram um hvort leggja eigi þetta embætti niður. Viðleitni fráfarandi forseta til að nýta óljós og þoku- kennd ákvæði um forsetaembættið í stjórnarskrá til að útvíkka valdsvið forseta hefur heldur ekki verið til um- ræðu, sem þó væri full ástæða til. Og loks er óskiljanlegt að allir frambjóðendur vilji halda í ævafornt og úrelt ákvæði um að einn maður á Bessastöðum skuli hafa það vald sem í 26. grein stjórnarskrárinnar felst um mál- skotsrétt eða synjunarvald. Það vald á að vera hjá þjóð- inni sjálfri. Það sem er hins vegar ánægjulegt við þessa kosninga- baráttu og þær þjóðfélagsumræður sem tengjast henni er að hugmyndin um beint lýðræði er að verða viðtekin skoðun í öllum flokkum. Þar liggur framtíðin. Beint lýðræði orðið viðtekin skoðun Viðleitni fráfarandi forseta til að útvíkka valdsvið embættisins þarf að ræða. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Enn er óskýrt, hvers vegnastjórn breska Verkamanna- flokksins lokaði tveimur breskum bönkum í eigu Íslendinga 8. októ- ber 2008, á sama tíma og hún reiddi fram 500 milljarða punda til að bjarga öllum öðrum breskum bönkum (sem margir voru að miklu leyti í eigu útlendinga). Í ljós kom, að þessir tveir bankar, Heritable og KSF, áttu vel fyrir skuldum. Einnig er óskýrt, hvers vegna stjórnin beitti sama dag hryðju- verkalögum á Landsbankann, þótt samkvæmt leynilegri tilskipun hefðu útibúi bankans í Lundúnum verið bannaðar millifærslur án leyf- is, svo að beiting laganna var óþörf. Þeir Gordon Brown forsætisráð- herra og Alistair Darling fjár- málaráðherra hljóta hins vegar að hafa vitað, að með þessum tveimur aðgerðum felldu þeir það, sem þá var eftir af íslenska bankakerfinu. Víkur nú sögunni til Skotlands, en þaðan komu Brown og Darling báðir. Þingmaður gamalgróins vígis Verkamannaflokksins, Glenrothes- kjördæmis í Fife, hafði látist 13. ágúst 2008. Brown ákvað, að auka- kosning færi þar fram óvenjuseint, 6. nóvember, því að hann bjóst við að tapa kjördæminu og vildi ekki, að það gerðist fyrir ársþing stóru flokkanna. Í aukakosningu í júlí höfðu skoskir þjóðernissinnar unn- ið enn öflugra vígi Verkamanna- flokksins, Austur-Glasgow. Bar- áttan í Glenrothes var hörð. Verkamannaflokkurinn sótti að þjóðernissinnum með þeirri hrakspá, að Skotland með sína stóru banka hlyti sömu örlög og Ís- land, yrði það sjálfstætt. Skotlands- ráðherrann, Jim Murphy, sagði, að í stað „hagsældarbogans“, sem þjóðernissinnar hefðu sagt liggja frá Írlandi um Ísland til Noregs, væri nú kominn „gjaldþrotabogi“. Brown gerði sér ófáar ferðir í kjör- dæmið. Úrslitin komu á óvart. Verkamannaflokkurinn hélt sætinu. „Skotland kærði sig ekki um að verða nýtt Ísland,“ sögðu stjórn- málaskýrendur. Þessi eftirtektarverða aukakosn- ing hefur vitanlega ekki ráðið úr- slitum um framkomu Bretastjórnar við Íslendinga. En var hún lóð á vogarskál? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Eftirtektarverð aukakosning MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.