Morgunblaðið - 18.06.2016, Side 29

Morgunblaðið - 18.06.2016, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 ✝ Robert Ber-man, dósent í málvísindum við Háskóla Íslands, Mennta- og vís- indasvið, fæddist 12. ágúst 1949 í Cardiff, Wales, Bretlandi. Hann lést 20. maí 2016 á Landspítalanum. Foreldrar hans: Mona Margaret (f. Elias), f. 30.9. 1930 í Pontyp- ridd, Glamorgan, Wales. For- eldrar Monu: James Jobe Eli- as, lögreglumaður, og Gertrude Elias, húsmóðir. Fað- ir Roberts varArthur James Leach, verkamaður, f. 7.9. 1927 í Cardiff, Wales, d. 18.7. 1949 í Cardiff, Wales. Þau gengu í hjónaband þ. 30.9. 1948. Stjúpfaðir Roberts: George Berman, tæknifræðingur, f. 22.4. 1923, í Lodz, Pólandi. Foreldrar: Anna Berman og Jakob Berman frá Lodz. Féllu í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Mona og George gengu í hjónaband þ. 26.12. 1952. Börn Monu og George eru auk Ro- berts (1): 2) Ann Berman, kennari, f.4.2. 1954 í Cardiff, Wales. Synir hennar eru Lee Dylan og Colin Andrew Campbell. 3) dr. Richard Berman, f. án Elías, f. 2003, og Leópold, f. 2009. Foreldrar Ingigerðar: Guð- björn Jóhannesson, f.v. fanga- vörður, f. 1911 í Múlasveit, A- Barðastrandarsýslu, d. 1997 í Reykjavík. Foreldrar: Oddný Guð- mundsdóttir, yfirsetukona, frá Einfætlingsgili í Strandasýslu, og Jóhannes Guðmundsson, sjómaður, frá Illugastöðum í A-Barðastrandarsýslu. Maki Stefanía Guðmundsdóttir, hús- móðir, f. 1927 í Hafnarfirði,d. 1985 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Gíslason frá Reykjakoti í Ölf- usi, bóndi og verkamaður, og Guðrún Sigurðardóttir, hús- móðir, frá Króki í Ölfusi. Börn Stefaníu og Guðbjörns auk Ingigerðar (1): 2) Jóhannes Sæmundur, kennari og skrúðgarð- yrkjumaður, f. 1952 í Reykja- vík. Börn hans og Brynju Blu- menstein, fyrrum sambýliskonu, eru Stefanía Björk and Björn Steinar. 3) Guðmundur Rúnar, sím- virki, f. 1954 í Reykjavík, kona hans er Elísabet Þórdís Ólafs- dóttir, félagsliði, f. 1961. Börn þeirra eru Pétur og Rakel. 4) Skúli, líffræðingur, f. 1956 í Reykjavík, kona hans Sigrún Jóhannsdóttir, tal- meinafræðingur, f. 1.6. 1959. Börn þeirra eru Hildur, Íris Stefanía og Jóhann Ingi. Útför Roberts hefur farið fram í kyrrþey. 1964 í Toronto, Kanada. Sambýlis- kona dr. Pierette Blanchard, f. 1965, í Sept-Isles, Quebéc, Kanada. Börn: Jacques og Sonia Berman. 4) David Berm- an, f. 1967 í To- ronto, Kanada. Sambýliskona Ni- cole Butler, fjár- málastjóri, f. 1972 í Toronto, Kanada. Dóttir þeirra er Isa- bel Alice Berman. Eftirlifandi eiginkona Rob- erts er Ingigerður Guðbjörns- dóttir Berman, ljósmóðir, f. 3.1. 1951, í Reykjavík. Þau Robert og Ingigerður gengu í hjónaband 2.11. 1970 í Sudbury, Ontario, Kanada. Börn Ingigerðar og Roberts: 1) Kristína, textíl- og búningahönnuður, f. 27.6. 1978, í Toronto, Kanada; m. Már Örlygsson, forritari, f. 10.12. 1975, á Norðfirði. Börn: Logi Garpur, f. 2002, Úlfrún, f. 2006, og Örvar, f. 2009. 2) Davíð James, rafvirkja- meistari, f. 29.5. 1982, f. í Reykjavík; m. Katrín (Ko- Leen) Níelsdóttir, há- skólanemi, f. 7.6. 1981 í Sas- katoon, Saskatchewan, Kan- ada, Börn: Kasper, f. 2000, Stef- Góður drengur er látinn. Við fráfall Roberts Berman minnist ég heiðarlegs, jákvæðs og skemmtilegs manns. Við Robert kynntumst árið 1987 þegar við vorum samstarfsmenn á Ful- bright-stofnuninni. Það var góð samvinna enda Robert maður lausna og friðsemdar. Seinna þegar ég var á leið til útlanda í framhaldsnám sótti ég nám- skeið um fræðileg greinaskrif sem Robert kenndi við Ensku- deild HÍ. Ég bý enn að því námskeiði og fletti reglulega upp í glósunum. Robert hóf störf sem dósent í enskukennslu við Kennarahá- skóla Íslands árið 2006. Eftir sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands árið 2008 hélt hann áfram störfum sem dósent við Menntavísindasvið. Robert var öflugur liðsmaður Menntavísindasviðs. Hann hafði eiginleika sem stuðla að því að skapa öfluga liðsheild. Hann kunni að rýna til gagns, hann kom með uppbyggilegar og já- kvæðar tillögur og hann kunni að hrósa. Robert lét vel að kenna, hann var mikill húmoristi og nem- endur kunnu að meta áhuga hans og þekkingu. Hann var hvetjandi og hafði lag á að gera flókna hluti einfalda. Hann kenndi kennaranemum að kenna ensku. Hann kenndi einnig námskeið um fræðilega ritun sem voru vel sótt af dokt- orsnemum við Menntavísinda- svið. Rannsóknir Roberts voru fyrst og fremst á sviði ensku- kennslu, fræðilegrar ritunar og fjölmenningar. Eftir hann ligg- ur fjöldi greina bæði í innlend- um og erlendum fræðiritum. En Robert var ekki einungis mikils metinn fræðimaður, hann miðl- aði einnig af mikill gjafmildi þekkingu sinni og reynslu. Það er mikilvægt fyrir stofnun að hafa slíka menn í sínum röðum. Við samstarfsfólk Roberts syrgjum góðan félaga og vott- um fjölskyldu hans innilega samúð. Fyrir hönd starfsfólks Menntavísindasviðs Háskóla Ís- lands, Jóhanna Einarsdóttir. Í dag kveðjum við vin okkar, samstarfsmann, kennara og leiðbeinanda, Robert Berman, sem við hefðum viljað deila með miklu fleiri dögum og árum. Robert var einn af þessum mönnum sem eru stærri en lífið sjálft. Jákvætt viðmót hans, áhugi á samferðafólki og virðing fyrir skoðunum annarra ein- kenndi öll samskipti hans við aðra. Þá er ógleymanlegur húmorinn hans og létta lundin, en það að setjast niður með honum til að spjalla eða deila hugmyndum og skoðunum hafði alltaf í för með sér að við geng- um glaðari út í daginn. Robert var einstakur sögumaður og ferðafélagi og mörg okkar minnast ferða og stunda þar sem hann skemmti okkur með frásögnum af skondnum atvik- um úr lífi þeirra Ingu. Ógleym- anlegar eru líka samverustundir með Robert og Ingu í Mosfells- dalnum í fögru umhverfi fjalla, lækja og gróðurs. Robert var einstakur fag- maður og í allri vinnu hans á Menntavísindasviði og í rann- sóknarsamstarfi í okkar hópi sýndi hann hversu glöggt auga hann hafði fyrir kjarnanum í hverju viðfangsefni. Álit hans og sýn skipti okkur öll miklu máli. Robert var vandvirkur og ósérhlífinn í öllu sínu starfi. Hann hafði einstakt lag á að láta nemendur sína finna hversu mikils virði þeir voru með því að trúa á þá og styðja þá af heilum hug. Hann nálg- aðist nemendur sína á jafn- ingjagrundvelli og naut mikillar virðingar frá þeim. Það var grátandi veður í Mosfellsdalnum þegar Robert var jarðsunginn síðastliðinn föstudag. Þrátt fyrir það náði sólin að varpa yfir okkur sólar- geislum og fuglarnir í dalnum sungu honum sín fegurstu dirr- indí. Á sama hátt mun brosið og jákvæðnin hans Roberts fylgja öllum sem þekktu hann um ókomna tíð. Það er mikill missir fyrir okkur nemendur hans, sam- starfsfólk og vini að hafa Ro- bert ekki lengur í okkar liði. Við sendum Ingu, Kristínu, Davíð James og fjölskyldunni allri, okkar hjartans samúðar- kveðjur og vonum að allar góð- ar vættir gefi ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi. Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða: hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Fyrir hönd samstarfsfólks og nemenda í LSP-rannsóknar- hópnum, Hanna Ragnarsdóttir, Menntavísindasviði HÍ. Hinn 27. maí var Robert Berman borinn til moldar í kirkjugarðinum við Mosfells- kirkju, þar sem sjá má yfir dal- inn sem hann elskaði og var heimili þeirra Ingu. Sólin braust fram úr skýjaslæðunni og vermdi þessa látlausu kveðjustund. Robert var góður vinur og samstarfsmaður á Menntavísindasviði, en hann kom fyrst til starfa við skólann 2004. Við nutum vináttu og starfa Roberts alltof stutt en hann skilur eftir sig góðar minningar um mann sem alltaf vildi gera sitt besta fyrir nem- endur sína og samstarfsmenn. Hann var framsýnn, jákvæður, og eldklár og skemmtilegur fé- lagi. Hann lagði hönd á plóg við að byggja upp doktorsnám við sviðið, þar sem hann kenndi fræðilega ritun. Auk þess kenndi hann um fjölmenningu og tungumálakennslu. Robert lagði sitt að mörkum við rann- sóknir við skólann og var elsku- legur og ósérhlífinn við sam- starfsmenn sem báðu hann um að lesa yfir skrif þeirra á enskri tungu. Fyrir ári veiktist Robert og tókst af bjartsýni og æðruleysi á við mein sitt. Fyrir um mán- uði blésu Robert og Inga til veislu á heimili þeirra. Þar hitt- um við Robert í hinsta sinn. Til- efnið var að halda upp á afmæli George Berman, sem gekk Ro- bert í föðurstað, en blóðfaðir hans lést úr berklum 1949, árið sem Robert fæddist. Fjölskylda Roberts frá Kanada var þarna saman komin auk barna þeirra Ingu, barnabarna, náinna vina og samstarfsmanna. Sjúkdóm- urinn hafði þá tekið sinn toll en Robert var staðráðinn í að nota þetta tækifæri til að þakka líf- inu. Í ræðunni, sem hann hélt til heiðurs föður sínum, lagði hann áherslu á þá mannlegu reisn og stolt sem einkenndi lífsafstöðu George, sem fæddist í Lodz í Póllandi 1923, lifði af fanga- vistina í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og komst þaðan og tókst að lifa góðu en ólíku lífi, fyrst í Bretlandi, þar sem hann fann Monu Margaret Elias, en þau hjónin fluttu síðar til Kan- ada. Robert sagði okkur tvær sögur af föður sínum, frá dög- um hans í Auschwitz, sögur sem lýstu vel afstöðu föður hans til lífsins. Önnur var um lítinn dreng sem hafður var að háði og spotti vegna óhapps sem hefði getað orðið honum að fjör- tjóni. George kallaði drenginn til sín, hjálpaði honum og hast- aði á aðhlæjendur, sem bæði voru fangar og fangaverðir. Hin sagan snerist um gildi þess að halda mannlegri reisn jafnvel í Auschwitz, og hvernig George tókst með útsjónarsemi að vera nánast eini fanginn í búðunum sem ekki varð grálúsugur. Lausnin var einföld, hann hristi fötin sín að kvöldi og breiddi léreft yfir. Þessar frásagnir af föðurnum lýstu ekki aðeins hon- um sjálfum heldur líka þeim gildum sem Robert hafði í há- vegum. Að bera blak af lítil- magnanum, hæðast ekki að fólki og að halda reisn sinni hvar og hvernig svo sem á stendur. Fyrir Robert var mik- ilvægt að halda mannlegri reisn í veikindunum. Það tókst. En umfram allt var gleðin og vonin einkennandi fyrir hann og þakklætið fyrir allt það góða sem lífið færði þeim og börnum þeirra. Við kveðjum Robert með söknuði og þakklæti og vottum Ingu og fjölskyldu okk- ar dýpstu samúð. Dóra S. Bjarnason og Ólöf Garðarsdóttir. Vinur okkar og félagi er fall- inn frá. Robert var einstakt ljúfmenni, glöggur á menn og málefni, ósérhlífinn og tillögu- góður. Hann sat um árabil í stjórn enskukennarafélagsins, skipulagði ráðstefnur og nám- skeið. Robert var höfðingi heim að sækja og ljúf er minningin þegar við sátum heima hjá hon- um og Ingu og lásum sögurnar sem höfðu borist í smásögu- keppni félagsins. Þau okkar sem fengu að kynnast honum sem nemendur hans í HÍ minn- ast hans sem einstaks kennara og það eru ófáir einstaklingar sem hugsa til hans með bros á vör og gleði í hjarta. Við vottum Ingu og fjölskyldunni samúð okkar. Hans er sárt saknað. Stjórn FEKÍ, Samuel Lefever. Robert Berman ✝ Margrét Krist-jana Ásgeirs- dóttir, loft- skeytamaður og símritari, fæddist 21. ágúst 1928 í Skógum í Mosdal í Arnarfirði. Hún lést 29. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Ásgeir Bjarnason frá Stapadal í Arnar- firði, f. 27.9. 1900, d. 6.4. 1970, og Guðný Guðmunda Þorvalds- dóttir frá Rauðsstöðum í Arn- arfirði, f. 28.3. 1908, d. 4.11 1985. Hún var elst fimm systk- ina en hin eru: Kristrún Jó- hanna, f. 4.8. 1930, d. 20.12. 2009, Bjarni Þorvaldur, skip- f. 21.11. 1955, maki Óttar Felix Hauksson, íslenskufræðingur, f. 19.1. 1950, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. Börn Margrétar og Steingríms St.Th. Sig- urðsonar, listmálara, f. 29.4. 1925, d. 21.4. 2000, eru: Stein- grímur Laurentz Thomas, leigubílstjóri, f. 21.7. 1962, Jón, rekstrarfræðingur, f. 28.3. 1964, hann á eina dóttur. Hall- dóra María Margrét, snyrti- fræðingur, 30.5. 1966, maki Snorri Ingvarsson, tölv- unarfræðingur, f. 1.12. 1962. Halldóra á tvo syni af fyrra hjónabandi. Margrét nam við Mennta- skólann á Akureyri, lauk loft- skeytamannsnámi við Sjó- mannaskólann í Reykjavík og aflaði sér réttinda sem símrit- ari. Hún starfaði að námi loknu hjá Landssíma Íslands og var um hríð símstöðvarstjóri á Laugarvatni. Útför Margrétar hefur farið fram í kyrrþey. stjóri, f. 1.10. 1935, d. 24.6. 2013, Helga Þórunn, hjúkr- unarkennari, f. 4.3. 1942, og yngstur var Haraldur, prentari, f. 6.4. 1945, hann lést af slysförum 31. jan- úar 1986. Hinn 24. nóv- ember 1956 giftist Margrét Aðalsteini Valdimarssyni, f. 8. september 1928 á Syðra-Laugalandi í Öng- ulstaðahreppi í Eyjafirði, d. 10. júní 1979. Þau skildu. Tvær dætur þeirra eru: Áslaug Ösp, f. 22. 12. 1952, maki Kári Jón Halldórsson, rafeindavirki, f. 12.6. 1952. Guðný Þöll, bókari, Nú er hún öll, blessunin, og er eflaust hvíldinni fegin. Tengda- móðir mín til fjörutíu ára, Margrét Ásgeirsdóttir, var merkiskona fyr- ir margra hluta sakir. Hún var frjáls í andanum og fór sjaldnast troðnar slóðir. Þegar ég hitti hana fyrst þá bjó hún með Jóhanni G., tónlistarmanni, gömlum vini mín- um úr tónlistarbransanum og var, af sumum úr þeim ranni, talin rammgöldrótt. Það, að ég skyldi vera orðinn tengdasonur galdra- konunnar, þótti mér einkar áhuga- verð staða. Ég var sannarlega reiðubúinn að leggja strax til at- lögu við tengdamúttu. Öllum ann- ars heims kenningum, allri há- speki og kukli skyldi mætt með rökfastri díalektík efnishyggjunn- ar. Henni yrði ekki hlíft. Þannig byrjuðu samskiptin, með miklum látum af minni hálfu. En Margrét var sallaróleg, leyfði mér að vaða elginn. Í djúpum, dökkum, greind- arlegum augum hennar fann ég aðeins hlýju og væntumþykju í minn garð. Hann rann því fljótt af mér móðurinn, ég fann að Mar- grét tengdamóðir mín myndi hvorki vilja skylmast við mig né nokkra aðra manneskju um lífs- viðhorf eða skoðanir. Þrátt fyrir að ég liti háspekina hornauga gat ég ekki annað en dáðst að Margréti fyrir staðfestu hennar í þeim efn- um. Hún ferðaðist til Indlands, afl- aði sér þekkingar á indverskri heimspeki og yogakenningum og var ávallt fús að miðla öðrum. Ég lærði fljótt að meta Margréti og kosti hennar. Hún var greind, margfróð og skemmtileg kona. Hún var stolt af börnum sínum og barnabörnum. Góðlyndi og nægju- semi voru áberandi þættir í fari hennar – eðlisþættir sem eru í raun öfundsverðir. Hún safnaði ekki í kringum sig dauðum hlut- um, vildi frekar vera í lifandi sam- skiptum við ástvini sína. Bauð upp á kaffi og súkkulaðirúsínur í hvert sinn sem komið var í heimsókn. Börn, og sérstaklega unglingar, löðuðust að henni, hún gaf þeim tíma, hlustaði, ráðlagði – alltaf gef- andi, hlý og manneskjuleg. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og kennsl- una, kæra Margrét, megi drottinn Guð blessa minningu þína. Óttar Felix Hauksson. Elsku mamma, mig langar að minnast þín með einum af uppá- halds orðskviðum þínum: ... lögmálið mikla sem ríkir á jörð þú færð allt til baka hverja hugsun og gjörð illt ég geri aðeins sjálfri mér ef ég breyti rangt gegn þér viskan eina - vissan innan frá hún vísar veginn á. (Jóhann G. Jóhannsson) Hvíldu í friði, elsku mamma, þú munt lifa í minningu okkar sem fengum að kynnast þér. Guðný Þöll Aðalsteinsdóttir. Margrét Ásgeirsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUNNAR BERGÞÓRSSON, Reykjavíkurvegi 52b, andaðist á heimili sínu föstudaginn 10. júní. Jarðarför fer fram mánudaginn 20. júní frá Víðistaðakirkju kl. 13. . Sóley Örnólfsdóttir, Birna Kristjánsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Erna Kristjánsdóttir, Þórður Örn Erlingsson, Albert Þór Kristjánsson, Sigríður Sigurðardóttir, Stefán Örn Kristjánsson, Elva Björk Kristjánsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.