Morgunblaðið - 18.06.2016, Side 37

Morgunblaðið - 18.06.2016, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Lýsi hf. er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsu- vörur úr sjávarafurðum og flytur til yfir 70 landa. Starfsemin byggir á samhentu og jákvæðu starfs- fólki sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi. Um er að ræða starf við áfyllingu á tunnur og frágang á vörum til útfluttnings, auk almennra lagerstarfa. Starfssvið: • Pökkun lýsis í stórumbúðir • Hleðsla og frágangur gáma fyrir útfluttning • Samantekt og afgreiðsla pantana • Almenn lagerstörf Hæfniskröfur: • Lyftarapróf er æskilegt • Góð almenn tölvukunnátta • Nákvæmni í vinnubrögðum • Jákvæðni og sveigjanleiki Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á heimsíðu Lýsis hf. www.lysi.is/starfsemin/storf-i-bodi Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 26. júní. Lýsi hf. leitar að starfsmanni á lager Starfsmaður óskast í vinnslusal Starfslýsing og helstu verkefni Hlutverk starfsmanns í sal er að aðstoða við að hengja upp á króka, hreinsa og pússa málmhluti til lökkunar. Einnig þarf að taka niður hlutina, pakka inn og ganga frá til afgreiðslu ásamt öðrum tilfallandi störfum. Menntunar- og hæfniskröfur Starfsmaður þarf að geta talað/skilið íslensku, vera röskur, heilsuhraustur og stundvís. Mikill kostur ef viðkomandi hefur lyftararéttindi og/eða iðnmenntun. Eldri en 25 ára er skilyrði. Um er að ræða 100% starf. Vinnutími er 8:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið helga@polyhudun.is fyrir 1. júlí 2016. Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem trúnaðarmál. Pólýhúðun er nútíma lökkunarfyrirtæki búið nýjustu tækni til duft- lökkunar á málmhlutum. Starfsemin hefur verið í Kópavogi síðan 1998. Í hverjum mánuði eru húðaðir þúsundir fermetra af hinum ýmsu verkefnum allt frá smá skrúfum upp í bíla og traktorsgrind- ur. Fjölbreytni er eitt af kjörorðum okkar enda er ekkert verkefni svo smátt eða stórt að við tökum ekki á því. Starfsmenn fyr- irtækisins eru 9. Meðferðarheimilið Háholt sumarafleysingar Meðferðar- og skólaheimilið Háholt auglýsir eftir starfsfólki til sumarafleysinga. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Öldunnar stéttarfélags og Hádranga ehf. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2016 Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila á netfangið hadrangar1@ simnet.is Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Allar nánari upplýsingar gefur Ari Jóhann Sigurðsson í síma 453-8303  Starf: Leiðbeinandi  Starfshlutfall: 100%  Aldur: 22 ára og eldri Tímabil: júlí og ágúst  Lýsing á starfinu: Starfsmaður þessi fylgir nemendum í leik og starfi. Hann tekur þátt í að móta meðferðaráætlanir og fylgir þeim eftir  Kröfur í starfið: Forsenda ráðningar er að viðkomandi sé opinn og gefandi í sam- skiptum, eigi gott með mannleg samskipti og beri virðingu fyrir öðru fólki.  Vinnutími: Vaktavinna – kvöld- og helgarvinna. Leikskólakennarar! Í Leikskólann Laugalandi vantar okkur leikskólakennara eða annað uppeldismenntað fólk – karla sem konur. Leitað er eftir áhugasömum, metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og eru tilbúnir til að vinna eftir sérstökum áherslum skólans. Helstu áherslur í starfi eru m.a. traust og góð umönnun og vellíðan barnanna. ART þjálfun (þjálfun í félagsfærni, reiðistjórnun og siðferði), upplýsingatækni, útikennsla og fjölbreyttar vinnustundir sem stjórnast ekki af „klukkunni“ heldur af áhuga barnanna, leik og hæfni hverju sinni. Mikil og góð samvinna er við grunnskólann sem er undir sama þaki og leikskólinn. Í leikskólanum er leikskólakennurum boðið uppá aukinn undirbúningstíma. Fá samtals 9 tíma m.v. 100% starf. Leikskólinn Laugalandi er um 30 barna einnar deildar leikskóli staðsettur að Laugalandi í Holtum og rekinn af Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Umhverfi skólans einkennist af fjölbreyttri íslenskri náttúru sem býður uppá endalausa möguleika fyrir leik og nám. Möguleiki er á að aðstoða við leit að húsnæði ef þarf. Umsóknir ásamt meðmælum skulu sendast á Leikskólann Laugalandi, 851 Hella fyrir 30. júní eða á: leikskolinn@laugaland.is Upplýsingar veitir Sigrún Björk Benediktsdóttir, leikskólastjóri. Leikskólinn Laugalandi Sími 487 6633 – leikskolinn.is/laugaland – leikskolinn@laugaland.is Landsprent óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf á kvöldin. Um er að ræða þrjá daga, seinni hluta vikunnnar, miðviku-, fimmtu- og föstudagskvöld, aðrahvora viku. Starfið felst m.a. í því að aðstoða í rúllu- og pökkunarsal prentsmiðjunnar. Starfsmenn þurfa að vera eldri en 18 ára. Nánari upplýsingar veitir Sölvi Ólafsson í netfangið solvi@mbl.is eða síma 669 1483 HLUTASTARF Á KVÖLDIN Ef þú ert með rétta starfið — erum við með réttu manneskjuna www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónulega ráðgjöf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.