Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 5
85
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
BSc.-prófi (Honours) í dýrafræði frá háskólanum þar
árið 1961. Forseti dýrafræðideildarinnar í Aberdeen
var prófessor Vero Copner Wynne-Edwards, en
hann vann á þessum árum að grundvallarriti um
gildi atferlis í lýðfræði sem þótti nýstárlegt og hafði
mikil áhrif.2 Herbergisfélagi Agnars í Aberdeen var
Ian J. Patterson sem hélt síðan til frekara náms í Ox-
ford og lagði stund á atferlisfræði hjá nóbelsverð-
launahafanum Nikolaas (Niko) Tinbergen. Hann var
einn af brautryðjendum atferlisfræðinnar og hafði
birt heimsfræga bók um atferli silfurmáfs (Larus
argentatus).3 Þeir herbergisfélagarnir Ian og Agnar
voru samrýmdir og iðnir námsmenn en þekktir fyrir
að talast lítt við þótt báðir læsu við sama borð í þrjú
ár. Báðir fjölluðu þeir um máfa í verkum sínum eftir
að leiðir skildi, Agnar um hvítmáf (Larus hyperboreus),
svartbak (L. marinus) og fleiri stórmáfa,4 Ian um
hettumáf (Chroicocephalus ridibundus).5 Á sumrin
stundaði Agnar margvísleg störf, var meðal annars
aðstoðarmaður Hermanns Einarssonar við hafrann-
sóknir og einnig aðstoðarmaður við sníkjudýrarann-
sóknir á Keldum.6
Lokaverkefni Agnars í Aberdeen fjallaði um ís-
lenska haförninn (Haliaeetus albicilla) sem var í
útrýmingarhættu. Agnar safnaði gögnum um út-
breiðslu arna, sögu þeirra og fjölda, og ferðaðist um
landið tvö sumur, 1959 og 1960, til að kanna ástand
stofnsins. Ritgerðin var ekki gefin út en varð undir-
staða að því faglega starfi sem fuglavinir unnu við
endurreisn arnarstofnsins.7 Um leið var hornsteinn-
inn lagður að Fuglaverndarfélagi Íslands.8
Að BSc.-prófi loknu starfaði Agnar í eitt ár við Til-
raunastöð háskólans í meinafræði á Keldum. Þar
kynntist hann Lindu Wendel (f. 10. janúar 1940, d. 28.
júní 2009). Felldu þau brátt hugi saman og gengu í
hjónaband 25. desember 1962. Synir þeirra eru tveir.
Sá eldri er Torfi ljósmyndari (f. 14. október 1968).
Sambýliskona hans er Lóa Dís Finnsdóttir. Börn Torfa
með fyrri eiginkonu sinni, Elvu Kristinsdóttur, eru
þau Axel Örn og Anna Cara en áður átti Torfi soninn
Gunnar Pál með Andreu Gunnarsdóttur. Yngri sonur
Agnars er Ingi líffræðingur (f. 11. janúar 1971) kvænt-
ur Lauru J. May-Collado líffræðingi. Þau eru búsett
í Vermont í Bandaríkjunum, stunda vísindastörf og
háskólakennslu og eiga tvö börn, dótturina Amélie
Melkorku og soninn Eið Francis. Þau hjónin Linda
og Agnar voru afar samhent og gestrisin svo af bar.
Agnar stundaði framhaldsnám við University of
Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum á árunum
1962–1967 og lauk doktorsprófi árið 1967. Hann
var sem fyrr í fararbroddi og var gerður að félaga
í bræðralagi afburðanámsmanna, ΦΒΚ. Doktors-
ritgerðin fjallaði um fæðuvistfræði fimm máfateg-
unda á Íslandi.4 Leiðbeinandi var Robert W. Storer
sem var afkastamikill vísindamaður og hafði meðal
annars rannsakað svartfugla (Alcidae) og goða
(Podicipedidae) en var þekktastur fyrir rannsóknir
sínar á starfrænni líkamsbyggingu sundfugla.9
Akademískur bakgrunnur Storers var annars vestur
í Kaliforníuháskóla í Berkeley. Þar sveif yfir vötnum
andi Jósefs Grinnells, brautryðjanda í vistfræði og
náttúruvernd og höfundar ýmissa vistfræðilegra
hugtaka, til dæmis um afmarkaðan sess (niche) teg-
unda og útilokun með samkeppni.10
Að loknu framhaldsnámi hlaut Agnar lektors-
stöðu (assistant professor) í líffræði við Southeast-
ern Massachusetts University, sem nú er hluti af
University of Massachusetts. Þessi árin, 1967–1970,
bjuggu þau Linda og Agnar dágóðan spöl frá háskól-
anum í friðsælu sjávarplássi, Westport Point, syðst í
Massachusetts-ríki, þar sem eldri sonur þeirra fædd-
ist. Haustið 1970 sneri fjölskyldan heim. Var Agnar
skipaður dósent í dýrafræði við Háskóla Íslands, en
kenndi aðallega vistfræði og varð síðan prófessor í
þeirri grein árið 1973 og gegndi því starfi til 2007 þeg-
ar hann lét af embættisstörfum fyrir aldurs sakir. En
áfram sinnti hann rannsóknum allt þar til yfir lauk.
Fyrst eftir að heim kom fór tími Agnars að miklu
leyti í að byggja upp kennslu í líffræði við Háskóla
Íslands og renna stoðum undir vistfræðirannsóknir
á Íslandi. Mikill skortur var á þekkingu og fróðleik
um þessi fræði og rannsóknir litlar. Því þurfti í byrj-
un að huga að því hvernig þekkingu um líf- og vist-
fræði landsins yrði aflað og komið á framfæri. Ekki
var nóg að vísa í útlenskar bækur eins og löngum
hafði verið gert. Hefja þurfti verklega kennslu til
vegs og virðingar. Þar kom hin lifandi fjara að góðu
gagni. Þangað mátti leita fanga allan veturinn og fara
Agnar Ingólfsson útskrifaðist sem dýrafræðingur frá háskólan-
um í Aberdeen í Skotlandi 1961. Íslenski haförninn var við-
fangsefni hans í lokaverkefninu.
84_3-4.indd 85 1801//15 16:54
Náttúrufræðingurinn
168
Fundarstaður – Location
Chironomidae
fjöldi m-2
– number per m-2
Halocladius spp.
fjöldi m-2 –
number per m-2
fjöldi einstakl.
– number of individuals*
Chironomus spp.
fjöldi m-2
– number per m-2
Undirlag – Substrate Heimild –
Referance
Þerneyjarsund á Kollafirði Leðjubotn (5 m dýpi)
– Muddy bottom (5 m
depth)
37
Álfsnes í Kollafirði + Hnullungafjara
– Boulders
38
Leiruvogur 759 Leira – Mudflat 39
Blikastaðaleira 38 Leira – Mudflat 39
Grunnafjörður 5830 1288 Leira – Mudflat 40
Laxárvogur í Kjós + +? Leðja með marflóm
– Muddy substrate with
amphipods
41
Brynjudalsvogur + Leira – Mudflat 42
Kolgrafafjörður 118 Þangfjara, möl
– Fucoid shore, gravel
35
Kolgrafafjörður 2554 Leira – Mudflat 35
Berufjörður í Reykhólahreppi + Fjara – Littoral zone 43
Þorskafjörður + Fjara – Littoral zone 43
Djúpifjörður + Fjara – Littoral zone 43
Djúpifjörður (Hallsteinsnes) 3610 Leiruskikar og klappir
– Mud patches and rock
shore
44
Djúpifjörður (Grónes) 9197 Fjara – Littoral zone 44
Gufufjörður (Melanes) 980 Fjara – Littoral zone 44
Gufufjarðarbotn 168 Fjara – Littoral zone 44
Mjóifjörður í Kerlingarfirði 2266 675 Leira – Mudflat 45
Mjóifjörður í Kerlingarfirði (v. mynni) 6371 Leira – Mudflat 46
Kjálkafjörður 1169 538 Leira – Mudflat 45
Dýrafjörður 260 Bóluþangsfjara – Fucus
vesicuosus shore
28
Dýrafjörður 961 Klóþangsfjara
– Ascophyllum shore
28
Dýrafjörður 398 Leira – Mudflat 28
1. tafla. Upplýsingar um fundarstaði rykmýslirfna í fjörum og á sjó umhverfis Ísland. Meðalþéttleiki lirfna á fermetra eða fjöldi í sýni (fljót-
andi þang) er gefið fyrir Chironomidae, Halocladius og Chironomus eða upplýsingar um hvort lirfur hafi fundist (+), spurningamerki
táknar að greining sé óviss. Fyrir fljótandi þang er gefin upp fjarlægð frá landi í kílómetrum. – Information on occurrences of chironomid
larvae in intertidal areas or offshore around Iceland. The average densities are given for each taxon or its presence marked (+), question mark
denotes that identification has not been verified. For floating seaweed, the distance from nearest shore in km is given.
Abstract
Chironomids
in marine habitats
Marine insects are fairly uncommon and
it may be plausible to say that among ar-
thropods, crustaceans dominate marine
biomes while insects dominate terrestrial
and freshwater biomes. This review is
aimed to cast a light on the distribution
and biology of a prominent insect group
within the intertidal zone around the
world, which the dipterous insect chi-
ronomids are. The last part of the review
demonstrates the distribution of inter-
tidal chironomids in Iceland, which is to
a large extent based on studies carried
out by late professor Agnar Ingólfsson.
Chironomids are a diverse group, which
are widely distributed and occupy vari-
ous habitats, mainly aquatic. Despite be-
ing one of the predominating inverte-
brate in freshwater ecosystems they can
often be found in great abundance in in-
tertidal shores around the world. In
Iceland six species of marine chirono-
mids have been documented and further
four species, which are mainly restricted
to freshwaters, also occur in brackish wa-
ters. Chironomid larvae are known to be
important in the diet of migrating wad-
ers in Iceland and are probably also
eaten by small intertidal fish. It is not un-
likely that the role of chironomids, which
have been neglected in intertidal studies,
may be more significant in intertidal
food webs and energy budgets than pre-
viously assumed.
84_3-4.indd 168 1601//15 12:51
15
01
19
7
N
at
tu
ru
fr
2A
C
M
Y
K
56