Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 90 haustið 1976 þegar nýlega skipaðir prófessorar við líffræðiskor Há- skóla Íslands, Agnar Ingólfsson og Arnþór Garðarsson, fengu í lið með sér sex líffræðinema til aðstoðar í sýnatökuferð sem farin var á Mela- bakka í Hnappadalssýslu en svo nefnast sérstæðar sjávarfitjar neðan við Eldborgarhraun. Í þessari dags- ferð var forkönnun gerð á gróður- fari svæðisins og fuglalífi og að auki safnað lífverum úr 14 afmörkuðum tjörnum (3. mynd). Tjarnirnar liggja mishátt á Melabökkunum, og var hæðarmunur efstu og neðstu tjarn- anna 144 sentimetrar. Í allra stærstu vor- og stormflóðum gengur sjór yfir allt fitjasvæðið þannig að allar tjarnir á bökkunum fyllast af sjó en síðan fer það eftir því hvað tjarnirnar liggja hátt og hversu mikil úrkoma er á svæðinu hver seltan er á hverjum tíma. Nokkrum mánuðum eftir söfnunarferðina tók fyrri höfundur þessarar greinar að sér að greina og norðanverðan Breiðafjörð.1,2,3 Strand- doppan er algengust í ísöltum tjörn- um á sjávarfitjum en finnst einnig á skjólgóðum stöðum ofarlega í fjöru og á leirum.1,2,4 Árið 1998 hófu höfundar að kanna hvaða ögðulirfur (Digenea) lifa í fjörusniglum á Íslandi. Til þessa hafa fundist 30 tegundir. 29 þeirra lifa fullorðnar sem sníkjudýr í fuglum (lokahýslar sníkjudýr- anna) en ein tegund lifir fullorðin í fiskum á grunnsævi.5,6,7,8,9 Lirfur þessara sníkjudýra hefja þroska sinn undantekningarlaust í ein- hverjum snigli (fyrsti millihýsill) en fjöldi annarra hryggleysingja og jafnvel hryggdýr (fiskar) geta verið þátttakendur í flóknum lífsferlum þeirra hér á landi. Stranddoppa er einn sniglanna sem hafa verið rannsakaðir. Athug- anir erlendis hafa sýnt að hún er ásamt skyldum leðjusniglategund- um (Hydrobiidae) fyrsti millihýsill margra tuga sníkjuagðna sem lifa fullorðnar í fuglum. Algengast er að lokahýslarnir séu litlir vaðfuglar, máfar og andfuglar, svo sem æðar- fugl Somateria mollissima.10,11,12 Hér á landi hafa sníkjuögður í strand- doppu verið rannsakaðar á fjórum mismunandi stöðum og hafa alls fundist 10 tegundir.7,8,9 Lífsferlar þeirra reyndust vera af fimm ólík- um gerðum. Í greininni vörpum við ljósi á lífsferla tegundanna og fjöll- um um nokkur sérkenni fánunnar. Stranddoppur í fitja- tjörnum á Melabökkum Fyrstu kynni fyrri höfundar grein- arinnar af stranddoppu hófust telja tegundir dýra í botnsýnum sem tekin voru í ferðinni og var verkefnið unnið sem námsverkefni undir leið- sögn Agnars.4 Aftur var farið í söfnunarleið- angur á Melabakkana í ágúst 1977. Agnar stjórnaði leiðangrinum en auk fyrri höfundar var Erlendur Jónsson líffræðingur (1954–2003) með í för, og unnu báðir um sum- arið hjá Agnari við sýnatökur og ýmsa úrvinnslu. Gist var í tjöldum og unnið myrkranna á milli (1. mynd). Ferðin tók tíu daga og var sýnum safnað úr 82 tjörnum. Síðar birti Agnar gagnmerkar niður- stöður rannsóknanna í erlendu fagtímariti.2 Mörgum árum síðar völdu höfundar þessarar saman- tektar Melabakkana til að rannsaka þar sníkjudýrasmit í strandoppum.7 Útlit og lífsferill stranddoppu Kuðungur stranddoppunnar er keilulaga en sléttur með smásæjum vaxtarrákum á fimm allkúptum vindingum (2. mynd). Saumurinn er djúpur, naflinn er með rauf og munni kuðungsins er breiðegglaga.1 Lifandi sniglar eru hornlitir og oft hálfgegnsæir þannig að dökkur líkaminn skín í gegn. Ásætur breyta iðulega lit kuðunganna en tómir líta þeir út fyrir að vera gulleitir. Meðal- lengd eintaka sem Ingimar Óskars- son og félagar mældu í tengslum 2. mynd. Stranddoppur Ec- robia ventrosa. – Mudsnails Ecrobia ventrosa. Ljósm./ Photo: Karl Skírnisson. 3. mynd. Stranddoppa er algeng í grunnum, ísöltum tjörnum sem liggja mishátt á sjávarfitinni á Melabökkum í Hnappadalssýslu. – Ecrobia ventrosa is common in shallow, brackish ponds on the Melabakkar saltmarsh in Hnappadalssýsla (W-Iceland). Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. 84_3-4.indd 90 1601//15 12:49 163 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sýsla District Staður Location Nánari staðsetning varps More detailed location Notkun Use Dagur Day Mánuður Month Ár Year Fjöldi para Nos. pairs Strand. Kleifar í Kaldbaksvík Kaldbakshorn 1 2 6 2007 3 Strand. Bær í Steingrímsfirði Grímsey á Steingrímsfirði 0 23 7 2005 0 Strand. Skriðnesenni í Bitrufirði Ennishöfði: Stigavík 1 25 7 1998 3 Strand. Þambárvellir í Bitrufirði/Guðlaugsvík í Hrútafirði Guðlaugshöfði, rétt innan Skarfatanga 1 5 7 2005 7 Faxaflói Kjós. Brautarholt á Kjalarnesi Andríðsey 0 FebM21 05MJun 1987 0 Borg. Þyrill í Hvalfirði Þyrilsnes 1 x x 1990 1 Borg. Akrafjall ofan Kúludalsár 1 x x 1991 23 Borg. Akrafjall Geirmundartindur 1 x x 1991 18 Mýr. Álftanes á Mýrum Þormóðssker 1 x x 1994 1 Mýr. Knarrarnes á Mýrum Elliðaey 1 18 6 1993 1 Mýr. Vogalækur/Hofsstaðir á Mýrum Heyvatn 1 x x 1990c 1 Mýr. Akrar á Mýrum Klofningur 1 4 6 2009 2 Mýr. Akrar á Mýrum Kjaransey 1 x x 2011< 1 Snæf. Hamraendar í Breiðuvík Botnsfjall: Rauðfeldsgjá 1 11 7 2008 28 Snæf. Arnarstapi undir Jökli Sölvahamar 1 x 6 2005 1 Snæf. Arnarstapi undir Jökli Stapafell 0 13 7 2004 0 Snæf. Arnarstapi – Hellnar undir Jökli Skemmuklettur, Kríuklettur = Stapi 1 x 6 2005 1 Snæf. Arnarstapi – Hellnar undir Jökli Baðstofa – Bólhólar 1? 14 7 1992 1 Snæf. Malarrif undir Jökli Þúfubjarg 1 x 6 2005 5 Snæf. Malarrif undir Jökli Lóndrangar 1? x x 2000< x Snæf. Einarslón undir Jökli Lónbjörg 1 x 6 2005 5 Snæf. Öndverðarnes undir Jökli Svörtuloft 1? x x 2000< x Aðrir staðir V.-Hún. Tjörn á Vatnsnesi sjávarklettur 1 x x 1705< x A.-Hún. Þingeyrar í Þingi Þingeyrasandur 0 7 7 2013 0 Skag. Drangey á Skagafirði Karlinn 0 x x 1800< 0 Skag. Sjávarborg í Borgarsveit mýrar A bæjar og V flugvallar 1 x sumar 2009 12 Skag. Málmey á Skagafirði Málmey 1 16 6 1990 7 Eyf. Reyðará við Siglufjörð Drangur 1 x x 1712< x Eyf. Grímsey 0 x x 1982 0 S.-Þing. Höfði í Höfðahverfi Þengilshöfði: Selbjarg 0 # 6 1980 0 S.-Þing. Látrar á Látraströnd 0 31 7 2001 0 S.-Þing. Héðinshöfði á Tjörnesi 1 x x 2006 1 S.-Þing. Hallbjarnarstaðir á Tjörnesi víkin 1 x 7 2009 5 S.-Þing. Ísólfsstaðir á Tjörnesi 1 x x 1981 1 N.-Þing. Núpskatla á Melrakkasléttu Rauðinúpur 1 29 6 1982 1 N.-Þing. Melrakkaslétta vötnin inni í landi 1 x x 1906< x N.-Þing. Sveinungsvík á Melrakkasléttu Súlur 0 12 7 1984 0 N.-Þing. Skoruvík á Langanesi Skeglubjörg, Fontur 0 10 7 1959 0 N.-Múl. Landsendi í Jökulsárhlíð Ker 1 x sumar 2005 1 S.-Múl. Vattarnes í Reyðarfirði Skrúður 1 12 6 1965 3 A.-Skaft. Stafafell í Lóni Vigur í Lóni 1 x x 1757< x A.-Skaft. Horn í Hornafirði Stokksnes 1 x sumar 1974 1 A.-Skaft. Hafnarnes í Nesjum Fossnes 1 26 6 1974 2 A.-Skaft. Öræfajökull Esjufjöll 0 x x 1943 0 A.-Skaft. Öræfajökull Máfabyggðir 0 x x 1870c 0 A.-Skaft. Breiðamerkurjökull Eystri jökulröndin 1 28MNov 07MAug 1932 2 A.-Skaft. Breiðamerkursandur Krókur milli Fjallsár og Breiðár 1 x x 1910c 1 A.-Skaft. Hof í Öræfum Ingólfshöfði 1 20/24 7 1977 2 A.-Skaft. Skeiðarársandur meltottar við sjóinn 1 x x 1893 x V.-Skaft. Mýrdalssandur 1 x x 1907< x V.-Skaft. Dyrhólar í Mýrdal Dyrhóladrangar, Máfadrangur 1 x x 1756< x Vestm. Vestmannaeyjar Stóri-Stakkur (Ytri-Stakkur) 1 23 7 1938 x Vestm. Vestmannaeyjar Litli-Stakkur (Innri-Stakkur) 0 23 7 1938 0 Vestm. Vestmannaeyjar Heimaey: Stórhöfði 1 x x 1908< x Vestm. Vestmannaeyjar Máfadrangur (Háidrangur, Stóridrangur) 1 x x 1908< x Vestm. Vestmannaeyjar Hellisey 0 x 8 2005 0 Vestm. Vestmannaeyjar Surtsey 1 x x 2003 3 Árn. Þorlákshöfn Hafnarsandur 0 8 6 1941 0 Árn. Herdísarvík í Selvogi Herdísarvíkurfjall 0 20 5 2012 0 Gull. Krísuvík á Reykjanesi Krísuvíkurberg 0 x x 1947 0 Gull. Reykjanes Stóri-Karl 0 x 6 1987 0 84_3-4.indd 163 1601//15 12:50 1501197 N atturufr 3A C M Y K 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.