Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 55
Náttúrufræðingurinn 118 Kynblöndunin getur skipt máli fyrir tilurð breytileika þar sem hún nær að mynda nýjar samsetningar sem geta þróast enn frekar, en kynblönd- un getur líka leitt til þess að breyti- leikinn minnkar. Nýlegar rann- sóknir á Galapagos-finkum sýna að kynblöndun getur afturkallað tegundamyndun. Þar hafa ólíkar en nýlega aðgreindar tegundir runnið saman í eina tegund.36 Til að greina hina meintu kyn- blöndun milli hvítmáfa og silfur- máfa á Íslandi voru tekin sýni úr vængjum sem bæði Agnar og Snell höfðu safnað á sjöunda og níunda áratug síðustu aldar og geymd eru í safni Náttúrufræðistofnunar Ís- lands.37 Erfðaefni geymist vel í vaxtarlagi í stilk fjaðra, og nægir að einangra erfðaefni úr aðeins einni lít- illi fjöður. Nýjum sýnum var einnig safnað á Grundarfirði, á Austurlandi og í Kulusuk á Grænlandi. Stærsta varp hvítmáfa á Íslandi er við Breiðafjörð en áður fundust þeir á Suðausturlandi þar sem silfurmáfar námu land um 1930 í kjölfar fjölgun- ar meðal margra máfategunda við Atlantshaf. Erfðaefni var einangrað úr um rúmlega 300 fuglum, tæp 1000 basapör í hvatbera-DNA voru skoðuð og athugaður var breyti- leiki í fimm örtunglum, en örtungl eru stuttar endurteknar basaraðir í DNA. Upplýsingar í hvatbera- erfðaefni voru bornar saman við DNA-raðir úr máfum sem hafði verið safnað víðsvegar í Evrópu og Norður-Ameríku og eru geymdar í alþjóðlegum gagnabönkum. Auk breytileika á sameindasviði var at- hugaður breytileiki í útliti fuglanna, einkum breytileiki í litamynstri flugfjaðranna. Agnar hafði áður skilgreint skala frá 0 til 5 til að lýsa stigunum frá hreinum hvítmáfi, þ.e. án nokkurra svartra bletta, til hreins silfurmáfs, með svarta fjaðurenda (sjá 4. mynd). Meðaltal þessa skala í byggðum hvítmáfa og silfurmáfa var breytilegt umhverfis Ísland og mestu frávik frá hreinum hvítmáf- um og silfurmáfum greindust þar sem byggðir hvít- og silfurmáfa hafa skarast eða miðja vegu milli þeirra (5. mynd). Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að kynblöndun greinist í at- hugunum á sameindabreytileika.37,38 Skýr tengsl voru á milli útlitsbreyti- leika og aðgreiningar í erfðaefni teg- undanna og var blöndunin mismikil eftir svæðum og tíma (6. mynd). Þannig greindust mestu merki um kynblöndun í hvítmáfum sem lifðu áður við Hornafjörð en finnast ekki lengur. Einnig virðast silfurmáfarnir almennt blandaðri en hvítmáfarnir. Einstaklingar sem sýndu millistig í útliti greindust í sumum tilvikum með erfðaefni sem má rekja til beggja tegundanna. Nokkrir einstakl- ingar sýna þó ákveðin frávik. Þannig gátu einstaklingar sem sýndu skýr útlitseinkenni annarrar tegundarinnar verið með erfðaefni sem einkenndu hina tegundina. Búast má við slíkri uppstokkun við kynblöndun, sérstaklega ef ein eða fleiri kynslóðir hafa liðið síðan hún átti sér stað. Eitt vandamál þessarar rannsóknar er að lítil erfðafræðileg aðgreining er á milli tegundanna, og endurspeglar það ungan aldur þeirra, eða sem nemur um hálfri milljón ára. Vegna hins unga aldurs gæti verið að erfðamengin skarist af því að að tegundirnar hafa enn ekki skilist að. Þegar landfræðileg dreifing arfgerðanna er hins vegar skoðuð sést að blöndunin er staðbundin. Þannig greinast ákveðnar hvítmáfsarfgerðir eingöngu í silfurmáfum á Íslandi en ekki annars staðar í Evrópu, og eru einkennandi fyrir íslenska hvítmáfinn (2. mynd d). Auk upplýsinga um kynblöndun milli tegundanna fengust skýrar niðurstöður um skyldleika íslensku stofnanna við stofna í Evrópu og Norður-Ameríku. Í ljós kom til 4. mynd. Breytileiki tíundu flugfjöður hjá hvítmáfum, silfurmáfum og kynblend- ingum þeirra m.t.t. skora Agnars Ingólfssonar.26 – Variation in 10th primaries in glaucous gulls, herring gulls and their hybrids, as scored by Agnar Ingólfsson.26 5. mynd. Meðalskor hvít- og silfurmáfa umhverfis Ís- land, byggt á gögnum Agnars Ingólfssonar og nýrri sýnum.26,37,378– Average score around Iceland, based on data by Agnar Ingólfsson and new samples.26,37,38 84_3-4.indd 118 1601//15 12:50 135 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Samantekt rannsókna Félagsköngulær Rétt er að kynna örlítið einkenni félagsköngulóa. Ólíkt öðrum köngu- lóm lifa félagsköngulær í hópum í sambýlum (e. colony) og þar geta lifað allt að nokkrum tugþúsundum einstaklinga. Þessir hópar eru ávallt fjölskylduhópar. Allir einstaklingar í hópnum eru náskyldir og mökun á sér stað milli systkina eða frænd- systkina. Innrækt einkennir því félagsköngulær. Flestar félags- köngulær virðast geta stjórnað kyni afkvæma sinna og klekjast yfirleitt mun fleiri kvendýr úr eggj- um en karldýr. Þetta leiðir til þess að hópar geta vaxið ört þar sem fjöldi eggja takmarkar stofnvöxt í meira mæli en sæði. Einstaklingar virðast ekki yfirgefa hópinn til að dreifa sér. Hins vegar stækka hóparnir kyn- slóð fram af kynslóð og geta skipst í tvö eða fleiri smærri sambýli. Þann- ig getur myndast fjöldi sjálfstæðra sambýla sem öll eiga uppruna sinn í sama hópnum. Slík sambýli halda oft til á sama stað í áratugi en geta síðan dáið út á skömmum tíma.6 Flestar félagsköngulær hafa sam- vinnu um að vefa þrívíða vefi (1. mynd). Þær vinna einnig saman við að yfirbuga bráð, annast afkvæmi og verja sambýlið gegn afráni. Ólíkt háfélagslyndum skordýrum er engin sérhæfing eða stéttaskipting meðal dýranna því öll kvendýrin leggja fram vinnu með svipuðum hætti. Karldýr eru fá innan hópsins og láta lítið til sín taka. Öll kvendýr í hópnum eru frjó og geta eignast afkvæmi. Hins vegar benda gögn til þess að ekki eignist öll kvendýrin af- kvæmi en hjálpi frekar systrum sín- um og náfrænkum að vernda þeirra afkvæmi og afla þeim matar. Slíka hegðun má hugsanlega skýra út frá kenningum Hamiltons um heildar- hæfni. Félagsköngulær nema bráð sem flækst hefur í vefnum á titringi sem bráðin veldur þegar hún reynir að brjótast úr vefnum og ráðast allir nálægir einstaklingar þá á bráðina. Hins vegar bregðast einstaklingar ekki við titringi sem verður þegar aðrar köngulær ganga um í vefnum, 2. mynd. Ættartré köngulóa í undirættunum Anelosiminae og Theridiinae (ætt Theridi- idae). Skyldleikagreiningin tók til níu af tíu þekktum félagslyndum köngulóartegundum innan ættarinnar (rauðar greinar), en aðeins til brots af lágfélagslyndum eða ófélagslynd- um ættingjum þeirra. Engu að síður vekur það athygli við dreifingu félagsköngulónna að þar er aðeins eitt par af náskyldum félagsköngulóm (Anelosimus rupununi og A. Loren- zo) og líklega hefur því sameiginlegur forfaðir beggja tegunda sýnt félagshegðun. Alls þróast félagshegðun í átta sjálfstæðum tilvikum. Innan Anelosimus eru flestar aðrar teg- undir lágfélagslyndar, en tvær tegundir eru mitt á milli, merktar með grænum greinum (A. dubiosus og A. jabaquara). – Phylogeny of Anelosiminae and Theridiinae species (Theridiidae). The analysis contained nine out of ten social theridiid species (red branches) but only a fraction of sub-social and solitary species of these subfamilies. Nevertheless, social species are scattered and only a single social pair is recovered, presumably indicating speciation within a social lineage (Anelosimus rupununi og A. lorenzo). Sociality in nine species must thus be explained by eight independent social origins. Note that most Anelosimus are sub-social while two species show intermediate social levels indicated with green branches (A. dubiosus og A. jabaquara). 84_3-4.indd 135 1601//15 12:50 15 01 19 7 N at tu ru fr 6A C M Y K 56

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.