Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 76

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 76
97 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags að ögðulirfusmit berst sjaldnast langt frá stranddoppunum sjálfum, þær gegna aðalhlutverki sem upp- spretta þessa sníkjuormasmits í fuglum og fuglarnir smitast oftast í næsta nágrenni þeirra. Smittíðni og algengi mismun- andi lífsferla á Íslandi Smittíðni milli athugunarsvæðanna var mjög breytileg. M. breviatus var langalgengust (fannst á öllum at- hugunarsvæðunum alls í 186 snigl- um, smittíðni 3,5%) en P. brevicolle var sjaldgæfust (0,02%) og fannst ekki nema í einum snigli í tjörn á Melabökkum (1. tafla).7 Algengi M. breviatus er einkum rakið til sam- þjöppunar lífsferilsins inni í strand- doppunni þar sem hreyfanleg stig eru horfin og smitun á sér stað við að éta snigilinn. Sjaldgæfasta tegundin á Íslandi, P. brevicolle, er aftur á móti önnur tveggja tegunda sem hafa tvö hreyfanleg stig í lífsferlinum, annars vegar bifhærða lirfu, hinsvegar halalirfu sem er háð því að lenda í síunarkerfi samloku, annaðhvort kræklings Mytilus edulis eða hjarta- skeljar Cerastoderma edule. Líkleg skýring á því hvers vegna þessi agða er ekki algengari en raun ber vitni er sú að þessar samlokur eru fáséðar í námunda við stranddoppur, einu þekktu uppsprettu smitsins hér á landi. Tegundin hefur fundist fullorðin í tveimur æðarfuglum á Skerjafirði (annar var með tvær ögð- ur í meltingarvegi, hinn með eina) þannig að staðfest er að tegundin lýkur lífsferli sínum hér á landi, þótt sjaldgæf sé (Karl Skírnisson, óbirtar niðurstöður). Í þessu tilviki má leiða að því líkum að halalirfur höfðu bor- ist úr fitjatjörn í Gálgahrauni í sam- loku í Skerjafirði sem æðarfugl lagði sér til munns. Á Melabökkum fannst stakur snigill smitaður af P. brevicolle. Þar sem engar samlokur voru á botni tjarnarinnar gat tegundin ekki lokið lífsferli sínum í þeirri tjörn þótt drit með eggi tegundarinnar hafi greini- lega borist í tjörnina. Ögðufána stranddoppu fábreyttari á Íslandi en í Frakklandi Eins og aðrar tegundir leðjusnigla af ættinni Hydrobiidae er stranddoppa fyrsti millihýsill fjölmargra sník- juagðna sem lifa fullorðnar í fuglum. Við strendur Frakklands, á suður- mörkum tegundarinnar í Atlants- hafi, hafa fundist að minnsta kosti 16 tegundir sníkjuagðna í stranddoppu en í Hvítahafi, á norðausturmörkum heimsútbreiðslunnar, eru einungis átta þessara tegunda kunnar.6 Á Íslandi, á norðvesturmörkum út- breiðslunnar, eru tíu þessara tegunda þekktar þannig að hér eru aðstæður greinilega óhagstæðar fyrir sumar tegundir sem geta lokið lífsferlinum við strendur Frakklands, en jafn- framt heldur hagstæðari en í Hvíta- hafi. Ýmsar umhverfisaðstæður ráða mestu um útbreiðslu sníkjudýranna. Þær sem oftast eru nefndar eru seltu- stig (nátengt grunnvatnsstöðu og úrkomu), vatnshiti og dægursveiflur í hita, frost og ísalög en einnig upp- þornun. Þessi umhverfisskilyrði, sem versna frá suðri til norðurs, eru talin ráða mestu um að sníkjudýrum með lífsferla sem krefjast tveggja frítt-syndandi lirfustiga (bifhærðrar lirfu, halalirfu) og tveggja eða jafn- vel fleiri millihýsla, fækkar þegar norðar dregur.6,7,8,9 Golfstraumurinn sem hitar vistkerfi Íslands og sérlega auðugt fuglalíf hér á landi, ekki hvað síst mikill fjöldi farfugla sem ber hingað sníkjudýrasmit af vetrar- stöðvum við Evrópu vestanverða, eiga væntanlega mestan þátt í þeim fjölbreytileika sem einkennir sníkju- dýrafánu stranddoppu á Íslandi. Fæða í tjörnum á Melabökkum laðar að sér fugla sem síðan smita vistkerfin Tölfræðigreining var gerð til að meta samhengi allmargra lífrænna og ólífrænna þátta við dreifingu og tegundasamsetningu ögðulirfna í stranddoppum í 12 fitjatjörnum á Melabökkum. Í þessari greiningu var litið á hverja tjörn sem afmarkað vistkerfi.7 Í ljós kom að mismunandi fæðuframboð tjarnanna laðaði að sér lokahýsla (fugla) með ólíka fæðuaðlögun, þar á meðal andfugla sem lifa á gróðri, vaðfugla sem sækja í smávaxna fæðu eins og strand- doppur eða lítil krabbadýr, kríur sem einkum lifa á hornsíli og máfa sem hafa fjölbreytilega fæðuaðlögun. Við fæðuleitina drituðu þessir fuglar í tjarnirnar og fluttu þar með smitið inn í þessi einöngruðu vistkerfi.7 SUMMARY On the mudsnail Ecrobia ventrosa and its digenean larvae infections in Iceland Ecrobia ventrosa is a mudsnail most com- monly found in brackish salt marsh ponds but also on mudflats and in the upper part of the intertidal zone in a few isolated areas restricted to the west and southwest coasts of Iceland. Locally the distribution is patchy but in salt marsh ponds the snail can be very abundant. Salt marsh pond is a unique habitat where environmental conditions vary considerably because of a complex inter- play of tidal inundations, groundwater level, storms, precipitation, freshwater runoff, and evaporation. Salinity usually varies to some extent but is usually well below that of normal seawater. Mudsnails are known to be the first intermediate hosts of a number of dige- nean species making use of birds as de- finitive hosts. During 1998 to 2008 a total of 5386 E. ventrosa snails were sampled on four study sites in Iceland. Most snails (4539) were sampled in autumn 2000 in salt marsh ponds in Melabakkar, Hnappadalssýsla (Fig. 3). Altogether 530 snails originated from salt marsh ponds in Gálgahraun that are situated close to the capital area (Fig. 4) and were sam- pled on three different occasions. In au- tumn 2008 altogether 129 snails were sampled from mud and fine sand in the upper intertidal zone in Þorskafjörður and 188 on mudflats in Djúpi-fjörður, both study sites in Vestur-Barðastrandar- sýsla. Snails were brought to the labora- tory alive where they were dissected and examined for the presence of dige- nean intramolluscan stages. They were identified in vivo using microscope that was attached to a digital camera. 84_3-4.indd 97 1601//15 12:49 Náttúrufræðingurinn 156 hvítmáfar hafa lengi orpið strjált með sjó annars staðar í landinu. Í viðauka er að finna lista yfir þá 245 hvítmáfsvarpstaði í landinu sem þessi rannsókn leiddi í ljós. Þar eru staðir sem hafa verið í notkun á síðustu árum, yfirgefnir varpstaðir og staðir þar sem varp er hugsanlegt en ekki staðfest. Stofnstærð um 2007 Betri og víðtækari upplýsingar eru til um stöðu hvítmáfsstofnsins í landinu frá og með 2005 en fyrir þann tíma og er ástæðan fyrst og fremst skipulegar talningar. Sam- tals voru áætluð 2396 hvítmáfspör í landinu um 2007. Hér er gerð grein fyrir tiltækum skráningum og er umfjöllun skipt í fernt eftir svæðum: Breiðafjörður, Vestfirðir, Faxaflóa- svæðið og aðrir landshlutar. Breiðafjörður Vorið 2005 voru kannaðar þekktar hvítmáfsbyggðir og aðrir hugsan- legir varpstaðir með ströndum Breiðafjarðar, frá Miðhlíðarnúpi á Barðaströnd að Svartbakafjalli í Fróðársveit. Töldust 1155 hvítmáfs- pör í vörpum á landi en frá tveimur stöðum utarlega á Snæfellsnesi (Ólafsvíkurenni og Vallnabjargi) voru til frekar nýleg gögn. Stærstu hvítmáfsvörpin eru í fjöllum umhverfis fjörðinn. Ekki voru farnar sérstakar ferðir í Breiða- fjarðareyjar en frá flestum þeirra voru til upplýsingar frá liðnum áratugum. Í flestum eyjum þar sem hvítmáfar hafa fundist voru einungis stök pör. Sumarið 2007 fannst varp með níu pörum í eynni Rifi í Sauðeyjum og er það stærsta hvítmáfsvarpið í Breiðafjarðareyjum að undanteknum Melrakkaeyjum í Grundarfirði þar sem voru um 15 pör árið 2003.17 Vitað er um nærri 80 eyjar þar sem hvítmáfar höfðu reynt að verpa fram á árið 2010. Varp þeirra er ekki endilega árvisst eða hefur liðið undir lok. Hvítmáfar eru stundum skotnir ólöglega á sumrin í nafni æðarnytja. Því getur verið misjafnt eftir árum hvort þeir haldast við í viðkomandi eyju, og eftirlifandi fuglar geta hrakist milli eyja. Miðað við tiltæk gögn eru áætluð 55 varppör í Breiðafjarðareyjum en 1210 hvítmáfspör á Breiðafjarðar- svæðinu í heild um 2007. Vestfirðir Til Vestfjarða er hér talið svæðið frá Skorarhlíðum við utanverðan Breiðafjörð vestur og norður um Vestfjarðakjálkann og öll Stranda- sýsla. Frá flestum stöðum á Vestfjörð- um eru gögnin úr skoðunarferðum 2007 og 2009. Úr stöku byggðum eru einungis til eldri talningar, sumar nýlegar en aðrar áratuga gamlar. Í viðauka má sjá að á svæðinu telst vera samtals 1081 par en þá tölu er nauðsynlegt að endurmeta vegna þess að mat vantar algerlega fyrir nokkur vörp og um önnur eru aðeins til áratuga gamlar tölur. Sér- staklega vegur eitt varp (ofan Borð- eyrar við Kvíar í Jökulfjörðum) þungt í heildartölunni. Þar voru áætluð 300 varppör árið 1992 en full ástæða er til að álykta að varppörum hafi fækkað þar eins og í mörgum öðrum vörpum víðs vegar um Vestfirði (óbirt). Faxaflóasvæðið Við Faxaflóa, frá sunnanverðum Snæfellsnesfjallgarði suður í And- ríðsey við Kjalarnes, eru skráðar talningar með 79 varppörum frá liðnum áratugum. Stærsta varpið (við Rauðfeldsgjá) var með 28 pörum árið 2008. Það næststærsta, í Akrafjalli ofan Kúludalsár, var með 23 pörum árið 1991.18 Ný taln- ing var ekki tiltæk fyrir þetta varp frá því tímabili sem gagnasöfnun náði yfir (2005–2013, sbr. viðauka). Varpið hefur að líkindum dregist saman eins og varpið norðanvert í Akrafjalli sem minnkaði um u.þ.b. helming frá 2001 til 2006. Að teknu tilliti til þessa eru áætluð 65 pör á svæðinu um 2007. Aðrir landshlutar Á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. urpu hvítmáfar á ýmsum stöðum frá Hrútafirði austur og suður um landið til Reykjanesskaga. Á flestum þessum stöðum voru hvítmáfar löngu hættir að verpa þegar Finnur Guðmundsson16 birti yfirlitsgrein sína 1955. Þá kvað hann þá einungis verpa á þremur stöðum utan Breiðafjarðar og Vestfjarða, á Langanesi, í Vestmannaeyjum og í Karlinum við Reykjanes. Á liðnum áratugum hafa varppör sem líkjast hvítmáfum sést á a.m.k. 15 stöðum utan Vestfjarða, Breiða- fjarðar og Faxaflóa. Á flestum stöðum er aðeins eitt eða fá pör. Stærsta varpið er á mýrunum austan við Sjávarborg í Skagafirði (12 pör 2009). Fyrrum var langstærsta varpið (nokkur hundruð pör) í Karlinum við Reykjanes19 en það er löngu aflagt. Í heild er ekki mikill fjöldi varp- fugla á svæðinu frá Hrútafirði um Norður-, Austur- og Suður- land að Reykjanesi, eða áætluð 40 varppör um 2007. Full ástæða er til að endurmeta þessa áætlun með nýjum talningum. Stundum verpa hvítmáfar í bland við silfurmáfa eða nálægt þeim, og eykur það líkur á blönduðum pörum, sem oft hafa sést.18 Grunur leikur á að flestir fuglar utan Vesturlands og Vest- fjarða séu í raun kynblendingar við silfurmáfa þótt sumir beri einkenni hvítmáfa.11 Þó má telja nokkuð öruggt að hreinir hvítmáfar hafi verið í varpi í Surtsey árið 2003.10 Þar voru hreiðurfuglarnir vel aðskildir frá aðalmáfavarpinu þar sem silfur- máfar, sílamáfar og svartbakar urpu saman. Litur unganna var einnig dæmigerður fyrir hvítmáfsunga. Seinna (árið 2007) fannst þó ungi undan blönduðu pari í Surtsey.20 Árið 2010 urpu fjögur hvítmáfs- pör í útjaðri silfurmáfsvarpsins í Herdísarfjalli í Selvogi og voru tegundirnar vel aðskildar. Árin 2011 og 2012 sáust hins vegar engir máfar með hvítmáfseinkenni í varpinu. 84_3-4.indd 156 1601//15 12:50 1501197 N atturufr 4B C M Y K 56

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.