Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 90

Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 90
83 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kall náttúrunnar Íslendingar eru um margt háðari umhverfi sínu og duttlungum náttúruaflanna en flestar aðrar þjóðir. Atvinnuvegirnir sjávarút- vegur, ferðaþjónusta, landbúnaður og jafnvel orkuframleiðsla stjórnast í ríkum mæli af árferði og aðstæðum í náttúrunni. Í hagstæðu árferði til lands og sjávar gengur okkur flest í hag en þegar tíðarfarið bregst, eða þegar náttúruöflin fara hamförum með einhverjum hætti, þá getur gamanið kárnað. Þó er þetta ekki einhlítt. Dæmin sýna að okkur hefur tekist að koma þjóðarbúinu í veru- legt klandur í hinu besta árferði, en það er önnur saga. Árið 2014 mun þykja um margt minnisstætt og sér- stakt, náttúruöflin hafa látið mjög að sér kveða og hafa sýnt mátt sinn og megin en þó með þeim hætti að enginn hefur beðið tjón af. Óvenju- leg og stórbrotin skriðuföll hafa orðið þar sem hið mikla berghlaup í Öskju verður lengst í minnum haft. Gríðarlegt magn af bergi steyptist þá niður hlíðar öskjunnar og út í Öskjuvatn og setti af stað 50 metra háa flóðbylgju sem barst með boða- föllum fram og aftur um vatnsflöt- inn. Enginn var þó til frásagnar því mannlaust var við Öskju þegar at- burðurinn varð þótt krökkt væri af ferðafólki dagana og vikurnar á undan og á eftir. Vont væri ef slíkt berghlaup félli í sjó nærri byggð og flóðbylgja af þessari stærð gengi á land. Eldgosið í Holuhrauni verður þó að teljast merkasti viðburður árs- ins, ekki bara í hugum náttúrufræð- inga heldur landsmanna allra. Eftir fjögurra mánaða samfellda virkni nú í árslok er hraunið orðið það lang- stærsta sem runnið hefur á landinu síðan í sjálfum Skaftáreldum. Jarð- skjálftavirknin í Bárðarbungu er ein sú mesta sem mælst hefur samfara eldsumbrotum á jörðinni og öskju- sigið sem menn hafa orðið vitni að kom náttúruvísindamönnum í opna skjöldu. Gasmengun samfara gos- inu varð síðan meiri og áþreifanlegri en flestir áttu von á og hefur opnað augu manna fyrir þessum fylgifiski stórra sprungugosa. Staðsetning gossins, eins langt frá mannabyggð og verða má í okkar strjálbýla landi, hefur svo orðið til þess að ekkert af þessu hefur valdið okkur skaða en þvert á móti lífgað upp á til- veruna, stóraukið þekkingu okkar um eðli eldsumbrota og landskjálfta, vakið athygli á landi og þjóð og á örugglega eftir að færa tekjur í bú. Ef þessir atburðir hefðu orðið ann- ars staðar, svo sem á Reykjanesi eða uppi í Hengli, værum við ekki eins borubrött og raun ber vitni. Árið 2014 hefði þá talist til hörmungarára. Það er undarleg þversögn að þrátt fyrir þetta nábýli við náttúruöflin eru stjórnvöld skeytingarlaus um íslenska náttúru. Fátt sýnir þá stað- reynd betur en það hvernig haldið hefur verið á málefnum Náttúru- minjasafns Íslands, sem á að teljast eitt af höfuðsöfnum þjóðarinnar við hlið Þjóðminjasafns og Listasafns. Stofnunin er nú fjársvelt og getur ekki með góðu móti rækt lögboðið hlutverk sitt, hvorki með sýningar- haldi, rannsóknum né fræðslu. Hún er rekin með lágmarksfjármagni og lágmarksmannafla í lágmarkshús- næði. Þó er í raun allt til staðar til að reka náttúruminjasafn með sóma. Það er til safnkostur en hann er bara niðurpakkaður í kössum. Það er til næg fagleg þekking og færni, henni er bara ekki leyft að blómstra. Það er til húsnæði á besta stað í höfuðborginni, það er bara ekki áhugi á að notfæra sér það. Það er markaður til að standa undir rekstri, það skortir bara tiltrú á hann. Samstarfsvilji og vel- vild af hálfu borgaryfirvalda er fyrir hendi, það er bara ekki gagnkvæmur vilji eða velvild af hálfu lands- yfirvalda. Það er til fjármagn, því er bara ekki forgangsraðað þannig að Náttúruminjasafn komi til greina. Á því góða ári 2014 hafa náttúru- öflin sýnt fjölbreytileika sinn og boðið upp á ótrúlegt sjónarspil sem hefur aukið áhuga fólks um víða veröld á þessu skrýtna landi. Það eru ekki einungis náttúruunn- endur sem vilja bregðast við þessu með skynsamlegum hætti, náttúran sjálf kallar á rannsóknir, fræðslu og sýningarhald. Því kalli verða stjórn- völd að svara með því að uppfylla lög og rækja skyldur sínar við Nátt- úruminjasafn Íslands. Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn að Náttúrufræðingnum. Það er Álfheiður Ingadóttir sem tekur við keflinu úr hendi Hrefnu B. Ing- ólfsdóttur. Um leið og Hrefnu eru þökkuð hennar góðu störf fyrir blaðið er Álfheiður boðin velkomin í ritstjórastólinn. Þar hefur hún raunar setið áður því hún stýrði tímaritinu á árunum 1997–2006. Þetta hefti Náttúrufræðingsins er helgað minningu Agnars Ingólfssonar prófessors í vistfræði við HÍ, sem lést í árslok 2013. Í heftinu eru níu greinar sem allar tengjast Agnari eða rannsóknum hans á ein- hvern hátt en fjalla þó um fjölbreytt efni á sviði líffræði og vistfræði. Von er á fleiri greinum sama efnis í næstu heftum Náttúrufræðingsins. Arnþór Garðarsson, prófessor, var aðal- hvatamaður þess að gefa heftið út í þessari mynd og ritaði ásamt fleirum yfirlit um æfi og störf Agnars. Árni Hjartarson, formaður HÍN 84_3-4.indd 83 1601//15 12:49 Náttúrufræðingurinn 170 Þakkarorð Höfundur þakkar Þóru K. Hrafnsdóttur, Erling Ólafssyni og Inga Rúnari Jóns- syni fyrir aðstoð við gerð útbreiðslukorta. Mikið af upplýsingum sem þar birtast er fengið úr gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Að lokum vill höfundur þakka Jörundi Svavarssyni og Guðmundi V. Helgasyni aðstoð við öflun heimilda. Heimildir 1. Gullan., P.J. & Cranston, P.S. 2014. The insects: An outline of entomology. Fimmta útgáfa. Wiley-Blackwell, 624 bls. 2. Cheng, L. 1976. Insects in marine environments. Bls. 1–4 í: Marine Insects (ritstj. Cheng, L.). North-Holland publishing company, Holland. 3. Andersen, N.M. & Weir, T.A. 2003. A new species of sea skaters, Halobates Eschscholtz, from Robinson River, Western Australia (Hemiptera – Heter- optera: Gerridae). Aquatic Insects 25. 9–18. 4. Cheng, L. & Frank, J.H. 1993. Marine insects and their reproduction. Ocean- ography and Marine Biology – An Annual Review 31. 479–506. 5. Neumann, D. 1976. Adaptations of chironomids to intertidal environments. Annual Review of Entomology 21. 387–414. 6. Colbo, M.H. 1996. Chironomidae from marine coastal environments near St. John’s, Newfoundland, Canada. Hydrobiologia 318 (1–3). 117–122. 7. Oliver, D.R. 1971. Life history of the Chironomidae. Annual Review of Entomology 16. 211–230. 8. Pinder, L.C.V. 1995. The habitats of chironomid larvae. Bls. 107–135 í: The Chironomidae: Biology and ecology of non-biting midges (ritstj. Armitage, P.D., Cranston, P.S. & Pinder, L.C.V.). Chapman & Hall, England. 9. Thora Hrafnsdottir 2005. Diptera 2 (Chironomidae). The Zoology of Iceland III, 48b. 1–169. 10. Cranston, P.S. 1995. Systematics. Bls. 31–61 í: The Chironomidae: Biology and ecology of non-biting midges (ritstj. Armitage, P.D., Cranston, P.S. & Pinder, L.C.V.). Chapman & Hall, England. 11. Cheng, L. & Collins, J.D. 1980. Observations on behavior, emergence and reproduction of the marine midges Pontomyia (Diptera: Chironomidae). Marine Biology 58. 1–6. 12. Soong, K., Chen, G.-F. & Cao, J.-R. 1999. Life history studies of the flightless marine midges Pontomyia spp. (Diptera: Chironomidae). Zoological Studies 38(4). 466–473. 13. Hashimoto, H. 1976. Non-biting midges of marine habitats (Diptera: Chi- ronomidae). Bls. 377–414 í: Marine Insects (ritstj. Cheng, L.). North-Holland publishing company, Holland. 14. Erlendur Jónsson 1987. Rykmý. Náttúrufræðingurinn 57. 21–33. 15. Armitage, P.D. 1995. Behaviour and ecology of adults. Bls. 195–224 í: The Chironomidae: Biology and ecology of non-biting midges (ritstj. Armitage, P.D., Cranston, P.S. & Pinder, L.C.V.). Chapman & Hall, England. 16. Huang, D. & Cheng, L. 2011. The flightless marine midge Pontomyia (Dip- tera: Chironomidae): ecology, distribution, and molecular phylogeny. Zoo- logical Journal of the Linnean Society 162. 443–456. 17. Olander, R. & Palmén, E. 1968. Taxonomy, ecology and behaviour of the northern Baltic Clunio marinus Halid. (Diptera: Chironomidae). Annales Zoologici Fennici 5. 97–110. 18. Morley, R.L. & Ring, R.A. 1972. The intertidal Chironomidae of British Columbia. II. Life history and population dynamics. The Canadian Ento- mologist 104. 1099–1121. 19. Guðmundur V. Helgason & Arnþór Garðarsson 1989. Athugun á dýralífi í Kópavogsleiru. Handrit. Líffræðistofnun Háskólans. 20 bls. 20. Garbary D.J., Jamieson, M.M. & Taylor, B.R. 2009. Population ecology of the marine insect Halocladius variabilis (Diptera: Chironomidae) in the rocky intertidal zone of Nova Scotia, Canada. Marine Ecology Progress Series 376. 193–202. 21. Tokunaga, M. 1935. Chironomidæ from Japan (Diptera), IV. The early stages of a marine midge, Telmatogeton japonicus Tokunaga. The Philippine Journal of Science 57. 491–511. 22. Arnþór Garðarsson, Ólafur K. Nielsen & Agnar Ingólfsson 1980. Rann- sóknir í Önundarfirði og víðar á Vestfjörðum 1979. Fuglar og fjörur. Líf- fræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 12), Reykjavík. 65 bls. 23. Arnþór Garðarsson & Ólafur K. Nielsen 1989. Fuglalíf á tveimur leirum við Reykjavík. I. Vaðfuglar. Náttúrufræðingurinn 59. 59–84. 24. Agnar Ingólfsson, Anna Kjartansdóttir & Arnþór Garðarsson 1980. Athug- anir á fuglum og smádýralífi í Skarðsfirði. Líffræðistofnun Háskólans (fjöl- rit nr. 13), Reykjavík. 21 bls. 25. Alerstam, T., Guðmundur A. Guðmundsson & Johannesson, K. 1992. Resources for long distance migration: intertidal exploitation of Littorina and Mytilus by knots Calidris canutus in Iceland. Oikos 65. 179–189. 26. Murray, D.A. 1999. Two marine coastal-dwelling Chironomidae (Diptera) new to the fauna of Iceland: Telmatogeton japonicus Tokunaga (Telmatoge- toninae) and Clunio marinus Haliday (Orthocladiinae). Bulletin of the Irish Biogeographical Society 23. 89–91. 27. Agnar Ingólfsson 2006. The intertidal seashore of Iceland and its animal communities. The Zoology of Iceland I, 7. 1–85. 28. Agnar Ingólfsson 1986. Fjörulíf í innanverðum Dýrafirði. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 24), Reykjavík. 30 bls. 29. Garbary, D.J., Jamieson, M.M, Fraser, S.J., Ferguson, C.A. & Cranston, P.S. 2005. Ascophyllum (Phaeophyceae) and its symbionts. IX. A novel symbiosis between Halocladius variabilis (Chironomidae, Insecta) and Elachista fucicola (Elachistaceae, Phaeophyceae) from marine rocky shores of Nova Scotia. Symbiosis 40. 61–68. 30. Agnar Ingólfsson 1998a. Lífríki í fjörunni við Straumsvík. Náttúrufræðing- urinn 67. 207–213. 31. Agnar Ingólfsson 1994. Species assemblages in saltmarsh ponds in western Iceland in relation to environmental variables. Estuarine, Coastal and Shelf Science 38. 235–248. 32. Agnar Ingólfsson 1998b. Sjávarfitjar. Bls. 57–68 í: Íslensk votlendi. Verndun og nýting (ritstj. Jón S. Ólafsson). Háskólaútgáfan, Reykjavík. 33. Moller Pillot, H.K.M. 2009. Chironomidae larvae. Biology and ecology of the Chironomini. KNNV Publishing, Zeist, Holland. 270 bls. 34. Þorleifur Eiríksson & Böðvar Þórisson 2008. Dýralíf í Önundarfirði og Dýrafirði. Áfangaskýrsla 4. Rannsóknir á fjörum í Önundar- og Dýrafirði. Náttúrustofa Vestfjarða (NV nr. 21-08). 22 bls. 35. Agnar Ingólfsson 1999a. Rannsóknir á lífríki í Kolgrafafirði. Fuglar, fjörur og sjávarbotn. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 47), Reykjavík. 58 bls. 36. Guðmundur V. Helgason, Jón S. Ólafsson & Arnþór Garðarsson 1998. Lífríki við Hvaleyri. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 43), Reykjavík. 109 bls. 37. Guðmundur Víðir Helgason & Jörundur Svavarsson 1991. Botndýralíf í Þerneyjarsundi. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 30), Reykjavík. 33 bls. 38. Agnar Ingólfsson 1991. Athuganir á lífríki fjöru við Álfsnes. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 31), Reykjavík. 35 bls. 39. Agnar Ingólfsson 1999b. Lífríki í leirum í Leiruvogi og við Blikastaði. Unnið fyrir verkefnisstjórn Sundabrautar. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 51), Reykjavík. 45 bls. 40. Þorleifur Eiríksson, Kristjana Einarsdóttir, Cristian Gallo & Böðvar Þórisson 2008a. Leirur í Grunnafirði. Náttúrustofa Vestfjarða (NV nr. 18-08). 23 bls. 41. Agnar Ingólfsson & Arnþór Garðarsson 1975. Forkönnun á lífríki Laxár- vogs, Álftafjarðar og Önundarfjarðar. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 4), Reykjavík. 26 bls. + töflur og myndir. 42. Gísli Már Gíslason 1974. Fjörulíf í Brynjudalsvogi. Könnun í mars og maí 1973. Handrit. Líffræðistofnun Háskólans. 22 bls. 43. Agnar Ingólfsson 1976. Forkönnun á lífríki Gilsfjarðar, Þorskafjarðar, Djúpa- fjarðar, Gufufjarðar og nærliggjandi fjarða. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 8), Reykjavík. 51 bls. 44. Þorleifur Eiríksson & Böðvar Þórisson 2005. Fjörur í Gufudalssveit. Þorska- fjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður. Unnið fyrir Vegagerðina. Náttúrustofa Vestfjarða (NV nr. 07-05). 23 bls. 45. Þorleifur Eiríksson, Kristjana Einarsdóttir, Cristian Gallo & Böðvar Þórisson 2008b. Leirur í Kjálkafirði og Mjóafirði í Barðastrandarsýslu. Unnið fyrir Vegagerðina. Náttúrustofa Vestfjarða (NV nr. 22-08). 22 bls. 46. Þorleifur Eiríksson, Cristian Gallo & Böðvar Þórisson 2011. Athugun á fjöru við mynni Mjóafjarðar í Kerlingarfirði í Reykhólahreppi. Unnið fyrir Vega-gerðina. Náttúrustofa Vestfjarða (NV nr. 1-11). 33 bls. 47. Þorleifur Eiríksson & Böðvar Þórisson 2003. Fjörulíf í og við Hrútey í Mjóafirði og í Ísafirði í Ísafjarðardjúpi. Unnið fyrir Vegagerðina. Náttúru- stofa Vestfjarða (NV nr. 6-03). 17 bls. 48. Þorleifur Eiríksson, Cristian Gallo, Hafdís Sturlaugsdóttir & Böðvar Þóris- son 2010. Athugun á leiru við Stakkanes í botni Steingrímsfjarðar. Unnið fyrir Vegagerðina. Náttúrustofa Vestfjarða (NV nr. 11-10). 15 bls. 49. Agnar Ingólfsson 1990. Sjávarlón á Íslandi. Náttúruverndarráð (fjölrit nr. 21), Reykjavík. 64 bls. 50. Arnþór Garðarsson, Agnar Ingólfsson & Jón Eldon 1976. Lokaskýrsla um rannsóknir á óshólmasvæði Eyjafjarðarár 1974 og 1975. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 7), Reykjavík. 109 bls. 51. Agnar Ingólfsson, María Björk Steinarsdóttir & Rannveig Thoroddsen 2006. Könnun á smádýralífi og gróðri á sjávarfitjum og leirum vegna mats á umhverfisáhrifum vegagerðar um Hornafjarðarfljót. Líffræðistofnun Háskólans (fjölrit nr. 75), Reykjavík. 10 bls. 52. Agnar Ingólfsson 1977. Rannsóknir í Skerjafirði. II. Lífríki fjöru. Líffræði- stofnun Háskólans (fjölrit nr. 10), Reykjavík. 94 bls. 53. Agnar Ingólfsson 1995. Floating clumps of seaweed around Iceland: natural microcosms and a means of dispersal for shore fauna. Marine Biology 122. 13–21. um höfundinn Jón S. Ólafsson (f. 1959) lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1984 og fjórðaársprófi í líffræði við sama skóla 1987. Hann lauk doktorsprófi í vatnavistfræði frá háskólanum í Bristol á Englandi 1992. Að námi loknu starfaði Jón hjá Nátt- úrurannsóknastöðinni við Mývatn, Náttúruverndarráði og Líffræðistofnun Háskóla Íslands 1992–2000. Árið 2000 var Jón ráðinn í tímabundna lektorsstöðu og varð síðar dósent við líffræðiskor Háskóla Íslands og starfaði þar til ársloka 2004. Frá ársbyrjun 2005 hefur hann starfað sem sérfræðingur í vatnavistfræði á Veiðimálastofnun og er jafnframt gestaprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Póst– og netfang höfundar/Author’s address Jón S. Ólafsson, Veiðimálastofnun, Árleyni 22, 112 Reykjavík, jsol@veidimal.is 84_3-4.indd 170 1601//15 12:51 1501197 N atturufr 2A C M Y K 56

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.