Morgunblaðið - 22.07.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.07.2016, Qupperneq 1
ar slakar reglur um skatta, mönnun á skipunum og öryggismál. Meira að segja Mongólía er með skipaskrán- ingu en á þó hvergi land að sjó,“ seg- ir Henry. Henry upplýsir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé að skoða mál sem tengist sam- starfi íslensks fyrirtækis við fyrirtæki í eigu mafíunnar í New York og tengsl þeirra félaga við fjármálastrúkt- úr tengdan Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í komandi forseta- kosningum í Banda- ríkjunum. »14 „Það eru mörg dæmi um tengsl ís- lenskra fyrirtækja við skattaskjól,“ segir James S. Henry, hagfræðingur og sérfræðingur í aflandsmálum, sem hélt fyrirlestur um málefni af- landsfélaga í Háskóla Íslands í gær. Henry telur sumar greinar vera nánast eingöngu reknar í gegn- um aflandsfélög. „Farskip heims- ins eru áhugavert rann- sóknarefni. Nánast allur farskipaiðnaður- inn er rekinn í skattaskjólum. Flest flutningaskip í heiminum eru skráð á Marshall- eyjum sem hafa af- Kannar samstarf íslensks fyrirtækis við fyrirtæki í eigu mafíunnar í New York James S. Henry F Ö S T U D A G U R 2 2. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  170. tölublað  104. árgangur  EINS OG AÐ HALDA JÓL AÐ SUMRI TIL UNGIR NAFNAVINIR GESTIRNIR SITJA Í KOLNIÐAMYRKRI UMVAFÐIR HLJÓÐI KARITAS OG SUMARLIÐI 12 OF LIGHT Í TJARNARBÍÓI 38FRANSKIR DAGAR 15-16 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Það sem af er þessu ári og fram á daginn í dag, hafa innlendir mat- væla-, mjólkurvöru-, drykkjarvöru- og sælgætisframleiðendur hækkað verð á framleiðslu sinni um 2% til 7%. Flestar hækkanirnar hafa verið á bilinu 2% til 5%. Í samtölum við forstjóra Haga, Festar og Samkaupa í Morgun- blaðinu í dag, kemur fram að inn- lendir framleiðendur, birgjar og þjónustufyrirtæki, hafi gefið, sem meginskýringu á verðhækkunum sínum, launabreytingar, bæði á þessu ári og síðasta ári. Segja þeir að hækkanirnar hafi verið hófstillt- ar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það hefði komið honum ánægjulega á óvart, hversu hófstilltar hækk- anirnar hefðu verið. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að matvaran sem hefur verið að hækka um 2% til 5% á árinu, sé svínakjöt, kjúklingur, mjólkurvara, brauð og kex. Á móti komi að inn- flytjendur á matvöru hafi verið að lækka verð til verslana, vegna styrkingar krónunnar, um 2% til 3%. Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, sagði að verslunin ein gæti ekki tekið á sig þessar hækk- anir, og að einhverju leyti myndu þær smita út í verðlagið. „Menn eru alltaf að reyna að hagræða eins og hægt er að hagræða. Við höfum þann kost að leita í eigin innflutning og gerum það í auknum mæli,“ sagði Ómar. Matur hækkar um 2-7%  Forstjórar Haga, Festar og Samkaupa telja að innlendir framleiðendur og birgjar hafi stillt verðhækkunum sínum eftir megni í hóf, það sem af er ári MHækkun launa »6 Hófstilltar hækkanir » Viðmælendur eru sammála um að verðhækkun á innlendri matvöru, sælgæti, mjólkur- afurðum og flutningsgjöldum hafi verið stillt í hóf. » Langflestir innlendir fram- leiðendur hafa hækkað verð á framleiðslu sinni það sem af er ári um 2% til 5%. Heimamenn á Snæfellsnesi voru í hestaferð og ráku hrossin sín meðfram þjóðveginum er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Vöktuðu bílaleigubílar með forvitin erlend augu hvert spor jafnt hesta og manna. Mikil umferð hefur verið um Vestur- land í sumar enda stuttar vegalengdir í margar heimsfrægar náttúruperlur. Það var því kannski kærkomið fyrir ferðamenn að sjá hinn margfræga íslenska hest í návígi, töltandi um slóða við þjóðveginn. Sitjandi slakir í bíl sínum og smella af með myndavélinni án þess að þurfa að hreyfa legg eða lið. Slegið í gandinn við þjóðveginn á Snæfellsnesi Morgunblaðið/RAX Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á nýju skipuriti, sem forstjóri 365 hefur kynnt fyrir starfsfólki fyrir- tækisins, kemur fram að Jón Gnarr er ekki lengur í hópi helstu stjórn- enda fyrirtækisins. Í hans stað hefur Hrefna Lind Heimisdóttir tekið við sem yfirmaður dagskrárgerðar hjá fyrirtækinu. Jón tók við sem fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs fyrir- tækisins um miðjan október í fyrra en Hrefna Lind bar titilinn ritstjóri dagskrársviðs. Þegar Morgun- blaðið leitaði skýringa á þess- um breytingum hjá Sævari Frey Þráinssyni, for- stjóra 365, sagði hann að ákveðið hefði verið að Jón myndi einbeita sér fram á haust- ið að gerð grínþáttaraðar sem ber heitið Borgarstjórinn. Fleiri breytingar voru kynntar í nýju skipuriti. Þar má meðal annars nefna að Ágúst Héðinsson var kynntur til leiks sem yfirmaður út- varps og íþrótta hjá fyrirtækinu og mun hann heyra beint undir for- stjóra. Þá mun Svanur Valgeirsson taka við starfi staðgengils forstjóra en undir hann heyra einnig svið aug- lýsinga- og áskriftarmála. Spurður út í ástæður breyting- anna segir Sævar Freyr að verið sé að skerpa línurnar í rekstri fyrirtæk- isins. „Með þessu erum við að leggja aukna áherslu á sölumálin hjá okkur og skerpa á ábyrgðarsviðum hvers og eins.“ Jón Gnarr ekki á skipuriti  Breytingar á yfirstjórn 365  Skerpa á söluhlutanum Jón Gnarr  Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir stöðu mála í Tyrklandi grafalvarlega. Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fundaði í Vín í gær. Þar tók Ísland undir yfirlýsingu Evrópuríkja þar sem lýst var stuðn- ingi við lýðræðislegar stofnanir samfélagsins. Valdaránstilraunin var harðlega fordæmd en tyrknesk stjórnvöld hvött til að gæta hófs í viðbrögðum sínum. „Þróunin hefur verið mjög hröð og ófyrirsjáanleg og hvetur Ísland til stillingar og sátta,“ segir Lilja Dögg í yfirlýsingu. „Það er mikil- vægt að tyrknesk stjórnvöld virði mannréttindi í hvívetna. Eitt er að draga þá til ábyrgðar sem skipu- lögðu og stóðu að valdaránstilraun- inni – annað er að stunda víðfeðmar hreinsanir af pólitískum toga.“ »19 Telur stöðuna í Tyrk- landi grafalvarlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.