Morgunblaðið - 22.07.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Reykjavíkurvegi 64, Hfj,
s. 555 1515, enjo.is
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• 6 x hreinna - betri þrif
• Vinnuvistvænt
• Minni vatnsnotkun
Nýja ENJO vörulínan er
komin á markað
Ferskari, líflegri og enn meiri gæði
Komið í verslun okkar
og sjáið úrvalið
Opið kl. 11-18 alla virka daga
Sigríður Ása Harðardóttir, formað-
ur Flugfreyjufélags Íslands, vill ekki
gefa upp hvert ágreiningsefnið er í
kjarasamningi flugfreyja en segir þó
engan eðlismun á þessum samningi
og þeim samningi sem gerður var við
flugfreyjur Icelandair í síðasta mán-
uði. „Nei alls ekki, þetta eru mjög
svipaðir samningar,“ segir Sigríður
Ása, en fundur verður haldinn hjá
ríkissáttasemjara í ágúst.
Félagsfundur var haldinn hjá flug-
freyjum hjá Flugfélagi Íslands á
miðvikudag. Þar voru kjaramál til
umræðu eftir að kjarasamningur
þeirra var felldur með afgerandi
hætti.
Í samtali við mbl.is sagði Sigríður
Ása að fundurinn hefði gengið vel.
„Við munum koma með á næsta
samningafundi hvað það er sem olli
því að samningurinn var felldur og
reyna að fá umræðu um það,“ segir
Sigríður og tekur fram að engar
verkfallsaðgerðir séu fyrirhugaðar
hjá félaginu. agf@mbl.is
Samningarnir eðlislíkir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flugfreyjur Kjarasamningur flugfreyja var felldur með afgerandi hætti.
Engar verkfallsaðgerðir fyrirhugaðar hjá flugfreyjum
Svipaðir samningar hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands
Ragnheiður Sara
Sigmundsdóttir
er í 4. sæti á
heimsleikunum í
crossfit að lokn-
um fjórum þraut-
um, en kepp-
endur syntu 500
metra sjósund í
fjórðu þrautinni.
Annie Mist Þór-
isdóttir fylgir
fast á hæla hennar í 5. sæti, Katrín
Tanja Davíðsdóttir er í því 10. og
Þuríður Erla Helgadóttir í 19. sæti.
Í karlaflokki er Björgvin Karl Guð-
mundsson í 5. sæti.
Haraldur Holgersson lauk
keppni í gær í 8. sæti í keppni
drengja 16-17 ára, jafn að stigum
og sá sem endaði í sætinu fyrir ofan
hann, en þeir keppendur sem lentu
í fimm efstu sætunum keppa í einni
þraut til viðbótar. Hilmar Þór
Harðarson hefur einnig lokið
keppni, en hann hafnaði í 18. sæti í
masters-flokki 55-59 ára. Hilmar
slasaðist á síðustu æfingunni fyrir
mótið og hefur því keppt meiddur.
Ragnheiður
Sara fjórða
eftir daginn
Annie Mist og
Björgvin eru í 5. sæti
Ragnheiður Sara
Sigmundsdóttir
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Heildarkjötsala
jókst um 11,2%
frá 1. júní 2015 til
30. júní 2016 og
var um 27 þúsund
tonn.
Þyngst vegur
aukning sölu á
nautakjöti en hún
hefur vaxið um
heil 36,9% á tíma-
bilinu. Sala eykst
á öllum kjöttegundum nema lamba-
kjöti.
Óvenjugóð sala í verkfalli
Ágúst Andrésson, forstöðumaður
kjötafurðastöðva hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga, segir að ein ástæða
þess að ekki hafi orðið söluaukning á
lambakjöti sé að á meðan verkfalli
dýralækna stóð í fyrra var ekki hægt
að slátra svínum og nautum. Fyrir
vikið hafi verið óvenjugóð sala á
lambakjöti í fyrrasumar þar til verk-
fallinu lauk, en það stóð fram í júní.
„Í þessu samhengi má nefna það
að þó að salan hafi ekki aukist á
kindakjöti á milli ára að salan var
mjög góð í júní og greinilegt að
stemmningin í kringum EM og gott
grillveður hafði þar áhrif,“ segir
Ágúst.
Að sama skapi kann það að skýra
hina miklu aukningu í sölu á nauta-
og svínakjöti síðastliðið ár að vel hafi
selst af þessum kjöttegundum eftir
að verkfallinu lauk í júní í fyrra.
Söluaukning á svínakjöti nam 15,4%
og tæpum 37% á nauti.
Birgðastaðan í ágætu jafnvægi
Ágúst segir að aukningin upp á
11,2% sé mjög ásættanleg niður-
staða fyrir kjötsölu í heild. Ljóst sé
að hún helgist að mestu leyti af
auknum fjölda túrista. Ekkert bendi
til þess að Íslendingar séu að neyta
meira kjöts en áður.
„Allir þessir gestir á landinu taka
mikið til sín. Það er góð sala þessa
dagana og ef maður skoðar birgða-
stöðuna má sjá að 7% minna er til af
dilkakjöti en í sama mánuði (júní) í
fyrra. Með áframhaldandi góðri sölu
í júlí og ágúst, og ef miðað er við
stemmninguna eins og hún er, þá
held ég að útlitið sé ágætt með tilliti
til þess að til verði nægt kjöt á mark-
aði, en alls ekkert of mikið og jafn-
vægið er því ágætt,“ segir Ágúst.
Kjötsala hefur aukist um 11,2%
Góð sala í kringum EM í knattspyrnu Aukning í öllum kjöttegundum nema
lambakjöti Sala á nautakjöti vaxið um tæp 37% Verkfall skekkir tölur
Kjötsala júní 2015 - júní 2016
*Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnslu og verslana
Afurð Ár Ár Hlutdeild
Alifuglakjöt 8.666.925 8,5% 32,2%
Hrossakjöt 552.425 2,0 % 2,1%
Nautgripakjöt 4.378.576 36,9% 16,3%
*Sauðfé 6.730.428 -0,6% 25,0%
Svínakjöt 6.564.395 15,4% 24,4%
Samtals 26.999.765 11,2%
Morgunblaðið/Golli
Kjötsala Sala á kjöti jókst um 11,2% í heild frá júní 2015 til júní 2016.
Ágúst
Andrésson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í
gær heimild til bæjarstjóra að undir-
rita lóðarsamning við MCPB ehf., sem
hyggst reisa stórt sjúkrahús og hótel í
Mosfellsbæ. MCPB er að mestu í eigu
Burbanks Holding BV í Hollandi.
Forsvarsmenn félagsins hafa unnið
að undirbúningi verkefnisins um
skeið. Uppbygging og rekstur spítal-
ans verður í samstarfi við spænska
hjartalækninn dr. Pedro Brugada.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
sagði að nú hæfist vinna við deili-
skipulag. Lóð fyrir sjúkrahús og hótel
er þegar skilgreind á aðalskipulagi.
Hann sagði að búið væri að ráða arki-
tekta fyrir verkefnið.
„Áhersla verður lögð á að fella
þessar byggingar að náttúrunni og
landslaginu. Þetta er mikið bygging-
armagn,“ sagði Haraldur. MCPB ehf.
á forkaupsrétt að eins lóð við hlið
þeirrar sem hefur verið úthlutað.
Samtals gæti fyrirtækið því eignast
rúmlega 12 hektara lóð.
Um 1.000 ný störf verða til
Henri Middeldorp, framkvæmda-
stjóri Burbanks Holding BV, gerir
ráð fyrir að framkvæmdir hefjist
næsta vor. Reiknað er með að þær
taki tvö og hálft til þrjú ár.
Reiknað er með að sjúkrahúsið
rúmi um 150 sjúkrastofur og 5-8
skurðstofur. Á hótelinu er reiknað
með að verði 250 herbergi. Hönnun
og endanleg þarfagreining stendur
yfir og því geta þessar tölur eitthvað
breyst.
Að sögn Middledorp nefnist verk-
efnið Medical Center Pedro Brugada
(MCPB) eftir spænska hjartalæknin-
um Brugada. Hann hefur sérhæft sig
í lækningu á hjartsláttaróreglu. Sjúk-
dómur sem veldur óreglulegum hjart-
slætti er nefndur Brugada syndrome
eftir honum og Joseph bróður hans
sem einnig er hjartalæknir.
„Aðalverkefni okkar verða hjarta-
aðgerðir,“ sagði Middledorp. Hann
sagði að á sjúkrahúsinu verði einnig
stundaðar bæklunarlækningar t.d.,
og mjaðma- og hnjáaðgerðir, lýtaað-
gerðir auk lækninga við offitu og syk-
ursýki.
„Allir sjúklingar okkar munu koma
frá útlöndum; Evrópu og Bandaríkj-
unum,“ sagði Middledorp. „Markmið
okkar er að stytta biðlistana í Evr-
ópu.“ Unnið er að gerð samnings við
DKV, sem er risastórt alþjóðlegt
heilsutryggingafélag og er m.a. með
yfir 20 milljónir viðskiptavina í
Þýskalandi og annað eins á Spáni, í
Belgíu og Hollandi. Middledorp sagði
að gert hefði verið heiðursmannasam-
komulag við íslenska heilbrigðisgeir-
ann um að ekki yrði leitað eftir ís-
lenskum sjúklingum til að koma til
lækninga á sjúkrahúsinu.
„Við munum koma með sjúklinga,
lækna og hjúkrunarfólk til Íslands.
Aðrir starfsmenn verða ráðnir hér,“
sagði Middledorp. Hann sagði reikn-
að með að minnst 1.000 ný framtíð-
arstörf yrðu til við verkefnið.
Íslenskir sjúkrahúslæknar mega
vinna allt að 40% hlutastörf á einka-
reknum stofum. Því kemur til greina
að þeir geti unnið á sjúkrahúsinu að
hluta og öðlast þar þjálfun án þess að
það komi niður á íslenska heilbrigð-
iskerfinu. Middledorp sagði að dr.
Brugada hafi undanfarin ár útskrifað
átta sérfræðinga á sínu sviði á hverju
ári. Hann muni þjálfa hér erlenda og
íslenska sérfræðinga sem mun koma
íslenska heilbrigðiskerfinu til góða, að
mati Middledorps.
Munu reisa 30.000 fermetra hús
Hótel með 250 herbergjum Sjúkrahús með 150 stofum og 5-8 skurðstofum Reiknað er með alls
um 1.000 nýjum störfum við starfsemina Læknarnir og sjúklingarnir munu koma frá útlöndum
Lóð fyrir sjúkrahús og hótel
Heimild: Mosfellsbær
Hafravatnsvegur
Reykjalundur
Sólvellir