Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Utanríkisráðuneytið vill brýna fyrir
íslenskum ferðamönnum sem
hyggja á för til Tyrklands og þeim
Íslendingum sem eru í landinu að
gæta áfram fyllstu varúðar meðan á
dvöl þeirra stendur, en tyrknesk
stjórnvöld lýstu í fyrradag yfir
þriggja mánaða neyðarástandi í
landinu í kjölfar valdaráns-
tilraunarinnar síðastliðinn föstudag.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá ráðuneytinu. Þar segir að þetta
hafi verið ákveðið eftir reglulegt
samráð borgaraþjónustu Norður-
landanna.
Þá brýnir borgaraþjónusta utan-
ríkisráðuneytisins fyrir Íslendingum
í Tyrklandi að vera ávallt með vega-
bréf eða önnur persónuskilríki með-
ferðis og fylgja þeim leiðbeiningum
sem eru í gildi. Í tilkynningunni er
minnt á að unnt sé að ná í borgara-
þjónustu utanríkisráðuneytisins all-
an sólarhringinn í síma 5459900.
Íslendingar beðnir
um að gæta varúðar
AFP
Tyrkland Ástandið í landinu hefur
verið óstöðugt að undanförnu.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
ÚTSALA
BOLIR Á
ÚTSÖLU
1.000.-
2.000.-
2.900.-
3.450.-
4.400.-
Birting lýsingar
Útgefandi: Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689-2009, Ármúla 3, 108 Reykjavík.
Vátryggingafélag Íslands hf. hefur birt lýsingu, sem samanstendur af verðbréfalýsingu og
útgefandalýsingu, dagsetta 20. júlí 2016. Lýsingin er birt í tengslum við umsókn útgefanda um að
skuldabréf hans verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ Iceland hf. Lýsingin hefur verið
staðfest af Fjármálaeftirlitinu.
Lýsingin er gefin út á íslensku. Útprentuð eintök af lýsingunni má nálgast á skrifstofu útgefanda að
Ármúla 3, 108 Reykjavík, í 12 mánuði frá staðfestingu hennar. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu
útgefanda, http://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestar/.
Gefin hafa verið út skuldabréf að nafnvirði 2.500.000.000 íslenskra króna og er heildarstærð
flokksins hin sama. Öll skuldabréfin hafa verið seld. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt hjá Nasdaq
verðbréfamiðstöð hf. í 20.000.000 kr. einingum. ISIN númer bréfanna er IS0000026755.
Skuldabréfin eru verðtryggð vaxtagreiðslubréf, gefin út til 30 ára með einum gjalddaga höfuðstóls í
lokin. Viðmiðunarvísitala er dagvísitala sem er reiknuð út frá vísitölu neysluverðs á Íslandi (NEY), sem
gefin er út af Hagstofu Íslands. Grunnvísitala skuldabréfanna er dagvísitalan 29. febrúar 2016, sem
er 428,46667. Skuldabréfin bera 5,25% fasta ársvexti, sem greiðast þann 1. mars og 1. september
ár hvert, fyrst þann 1. september 2016 og síðast 1. mars 2046. Vextir hækka um 1% (1 prósentustig)
að liðnum 10 árum frá útgáfudegi skuldabréfanna og verða þá 6,25% fastir ársvextir. Útgáfudagur
skuldabréfanna var 29. febrúar 2016.
Vátryggingafélag Íslands hf. hefur óskað eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á
Aðalmarkaði NASDAQ Iceland hf. og mun verða tilkynnt um slíkt með að lágmarki eins viðskiptadags
fyrirvara. Óskað hefur verið eftir því að auðkenni skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi NASDAQ
Iceland hf. verði VIS 16 1.
Reykjavík, 22. júlí 2016
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf.
www.arctica.is | Höfðatorgi, 15. hæð | 105 Reykjavík | Sími 513 3300
Sparidress - Sumaryfirhafnir - Peysur - Blússur - Bolir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
GLÆSILEGIR FRAKKAR OG KÁPUR
GERRY -WEBER-TAIFUN-BETTY BARCLAY
GÆÐA DÖMUFATNAÐUR
ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR
40-60%
afsláttur
Jóhannes Gunn-
arsson hyggst
ekki gefa kost á
sér til áfram-
haldandi for-
mennsku í
Neytenda-
samtökunum.
Jóhannes greindi
frá ákvörðuninni
á Facebook-síðu
sinni, en þar
kemur einnig fram að hann telji
tíma til kominn að annar taki við
keflinu. Hann segir starfið hafa
verið ánægjulegt og það hafi verið
honum heiður að fá að sinna því.
Auglýst hefur verið eftir fram-
boðum til formennsku og stjórnar á
heimasíðu Neytendasamtakanna.
Jóhannes gefur ekki
kost á sér aftur
Jóhannes
Gunnarsson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar,
hefur síðustu daga verið í slipp á Ak-
ureyri og fengið þar mikla yfirhaln-
ingu.
Skipið hefur nú verið málað í nýj-
um litum Síldarvinnslunnar sem þó
mætti segja að séu gamlir, en þeim
svipar til dökkblás litar fyrstu skipa
Síldarvinnslunnar, að sögn Karls Jó-
hanns Birgissonar, rekstrarstjóra
útgerðar hjá Síldarvinnslunni.
„Þetta eru nýir litir sem fyrirtækið
ákvað að láta mála skipin í. Þeir
nálgast meira þá liti sem skipin voru
máluð í fyrst, í kringum 1965, þ.e.a.s.
blái liturinn,“ en kjölurinn er rauður
að lit og hvítar strípur liggja með-
fram skipinu endilöngu. Merki
Síldarvinnslunnar má svo sjá aftar-
lega á skrokknum báðum megin og í
stefni bátsins. Börkur var áður rauð-
ur, en þannig var hann keyptur frá
Noregi árið 2014.
Síldarvinnslan gerir út fimm skip,
en að sögn Karls Jóhanns er Blæng-
ur næstur í röðinni.
„Blængur hefur verið í endur-
byggingu í Póllandi og er bara rétt
að klárast. Hann siglir væntanlega
heim á sunnudag,“ segir hann, en
Blængur hefur einnig verið málaður
í nýju litunum.
Að sögn Karls Jóhanns er óvíst
hvert skipanna verður næst í röð-
inni, möguleiki sé þó að það verði
frystitogarinn Barði.
Börkur nýmálaður
Skipaflotinn málaður í upphaflegum lit Síldarvinnslunnar
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Yfirhalning Börkur NK í nýjum litum siglir frá Slippnum á Akureyri á leið sinni til Neskaupstaðar.