Morgunblaðið - 22.07.2016, Síða 13
Morgunblaðið/Þórður
Fimm mánaða Auðunn Bragi og Steinunn með Karitas Brynju rúmlega fimm mánaða.
hvort kynið var hafði hún viðrað hug-
myndina. Hann var ekki hrifinn.
Þau eru vitaskuld hæstánægð
með Hjört Sumarliða, sem að fyrra
nafni heitir eftir afa sínum, eins og
var reyndar hugmynd Tryggva Þórs.
Foreldrarnir ljóstra því upp að
drengurinn sé þó sjaldan kallaður
báðum nöfnunum nema í viðurvist afa
síns. „Við erum kannski pínu væmin
því í okkar huga hefur nafnið Sum-
arliði líka aðra tengingu – okkur
finnst sumarið hafa komið inn í líf
okkar þegar við kynntumst fyrir
tveimur árum,“ segja þau Sjöfn Ýr og
Tryggvi Þór.
Karitas veldur heimþrá
Víkur nú sögunni að Steinunni
og hennar fjölskyldu. Hún var búsett
í Danmörku um tíu ára skeið og las
Karitas án titils í fyrsta skipti þegar
hún kom hingað heim um jólin 2004.
Síðan margoft og seinni bókina líka.
„Ég fékk alltaf jafnmikla heimþrá
við lesturinn, allt var svo íslenskt;
landslagið, maturinn og sagan sjálf.
Nafnið Karitas sat í mér, konan sú
var enginn auli, hún gekk í gegnum
ýmislegt, fór út í heim og lét ekkert
stoppa sig. Ég gæti alveg hugsað
mér að Karitas mín fengi einhverja
eiginleika hennar,“ segir Steinunn,
sem eignaðist báðar bækurnar á sín-
um tíma, en lánaði og fékk aldrei aft-
ur.“
Dálæti hennar á Karitas fór
ekki fram hjá kærastanum, Auðuni
Braga Salmarssyni, sem gaf henni
bækurnar þegar hún gekk með Kar-
itas Brynju. „Þótt hann hafi ekki
ennþá lesið bækurnar, samþykkti
hann nafnið umyrðalaust,“ segir
Steinunn og tekur skýrt fram að
lesturinn sé í forgangi á „to-do list-
anum“ hjá honum. „Auðunn Bragi
vildi millinafn, sem var mér ekkert á
móti skapi, enda nafn mömmu minn-
ar,“ bætir hún við.
Skömmu eftir fæðingu dóttur
sinnar las Steinunn báðar sögurnar
um Karitas – einu sinni enn – og
gerði stórmerkilega uppgötvun, að
henni fannst. „Mamma Karitasar í
bókinni heitir Steinunn, eins og ég,
og besta vinkona Steinunnar heitir
Jenný – eins og systir mín. Auk-
inheldur er Jón, faðir Karitasar, frá
Ísafirði – eins og Auðunn minn.“
Nefnd en ekki skírð
Nafnaveisla Karitasar Brynju
var haldin með pompi og prakt á
heimili þeirra Auðuns Braga og flutti
Steinunn af því tilefni smá tölu um
tilurð nafnsins og merkingu þess.
„Karitas er latneskt orð, sem þýðir
kærleikur, og þekkist hvergi annars
staðar í heiminum skrifað með Ká-i
nema á Íslandi, þar sem það á sér
langa hefð,“ segir hún.
Eins og Steinunn og Auðunn
Bragi eru Sjöfn Ýr og Tryggvi Þór
ekki í Þjóðkirkjunni, og því voru
börnin nefnd en ekki skírð. Nafna-
veislur beggja voru þó með svipuðu
sniði og tíðkast alla jafna í hefð-
bundnum skírnarveislum í heima-
húsum. „Ógleymanlegur dagur,“
segja foreldrar nefndra barna,
þeirra Karitasar og Sumarliða.
Nafnaveisla Karitas var orðin svolítið þreytt í nafnaveislunni sinni.
1. janúar 2015 voru 137
sem báru nafnið Karitas
sem 1. eiginnafn og 72
sem sem 2. eiginnafn.
Þá voru 33 sem báru
nafnið Sumarliði sem 1.
eiginnafn og 5 sem 2.
eiginnafn.
Heimild: Hagstofa Íslands
Í föðurfangi Sumarliði í sínu fínasta
pússi í nafnaveislunni.
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Fjögurra mánaða Tryggvi Þór og Sjöfn Ýr með Hjört Sumarliða, rúmlega fjögurra mánaða.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, úti-
vist og leikir verða í brennidepli frá 22.
júlí og fram yfir verslunar-
mannahelgina á Sumarleikunum á Ak-
ureyri. Íbúum og gestum bæjarins
gefst kostur á að spreyta sig í fjall-
göngum, þríþraut, sjósundi, hjólreið-
um, hlaupum, siglingum og fleiru. Fólk
getur hvort heldur sem er keppt við
sjálft sig eða aðra. Markmiðið er fyrst
og fremst að fjölskyldan fái notið sín
með heilnæmri hreyfingu og útivist
ásamt því að alvöru útitónleikar verða
á kvöldin.
Hjólreiðahelgi Greifans er fyrsti við-
burður leikanna og hefst kl. 17 í dag,
22. júlí, á Siglufirði, en þaðan er hjólað
til Akureyrar gegnum fern jarðgöng og
endað fyrir framan Greifann á Ak-
ureyri þar sem slegið verður upp
veislu og DJ spilar á þakinu. Evr-
ópumótaröð unglinga í golfi verður í
miðri viku og svo er það endasprett-
urinn, verslunarmannahelgin, en þá
verða fjölbreyttir íþróttaviðburðir um
allan bæ og skemmtidagskrá í Skáta-
gilinu föstudags- og laugardagskvöld.
Dagskránni lýkur á sunnudagskvöld á
Sparitónleikum á leikhúsflötinni.
Vefsíðan www.icelandsummergames.com
Táp og fjör Jaðaríþróttir verða ekki út undan á Sumarleikunum á Akureyri.
Íþróttir, útivist og afþreying
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
KOMNIR
AFTUR!
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - verslun@brynja.is
Lykilverslun við Laugaveg
síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
8.735,-
10.750,-
9.980,-
VERÐ
FRÁ
3.255,-
995,-