Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 VIÐTAL Elvar Ingimundarson elvar@mbl.is „Aflandsstarfsemin er bæði um- svifameiri og algengari en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir James S. Henry hagfræðingur sem hingað er kominn til funda með starfshópi á vegum fjármála- og efnahagsráðu- neytisins sem vinnur að því að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum. Stór hluti af fjármagni heims- ins er nú í skattaskjólum Henry segir marga hafa reynt að meta umfang aflandsstarfsemi en það sé eins og að reyna að mæla svarthol. „Við reynum að meta um- fangið svona nokkurn veginn. Það er sama hvernig við lítum á tölurnar, niðurstaðan virðist alltaf vera sú að 10 til 15 prósent af auðlegð heimsins sé falin á aflandssvæðum þar sem lagður er á hana lítill eða enginn skattur,“ segir Henry.. Hann segir nánast ómögulegt fyr- ir innlenda eftirlitsaðila að meta eignir þegna sinna erlendis og al- þjóðlegar stofnanir eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi sýnt vanda- málinu lítinn áhuga. „Þarna er stór hluti af fjármagni í heiminum og hlutfallið hefur bara aukist undanfarin ár. Ég spurði varaframkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins: „Af hverju hafið þið aldrei rannsakað þessi skatta- skjól síðustu 30 ár.“ Hann sagði: „Það er mjög einfalt svar við því. 80 aðildarríki Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins eru skattaskjól.“ Vandinn er því ekki aðeins efnahagslegur heldur líka pólitískur. Stærstu bankar og lögfræðifyrirtæki heims taka öll þátt í aflandsviðskiptum. Þetta eru ekki bara einhver lítil fyrirtæki í skattaskjólunum sjálfum, þetta eru stóru bankarnir hér á Vesturlönd- um,“ segir Henry. Hann segir nýja alþjóðlega elítu hafa myndast í heiminum. „Þarna geta þeir tæplega 100.000 einstak- lingar sem stjórna einum þriðja af auði heimsins falin fé sitt. Þessir einstaklingar eru ný alþjóðleg elíta og í kringum þá hefur orðið til heill aflandsiðnaður þar sem þúsundir lögfræðinga, viðskiptafræðinga, hagfræðinga og almannatengslafull- trúa gæta þess að eignarhald þeirra fari leynt og þeir þurfi ekki að borga skatta í heimalöndum sínum.“ Ekki bara vandamál í útlöndum Henry segir margar tegundir af aflandsstarfssemi vera til. Það að stóru álfyrirtækin séu með höfuð- stöðvar á lágskattasvæðum, vörubíl- ar íslenskra fyrirtækja séu skráðir erlendis og farskip skráð fjarri heimaslóð séu allt dæmi um aflands- viðskipti þar sem eignir og hagn- aður eru flutt til lágskattasvæða til að sleppa við skattgreiðslur í því landi þar sem verðmætin verða til. Þetta athæfi skekki síðan sam- keppnisstöðuna þar sem heiðarleg fyrirtæki sem borga fulla skatta eru undirboðin af óprúttnari aðilum. „Það er ekki mikið talað um það en Holland er til dæmis skattaparadís fyrir fyrirtæki sem geta lækkað skattgreiðslur sínar töluvert með því að gefa upp tekjur sínar þar,“ segir Henry. Hann segir fyrirtæki nota ýmsar aðferðir til að losna við að borga skatta. „Félag sem er með rekstur á Íslandi getur stofnað fyrirtæki á lágskattasvæði. Félagið í skatta- skjólinu eignast síðan félagið á Ís- landi og lánar því fé með óþekktum vaxtakjörum. Allur hagnaður fyrir- tækisins á Íslandi fer síðan í að end- urgreiða lánin sem það fékk frá skúffufélaginu sem gefur upp sinn hagnað í skattaskjólinu og þarf því ekki að borga mikla skatta af hon- um. Félagið á Íslandi er síðan alltaf rekið með tapi á pappírunum og sleppur við að borga skatt á Ís- landi,“ segir Henry og telur mörg fyrirtæki á Norðurlöndum nota þessa aðferð til að sleppa við að borga skatta. Oft hreyfist fjármagnið ekkert Henry segir fólk oft sjá aflandið í aflandsviðskiptum fyrir sér sem raunverulegan stað en afland sé í raun afstætt hugtak. „Fólk sér fyrir sér að eitthvað gerist í aflandsviðskiptum en þau eru í raun bara bókhaldsbrella. Fjármagnið færist ekkert. Það fara engir peningar til Panama eða Cay- man-eyja. Ég get setið hér og stofn- að félag í skattaskjóli. Síðan eignast það húsið mitt og bílinn minn. Húsið og bíllinn fóru ekki neitt en eru nú í eigu aflandsfélags sem borgar ekki skatta af þeim í mínu heimalandi,“ segir Henry. Hann segir aflandsviðskipti hafa breyst eftir að Panama-skjölin voru birt. „Aflandsviðskipti aukast nú hraðast í Austur-Asíu á stöðum eins og Singapúr og Hong Kong og al- þjóðlegu bankarnir einbeita sér nú að þessum markaði en fjármagn streymir nú frá Kína og í aflandsfé- lög. Fjármunirnir eru síðan notaðir til fjárfestinga á fasteignum og landi á Vesturlöndum sem þykir mjög örugg fjárfesting.“. Hann segir fjármálafyrirtæki einnig hagnast mikið á peningasend- ingum innflytjenda. „Fjöldi innflytj- enda í heiminum hefur aukist mikið og peningasendingar þeirra til heimalanda sinna hafa að sama skapi aukist. Í sumum löndum eru peningasendingar frá ættingjum er- lendis orðnar mun hærri en þróun- araðstoð. 25% af gjaldeyristekjum Haíti koma til dæmis frá peninga- sendingum,“ segir Henry. Ísland hefur nokkra sérstöðu „Eitt af því sem er sérstakt við Ís- land er að þið áttuð bankana sem skipulögðu aflandsviðskiptin. Þið veittuð ykkur því áverkana sjálfir sem er óvenjulegt. Yfirleitt eru al- þjóðlegu bankarnir á bakvið svona starfsemi,“ segir Henry. Hann telur svigrúm til endurbóta hafa myndast hér á landi í kjölfar hrunsins. „Í Bandaríkjunum hafa bankarnir haldið völdum sínum og geta enn haft mikil áhrif á aðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Svona er þetta ekki á Íslandi. Hér hafa bankarnir misst mikið af völdum sínum og því hafið þið tækifæri til að setja góðar grundvallarreglur sem eru heildinni til góða en þjóna ekki hagsmunum einstakra fjármálafyrirtækja.“ Hann segir eitt mikilvægasta skrefið vera að skrá raunverulegt eignarhald á fyrirtækjum og fast- eignum. „Ég hef rannsakað þetta í New York þar sem ég bý og þar eru 70% af fasteignum í borginni í eigu óþekktra aðila sem fela sig á bakvið skúffufyrirtæki og nafnleynd. Það þarf að skrá eignarhald svo við vit- um hverjir eigi hvað og hvaða hags- muna þeir hafi að gæta. Til að ýta á eftir skráningunni væri hægt að setja 1% nafnleyndarskatt ofan á fasteignagjald á eignir þar sem eig- endur eru nafnlausir,“ segir Henry. En er hann að rannsaka einhver mál sem tengjast Íslandi núna? „Ég er að skoða mál núna sem tengist samstarfi íslensks fyrirtækis við fyrirtæki í eigu mafíunnar í New York og tengsl þeirra við SPV-fjár- málastrúktúr [e. Special Purpose Vehicle – innsk. blm.] tengdan Don- ald Trump. Við þurfum að halda áfram að rannsaka málin,“ segir Henry. „Skattaskjól eru stór iðnaður“  Aflandsstarfsemi mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir  Mikið af fyrirtækjum á Íslandi með starfsemi í skattaskjólum  Telur Ísland hafa einstakt tækifæri til að taka á málefnum aflandsfélaga Morgunblaðið/Ófeigur Ráðgjafi James S. Henry kom hingað til lands til að funda með starfshópi sem vinnur að því að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflands- svæðum. Hann telur Íslendinga hafa tækifæri til að koma böndum á aflandsstarfsemi núna þar sem fjármálafyrirtæki hafi misst mikið af áhrifum sínum. Henry segir af- landsviðskipti eins og við þekkj- um þau í dag hafa orðið til upp úr 1970 og teng- ist því „ránræði“ sem ríkjandi sé í mörgum þróun- arlöndum. „Það hafa alltaf verið til skattaskjól en skattaskjólin eins og við þekkjum þau í dag uxu og döfnuðu vegna þess mikla fjármagns sem streymdi frá þróunarlöndum upp úr 1970 í kjölfar óábyrgra lánveit- inga frá Vesturheimi sem enduðu í vösum harðstjóra og spilltra emb- ættismanna sem vildu fela eignir sínar erlendis,“ segir Henry. Það þýðir að vestræn ríki lánuðu ríkisstjórnum sem hikuðu ekki við að stinga peningum ríkisins í eigin vasa. Þannig var ríkið skráð fyrir skuldunum en meirihluti pening- anna rann í vasa valdamanna. Þeir földu féð í aflandsfélögum og fá- tæk ríkin sátu eftir með skuldir sem þau gátu ekki borgað. Meirihluti fjárins kom því fljótt aftur til vesturlanda með nýjum eigendum sem fjárfestu í Evrópu og Ameríku. Þannig hafi þessar álfur fengið mun meira fé frá þró- unarlöndum en þau hafi nokkurn tíma sent þangað. Óábyrg lán hleyptu öllu af stað UPPHAF RÁNRÆÐIS, SKATTASKJÓLA OG AFLANDSVIÐSKIPTA Fé Margir vilja fela auðævi sín. James S. Henry er einn fremsti sérfræð- ingur heims í aflands- félögum og hagfræði- rann- sóknum. Hann út- skrifaðist sem lög- fræðingur frá Harvard og tók síðan framhaldsnám í hag- fræði. Hann var áður yfirhag- fræðingur alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey & Co. en starfar nú sem ráð- gjafi Tax Justice Network, al- þjóðlegra samtaka sem rann- saka umfang eigna á af- landssvæðum og skattaundan- skot stóreignamanna og fyrir- tækja tengdum skattaskjólum. Hann hefur skrifað fjölda greina og bóka um efnið og stundað umfangsmikla rann- sóknarblaðamennsku á skatt- svikum og fjármálamisferli í þriðja heiminum og Bandaríkj- unum. Hann er einn af meginhöf- undum skýrslunnar The Price of Offshore Revisited eða Endurmat á kostnaði vegna af- landsviðskipta, sem er um- fangsmesta rannsókn á um- fangi aflandsviðskipta og áhrifum hennar á efnahag þjóða sem gerð hefur verið. Leiðandi í rannsóknum HVER ER JAMES S. HENRY? Gull Verðmæti eru oft falin erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.