Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 Sýrlenskar sveit- ir, sem aðstoð hafa fengið frá Bandaríkja- mönnum, gáfu í gær vígamönn- um Ríkis íslams tvo sólarhringa til þess að yfir- gefa borgina Manbij, en með þessu er vonast til að hægt verði að minnka mann- fall í röðum almennra borgara. Manbij hefur verið á valdi Ríkis íslams undanfarin ár og er borgin nú umkringd sýrlenskum sveitum. Er þetta lokafrestur vígamanna til að yfirgefa borgina áður en innrás hefst af fullum krafti, að sögn AFP. SÝRLAND Ríki íslams gefinn frestur til að flýja Stríð Hermaður við Manbij. Árásarmaðurinn í Nice, Mohamed Lahouaiej Bouhlel, naut aðstoðar fimm manna þegar hann undirbjó voðaverkið á þjóðhátíðardegi Frakka, að sögn ríkissaksóknarans Francois Molins í gær. Hann sagði að fjórir karlmenn og ein kona hefðu tekið þátt í undirbúningi árásarinnar sem hefði verið skipu- lögð í marga mánuði. Þau eru öll í haldi lögreglunnar og voru leidd fyrir dómara í gær. Daginn eftir árásina tók einn mannanna upp myndskeið af staðn- um þar sem árásin var gerð þegar fjöldi lögreglumanna og blaða- manna var þar á ferli. 84 létu lífið þegar Bouhlel ók vöruflutningabíl inn í mikinn mann- fjölda á strandgötu í Nice. Lög- reglan skaut hann til bana. FRAKKLAND Fimm aðstoðuðu árásarmanninn Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Átta yfirmenn tyrkneska hersins voru í gær leiddir fyrir dómara í grísku borginni Alexandroupoli. Fengu þeir þar tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa ferðast til landsins með ólögmætum hætti, en mennirnir flúðu frá Tyrk- landi til Grikklands á herþyrlu eftir valdaránstilraunina misheppnuðu í vikunni sem leið. Fréttamaður AFP fylgdist með því þegar grískir lögreglumenn leiddu mennina átta inn í þinghúsið. Huldu þeir andlit sitt, voru hand- járnaðir og klæddir skotheldum vestum, en mennirnir segjast óttast mjög um líf sitt og fjölskyldur sem enn eru á heimaslóðum í Tyrklandi. Við komuna til Grikklands óskuðu þeir eftir hæli og hafa grísk stjórn- völd sagst ætla að afgreiða umsókn- ir þeirra lögum samkvæmt. Tyrkir hafa hins vegar krafist þess að mennirnir verði framseldir án tafar. Að sögn AFP er um að ræða menn í stjórnunarstöðum í tyrk- neska hernum. Eru tveir þeirra sagðir vera háttsettir yfirmenn, fjórir höfuðsmenn og tveir liðþjálf- ar. Frekari upplýsingar hafa ekki verið veittar til þessa um hverjir þeir eru. Grísk stjórnvöld gera ráð fyrir að umsóknir þeirra um hæli verði afgreiddar einhvern tímann í ágúst. Hermenn beittir harðræði Stjórnvöld í Tyrklandi eru hreint ekki sátt við þá ákvörðun Grikkja að afhenda ekki mennina án tafar. Segjast þau munu veita þeim „sann- gjarna málsmeðferð heima“. Á sama tíma hafa birst myndir og fregnir af slæmri meðferð sem her- menn, sem þátt tóku í valdaránstil- rauninni, hafa þurft að þola frá hendi tyrkneskra stjórnvalda. Þann- ig hafa t.a.m. birst myndir af her- mönnum þar sem þeir liggja fá- klæddir og bundnir á gólfum húsa og myndir sem sýna þá með áverka í andliti þar sem verið er að leiða þá fyrir dómara í Tyrklandi „Ég vona að hægt verði að af- greiða þetta mál með skjótum hætti svo draga megi þessa hryðjuverka- menn fyrir dóm,“ sagði Kerim Uras, sendiherra Tyrkja í Grikklandi, við fjölmiðlamenn í Aþenu. Gæti skaðað samskipti Tyrklands og Grikklands Í gegnum söguna hafa Grikkir og Tyrkir eldað grátt silfur saman. Samskipti ríkjanna hafa þó batnað til muna undanfarin ár og þá eink- um eftir að þau gengu bæði í Atl- antshafsbandalagið (NATO) árið 1952. Enn eru þó nokkur deilumál í gangi, s.s. í tengslum við loft- og landhelgismál, og að sögn Uras sendiherra mun það skaða sam- skipti ríkjanna afhendi Grikkir ekki hermennina átta innan skamms tíma. Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu. Er þetta í fyrsta skipti í 15 ár sem það er gert, en Erdogan segir þetta vera nauðsynlegt til að „fjarlægja skjótt alla anga hryðjuverkasamtak- anna sem tengjast valdaránstilraun- inni“. Neyðarástandið mun m.a. veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að hefta ferðafrelsi fólks í Tyrklandi auk þess sem mannréttindasáttmáli Evrópu verður felldur þar úr gildi tímabundið. Óttast um fjölskyldur sínar  Hermennirnir átta sem flúðu frá Tyrklandi voru leiddir fyrir dómara í Grikk- landi í gær  Þeir segjast óttast um líf sitt og fjölskyldur  Tyrkir vilja þá heim AFP Óvissa Lögreglumaður sést hér leiða einn af tyrknesku hermönnunum inn í dómhús í borginni Alexandroupoli. Francois Hollande, forseti Frakk- lands, sagði eftir fund með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í París í gær að Frakkar gerðu sér grein fyrir því að bresk stjórnvöld þyrftu tíma til að undirbúa samn- ingaviðræður um úrsögn úr Evrópusambandinu. Hollande tók einnig fram að Bretar þyrftu annaðhvort að vera áfram á innri markaði ESB og samþykkja frjálsa för vinnuafls frá aðildarlöndum sambandsins eða sætta sig við við- skiptahindranir. May sagði eftir fundinn að hún væri staðráðin í því að ná sam- komulagi í viðræðunum við ESB um takmarkanir á innflutningi fólks frá löndum sambandsins. „Við fengum mjög skýr skilaboð frá bresku þjóðinni þegar hún sam- þykkti úrsögn úr Evrópusamband- inu og hún vill takmarkanir á inn- flutningi fólks frá ESB-löndum til Bretlands,“ sagði May og bætti við að hún myndi standa fast á þessum vilja þjóðarinnar. AFP Fái tíma til að undirbúa viðræður Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Laugavegi 7 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir í fötum Frábært úrval af jakkafötum frá BERTONI & CARL GROSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.