Morgunblaðið - 22.07.2016, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir fjár-mála-áföllin
vöknuðu hér
margvíslegar
kröfur sem lítið
höfðu haft með þá atburði að
gera. Leitað var leiða til að
nýta áfallið, sem þjóðin var í,
til að koma henni óviljugri í
ESB. Látið var eins og að að-
ild hefði komið í veg fyrir fjár-
málakreppu! Enginn spurði
Íra, Spánverja, Grikki, Portú-
gali og Ítali álits á því. Ísland
kom sér fljótt á beinu brautina
eftir að það losnaði undan
fargi fyrri stjórnar. En átta
árum eftir hrun er margt enn
örðugt hjá fyrrnefndum þjóð-
um. Hörmungarástand hjá
sumum. Hjakkandi í sama fari
hjá öðrum og með neikvæðan
hagvöxt, atvinnuleysi og sam-
drátt og banka við að fara í
þrot hjá Ítalíu, einu helsta
efnahagsveldi ríkjasambands-
ins.
Strax eftir atburðina hófst
kórsöngskrafa í mörgum tón-
tegundum um algjöra end-
urnýjun á þingbekkjunum.
Það gekk eftir, en reyndist
ekki vel. Sú þróun heldur
áfram. Fjölmargir reyndir
þingmenn munu hverfa af
þingi í kosningum sem enginn
hefur getað útskýrt hvers
vegna anað er í. Nefna má
Kristján Möller, Vigdísi
Hauksdóttur, Frosta Sig-
urjónsson, Ragnheiði Rík-
harðsdóttur, Katrínu Júl-
íusdóttur, Einar K.
Guðfinnsson og Ögmund Jón-
asson. Sumir þessara þing-
manna hafa verið í hópi þeirra
sem kikna síst undan dag-
legum þrýstingi einhvers sem
menn halda að sé almennings-
álit. Þeir hafa vissulega ekki
alltaf átt samleið með öllum
sjónarmiðum í ritstjórn-
argreinum þessa blaðs, en það
virðir menn óháð því fyrir
kjark og sjálfstæði.
Ögmundur Jónasson skrif-
aði grein í Fréttablaðið s.l.
miðvikudag og segir svo í upp-
hafi hennar: „Samkeppniseft-
irlitið hefur frá því sú stofnun
varð til, haft hin meira en lítið
vafasömu Bændasamtök í
sigti. Frægt varð þegar sam-
tökin voru sektuð fyrir að
leyfa umræðu um afkomu
bænda og verðlagsmál á þingi
sínu. Slíkt flokkaðist að mati
eftirlitsins undir verðsamráð
sem á að vera alveg bannað
þegar bændur eiga í hlut. Við
hljótum að bíða þess að verka-
lýðssamtökin, sem Margaret
Thatcher, járnfrúin breska,
kallaði verstu einokunarfyr-
irbæri samfélagsins, verði
sektuð fyrir að efna til funda
um hvernig megi samræma
kröfur um verð
fyrir launavinnu.
Minna hefur farið
fyrir gagnrýni
Samkeppnisstofn-
unar á þann hluta
verðmyndunar landbúnaðar-
afurða sem á sér stað þegar
komið er inn fyrir dyr stóru
verslanakeðjanna.
Í seinni tíð hefur Mjólk-
ursamsalan, MS, tekið við
hlutverki hins illa og er nú
nánast í einelti að því ég fæ
best séð.
En hverjar eru staðreynd-
irnar? Á Íslandi eru um 660
kúabændur. Þessir 660 ein-
yrkjar hafa komið sér sameig-
inlega upp samvinnu um fyrir-
tæki sem heitir MS til að
annast milligöngu og vinna af-
urðir á eins hagkvæman og
ódýran máta og mögulegt er
fyrir sjálfa sig og neytendur.
Á neytendahliðinni hafa
fulltrúar launafólks komið í
gegnum verðlagsnefndir til að
ákveða verð á þessum afurð-
um. Með öðrum orðum, þetta
eru lausnir sem byggja á sam-
legð og samvinnu. Þessi úr-
ræði samvinnu- og jafnaðar-
samfélagsins er mörgum
þyrnir í auga, sennilega fyrst
og fremst af pólitískum ástæð-
um.“
Í framhaldinu upplýsir Ög-
mundur að „mjólk og mjólk-
urafurðir hafa á síðustu tíu ár-
um lækkað að raunvirði um
ríflega 20% og varið hag
bændanna líka, náð niður
kostnaði um þrjá milljarða á
ári, tvo milljarða fyrir neyt-
endur og einn milljarð fyrir
bændur.“
Þessa grein skrifar Ög-
mundur í Fréttablaðið, eins og
fyrr segir, en það hefur hamp-
að mjög áherslum Samkeppn-
iseftirlitsins. Allir vita hvernig
„RÚV“ hefur hamast í þessu
máli. Það þarf því töluverðan
kjark til að taka upp hanska
fyrir þann sem sætt hefur ein-
eltinu.
En gerir Ögmundur það,
þar sem hann er að hætta?
Svarið er að Ögmundur hef-
ur verið sjálfum sér sam-
kvæmur í þessum málum, eins
og ýmsum öðrum. Sjónarmið
sín í þessu máli skýrir hann
svo í greinarlok: „Þegar þessi
mál voru rædd á Alþingi síð-
astliðinn vetur voru uppi
tvenns konar sjónarmið sem
þó áttu það sameiginlegt að
vilja vernda „hinn veika“.
Annars vegar, hinn veikburða
á markaði gegn hinum allsráð-
andi. Síðan voru hin sem skil-
greindu hinn veika sem tekju-
lítið fólk sem tryggja þyrfti
sem allra bestar afurðir á við-
ráðanlegu verði. Ég var í síð-
ari hópnum og er enn.“
Fáir þingmenn
fara gegn
þungum straumi}
Eftirtektarvert
S
amkvæmt almennum hegningar-
lögum eru almannahættubrot
þannig skilgreind að hagsmunum
margra er stefnt í hættu. Í sömu
lögum segir að sá skuli sæta sekt-
um eða fangelsi sem láti hjá líða að vara við
eða afstýra almannahættu.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vest-
mannaeyjum, lét þau ummæli falla í kjölfar
umdeildrar ákvörðunar sinnar um að veita
fjölmiðlum ekki jafnóðum upplýsingar um
hugsanleg kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum um verslunarmannahelgina að
slík brot flokkuðust ekki undir almannahættu.
Það er sem sagt ekki almannahætta að ein-
staklingar sem beita aðra kynferðislegu of-
beldi gangi um á meðal grandalauss fólks sem
er saman komið til að gera sér glaðan dag,
margir undir áhrifum áfengis.
„Fagaðilar hafa lýst því yfir að þetta sé besta leiðin,“
sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í
samtali við Vísi fyrr í vikunni, en hann styður þessa
ákvörðun lögreglustjórans. Besta leiðin til hvers er
óljóst, því fullyrðingar lögreglustjórans um skaðsemi
fréttaflutnings af kynferðisbrotum hafa verið hraktar af
fagfólki á þessu sviði, fólki sem hefur til þess menntun og
áratuga reynslu af því að vinna með þolendum kynferðis-
brota. Fólki sem hefur unnið þrekvirki við að svipta frá
þeirri hulu sem slík brot voru sveipuð framan af.
Í fyrra var sami háttur hafður á varðandi upplýs-
ingagjöf af Þjóðhátíð um þessa tilteknu tegund brota og
þá lýsti hver fagaðilinn á fætur öðrum yfir vanþóknun
sinni. Þjóðhátíðarnefnd sat fast við sinn keip.
Þegar ákveðið var að standa eins að málum í
ár heyrðist sama gagnrýni frá sömu aðilum,
en ekki þótti ástæða til að hafast nokkuð að.
Ekki fyrr en nokkrar hljómsveitir og lista-
menn tilkynntu í gær að þær hygðust ekki
koma fram á hátíðinni nema skýr stefnu-
breyting í kynferðisbrotamálum kæmi frá
bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra í Vest-
mannaeyjum. Í kjölfarið ákvað Þjóðhátíð-
arnefnd að bjóða fulltrúum Stígamóta og
Landspítalans á hátíðina. Áðurnefnd ákvörð-
un lögreglustjórans stendur þó óhögguð.
Hvers vegna skyldi gagnrýni tónlistar-
fólksins vega þyngra en gagnrýni fagfólks
sem starfar að þessum málaflokki? Er það
vegna þess að ljóst var að dagskrá hátíð-
arinnar yrði hugsanlega rýrari? Eða vegna
þess að loksins rann það ljós upp fyrir aðstandendum há-
tíðarinnar að þessi stefna á sér fáa stuðningsmenn?
Það er bannað að vera fáviti. Þetta var slagorð þunga-
rokkshátíðarinnar Eistnaflugs sem haldin er árlega á
Neskaupstað, en skipuleggjendur hennar lýstu því yfir
áður en hún hófst fyrr í sumar að þeir myndu blása há-
tíðina af ef alvarlegt kynferðisbrot henni tengt kæmi á
borð lögreglu. Eistnaflugsmenn gera sér grein fyrir að
opin umræða og umfjöllun er ein besta leiðin til að fækka
slíkum fávitum sem í aldanna rás hafa þrifist í skjóli
þagnar. Aftur á móti er hætt við að þeir blómstri og dafni
á mörg þúsund manna samkomu, þar sem þeir vita að
upplýsingagjöf um kynferðisbrot er takmarkaðri en alls
staðar annars staðar. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Er ekki bannað að vera fáviti?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skráð atvinnuleysi í júní síð-astliðnum var 2% sam-kvæmt tölum Vinnu-málastofnunar. Þarf að leita
allt aftur til „hrunmánaðarins“ októ-
ber 2008 til að finna minna atvinnu-
leysi, en þá var skráð atvinnuleysi
1,9%. Strax í næsta mánuði, nóv-
ember 2008, var atvinnuleysi komið í
3,3% og jókst það hröðum skrefum
næstu mánuðina á eftir. Þegar mest
var nálgaðist atvinnuleysið 10%.
Að meðaltali voru 3.789 at-
vinnulausir í júní síðastliðnum og
fækkaði þeim um 229 að meðaltali
frá maí eða um 0,2 prósentustig . Í
júní fækkaði atvinnulausum körlum
um 156 frá maí en að meðaltali voru
1.636 karlar á atvinnuleysisskrá og
var atvinnuleysi 1,6% meðal karla.
Atvinnulausum konum fækkaði um
73 frá maí og voru 2.153 konur á at-
vinnuleysisskrá og var atvinnuleysi
2,5% meðal kvenna. Áætlaður
mannafli á vinnumarkaði í júní var
186.480 samkvæmt áætlun Vinnu-
málastofnunar. Atvinnulausum
fækkaði að meðaltali um 30 á höf-
uðborgarsvæðinu og var atvinnu-
leysi þar 2,3% í júní. Á landsbyggð-
inni fækkaði atvinnulausum um 199
frá maí og var atvinnuleysi þar 1,5%.
Mest var atvinnuleysið á höfuðborg-
arsvæðinu 2,3% og 1,8% á Vest-
fjörðum og Suðurnesjum. Minnst
var atvinnuleysið á Norðurlandi
vestra, eða 0,8%.
Vel gengur að ráða í störf
Alls voru 349 laus störf í al-
mennri vinnumiðlun hjá Vinnu-
málastofnun í lok júní, flest eða 136
fyrir þjónustu-, sölu- og umönn-
unarfólk og 91 ósérhæft starf. Auk
lausra starfa hjá Vinnumálastofnun
voru 96 laus störf á Starfatorgi í lok
júní, sem ekki er sérstaklega miðlað
af Vinnumálastofnun, flest sérfræði-
störf eða 73.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur
hjá Vinnumálastofnun, segir að yfir-
leitt gangi vel að ráða fólk í störf sem
standi til boða hjá vinnumiðluninni.
Hins vegar henti þessi störf
ekki öllum sem eru á atvinnuleys-
isskrá af ýmsum ástæðum, t.d.
vegna skertrar starfsgetu, búsetu
eða menntunar. Hann bendir á sem
dæmi að nú sé erfiðara fyrir háskóla-
fólk að fá vinnu en í uppsveiflunni
fyrir 2008. Nú eru t.d. 1.133 ein-
staklingar með háskólamenntun
skráðir atvinnulausir eða 28% þeirra
sem eru á skrá. Í uppsveiflunni fyrir
2008 hafi verið meiri eftirspurn eftir
háskólafólki til sérfræðistarfa í
bönkum og hjá fyrirtækjum. „Þetta
er tregara núna,“ segir Karl.
Fjöldi þeirra sem hafa verið at-
vinnulausir lengur en sex mánuði
samfellt var 2.024 í júní, og fækkaði
um 126 frá maí og voru um 50%
þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá
í júní. Fjöldi þeirra sem höfðu verið
atvinnulausir í meira en eitt ár sam-
fellt var 1.026 í júnílok, en 1.068 í
maílok og fækkaði um 38 milli mán-
aða og voru um 25% þeirra sem voru
á atvinnuleysisskrá í júní.
Alls voru 535 á aldrinum 18-24
ára atvinnulausir í lok júní eða um
13% allra atvinnulausra í júní, en
577 í lok maí og fækkaði því um
42 milli mánaða. Í lok júní 2015
var fjöldi atvinnulausra á sama
aldursbili 2.740 og hefur því
fækkað um 205 milli ára í
þessum aldurshópi. Skráð at-
vinnuleysi 18-24 ára í júní
2016 reiknast 1,8% mið-
að við áætlaðan
mannafla.
Minnsta atvinnuleysi
síðan haustið 2008
Atvinnulífið Birt hefur yfir í íslensku atvinnulífi á allra síðustu árum.
Þegar skoðaðar eru tölur um at-
vinnuleysi um og upp úr miðjum
síðasta áratug má sjá að það
hefur oftast verið kringum 1%.
Það er því enn nokkuð langt í
land að Íslendingar nái þeirri
stöðu á nýjan leik.
„Ef uppsveiflan stendur í 2-3
ár í viðbót gæti atvinnuleysið
nálgast 1% eins og var í upp-
sveiflunni fyrir 2008,“ segir
Karl Sigurðsson.
Hann bendir sérstaklega á að
ef uppsveiflan heldur áfram jafn
kröftuglega í ferðaþjónustunni
og verið hefur gæti það smit-
að út frá sér í aðrar grein-
ar.
Tölurnar leiða í ljós að
atvinnuleysið var mest
árið 2009.
Síðan lækkuðu töl-
urnar hægt og bítandi og
hafa gert fram á
þennan dag.
Uppsveiflan
gæti hjálpað
ATVINNULEYSI VAR 1%
Karl
Sigurðsson