Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 29
Ég votta Evu, Benedikt, Davíð
og Maríu og fjölskyldum þeirra
mína innilegustu samúð.
Smári.
Menn segja sumir að bestu og
traustustu vinina eignist menn á
mótunarárum ævinnar. Það lýsir
ekki sambandi okkar Gísla Bene-
diktssonar. Við kynntumst ekki
fyrr en ég var upp úr tvítugu og
hann kominn fast að fertugu.
Hann var þá býsna ráðsettur að
mér fannst, skrifstofustjóri hjá
Iðnlánasjóði. Ég var fákunnandi
ungmenni, nýskriðinn úr skóla og
var að hefja störf hjá Iðnaðar-
bankanum við Lækjargötu. Það
var ekkert sem benti til að úr okk-
ar fyrstu kynnum yrði órofa vin-
átta sem varði í meir en þrjátíu ár.
En þannig varð það.
Ég laðaðist að kímnigáfu þessa
nýja vinar míns og óborganlegum
tilsvörum. Við vorum ólíkir en
samt svo líkir. Hann vandvirkur
og nákvæmur. Ég fljótfær og ör.
En við hlógum að sömu vitleys-
unni. Hlógum og hlógum. Það
voru dýrðlegir tímar.
Það varð fljótlega ljóst að þótt
vinnustöð okkar væri sú sama,
náði vinátta okkar út fyrir þann
vettvang. Enda héldum við áfram
að hlæja að hvor annars sögum þó
að lengdist á milli okkar. Í tímans
ólgandi straumi urðu fundir okkar
færri. En þeir urðu markvissari
og oft sem við undirbjuggum þá
með dagskrá. Það varð margt að
komast að og einskis mátti missa.
Hann reyndi að kenna mér þá frá-
sagnaraðferð sem hann hafði í há-
vegum. Kynna þráð til sögunnar í
upphafi, sem varð svo lokahnykk-
urinn þegar sögunni vatt fram.
Það fannst honum fyrirtak. Þessa
frásagnarlist kunni hann framar
öllum, glettilega fundvís á spreng-
hlægileg atvik og var bestur þegar
hann gerði grín að sjálfum sér. En
um leið var hann djúphugsandi
um tilverunnar innstu rök. Þess
naut ég margoft.
Hann greiddi leið mína til Frí-
múrarareglunnar og hvatti mig
áfram í því starfi og bar hag minn
fyrir brjósti sér þar, sem annars
staðar. Hann vissi sem var að
starfið myndi göfga mig á sama
hátt og það göfgaði hann. Síðar
kenndi hann mér að veiða á flugu.
Við veiddum saman í Brennunni,
vatnamótum Þverár og Hvítár í
Borgafirði, um árabil, í einstökum
félagsskap. Veiðarnar skiptu
miklu, en ekki síður krásirnar sem
á borð voru bornar í öll mál. Síld
og rúgbrauð í hádegi var regla.
Kvöldmaturinn þurfti að vera eitt-
hvað, sem ekki hafði verið á borð-
um áður. Svo voru sagðar sögur.
Þegar fram liðu stundir, skipt-
ist hvor á að bjóða hinum til há-
degisverðar, á Múlakaffi í seinni
tíð. „Nú er komið að mér,“ sagði
hann þegar kom að því að gera
upp. Þá þurfti að beita festu svo
maður fengi að borga annað veifið.
Ég er lánsamur að hafa kynnst
Gísla og eignast vináttu hans.
Hann kenndi mér margt. Hann
var velgjörðarmaður minn og ég
gat leitað til hans með hvaðeina.
Hann hlustaði og ráðlagði eftir því
sem honum fannst tilefni til. Og
spurði spurninga, sem oftast
leiddu fram svarið sem leitað var
að. En hann gerði mér líka ljóst,
að sum mál verða menn að leysa
með sjálfum sér. Gísli var heill og
traustur. Alltaf átti hann tíma
fyrir vin sinn.
Ég samhryggist Evu, Davíð og
Maríu, mökum þeirra og börnum.
Ég samhryggist Benedikt, föður
hans sem sér nú á bak einkasyni
sínum.
Nú er hann farinn. Guð blessi
minningu Gísla Benediktssonar.
Ég sakna hans.
Jón Þórisson.
Náinn vinur, samstarfsmaður
og félagi til margra ára er horfinn
sjónum. Með okkur lifa áfram
góðar minningar um hlýlega sam-
veru og einstakt góðlátlegt skop-
skyn. Dálítið prakkaralegur
glampi í augum hans, þegar hon-
um hafði dottið eitthvert gullkorn-
ið í hug, er minnisstæður. Við Ás-
laug eigum margar dýrmætar
minningar um sameiginlegar
veiðiferðir þeim Gísla og Evu og
börnum beggja.
Gísli Benediktsson var við-
skiptafræðingur og bankamaður
af gamla skólanum. Honum var
alla tíð treyst fyrir að fara með
fjármuni annarra, sparifé almenn-
ings og síðar opinbera sjóði. Hann
gætti þeirra eins vel og hann ætti
þá sjálfur. Það er dálítið annað og
betra viðhorf en síðar þekktist.
Ekki fór milli mála að Gísli átti sér
sterkar rætur. Hann var alinn upp
á menningarheimili. Föður hans
kynntist ég á sama tíma og honum
og skynjaði að samviskusemi, var-
færni og skyldurækni voru Gísla í
blóð borin og í hávegum höfð.
Benedikt Antonsson þarf nú há-
aldraður að sjá á bak sínu eina
barni, sem manni finnst afar
ósanngjarnt, en um sanngirni er
víst ekki spurt.
Viðhorfin til lífsins og dauðans
sem nýs upphafs og fullvissan um
að til sé æðra vald sem öllu ræður
áttum við sameiginleg og þau
styrkja okkur nú. Framhaldslíf
má líka sjá í góðum eiginleikum
sem erfast áfram til afkomenda og
greiða þeim götu farsældar í líf-
inu. Það sjáum við í afkomenda-
hópnum þeirra Evu og Gísla. Eins
lifa góðar minningar um Gísla í
hugum allra sem hann þekktu og
það er líka visst framhaldslíf. Ef
okkur er loks búin sæluvist á
himnum, þá sakar ekki að hitta
þar fyrir húmorista eins og Gísla
Ben. Engin hætta er lengur á að
sú vist verði daufleg, ef til kemur.
Við Áslaug þökkum forsjóninni
fyrir að hafa átt Gísla Benedikts-
son að vini og félaga áratugum
saman og biðjum öllum aðstand-
endum hans blessunar.
Ragnar Önundarson.
Það er ekki ofsögum sagt að
hann Gísli Benediktsson hafi verið
skemmtilegur maður og góður
samstarfsfélagi. Húmorinn var
allsráðandi og það var með ólík-
indum hvað ómerkilegar sögur
eða uppákomur gátu orðið að um-
fangsmiklum og bráðskemmtileg-
um sögum og leikritum eftir að
Gísli var búinn að færa þetta allt í
stílinn. Hann var mikill gleðigjafi
hvar sem hann kom og lét aldrei
sitt eftir liggja í að sjá til þess að
þar sem fleiri en enginn voru sam-
ankomnir, þar var gaman.
Hjá Nýsköpunarsjóði atvinnu-
lífsins unnum við saman til nokk-
urra ára en kynni okkar af Gísla
hófust mun fyrr, en þá var hann
starfandi hjá Iðnlánasjóði. Gísli
Ben var tryggur og góður vinur og
úrræðagóður þó stundum væri
hann íhaldssamur, en þá á sinn
einlæga hátt. Alltaf tilbúinn að
hjálpa og miðla af reynslu sinni og
leggja sitt af mörkum til að ná sem
bestum árangri í öllu því sem unn-
ið var að á hverjum tíma.
Þrátt fyrir jákvæðni og bar-
áttugleði alla tíð þá varð hann að
lokum að láta í minni pokann fyrir
illvígum sjúkdómi sem að lokum
hafði betur. Gísli Ben hefði átt það
skilið að fá að vera lengur hjá sín-
um nánustu sem honum þótti svo
óendanlega vænt um og talaði oft
um.
Á sama tíma og við kveðjum
góðan vin okkar þá sendum við
henni yndislegu Evu okkar,
dásamlegu konunni hans Gísla og
allri þeirra fjölskyldu, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og von-
um að allar yndislegu samveru-
stundirnar með Gísla veiti ykkur
styrk í sorginni.
Takk fyrir allt, kæri vinur. Góð-
ar minningar um góðan dreng lifa
í hjörtum okkar og allra þeirra
sem kynntust Gísla á lífsleiðinni.
Úlfar Steindórsson
og Jóna Ósk Pétursdóttir,
Björgvin Njáll Ingólfsson
og Sóley Andrésdóttir.
Með Gísla Benediktssyni er
genginn til austursins eilífa góður
félagi sem áhrifaríkt var að kynn-
ast.
Starfsvettvangur Gísla Ben.
var á sviði lánamála atvinnuveg-
anna. Þar mættust gjarnan aðilar
með ólík viðhorf, bjartsýnir eld-
hugar með stórhuga hugmyndir
um nýjungar og áhættufælnir lán-
veitendur. Finna þurfti hvernig
koma mætti góðum hugmyndum í
framkvæmd með mátulegri
dirfsku en án allt of mikillar
áhættu. Við þessar aðstæður var
Gísli Ben. réttur maður á réttum
stað. Með athygli og skynsemi
greindi hann viðfangsefnin og
fann skynsamlegar leiðir. Með
hægð tókst honum að leiða til
samstöðu sem allir aðilar máls
voru sáttir við. Það var lærdóms-
ríkt að kynnast Gísla Ben. í þessu
hlutverki.
Gísli Ben. starfaði ötullega í
Frímúrarareglunni um 36 ára
skeið. Hann mat Regluna mikils
og fyrir margþætt störf þar var
hann metinn að verðleikum. Með-
al bræðranna í frímúrarastúkunni
Fjölni verður hans minnst sem
bróður sem ávallt mátti vænta
svara hjá þegar spurningar vökn-
uðu um eitthvað er varðaði horn-
rétt starf. Nú þegar ekki er lengur
unnt að leita lausna hjá Gísla Ben.
verða yngri bræður að taka við.
Gísla Ben. eru færðar innilegar
þakkir fyrir áratuga vinsemd og
bróðurlegt samstarf.
Eva María, Benni, Davíð,
María og fjölskyldur, megi hinn
hæsti höfuðsmiður veita ykkur
styrk í sorg.
Halldór S.
Magnússon.
Einn góðviðrisdag var dyra-
bjöllunni heima hjá mér hringt.
Fyrir utan stóð brosmildur mað-
ur. „Sæl,“ sagði hann, „ég er kom-
inn að sækja Þorgeir Bjarka – ég
er afi hans.“ Þannig hófust kynni
okkar Gísla fyrir tæpum tuttugu
árum. Við vorum nágrannar á Sel-
tjarnarnesi og við Sæmundur
höfðum í nokkur ár þekkt Davíð,
son þeirra Gísla og Evu Maríu, og
fjölskyldu hans sem einnig býr á
Seltjarnarnesi. Gísli og Eva María
voru dugleg að fylgja barnabörn-
um sínum eftir. Við hittumst
reglulega í tengslum við grunn-
skólastarf eða íþróttastarf Gróttu.
Þannig liðu nokkur ár og kunn-
ingsskapur okkar jókst, m.a. við
samveru í Vatnaskógi, sumarbúð-
um KFUM.
Þar kom að Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins keypti hlut í Stika í
árslok 2007. Þá kom Gísli inn í
stjórn Stika ehf. Hann hefur verið
stjórnarmaður síðan þá og nú síð-
ast formaður stjórnar. Samstarf
okkar var frá upphafi afar gott og
byggðist á gagnkvæmu trausti og
virðingu. Gísli kom alltaf vel und-
irbúinn á stjórnarfundi og í stjórn-
arstörfunum kom vel í ljós hvað
hann var lausnamiðaður, úrræða-
góður og gat sett sig vel inn í mál.
Það átti vel við hann að starfa með
frumkvöðlum og hann skildi vel
mikilvægi nýsköpunar í atvinnu-
lífinu. Hann var bjartsýnn að eðl-
isfari en samt raunsær og gætti
þess vel að stjórnafundir væru
markvissir. Hann vildi sjá árang-
ur í uppbyggingu og rekstri en
skildi einnig vel að það þarf þol-
inmóða fjárfestingu við uppbygg-
ingu tæknifyrirtækja sem keppa á
alþjóðamörkuðum.
Snemma árs 2015 vorum við
eitt sinn sem oftar að ræða um
efni næsta stjórnarfundar. Þá
sagði Gísli mér frá því að hann
hefði mjög óvænt greinst með
æxli við annað nýrað. Hann þyrfti
því að fara í uppskurð og gæti ekki
mætt á næsta fund. Eftir það tók
við bataferli og Gísli var undar-
fljótt kominn á fætur aftur og far-
inn að vinna – enda mjög starf-
samur maður. Við vonuðum að
lyfin myndu virka og trúðum á
batann. Þegar ég heimsótti Gísla
nýverið á spítalann var hann líkur
sjálfum sér; glettinn og ræðinn og
rakti úr mér garnirnar um rekst-
ur Stika. Hann vildi sem minnst
tala um veikindin og hlakkaði til
að komast aftur heim. Sagði að ég
skyldi senda honum tölvupóst
með upplýsingum og hann myndi
lesa þegar tækifæri gæfist.
Leiðarlokin eru óvænt og þeim
fylgir mikill sársauki og tregi. Þó
er þakklætið mér efst í huga, fyrir
hið trausta og góða samstarf und-
anfarin ár; fyrir vinsemdina, sam-
tölin, stuðninginn og góðu ráðin.
Við hjá Stika munum sakna Gísla
við stjórnarborðið; sakna græsku-
lausrar glettninnar, samræðna
um landsmálin, gengi Gróttu og
Liverpool. Við áttum svo margt
órætt og ógert saman.
Fyrir hönd stjórnar og starfs-
manna Stika þakka ég fyrir allt
sem liðið er og var svo ánægjulegt
og gott. Ég bið kærleiksríkan Guð
að blessa Evu Maríu og fjölskyld-
una, umvefja þau með kærleika
sínum og styrkja í sorginni.
Svana Helen
Björnsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Hér er allt kyrrt.
Fylgjumst með flotholti
hlið við hlið
ekkert gerist.
Við förum til baka
höndin er hlý
hún veit allt best.
Kveikt á grilli
drykkur fyrir mat
orðum raðað
saman og sundur
stillt upp.
Handan við hornið
í amstri dagsins
höndin hlýja
með brúnan bréfpoka
fullan af föðurást
og bókina sem við töluðum
um í gær.
María.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Fleiri minningargreinar
um Gílsa Benediktsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
þrátt fyrir heimskupör og slæmar
ákvarðanir.
Þú áttir ekki alltaf auðvelt líf,
æskan var erfið og þú þurftir að
berjast mikið fyrir þínu.
Þú misstir tvíburabróður þinn
af slysförum þegar þú varst 12 ára
og föður þinn í sjóslysi þegar þú
varst 16 ára. Þú varst mikil pab-
bastelpa og missirinn því mikill,
en þú sagðist stundum finna fyrir
honum í kringum þig. Þú hugsaðir
alltaf til baka með hlýju og sagðir
okkur að lífið er bara skrýtið
ferðalag og áföll væru bara verk-
efni sem takast þyrfti á við.
Þú varst dugnaðarforkur,
kjarnakona og bjóst yfir miklum
styrk sem vert er að dást að. Það
er erfitt að finna verk sem þú
tókst ekki að þér, sama hvort talað
sé um heimilið, almennt viðhald
eða viðgerðir – mamma gat allt.
Einnig varst þú með svo góðan
húmor, það var alltaf stutt í glens
og háværan hlátur, þótt stundum
hafi hann orðið heldur svartur og
jafnvel óviðeigandi, við eigum þér
að þakka erfðir á þeim húmor. Við
munum gleðjast og bölva því á
víxl.
Þú varst líka mikill dansari og
reyndir óspart að kenna Jóhönnu,
þín uppáhalds tilþrif þ.e. að
„bumpa“ sem er víst dansstíll sem
fylgdi slögurum á borð við „You
are everything to me“ og „I love to
love“, í anda diskósins. Þú hefur
alltaf verið alæta á tónlist, en að-
allega haldið þig við country, diskó
og ballöður, en komst okkur þó
nokkrum sinnum á óvart t.d. með
því að splæsa í glænýjan disk með
Shaggy og dilla þér grimmt við
Frikka Dór.
Krabbameinsgreiningin fyrir
fimm árum var mikið áfall fyrir
okkur fjölskylduna, mamma sem
aldrei var veik, en það sem gerðist
í kjölfarið varpaði ljósi á þvílíkan
baráttuvilja og kraft sem þú bjóst
yfir. Þú tókst á við veikindi þín
með ótrúlegum hetjuskap, hörku,
auðmýkt og barðist með kjafti og
klóm þar til yfir lauk. Þú varst
kannski ekki alveg tilbúin að
kveðja, ætlaðir upp í Heiði með
pabba í sumar og hlakkaðir mikið
til. En maður er í flestum tilfellum
aldrei tilbúin, enda vorum við fjöl-
skyldan það ekki heldur.
Elsku mamma, þú verður í
hjörtum okkar um ókomna tíð, við
vitum að þú vakir yfir okkur og
drífur okkur áfram. Við elskum
þig endalaust og missir okkar er
óendanlega mikill. Við munum
sakna þín, með yndislegar og fal-
legar minningar um góða, hörku-
duglega mömmu og frábæra
ömmu barnanna okkar, í hjörtum
okkar.
Þín börn,
Katrín, Davíð, Gunnlaugur
og Jóhanna.
Það var að hausti 1976 sem ég
kynntist Sólrúnu, sem var systir
og Sissa þeirrar stúlku sem síðar
átti eftir að verða konan mín. Mér
fannst aldrei logn í kringum hana,
alltaf eitthvað í gangi, dugnaður-
inn mikill. Hún hafði þá nýverið
kosið að verða aftur einstæð enda
þurfti ekkert að vera að draga
með sér karllufsur, bara vegna
þess að maður eigi barn með við-
komandi. Ekkert stoppaði hana.
Jónhild móðir þeirra gerði það
sem hún gat fyrir litlu prinsess-
una, hana Kötu, ætlaði svo sem
ekkert að fara að skipta sér af
uppeldinu eða svoleiðis. Sú yfir-
lýsing var gild í nokkra daga eða
þar til Sissa fór heim af sjúkrahús-
inu, þá byrjuðu hringingarnar.
Síðar hitti Sissa eftirlifandi eig-
inmann sinn, Kristján Snædal, og
átti með honum þrjú börn sem
lifðu. Fyrsta barn þeirra, Davíð,
er tvíburi eins og hún sjálf en ann-
ar tvíburinn fæddist andvana. Það
tók á Sissu okkar en hún brotnaði
ekki, frekar en í öðrum óveðrum
lífsins, bognaði, en rétti óðar úr
sér og tókst á við næstu verkefni.
Næstur kom Gulli Villi, fjörkálfur
hinn mesti og þurfti hún stundum
að taka á prakkarastrikum hans,
tappa orku af drengnum í fótbolta
og handbolta. Svo kom dúllan hún
Jóhanna. Sissa snuddaði pínu
meira í kringum hana. Jóhanna
fór í handbolta og stóð sig afar vel
líkt og Kata í fimleikunum. Sissa
bjó sínu fólki fallegt og hlýlegt
heimili sem fjölskyldunni þótti af-
ar gaman að heimsækja.
Verkefnasaga hennar í starfi,
bókbandi, ísgerð, dagmömm-
ustússi og nú síðast sem sölumað-
ur varahluta í fiskvinnsluvélar,
þar sem reynsla hennar í kringum
útgerð föður hennar, Vilbergs
Sigurðssonar, sem fórst með bát
sínum út af Garðskaga þegar
Sissa var 16 ára, nýttist vel. Orkan
sem hún bjó yfir sést vel á því að
hún var fengin til að bera kennsl á
kodda sem hún saumaði sjálf og
þekkti ein, til slíkra verka þarf
æðruleysi og styrk. Þessi reynsla
hennar af útgerð og lífinu í kring-
um höfnina kom sér afar vel, hún
var næm á taktinn hjá körlunum
og það hjálpaði henni, þegar hún
talaði við vélstjórana út um allt
land um snitti, tommur, milli-
metra, hnífa og færibönd.
Krabbamein er skelfilegur
sjúkdómur en hér kom enn fram,
úr hvaða efni hún var smíðuð.
Sissa vann með meðferðunum,
nema síðustu misserin. Læknarn-
ir skildu ekki hvernig hún vann
hvern sigurinn á fætur öðrum.
Hún tók málin í sínar hendur,
breytti mataræðinu og tók næstu
lotu.
Svo kom afleidd meinsemd og
kláraði stríðið, hún lét undan með
fasi hefðarkonu, ekkert vol eða víl,
heldur nánast hneigði sig og fór af
sviðinu.
Við áttum mjög heita vináttu,
ekki alltaf sammála en það féll
aldrei skuggi á hjá okkar fjöl-
skyldum, því að bæði voru þær
systur, vinir, trúnaðarmenn og
hjálparhellur þegar á þurfti að
halda.
Sissa okkar er farin frá okkur
en eins og hennar fullvissa sagði
okkur, hittumst við á ný og þá
skellum við Dolly Parton undir
geislann.
Takk fyrir allt, Sissa mín, okkar
tilvera verður aldrei söm. Farðu í
friði og njóttu hvíldar um stund,
þangað til þú þarft að fara að
skipta þér af hér hjá okkur í gegn-
um miðilsfundi.
Bjarni.
Sólrún mágkona mín lést eftir
óvenjulanga og -harða baráttu við
krabbamein. Það eru liðin meira
en fimm ár frá því meinið greind-
ist en þá hafði það þegar dreift
sér. Á árum áður þýddi það að að-
eins væru nokkrir mánuðir eftir.
Læknavísindin hafa átt sinn þátt í
því að lífið hefur lengst þegar
svona er komið en í hennar tilfelli
hefur það vafalaust hjálpað
hversu einarðlega hún tókst á við
þessi erfiðu tíðindi. Hún aflaði sér
vitneskju um hvernig breyttir lífs-
hættir gætu hjálpað, fylgdi vel
þeim ráðum sem hún fann og bug-
aðist aldrei þótt hvað eftir annað
kæmi bakslag. Þessi afstaða henn-
ar er lýsandi fyrir það hvernig hún
tókst á við áskoranir í lífinu allt frá
barnæsku þegar hún oftar en einu
sinni stóð frammi fyrir erfiðum
missi.
Sólrún lauk gagnfræðaprófi og
fór að því loknu út á vinnumark-
aðinn enda aðstæður þá ekki hag-
stæðar til frekari mennta. Síðar
átti hún eftir að ljúka stúdents-
prófi frá Verslunarskólanum, þá
meðfram vinnu sem dagmóðir og
komin með fjögur börn. Hún
stundaði skrifstofustörf allt þar til
veikindin hömluðu frekari vinnu,
nokkrum árum eftir að meinið
greindist.
Sólrún var sterklega byggð og
rösk til verka svo sem fram kom í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún var trygglynd og reyndist vel
öllum þeim sem nálægt henni
stóðu. Þegar hún hóf sambúð með
Kristjáni bróður mínum voru for-
eldrar hennar fallnir frá en hún
náði góðu sambandi við tengdafor-
eldra sína, foreldra okkar bræðra,
og var samband þeirra mjög gott
alla tíð. Hún tók ástfóstri við sum-
arbústað þeirra á Jökuldalsheiði
sem er langt utan við alfaraleiðir
og átti þar margar góðar stundir
með þeim og fjölskyldu sinni. Þeg-
ar foreldrar mínir eltust og heilsa
þeirra var þverrandi var hún þeim
ómetanleg stoð.
Það er Kristjáni og börnum
þeirra mikill missir að hún skuli
hafa kvatt fyrir aldur fram og
sendum við Guðrún þeim okkar
samúðarkveðjur.
Jón G. Snædal.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar