Morgunblaðið - 22.07.2016, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
fjölskyldunni og er ég þakklát
fyrir að hafa náð að kveðja hana
á síðasta degi lífs hennar. Ég vil
þakka þér, elsku Stella, fyrir allt
og allt og bið Guð að geyma þig
þar til við hittumst aftur.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til þín, elsku Haukur, og
allrar fjölskyldunnar. Megi góð-
ur Guð styrkja ykkur.
Erla.
Það er enginn eins og Stella.
Ég og við systkinin vorum svo
heppin að þeir bræður, pabbi og
Haukur, byggðu húsin sín í sömu
götu á Hellu og við ólumst því
upp í sömu götu og Haukur og
Stella bjuggu við. Þeirra heimili
var alltaf opið fyrir okkur og
maður fann alltaf hvað maður
var velkomin, hvort sem það var
að kíkja í heimsókn, þrífa hjá
þeim og hjálpa til, leika við dýrin
sem þau voru með, mæta í veisl-
ur þar sem ekkert var til sparað
eða fara til þeirra í hesthúsið.
Áramótaveislurnar hjá þeim
hér áður fyrr voru mjög spenn-
andi og skemmtilegar fyrir okk-
ur krakkana, mikið fjör og
veisluborðið svignaði undan
kræsingum. En það er eitt af
mörgu sem Stella var svo góð í,
að töfra fram veislur og matreiða
allskonar góðgæti. Ég held
reyndar að Stella hafi verið góð í
öllu, hvort sem þar var að um-
gangast og hugsa um dýr eða
börn, eða gróður og landið sitt
fagra, skapa og búa til alls konar
listmuni og svo mætti lengi telja.
Dugnaðurinn sem fylgdi þeim
hjónum alltaf er einstakur, þau
byggðu upp æskuheimili Stellu,
Hallstún, og gerðu það að sælu-
reit sem var alltaf gott og gaman
að koma á. Hallstún varð að hálf-
gerðu ættaróðali, þar voru allir
velkomnir og þar voru þau og
fjölskylda þeirra alltaf með ann-
an fótinn, eftir að þau fluttu á
Selfoss var Hallstún þeirra ann-
að heimili. Nú í mörg ár hafa þau
boðið stórfjölskyldunni á ættar-
mót sem haldið var á hverju ári
og eru þær margar góðar minn-
ingarnar þaðan.
Þegar ég rak snyrtistofuna
mína kom Stella stundum í dekur
til mín og þá náðum við að ræða
mikið saman, eins eftir að hún
veiktist náði ég góðum stundum
með henni þegar ég var á vakt á
sjúkrahúsinu. Hún var dugleg að
segja mér frá liðnum árum og
hvernig margt var þegar ég var
lítil, hún var líka ein af fáum sem
notaði Sigrúnarnafnið mitt, mér
þótti alltaf vænt um það og þess-
ar stundir eru mér ómetanlegar.
Stellu fylgdi alltaf einstök
reisn, hún bar sig svo vel, talaði
hátt og skýrt og lá ekki á skoð-
unum sínum. Hún var nauðsyn-
legur partur í þessari fjölskyldu,
það var alltaf líf og fjör í kringum
hana. Enda löðuðust allir að
henni, ekki síst börn og dýr.
Enda sýndi hún þeim alltaf
áhuga og nennti endalaust að
finna upp á einhverju skemmti-
legu að gera og fíflast með þeim.
Síðastliðin ár hefur Stella barist
eins og hetja með sinni einstöku
reisn og léttleika við sjúkdóm
sinn. Allt fram á síðasta dag hélt
hún þessum eiginleikum sínum.
Það gat hún með Hauk sinn sér
við hlið sem stóð eins og klettur
við hlið hennar, einnig Jóhanna
og já, fjölskyldan öll.
Mig langar að þakka Stellu
fyrir góða og skemmtilega sam-
fylgd, ég mun sakna hennar, því
það er enginn eins og Stella. Við
fjölskyldan sendum Hauki og af-
komendum þeirra okkar allra
bestu óskir og samúð.
Sigrún Eydís Garðarsdóttir.
Hér hvílir væn og göfug grein
af gömlum sterkum hlyni;
hún lokaði augum hugarhrein
með hvarm mót sólar skini.
Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel
í vinskap, ætt og kynning.
Hún bar það hlýja, holla þel,
sem hverfur ekki úr minning.
Hinn skýra svip, hið milda mál
ég man hjá ungum svanna,
þar vakti djúp og viðkvæm sál,
sem vildi skilja og kanna.
Hún átti ei til neitt tál né fals,
hún trúði á dyggðir manna,
á frelsi og rétt í framsókn alls
hins fagra, góða og sanna.
(Einar Benediktsson)
Þakka henni Stellu minni
órofa vináttu frá unglingsaldri og
ómetanlega aðstoð þegar ég
þurfti sérstaklega á hjálp að
halda fyrir hálfri öld. Samhrygg-
ist fjölskyldu hennar einlæglega.
Heiður Helgadóttir.
Elsku Stella.
Við Ragga kveðjum þig með
þakklæti og hlýhug fyrir yndis-
leg kynni frá því við komum í
Hallstún fyrir 15 árum, fyrst sem
leigjendur og síðar sem eigendur
að hluta á móti ykkur Hauki. Þú
varst óspör á góð ráð í gróður-
setningu og ræktun og minn-
umst við þess oft þegar við höf-
um uppskorið eins og sáð var og
njótum veru okkar í Hallstúni
umlukin gróðri.
Aldrei hefur fallið skuggi á
þessa góðu vináttu sem hefur
ríkt á milli okkar og allt ykkar
viðmót í okkar garð hefur verið
með eindæmum gott, alltaf hlýja
og gott faðmlag sem þið hjónin
hafið sýnt okkur og fjölskyldunni
allri.
Við áttum von á því að þú fær-
ir að kveðja, en samt kemur
þetta kall manni alltaf á óvart, þú
varst búin að berjast við þennan
illvíga sjúkdóm í nokkur ár en
alltaf jafndugleg og jákvæð fyrir
öllu sem að höndum bar.
Það er ekki hægt að minnast á
þig nema minnast Hauks í leið-
inni, því þið voruð svo samtaka í
öllu sem þið voruð að fást við
hverju sinni, en samt finnst okk-
ur að Hallstúnið verði mjög tóm-
legt án þín, því dugnaðurinn og
natnin sem þú hafðir fyrir staðn-
um var einstakt, alltaf eitthvað
að rækta og snyrta og við vitum
að missir Hauks vinar okkar er
mikill, en svona er lífið, það
skiptast á skin og skúrir og
Haukur gerir sér grein fyrir því
að lífið heldur áfram.
Elsku Stella, eigðu góða heim-
komu og Guðs blessun og við
hjónin í Melbæ vottum öllum
nánustu ættingjum innilegustu
samúð.
Sæludalur sveitin best,
sólin á þig geislum helli,
snemma risin, seint er sest,
sæludalur, prýðin best.
Þín er grundin gæðaflest,
gleðin æsku, hvíldin elli,
sæludalur sveitin best,
sólin á þig geislum helli.
(Jónas Hallgrímsson)
Jónas og Ragnhildur.
Elsku Stella.
Nú er komið að kveðjustund.
Þegar ég kynnist þér fann ég
strax hversu mikla hlýju og kær-
leika þú hafðir að gefa. Þú varst
yndisleg kona og var ég svo
heppin að fá að kynnast þér og að
eiga heima í næsta húsi við þig.
Við áttum góðar stundir saman
og urðum strax miklar vinkonur.
Alltaf þegar ég kom var mér tek-
ið opnum örmum.
Já elsku Stella mín, við vorum
miklar vinkonur og mikið gátum
við spjallað. Þú passaðir alltaf vel
upp á þína. Gott dæmi þegar við
Össi fórum í Engireit að hlúa að
landinu, þá passaðir þú upp á að
við fengjum okkur að borða og
tækjum reglulega pásu. Ég gæti
nefnt mörg önnur dæmi þar sem
góðmennska þín lýsir sér vel.
Alltaf að passa upp á aðra og já-
kvæðni þín og gleði geislaði af
þér. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, elsku tengdamamma,
Hvíldu í friði, þín verður sárt
saknað.
Gréta Steindórsdóttir.
Frú Stella Björk er hætt að
búa.
Nú taka aðrir við en við vinir
hennar hugsum fallega til hennar
með þakklæti fyrir það að hafa
kynnst henni og gengið með
henni smáspöl af lífsleiðinni.
Stella, móðir Jóhönnu vinkonu
okkar, varð einnig vinkona okkar
því hún gaf af sér og sýndi okkur
alltaf virðingu og áhuga. Hún var
kát og skemmtileg kona.
Í okkar hug hlýtur Stella í
æsku að hafa verið íslensk útgáfa
af Línu Langsokk sem glatt hef-
ur svo marga. Þegar hún full-
orðnaðist bættust við einkenni
bóhems og franskrar hefðarkonu
því Stella var auðvitað meiri
dama, svo fín ólíkt Línu, en þær
deildu mörgum eiginleikum eins
og prakkaraskap, hugrekki og
sjálfstæði.
Þær voru báðar af framand-
legum uppruna og áttu eftirtekt-
arverða feður. Lína átti uppruna
sinn í Smálöndum Svíþjóðar þótt
pabbi hennar væri negrakóngur,
en Stella átti föðurfólk í Dana-
veldi. Faðir Stellu þótti okkur
merkilegur, hann átti svína- og
hænsnabú í Kópavogi og ræktaði
kalkúna sem fáir þekktu þá, líka
aliendur sem vöppuðu kringum
hús sumra okkar. Heimagerða
dyramottan hans, sem búin var
til úr öfugum öltöppum fannst
okkur frekar flott.
Stella var mjög fær í samskipt-
um, lífsglöð kona og gefandi. Hún
var uppátækjasöm og hug-
myndarík eins og Lína. Hún var
dugleg svo af bar og afkastamikil
í verkum sínum. Hún var gestris-
in og glaðsinna. Hún vildi ekki
dvelja við leiðindi ef eitthvað kom
upp á heldur afgreiða mál fljótt
og vel og ekki erfa vesen við fólk.
Haukur, maðurinn hennar
Stellu, er rólyndur maður. Hann
fylgdi konu sinni og studdi
drauma hennar. Án hans hefði
hún ekki getað ráðið eins vel hög-
um sínum undir lokin eins og hún
þó gerði. Það er lærdómsríkt fyr-
ir okkur sem á horfðum að sjá
hverju góð samvinna og elsku-
semi fá áorkað. Missir hans og
fjölskyldunnar allrar er mikill.
Það er ekki auðvelt að fylla
skarðið sem skapast við fráfall
elsku Stellu.
Stella og Haukur voru sam-
hent í sveitinni og við vinir Jó-
hönnu nutum góðs af því og gest-
risni þeirra. Þau voru flink að búa
til alls kyns íslenskan mat og
þorrablót okkar, þar sem matur-
inn þeirra var á borðum, voru
einstök og alltaf tilhlökkunarefni.
Eitt sinn vildum við færa þeim
hjónum lítinn þakklætisvott.
Stellu barst þetta til eyrna og lét
vita að hana vantaði ekki neitt
nema kanínu, sem hún að sjálf-
sögðu fékk.
Stella hafði gaman af dýrum
og búsýslu og ræktun og undi sér
vel á sínum Sjónarhóli, Hallstúni,
þar sem hún átti heima sem ung
stúlka. Þar var hennar paradís.
Stella átti margar hliðar, hún
sóaði ekki tíma sínum í volæði
heldur var sístarfandi og mikil-
virk kona. Meðal þess sem hún
fékkst við var listsköpun og við
eigum glermuni eftir hana sem
við höldum mikið upp á.
Nú þegar Stella er farin úr
jarðvistinni og komin í aðra vídd
er viðbúið að hún skurki til þar.
Hún mun rækta sinn blómagarð
og góð samskipti, slá á létta
strengi, láta gott af sér leiða og
auðga allt í kringum sig. Hún
mun taka vel á móti sínum.
Við vottum henni virðingu
okkar og sendum Hauki og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ragnheiður, Sigrún,
Guðrún, Berglind,
Magnfríður og Karitas.
Fleiri minningargreinar
um Stellu Björk Georgsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Gunnar Árn-marsson fædd-
ist á Reyðarfirði 20.
febrúar 1946. Hann
lést á bráðamóttöku
Landspítalans í
Fossvogi 12. júlí
2016.
Gunnar var son-
ur hjónanna Unu
Sigríðar Gunn-
arsdóttur, f. 5. apríl
1924, og Árnmars
Jóhannesar Andréssonar, f. 28.
júlí 1913, d. 1. október 1983.
Gunnar var næstelstur af sjö
systkinum. Elstur var Andrés, f.
12. janúar 1945, og á eftir Gunn-
ari í röðinni komu Margrét, f. 11.
september 1949, Guðlaug, f. 7.
desember 1950, Pétur, f. 25.
ágúst 1953, Anna Jóna, f. 5. sept-
ember 1959, og Guðný Fjóla, f. 1.
mars 1964. Eftirlifandi eig-
inkona Gunnars er Guðbjörg
Friðriksdóttir, f. 26.
ágúst 1947. Sonur
Gunnars af fyrra
sambandi er 1) Sig-
mar Helgi, f. 22.
nóvember 1965.
Dætur Sigmars eru:
a) Íris Hildur, f. 28.
júlí 1986. Dætur
hennar eru: Sara
Líf Guðnadóttir, f.
7. mars 2007, og
Lilja Dís, f. 13. des-
ember 2011. b) Valdís Hrönn, f.
1. desember 1991. c) Elín Heiða,
f. 22. júní 1995. Saman eiga
Gunnar og Guðbjörg börnin: 2)
Sigurð, f. 30. nóvember 1968,
maki Iðunn Saga Björnsdóttir, f.
22. júlí 1968. Sonur Sigurðar af
fyrra sambandi er Aron Andri, f.
23. september 1989, en saman
eiga þau tvíburana Árna Gunnar
og Sunnevu Líf, f. 19. mars 1999,
og soninn Sigurð Breka, f. 19.
júlí 2000. 3) Árna Jón, f. 22. des-
ember 1969, d. 4. febrúar 1993.
Hann lét eftir sig dótturina
Kristínu Heiðu, f. 4. janúar 1992.
4) Jónu Sigríði, f. 16. febrúar
1982. Maki Kristján V. Jónasson,
f. 6. október 1978. 5) Maríu
Björk, f. 23. nóvember 1983,
maki Óskar Long Einarsson, f.
13. desember 1976.
Gunnar fæddist á Reyðarfirði
og ólst þar upp. Hann var í
barna- og unglingaskóla á Reyð-
arfirði, stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Eiðum á árunum
1961-1962 og Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík á árunum 1967-
1969. Gunnar fór fyrst til sjós
1959 og var síðan á ýmsum bát-
um á Austfjörðum til ársins
1978. Þá flutti hann til Tálkna-
fjarðar þar sem hann var stýri-
maður á Tálknfirðingi þar til
skipið var selt árið 1994. Hann
gerði þá út krókaleyfisbát, fyrst
frá Tálknafirði en frá Reykjavík
frá árinu 1998. Síðast starfaði
hann sem skipstjóri á hvalaskoð-
unarskipum frá Reykjavík.
Útför Gunnars fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag,
22. júlí 2016, klukkan 13.
Elsku sonur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku sonur, ég á margar
góðar minningar tengdar þér
sem ég geymi þar til við hitt-
umst á ný. Samúðarkveðjur til
allra sem eiga um sárt að binda.
Guð geymi þig, kæri sonur.
Þín elskandi
móðir.
Kæri bróðir.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Sárt er að þurfa að kveðja þig
núna, kæri bróðir. Svona er lífið,
það veit enginn sína ævi fyrr en
öll er en það höfum við stór-
fjölskyldan frá Bakkagerði und-
anfarin ár verið minnt á. Á þess-
ari stundu erum við elsku bróðir
þakklát fyrir allar samveru-
stundir okkar en þar varst þú
gjarnan hrókur alls fagnaðar og
við fengum öll að finna hvað þér
þótti vænt um okkur og hvað þú
naust þín vel með fjölskyldunni.
Þú lagðir mikið upp úr því að
halda góðum tengslum við okkur
systkinin og varst duglegur að
hringja í okkur og eins að heim-
sækja okkur eða bjóða okkur í
heimsókn til þín. Við erum á
þessari stundu þakklát fyrir það.
Við höfðum áform um að halda
áfram að vera dugleg að hittast
og gera eitthvað skemmtilegt
saman. Eins að stuðla að því að
afkomendur okkar ræktuðu sín
tengsl. Nú er það í höndum okk-
ar hinna systkinanna að vera
áfram dugleg að halda hópinn.
Elsku Gunni okkar, þú varst
svo bjartsýnn á sumarið og við
vorum líka svo glöð fyrir þína
hönd þegar við fengum þær
fréttir í vor að loksins væri kom-
ið að þér að fara í hnjáaðgerðina
sem þú varst búinn að bíða svo
lengi eftir. Þú horfðir bjartsýnn
fram á veginn því eftir aðgerðina
gætir þú loksins losnað við verk-
ina sem voru búnir að plaga þig
allt of lengi og það var líka til-
hlökkun hjá þér að geta farið að
hreyfa þig meira til að byggja
upp þrek og þrótt. Við vorum
líka svo glöð, elsku Gunni, að fá
þær fréttir að aðgerðin sem þú
fórst í 16. júní sl. hefði tekist vel
og þú værir á batavegi, því varð
það okkur mikið áfall þegar við
fréttum af andláti þínu.
Orð mega sín lítils á svona
stundu en, kæri bróðir, við
systkinin erum þakklát fyrir að
hafa átt þig að. Þú hefur kennt
okkur öllum mikið og öll erum
við þakklát fyrir allar þær góðu
minningar sem tengjast þér,
kæri bróðir. Elsku mamma,
Begga, Simmi, Siggi, Jóna,
Maja, tengdabörn og afkomend-
ur, við sendum ykkur öllum ein-
lægar samúðarkveðjur. Guð veri
með okkur öllum.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Hinsta kveðja frá systkinum
þínum og fjölskyldum þeirra,
Guðný Fjóla.
Hann var sagnaþulur, veiði-
maður, sjómaður, svipmikill per-
sónuleiki með fas hins frjáls-
borna manns, fastur fyrir en
maður rökræðunnar innan
ákveðinnar landhelgi því sumt
var óþarfi að rökræða.
Gunnar Árnmarsson hafði
endalaust sögur á takteinum úr
lífsferli sínum til sjós og lands
og hafði yndi af að segja frá með
myndrænum skorinorðum lýs-
ingum og yfir kaffisopanum lóð-
aði mest. Þessi rómaða skytta og
veiðimaður var ekki síst mikill
dýravinur og við hundinn sinn,
Tinna, batt hann fóstbræðralag.
Það var ljóst að hann elskaði
Tinna sinn út af lífinu og oft á
dag röltu þeir um Elliðaárdalinn
og nutu þess.
Fallinn er frá skemmtilegur
og traustur persónuleiki, jaxl til
orðs og æðis, teprulaus en takt-
fastur og aldeilis naut hann þess
að hún Begga hans, Guðbjörg
Friðriksdóttir, var ankerið sem
aldrei brást, glöð, víðsýn og já-
kvæð, mikil hlunnindi í lífsins
leik með hjartað á réttum stað.
Megi góður Guð vernda hana og
fjölskyldu þeirra, sem allt er
mikið myndar- og dugnaðarfólk
með geisla foreldranna í fartesk-
inu.
Við Dóra sendum saknaðar-
kveðjur og þakkir fyrir spjall-
stundirnar og kynnin sem hófust
þegar tveir ljúfir hundar okkar
hittust á gönguleiðum í Elliðaár-
dalnum og urðu mestu mátar.
Þá Gunnar arkar í hlað hjá
Herra vorum á himnum er alveg
klárt að það verður sögustund
þar sem almættið getur slappað
af og notið sagnaþularins.
Árni Johnsen.
Aldinn hugur leitar til ljúfra
tíma heima á Reyðarfirði á
stundum sem þessum þegar
fyrrum kær nemandi minn, og
góður félagi síðar, er af sviði
horfinn. Allt of snemma kom
kallið og ekki óraði mig fyrir
þessu við síðustu samfundi í vet-
ur leið með öðrum Reyðfirðing-
um. Þar mætti hann sviphýr að
vanda og vinhlýr eins og alltaf.
Gunnar var bráðskarpur nem-
andi og fljótur að átta sig á
hverju viðfangsefni, prúður eins
og reyndar einkenndi nemendur
þessa fjölmenna bekkjar, ein-
lægur en nokkuð dulur, en
smáglettinn var hann og
skemmtilegur . Hann var af
miklu ágætisfólki kominn og enn
er á foldu sómakonan Sigríður,
móðir hans, sem syrgir nú son
sinn og henni sendar hlýjar sam-
úðarkveðjur frá okkur hjónum.
Gunnar var vörpulegur á velli
og fríður sýnum, en hitt enn
betra hvern ágætisdreng hann
hafði að geyma.Gunnar hneigð-
ist til sjómennsku eins og hann
átti kyn til að rekja, þar var
hann vaskur og kraftmikill, úr-
ræðagóður og áræðinn, einkar
vel verki farinn í hvívetna, hann
þótti bæði farsæll og fengsæll
skipstjórnarmaður. Hvarvetna
kom hann sér ágætavel sem eðli-
legt var með svo viðmótsgóðan
dreng, þó að ákveðinn væri hann
þar sem þess var þörf.
Hann var einn af þeim ágætu
körlum og konum heima sem
skipuðu sér undir merki Alþýðu-
bandalagsins og það var fengur
að svo ljómandi liðsmanni og lið-
sinni trútt þá þakkað nú við leið-
arlok.
Lán hans mest í lífinu var hún
Guðbjörg, hans góða og ágæta-
vel gerða kona og við Hanna
sendum henni og fólki þeirra
Gunnars einlægar samúðar-
kveðjur á sorgarstund.
Lífið var honum ekki áfalla-
laust en saman tóku þau hjónin
á öllu, bæði gædd svo góðum
eiginleikum.
Þetta eru aðeins fátækleg
kveðjuorð frá gömlum kennara
hans og góðvini með hlýrri þökk
fyrir hina þekku samfylgd á ár-
um áður.
Blessuð sé minning hins
mæta drengs Gunnars Árnmars-
sonar.
Helgi Seljan.
Gunnar
Árnmarsson