Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016 ✝ Guðni GunnarJónsson fædd- ist 16. mars 1932 á bænum Úlfarsá í Mosfellssveit. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 12. júlí 2016. Foreldrar hans voru Jón Guðnason smiður frá Krög- gólfsstöðum í Ölf- usi, f. 26.7. 1889, d. 23.1. 1968, og Jóna Þorbjarnardóttir, hús- móðir frá Lágafelli í Mosfells- sveit, f. 1.11. 1897, d. 14.9. 1982. Systkini Gunnars eru: Þorbjörn, f. 1922, d. 1981, Sverrir, f. 1924, d. 1992, Páll, f. 1928, d. 2003 og Sólveig, f. 1930. Gunnar kvæntist 24. janúar 1953 Ingibjörgu Maríu Gunn- arsdóttur frá Ísafirði, f. 4. apríl 1934. Foreldrar hennar voru Gunnar Hjörtur Ásgeirsson beykir frá Galtahrygg í Mjóa- firði, f. 28.5. 1889, d. 25.11. 1967, og og María Rebekka Sigurðardóttir frá Bæjum á Snæfjallaströnd, f. 10.2. 1910, d. 16.10. 1994. Gunnar og Ingibjörg byggðu sér ung að árum heimili að Hlégerði 10, Kópavogi, en þar fræðingur, f. 1993; maki: Embla Sigurást Hallsdóttir við- skiptafræðinemi. 2) Jón vél- virki, f. 25.12. 1953; maki: Jill Gunnarsson hjúkrunarfræð- ingur. Börn þeirra eru: a) Amy Sóley endurskoðandi, f. 1988, b) Elliot Guðni rafmagnsverk- fræðingur, f. 1990. 3) Gunn- arhúsasmiður, f. 8.7. 1957; maki: Steinvör Haraldsdóttir upplýsingafræðingur. Börn þeirra eru: c) Bjarki, f. 1999, d) Karín Sól, f. 2000 og e) Egill, f. 2004, en eldri börn Gunnars eru: a) Kári landfræðingur, f. 1979. Móðir Hrönn Pálsdóttir, maki Dan Martin Johannessen, og b) Dagbjört María tungu- málakennari, f. 1985. Móðir Kristín B. Óskarsdóttir, maki Kojiro Itosu og sonur hennar er Benjamín Úlfur, f. 2003. 4) Örn sagnfræðingur, f. 9.6. 1966, maki Krasimir Nikolov Iliev, 5) Leon, f. 26.12. 1969, eðlisfræðingur. Gunnar ólst upp á Úlfarsá til 12 ára aldurs, en þá hætti fjöl- skyldan búskap og flutti að Langholtsvegi 67, Reykjavík. Fyrsta skólagangan var í Brú- arlandi í Mosfellsbæ, svo í Laugarnesskóla og síðar varð hann gagnfræðingur frá Austurbæjarskóla. Hann lærði trésmíðar í Iðnskólanum og afl- aði sér að lokum meistararétt- inda. Gunnar vann við trésmíð- ar allan sinn starfsaldur. Útför Guðna Gunnars fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 22. júlí 2016, klukkan 13. hafa þau búið í næstum 60 ár. Þau eignuðust fimm börn, barnabörnin eru orðin 13 og barnabarnabörnin átta. Börn Gunnars og Ingibjargar eru: 1) María hjúkrunarfræð- ingur, f. 28.9. 1952; maki: Hall- dór Jónsson jr. bæklunarlæknir. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg María við- skiptafræðingur, f. 1976; maki: Ómar Líndal Marteinsson tann- læknir. Börn þeirra eru: María Björk, f. 2002, Mikael Bjarki, f. 2005, Mattías Bjarmi, f. 2008, b) Hulda hjúkrunarfræðingur, f. 1978; maki: Birkir Már Krist- insson sjúkraþjálfari. Börn þeirra eru: Eva Rakel, f. 2006, Tindur Elí, f. 2009, Elín María, f. 2011. c) Heiðdís tannlæknir, f. 1981; maki: Guðmundur Víðir Guðmundsson viðskipta- fræðingur. Dóttir þeirra er Ása Bryndís, f. 2014. d) Helen tann- smiður f. 1987; maki: Gísli Örn Reynisson Schram lögfræð- ingur. e) Jón Páll, grafískur hönnuður, f. 1990; maki: Re- bekka Logadóttir flugnemi, f) Davíð Guðni hugbúnaðarverk- Ég kveð í dag góðan föður. Hann var mjög ábyrgur og góður maður, léttur í lund, dagfarsprúð- ur og hann setti konu sína og fjöl- skyldu í fyrsta sæti. Hann kynnt- ist móður minni, Ingibjörgu Maríu, sumarið 1950 á Borðeyri þar sem hún var að vinna á sím- stöðinni og hann að vinna við smíði nýju símstöðvarinnar ásamt föður sínum. Hann var aðeins 22 ára þegar hann fékk úthlutað lóð að Hlé- gerði 10 í Kópavogi og var þá kom- inn með konu og tvö börn á fyrsta og öðru ári. Húsið reis smátt og smátt, fyrst var kjallarinn byggð- ur með lítilli íbúð og nokkrum ár- um síðar var efri hæðin risin og börnin orðin þrjú og síðar bættust tvö til viðbótar í hópinn. Pabbi var alltaf duglegur til vinnu og sá vel fyrir fjölskyldu sinni, en mamma sinnti börnum og heimili fyrstu ár- in eins og vanalegt var á þessum tíma. Helgarskemmtun fjölskyld- unnar var að fara í bíltúr, enda var pabbi yfirleitt á stórum amerísk- um bílum, þótt þeir væru ekki af nýjustu árgerð. Einnig var farið í sumarfrí til ættingja bæði á Ísa- fjörð til móðurfjölskyldu mömmu og til Húsavíkur, til systur mömmu og fjölskyldu. Þar var oft kátt meðal margra systkinabarna. Þegar börnin fóru að vaxa úr grasi fóru pabbi og mamma að fara í utanlandsferðir. Þau höfðu mjög gaman af að ferðast og fóru m.a. til Asíu, Kúbu, oft til Banda- ríkjanna, til Hawaii og til flestra Evrópulanda. Börn þeirra hafa einnig búið erlendis og hafa þau farið til þeirra í margar heimsókn- ir. Pabbi var mjög fróður um alla hluti og var oft leitað til hans með álit, hann fylgdist einnig vel með þjóðmálum. Hann var réttsýnn og heiðarlegur og alltaf tilbúinn að hjálpa til. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa pabba svona lengi, en hann hefur í tvígang verið mjög veikur og nærri dáinn. Árið 2007 fór hann í stóra og erfiða hjartaað- gerð og árið 2010 fékk hann blóð- tappa og blóðeitrun og var mán- uðum saman á spítala. Hann varð eftir það hálflamaður í vinstri hlið, en gat með undraverðum árangri náð sér vel aftur, enda kallaði starfsfólkið hann „Kraftaverkið sitt“. Það lýsir vel sjálfsaganum sem hann hafði, enda var hann fljótur að ná sér og sinnti sjúkra- þjálfun og æfingum samviskusam- lega. Þó verður að segjast að þeg- ar hann var orðinn lasinn á síðustu mánuðum og sá sjúkraþjálfarann nálgast sagðist hann hafa farið inn á klósett til að fela sig, þá sögðu hjúkrunarfræðingarnir: „Gunnar, það þýðir ekki að fela sig, sjúkra- þjálfarinn er búinn að sjá þig.“ Starfsfólk sjúkrahússins hafði oft orð á hvað hann væri gamansam- ur og hnyttinn í tilsvörum. Síðasta haust fór pabbi að verða þreyttari og fyrir fjórum mánuðum uppgötvaðist að hann væri með krabbamein. Hann fékk lyfjameðferð og átti góða mánuði með mömmu á Vífilsstöðum. Fyrir hálfum mánuði náði sjúkdómurinn yfirhöndinni og tók fljótt af. Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt. Ég bið góðan Guð að geyma þig og trúi að við munum sjást þótt síðar verði. Þín dóttir, María. Pabbi dáinn. Á svona tímamót- um sækja að manni ýmsar minn- ingar. Ég ætla að reyna að rifja hér upp nokkrar þeirra. Pabbi var maður sem gerði allt sjálfur. Hann var alltaf í vinnunni og tók sér aldrei frí nema hann væri að fara í eitthvert ferðalag. Hann byggði húsið sjálfur enda húsasmiður en málaði, veggfóðr- aði, dúklagði, lagði fyrir ofnum o.fl. jafnframt því. Hann átti lengst af gamla stóra ameríska bíla sem hann gerði líka við sjálfur og keyrði þá þar til þeir gáfust upp. Sama gilti um jólaseríuna. Við áttum jólaseríu á jólatréð sem var komin nokkuð til ára sinna. Á Þorláksmessu á hverju ári sat pabbi við eldhúsborðið með ser- íuna til að fá hana til að lýsa. Þegar það gekk ekki hafði hann á orði að henda seríunni og kaupa nýja. En hann gafst ekki upp. Við nánari skoðun sá hann að botninn var far- inn úr nokkrum fatningum. Þá náði hann í lóðbolta og lóðaði nokkrar perur fastar. Þá komst ljós á seríuna og þannig var hún notuð nokkur ár í viðbót. Það var alltaf gott að leita til hans ef mann vantaði aðstoð við eitthvað verklegt eða var í ein- hverju veseni með bílinn. Þá var hann strax kominn. Pabbi var mikill húmoristi. Hafði svolítið gráglettnislegan húmor. Hann sagði yfirleitt ekki gamansögur en greip á lofti eitt og annað í samtölum og gerði grín að. Sem dæmi má nefna þegar hann lá á Landspítalanum og hjúkrun- arkona kemur. „Hérna eru nú lyf- in þín Gunnar. Svo kem ég rétt strax með vatnið.“ Já, ég skal bara bíða eftir þér hér á meðan sagði pabbi eins og hann væri að fara eitthvað. Mömmu og pabba áskotnaðist grill þegar ég var ca. tíu ára. Þetta var kolagrill og pabbi fór að fikra sig áfram með að grilla og varð fljótt mjög flinkur í því eins og öðru sem hann tók sér fyrir hend- ur. Seinna kom svo gasgrill sem var mikið notað. Alltaf þegar við Krasimir komum í heimsókn að sumri til var grillað. Þetta varð líka til þess að pabbi fór að elda mat heima sem hann hafði ekki mikið gert af áður og varð ágætis- kokkur. Mamma og pabbi höfðu mjög gaman af ferðalögum og fóru ansi víða. Það réðst reyndar oft af því hvar börnin og barnabörnin bjuggu, t.d. í Svíþjóð, Kanada eða Bandaríkjunum. Svo fóru þau líka í ferðalög eins og til Hawaii, Kúbu og Tælands. Nú er skarð fyrir skildi og mamma ein eftir 65 ára samveru. Eftir situr minning um frábær- an mann, pabba minn. Örn og Krasimir. „Þá er elsku pabbi kominn í Guðsríkið“ eins og María dóttir hans orðaði það svo fallega þegar hún tilkynnti okkur andlát okkar ástkæra Gunnars. Elsku pabbi, afi og tengda- pabbi, nú er komið að kveðju- stundinni. Við verðum að sætta okkur við að þú hefur yfirgefið jarðlífið. Eftir stendur söknuður og sorg. En samtímis erum við svo óendanlega þakklát fyrir að hafa mátt vera samferða þér. Þér fylgdi ávallt ferskur og hlýr andblær. Það var notalegt í návist þinni, ætíð stutt í brosið og spaug- ið en ekki dvalið við vol og víl. Við söknum þess að geta ekki lengur spjallað við þig um heimsins gagn og nauðsynjar, þar sem þú hafðir svo margt áhugavert til málanna að leggja. Takk fyrir ótal góðar stundir sem við áttum saman heimavið, á verkstæðinu, á ferðalögum og ekki síst fyrir stuðninginn og áhugann sem þú sýndir með því að mæta á alls kyns uppákomur í skólum og tómstundastarfi barnanna þrátt fyrir að heilsan væri farin að dala og veður og færð væri ekki upp á það besta. Minningin um alúð þína, hlýju, hjálpsemi, prakkaralegt bros og alla mörgu mannkostina sem þú varst gæddur mun ætíð lifa með okkur. Guð geymi þig, elsku pabbi og afi okkar. Þín Gunnar, Steinvör, Bjarki, Karín Sól og Egill. „Láttu Maríu í friði“ – svo var skellt á; þetta voru fyrstu kynni mín við Gunnar tengdapabba. Ég var að hringja í fyrsta sinn í heim- ilissímann, af því María svaraði ekki í númerum sem ég hafði. Eft- ir smástund hringdi síminn minn og hás rödd sagði: „Hæ, þetta er Maja. Ég er veik heima og pabbi er bara að passa mig; það er alltaf verið að hringja úr vinnunni.“ Viku seinna kom ég í fyrstu heim- sóknina í Hlégerði. Við Inga vor- um fljót að tengjast gegnum Ísa- fjörð. Gunnar bað mig afsökunar, en svo fór hann að gantast og segja brandara. Við urðum perlu- vinir sem aldrei bar skugga á, en slíkt er í dag gersemar, dýrmæt- ari en öll auðæfi. Gunnar lífgaði alltaf upp á um- hverfi sitt og tilveru. Þessu kynnt- ist ég í fyrstu sumarvinnunni í Reykjavík sem handlangari hjá honum og Böðvari. Það var mikið stress að klára byggingu og menn tjáðu sig ógætilega, nema Gunnar – hann brosti og glensaðist þannig að allt féll í ljúfa löð. Gunnari fannst gaman að fara til vinnu, var stundvís og vinnuheldinn; þrátt fyrir léttleikann var hann ákveð- inn, handlaginn og útsjónarsam- ur. Þessir eiginleikar gerðu það að verkum að vinnufélagarnir báru til hans mikið traust og virðingu. Þrátt fyrir langan vinnudag var Gunnar alltaf tilbúinn að hjálpa okkur Maríu með góð ráð og margvíslega smíðavinnu. Gunnar undi sér vel í bílskúrn- um að gera við eða pússa bílinn sem, þegar ég kom til sögunnar, var sjálfskiptur svartur Rambler, Y-603. Á kvöldin og um helgar var mannmargt þegar strákarnir voru líka með vini sína og bíla. Eitt sinn kom ég með bilaðan Saab og urðu miklar umræður um hvort hann gæti yfirhöfuð talist til bíla, þar sem hann var ekki amerískur. Það hlógu allir mikið, nema ég og Gunnar, hann stóð með mér. Þessa tryggð innsiglaði hann rækilega þegar ég ætlaði heim með strætó, en þá rétti hann mér lyklana og sagði: „Taktu Rambler- inn!“ Það varð slík þögn að það var eins og ég hefði fengið hand- sprengju. Það stóðu allir graf- kyrrir og þögulir á meðan ég bakkaði út, en Gunnar glotti og kinkaði kolli. Þegar ég kom heim sagði María: „Skrýtið, hann lánar engum bílinn!“ Gunnar var með sterkan sjálfs- aga eins og sjá mátti við endur- hæfingu eftir heilatappann 2010. Þessi uppákoma markaði hann mest, hann átti erfitt með að ferðast og varð úthalds- og fram- taksminni; sem betur fer hélt glettnin áfram. Það var yndisleg upplifun að sjá hvernig þau Inga studdu hvort annað í veikindum sínum. Um miðjan mars voru bæði flutt á sjúkrahús. Áttu síðan að fara á Vífilsstaði, en þá greind- ist Gunnar með kirtilfrumuæxli á háu stigi. Fyrsta meðferð skilaði betri líðan og bjartari framtíð, en þá skall á lifrarbilun sem ekki varð við ráðið. Gunnar tók lokasprett- inn með glettni fram á síðasta and- artak. Eftir kynni mín við Gunnar er mikill söknuður við fráfall hans, en líka gleði og stolt yfir að hafa átt slíkan tengdaföður. Hjá börnum okkar Maríu og barnabörnum er umtalað hvað Gunnar afi og langafi hafi alltaf verið góður, gamansamur og mikill grínisti. Betra veganesti er ekki hægt að skilja eftir inn í endurminningar afkomenda sinna. Halldór Jónsson jr. Það var alltaf stutt í gleðina hjá honum afa. Glettnislegt bros og stríðnislegur húmor. Það var al- veg sama hverjar aðstæðurnar voru, hann var alltaf hress og kom með skemmtilega brandara. Ég minnist þess einu sinni þeg- ar hann sagaði af litla fingrinum sínum, þá lét hann það ekki mikið á sig fá heldur sagði okkur krökk- unum að það væri mun betra að hafa hann svona aðeins styttri, þá hætti hann að flækjast fyrir hon- um. En nú er elsku afi farinn frá okkur en þó kominn á betri stað á himninum að grínast með Guði. Guð er yfir mér, Guð umlykur mig, ég stend í lófa hans, frá upphafi allt til enda og til eilífðar. (Frá Iona. Bænabókin) Þín Heiðdís. Elsku Gunnar afi er búinn að kveðja þennan heim. Þegar ég var yngri og átti heima í Svíþjóð fór- um við oft til ömmu og afa í Kópa- vogi á sumrin. Afi fór í sund á hverjum degi og leit því alltaf út eins og hann væri nýkominn heim frá sólarlöndum. Ég man eftir honum sólbrúnum að grilla mat- inn á sumrin. Afi var einstaklega jákvæður og glettinn. Hann sagði oft brandara og alltaf stutt í brosið hjá honum. Afi var húsasmiður og var mjög hjálpsamur. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð í Hlíðunum þá frétti afi að mig langaði til að hafa skraut- lista í kringum glugga og hurðir. Afi fór og smíðaði listana og var mættur með þá daginn eftir. Síðan þegar flæddi yfir eldhúsið frá upp- þvottavélinni var hann fyrstur til að mæta og hjálpa til. Síðustu árin hefur hann nokkr- um sinnum lagst inn á sjúkrahús alvarlega veikur og tvísýnt um horfur hans en alltaf reis hann upp aftur. Síðustu vikurnar fékk hann góða umönnun á Landspítalanum. Í eitt skiptið þegar ég kom að heimsækja hann þar sagði hann glettinn á svip að hann hefði farið inn á bað og falið sig fyrir sjúkra- þjálfaranum til að sleppa við að gera æfingar. Það var því alltaf stutt í grínið hjá honum þrátt fyrir veikindin. Ég var að vona að afi myndi sigrast á þessum veikind- um eins og hann hafði áður gert. En í þetta skiptið var tími hans kominn og ég veit að hann er á góðum stað. Takk fyrir allt. Hulda og fjölskylda. Í dag kveðjum við elsku afa, tengdaafa og langafa, Guðna Gunnar Jónsson, eða Gunnar afa eins og við kölluðum hann alltaf. Gunnar afi var mjög hæglátur og rólegur maður, hjálpsamur, alltaf góðlegur, hlýr, brosmildur og stutt í kímnina. Gott var að ræða við hann um það sem verið var að fást við hverju sinni og hafði hann óþrjótandi þolinmæði gagnvart því að hlusta á og ræða ýmsar vangaveltur ungra hjóna um lífið og tilveruna. Afi var húsasmíðameistari og í seinni tíð var mikið rætt um húsið sem við ætluðum að byggja ein- hvern tímann og er nú loksins komið í bígerð. Gunnar afi fær nú besta sætið til að fylgjast með framkvæmdunum. Guð geymi þig, elsku Gunnar afi okkar, og takk fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ástarkveðjur, Inga, Ómar, María, Mikael og Mattías. Gunnar afi glettinn var og alltaf í lundu léttur. Hann mun ávallt eiga hjartastað þar er hann vel settur. Það var sama hvað á bjátaði hjá Gunnari afa. Hvort sem það var fingur sem hvarf undan smiðssög- inni eða svínalokan sem hann fékk í hjartaaðgerð þá var hann alltaf sami húmoristinn. Frásögnin var aldrei á alvarlegu nótunum heldur mætti hann erfiðum aðstæðum með góðu hugarfari, glettni og gríni. „Það er ótrúlegt hvað það heyrist í svíninu,“ sagði hann og var sannfærður um að hann hefði byrjað að hrjóta eftir aðgerðina. Það má segja að viðhorf hans hafi litað okkur bræðurna þar sem við reynum eftir bestu getu að mæta erfiðleikum lífsins á sama hátt og afi, léttir í lundu. Gunnars afa verður svo sann- arlega sárt saknað. Davíð Guðni Halldórsson og Jón Páll Halldórsson. Gunnar Jónsson, mágur minn, lést 12. júlí 2016 eftir erfið veik- indi. Ég minnist hans sem síbros- andi manns, sem alltaf gat bent á bjartari hliðar lífsins, hvernig sem allt valt. Það var einmitt þessi eig- inleiki sem ég tók fyrst eftir í fari hans og frá því að Inga systir mín kynnti hann fyrir fjölskyldunni, flutti hann birtu og jákvæðni inn í okkar líf. Fyrir nokkrum vikum heim- sóttum við Lilja hann á Landspít- alann, var hann þá ansi lasinn og ég sagði við hann þegar við vorum að fara að ég vonaði að hann yrði hressari þegar við kæmum næst. Þá svaraði Gunnar með glettnis- bros á vör: „Ja, ef þetta fer ekki að lagast þá heldur það bara áfram að versna!“ Þetta var honum líkt. Þegar ég var við nám í Háskóla Íslands, bjuggum við Lilja í kjall- araíbúðinni í Hlégerði 10 í eitt ár. Með fyrstu minningum mínum um Gunnar er einmitt þegar hann var að byggja fyrstu hæðina í Hlé- gerði 10. Lóðin var eins og æv- intýragarður fyrir okkur krakk- ana, með „tvö tún og einn móa“. Gunnar var einn af þessum fjöl- hæfu mönnum sem gátu allt. Hann kom að öllum þáttum bygg- ingar Hlégerðisins og vann oftast langan vinnudag. Hann var samt mjög virkur í öllu á heimilinu, hvort sem það voru heimilisstörf eða barnauppeldi. Og alltaf hafði hann tíma til að skutlast út á flug- völl til að sækja tengdamömmu sína þegar mamma brá sér til Reykjavíkur og keyra okkur um allar trissur. Svo finnst mér eiginlega að hann hafi aldrei farið langt frá henni systur minni, og eiginlega voru þau alltaf saman með fjöl- skyldunni sinni. En hann kunni líka að njóta lífsins og ekki síst að ferðast. Inga og Gunnar ferðuðust býsna mikið enda áttu þau afkom- endur í Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Elsta dóttir þeirra, María, bjó með manni sínum, Halldóri Jóns- syni frá Ísafirði, í Svíþjóð meðan hann var þar við framhaldsnám í læknisfræði og síðar við störf sem sérfræðingur og Jón Gunnarsson, elsti sonurinn, hefur búið í Seattle í Bandaríkjunum í mörg ár. Svo hefur systir okkar Ingu, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, búið í Dan- mörku frá unga aldri. Það voru einnig ófáar sólarlandaferðirnar þeirra Gunnars og Ingu og fyrir utan ferðir í sólina í Suður-Evrópu fóru þau bæði til Hawaii og Tæ- lands. Það voru stórviðburðir í fjöl- skyldunni þegar Gunnar og Inga komu keyrandi til Ísafjarðar og á ég góðar minningar um þær heim- sóknir allar. Þá var gjarnan farið inn í Súðavík í heimsókn til Elín- borgar föðurömmu okkar Ingu, sem þar bjó hjá Guðbjörgu systur pabba. Allt eru þetta ævintýri í minningunni. Ég má til með að minnast á hvað sonur þeirra, Leon Gunnar- son, sem búsettur er í Þýskalandi, hefur verið natinn og hjálpsamur síðustu árin, en öll hafa systkinin og þeirra makar létt undir með þeim, aðstoðað við innkaup og við- haldsverk. Okkur Lilju þótti alla tíð afar vænt um hann Gunnar og höfum kunnað að meta mannkosti hans og hans góðu nærveru. Að leiðar- lokum viljum við biðja góðan Guð að varðveita hann og sendum Ingu og börnum þeirra – Maríu, Jóni, Gunnari, Erni og Leon – og fjöl- skyldunni allri hlýjar samúðar- kveðjur. Ásgeir Erling Gunnarsson, Lilja Guðrún Steinsdóttir. Guðni Gunnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.