Morgunblaðið - 22.07.2016, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Vilberg Ingi Kristjánsson, pípulagningameistari í Ólafsvík, erfertugur í dag. Hann hefur rekið eigið fyrirtæki, VK lagnir,frá árinu 2007. „Það er nóg að gera og það verður lítið um frí
þetta sumarið. Ég er með þrjá menn í vinnu núna og starfa mikið fyrir
bæjarfélagið, Snæfellsbæ, við vatnsveitu- og fráveitumál. Er líka að
vinna í sambandi við sjávarútveginn og ferðaþjónustuna en það er
mikill uppgangur í henni hér í Ólafsvík.“
– En er ekki einhver tími til að halda upp á afmælið? Jú, það verður
skotist á Grundfirska daga um helgina en tengdafjölskyldan býr í
Grundarfirði og ég fer þangað í kvöld. Síðan tek ég mér frí fyrstu vik-
una í september en þá ætlum við hjónin til Almeria á Spáni.“
Eiginkona Vilbergs er Ásdís Lilja Pétursdóttir. Hún er menntaður
kennari en vinnur í tæknideildinni í Snæfellsbæ hjá byggingarfull-
trúa. Dætur þeirra eru Birgitta Sól, 14 ára, og Hjördís María, 8 ára,
en fyrir átti Ásdís Andra Má sem er 19 ára.
„Þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég að hjóla eins og allir Íslend-
ingar og er búinn að vera í því síðustu fimm árin. Hjóla langar vega-
lengdir og hef líka verið að keppa, lengsta keppnin sem ég hef tekið
þátt í var 82 km. Að hjóla og fótboltinn er sameiginlegt áhugamál
okkar hjóna en hún spilar enn með meistaraflokkiVíkings.“ Vilberg
var áður mikið í fótbolta og spilaði í markinu fyrir Víking í heima-
bænum í ein 13 ár. „Ég byrjaði í neðstu deild með þeim en hætti árið
2005 en þá vorum við komnir í næstefstu deild. Nú erum við í 5. sæti í
efstu deild og gaman að fylgjast með því.“ Vilberg spilaði einnig með
Skallagrími árin 1998-1999 og Fylki árin 2000-2001 þegar þeir urðu
bikarmeistarar.
Ljósmynd/Stefán Ingvar Guðmundsson
Fjölskyldan Vilberg, Ásdís og börn við fermingu Birgittu.
Hjólar og horfir á
sína menn í boltanum
Vilberg Kristjánsson er fertugur í dag
H
líf Steingrímsdóttir
fæddist í Garðabæ 22.
júlí 1966. „Foreldrar
mínir voru einir frum-
byggja Arnarnessins.
Þar var mjög gaman að alast upp, ná-
lægt sjó, berjalandi og óbyggðu
svæði og einnig mikið af húsum í
byggingu sem þótti tilvalið leiksvæði
í þá daga.“
Hlíf fór í Flataskóla og svo í Garða-
skóla. Í framhaldinu fór hún í MR
þaðan sem hún lauk stúdentsprófi
1986. Á grunnskóla- og mennta-
skólaárum vann hún ýmis sumar-
störf, var í vist að passa börn frá 10
ára aldri, sendill, vann í Ísbirninum
úti á Granda, var gjaldkeri í Lands-
bankanum tvö sumur og vann svo
sem flugfreyja hjá Arnarflugi í nokk-
ur sumur. Eftir menntaskóla hóf Hlíf
nám í læknisfræði við HÍ og lauk
þaðan cand.med. et kir.-prófi árið
1992.
Sérfræðingur í blóðlækningum
Eftir störf á Borgarspítala sem
kandidat og deildarlæknir og þá m.a.
umsjónardeildarlæknir og umsjónar-
læknir neyðarbílsins lá leiðin til Sví-
þjóðar þar sem hún stundaði nám í
lyflækningum og blóðsjúkdómum við
Hlíf Steingrímsdóttir, frkvstj. lyflækningasviðs LSH – 50 ára
Afmælisbarnið Hlíf stödd á unaðsreit fjölskyldunnar á Kletti í Borgarfirði.
Verður stödd á Kletti
á afmælinu sínu
Fjórar kynslóðir Hlíf ásamt móður sinni, ömmu sinni og
nöfnu, og börnunum í heita pottinum á Kletti.
Hjónin Hlíf og Halldór ásamt hundinum Dimmu
að ganga Síldarmannagötur.
Sara S. Hafþórsdóttir og Agnes Eva Hjartardóttir söfnuðu 7.000 kr fyrir Rauða
krossinn á Íslandi fyrir utan Samkaup í Bolungarvík.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Snap-on er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á öflugum og traustum verkfærum
fyrir öll svið iðnaðar. Snap-on er vörumerki fyrir þá sem gera miklar kröfur
um gæði, endingu og áreiðanleika. Kynntu þér Snap-on vörurnar hjá Vélum
og verkfærum, úrvalið er ótrúlegt.