Morgunblaðið - 22.07.2016, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Ég fékk hugmyndina að verkinu
eftir að hafa upplifað andstæðurnar í
vetrarmyrkvanum á austurströnd
Bandaríkjanna og ljóssins í íslensku
sumrinu. Ég fann fyrir mjög sterk-
um líkamlegum viðbrögðum og lagð-
ist þá strax í hugmyndasmíði,“ segir
bandaríska sviðslistakonan Sam-
antha Shay en hún samdi og leik-
stýrir verkinu Of Light sem verður
frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld klukk-
an 20.30. Verkið verður aðeins flutt í
þetta eina skipti á Íslandi en áhorf-
endurnir í kvöld munu upplifa verkið
að mestu umluktir kolniðamyrkri.
Verkið er framleitt af kompaníinu
Source Material sem Shay stofnaði
árið 2014.
Innblástur frá hellamunkum
„Ég er búin að vera að þróa verkið
í nokkur ár. Þetta er í grunninn leik-
húsverk sem flakkar svolítið á milli
sviða þegar kemur að skilgreining-
arhugtökum. Við höfum til að mynda
kallað þetta óperu á einhverjum
tíma. Við erum að kanna ljós og
myrkur í verkinu og hvert samband
okkar er við þessi andstæðu öfl, bæði
andlega og líkamlega. Við erum að
vinna með þetta á svolítið abstrakt
máta þar sem tónlistin leikur stórt
hlutverk. Áhorfendurnir koma til
með að sitja í myrkri umvafðir
hljóði,“ segir Shay en hún þróaði
verkefnið í vinnusmiðjum í samstarfi
við annað listafólk.
„Það byrjaði með mjög djúpri
skoðun á gamalli þjóðlagatónlist frá
Mið-Austurlöndum. Ég hreifst af
fornum sögum af munkum sem
héldu til í hellum og náðu að skapa
ljós út frá titringsbylgjum radda
sinna. Ég hef mikinn áhuga á því
hvernig röddin getur verið ljósgjafi
og hvernig við getum til dæmis lýst
upp hluti með því að ljá þeim nafn.
Ég byrjaði á því að kanna þetta áður
en ég hélt til Íslands og vann hér
Gestirnir í myrkri umvafðir hljóði
Ljós Verkið verður aðeins flutt í þetta eina skipti hér á landi en Shay segir vilja til þess að flytja það aftur erlendis.
með tónlistarmönnum í vinnusmiðj-
um. Ég vann náið með góðvinkonu
minni KÁRYYN en hún frumsamdi
tónlist fyrir verkið. Það er mjög gott
að vinna með henni enda notum við
listsköpunina óspart til þess að
rækta okkar eigið samband. Þessi
samvinna okkar í gegnum sköpunina
viðheldur lífinu í okkur og hjálpar
okkur að vaxa sem manneskjur. Þá
vann ég einnig með frábærri lista-
konu, Nini Julia Bang, frá Kaup-
mannahöfn. Hún hefur kynnt sér
þjóðlagatónlist hvaðanæva úr heim-
inum og til að mynda ferðast til Síb-
eríu, Írans, Búlgaríu og Georgíu í
þeim tilgangi,“ segir hún og bætir
við að Paul Evans, Jodie Landaeu,
Emily Jackson og Suzanne Sterling
hafi einnig lagt dýrmæta hönd á plóg
en sú síðastnefnda er aðstoð-
arleikstýra verksins.
Abramovic gaf góð ráð
Of Light byggist að hluta til á ljóði
eftir Danielle Vogel, A Library of
Light, sem hún samdi við Arnar-
stapa á svipuðum tíma og Shay vann
að sínu verki.
„Í fyrsta skipti sem ég heimsótti
Ísland fór ég á Snæfellsnes og fann
þá fyrst fyrir því hversu magnað
ljósið hér er, þá sérstaklega á Arnar-
stapa. Ári síðar var ég stödd í
Reykjavík á ljóðaupplestri. Danielle
var þar og flutti þetta ljóð um mið-
nætursólina, sem hún samdi á fugla-
bjarginu á Arnarstapa. Ljóðið er óð-
ur til ljóssins þar sem ljósið talar um
sjálft sig í fleirtölu líkt og það sé hóp-
ur vera. Ljóðið hafði mikil áhrif á
mig og vikum síðar fann ég kjarkinn
til að senda henni tölvupóst þar sem
ég spurði hvort ég mætti nota ljóðið í
verkinu mínu. Hún samþykkti það
og er einmitt á leiðinni til landsins til
að sjá verkið,“ segir hún. Hin heims-
þekkta listakona Marina Abramovic,
sem stóð meðal annars fyrir The
Artist Is Present í MoMA árið 2010,
heillaðist af hugmyndum Shay um
mannslíkamann sem ljósuppsprettu
og veitti henni dýrmæta handleiðslu
sem varð þess valdandi að verkið
þróaðist frá hefðbundnu leikhúsi í
það tilraunakennda verk sem það er í
dag.
„Ég hitti Marinu fyrst þegar ég
var í verki sem hún gerði árið 2011.
Hún leiðbeindi mér mikið þegar ég
var að vinna Of Light og hvatti mig
til þess að skora á áhorfendur með
því að hafa verkið í myrkri. Það var
nefnilega þannig að verkefnið fékk
mikla athygli í fyrstu og það voru
margar stórar og merkilegar stofn-
anir sem höfðu áhuga á því. Þegar til
kastanna kom afþökkuðu þær þó all-
ar verkið. Það var ekki nægilega
góður tæknibúnaður til staðar fyrir
það, það var ekki nógu kúl og þar
fram eftir götunum. Við Marina
borðum stundum saman ef við erum
staddar í sömu borginni og þegar ég
sagði henni að ég væri að fara að
kanna myrkur í mínu næsta verki og
hvernig manneskjur eru ljósgjafar,
þá tjáði hún mér að hugmyndin væri
mjög mikilvæg. Þá fór boltinn svolít-
ið aftur að rúlla. Mörgu ungu lista-
fólki finnst það vera undir pressu til
að vera „trendí“ eða gera það sem
peningavöldin vilja að það geri en
Marina hefur alltaf hvatt mig til þess
að gera bara nákvæmlega það sem
ég hef ástríðu fyrir,“ segir Shay.
Eins og áður segir verður sýn-
ingin aðeins flutt einu sinni hér á
landi en Shay segir vilja til þess að
flytja það aftur erlendis þegar tæki-
færi gefst. Áður en sýningin hefst í
kvöld verður gestum Of Light boðið í
teathöfn inni í miðju leikhúsinu þar
sem te verður drukkið í þögn. Baelyn
Elspeth leiðir gesti í gegnum athöfn-
ina en hún hefur lært um teathafnir
frá Taívan um árabil. Í teathöfninni
verður lækningarmáttur tejurt-
arinnar skoðaður. Í tilkynningu seg-
ir að athöfnin sé dans á milli frum-
efnanna og upplifun skynfæranna
sem færir áhorfendur inn í núið og
undirbýr þá fyrir sýninguna. Þess
má geta að lokum að Source Materi-
al mun einnig frumsýna verkið A
Thousand Tongues, sem verður
framleitt í samstarfi við hina virtu
leikhússtofnun The Grotowski Insti-
tute í Póllandi, síðar á árinu.
Bandaríska listakonan Samantha
Shay frumsýnir verkið Of Light í
Tjarnarbíói í kvöld Verkið var unnið
undir handleiðslu Marinu Abramovic
Nú stendur yfir yfirlitssýningin
Draumland í galleríinu Ekkisens
sem er í kjallarahúsnæði á Berg-
staðastræti 25b. Þar eru til sýnis
verk myndlistarmannsins Völ-
undar Draumlands Björnssonar en
sýningunni er ætlað að gera skil á
verkum hans og ævistarfi.
Völundur Draumland Björnsson
var fæddur árið 1936 í Reykjavík.
Hann var samferðamaður Dags
Sigurðarsonar, Jónas Svafárs, Elí-
asar Marar og fleiri listamanna
sem áttu það sameiginlegt að lifa
og starfa á skjön við ríkjandi sam-
félagshefðir eins og segir í tilkynn-
ingu. Völundur var virkur í sýn-
ingahaldi á yngri árum og sýndi þá
oftar en ekki í slagtogi við Dag
Sigurðarson. Með árunum dró
hann sig til baka frá almennu sýn-
ingahaldi en hélt þó áfram að
vinna að verkum sínum. Hann
fékkst við tréristur, olíumálverk,
vatnslitamyndir, ljósmyndun og
þýðingar svo fátt eitt sé nefnt.
Verk hans endurspegla sterka fé-
lagslega meðvitund um íslenskt
samfélag í hnattrænu samhengi,
eru oft á tíðum mjög pólitísk og
bera sterk höfundareinkenni. Völ-
undur Draumland átti vinnustofu
og heimili á jarðhæð að Bergstaða-
stræti 25b þar til hann kvaddi
þennan jarðheim árið 2012, en í því
húsnæði hefur gallerí Ekkisens nú
verið rekið á annað ár. Sýningin
stendur til 28. ágúst.
Gallerí Ekkisens hefur verið rekið á Bergstaðastræti 25b í um tvö ár.
Draumland í Ekkisens