Morgunblaðið - 22.07.2016, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2016
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Þetta er samtímasaga úr Reykjavík
um venjulegt fólk í tilgangslausu
stríði hvað við annað,“ segir Grímar
Jónsson framleiðandi, en tökur eru
hafnar á nýrri íslenskri kvikmynd,
Undir trénu, í leikstjórn Hafsteins
Gunnars Sigurðssonar en hann skrif-
aði einnig handritið ásamt Huldari
Breiðfjörð.
„Þetta snýst um nágranna- og for-
ræðisdeilur og þess háttar þar sem
allt fer úr böndunum. Það kannast
flestir við þetta þema,“ bætir Grímar
við en hann framleiðir myndina
ásamt Sindra Páli Kjartanssyni og
Þóri Snæ Sigurjónssyni fyrir hönd
Netop Films.
Myndin er í grunninn dramatísk
mynd en á henni eru kómískir fletir
og á köflum væri hægt að tala um
spennumynd. Hún gerist í Reykjavík
samtímans þar sem Steindi Jr., Sig-
urður Sigurjónsson, Edda Björg-
vinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og
Selma Björnsdóttir fara með aðal-
hlutverkin. „Þetta eru leikarar sem
fólk hefur meira séð í kómísku sam-
hengi en ég finn strax fyrir því eftir
fyrstu dagana í tökum að það er
mjög þakklátt að sjá þessa frábæru
leikara í svona dramatískum hlut-
verkum líka.“
Tökur standa yfir næstu sex vik-
urnar og áætlað er að frumsýna
myndina öðruhvorumegin við sum-
arið 2017. Þegar hafa borist nokkur
tilboð frá erlendum framleiðslufyr-
irtækjum sem vilja kaupa réttinn á
endurgerð myndarinnar.
„Magnað ferli að finna tréð“
Einn helsti örlagavaldur mynd-
arinnar er þó stórt og veglegt tré af
tegundinni garðhlynur. Staðsetning
trésins veldur því að heiftúðugar
deilur myndast á milli fjölskyldn-
anna í myndinni sem búa hlið við hlið
en tréð varpar skugga á sólpall ann-
arrar fjölskyldunnar.
Slíkar deilur eru ekki aðeins ís-
lenskt fyrirbæri þó þær séu vissu-
lega algengar hér á landi. „Ég er
Garðhlynurinn gerður ódauðlegur
Undir trénu Steindi Jr., Hafsteinn Gunnar, Siggi Sigurjóns og Edda Björgvins á fyrsta tökudegi myndarinnar.
ánægður með hvað þema mynd-
arinnar er alþjóðlegt og eitthvað sem
flestir geta tengt við.“
Það var þó ekki hlaupið að því að
finna fallegan garðhlyn í borginni
sem hægt væri að nota í myndinni án
þess að hann biði skaða af. „Það var
magnað ferli að finna tréð því tré eru
mjög heilög hjá mörgum, nema
kannski aspirnar en okkur langaði
ekki í ösp,“ segir Grímar en leik-
stjórinn hafði óskað eftir garðhlyn
sem er með sjaldgæfari trjám. Upp
komst svo um garðhlyn í Skerjafirð-
inum en til stóð að höggva tréð og
fjarlægja það. „Við tókum því að
okkur að fjarlægja tréð og fórum
með það nálægt sjónum í Skerjafirð-
inum þar sem við gátum myndað
tréð úr öllum áttum,“ segir Grímar
en hafa þurfti hraðar hendur því það
tekur aðeins um tvo daga fyrir lauf-
blöðin að fölna og falla af eftir að tré
er fellt.
Stofninn verður notaður á töku-
stað myndarinnar en krónu trésins
verður komið fyrir í myndinni með
hjálp tækninnar.
„Við getum því alveg sagt með
góðri samvisku að engin tré hafi
hlotið skaða við gerð myndarinnar,“
segir Grímar léttur í bragði en tréð
hafi þvert á móti verið gert ódauð-
legt.
Fjögur tungumál töluð
Undir trénu er íslensk, dönsk,
pólsk samframleiðsla og hlaut verk-
efnið nýlega stuðning frá evrópska
kvikmyndasjóðnum Eurimages
ásamt Norræna kvikmynda- og sjón-
varpssjóðnum. „Það er mikill heiður
og skemmtilegt að setja saman
svona samframleiðslu. Hingað er
kominn hópur fagfólks frá Dan-
mörku og Póllandi, verkefnið fer vel
af stað,“ segir Grímar.
Þegar styrkir fást úr erlendum
kvikmyndasjóðum þarf að ákveða
hvernig þeim fjármunum verði best
varið með aðkomu þeirra þjóða sem
veita styrkinn. „Við finnum leiðir til
að eyða þeim peningum sem við
fáum að utan þannig að það nýtist
myndinni alltaf sem best,“ segir
hann en ákveðið var að fá pólskan
tökumann, tökulið og ljósadeild en
danska tölvueftirvinnsludeild, brell-
ur og förðun.
„Tökurnar fara vel af stað en það
er ákveðin áskorun þar sem við erum
með fagfólk frá Danmörku og Pól-
landi og því töluð fjögur tungumál á
setti – en það er ótrúlega góð stemn-
ing.“
Engir nýgræðingar
„Maður finnur fyrir því að maður
er í allt öðruvísi sporum núna en áð-
ur,“ segir Grímar en íslensk kvik-
myndagerð standi vel á alþjóðlegum
vettvangi í kjölfar velgengni kvik-
myndanna Hrúta, Fúsa og Þrasta á
síðustu tveimur árum.
Mikið sé horft til lengri tíma í sam-
starfi milli fyrirtækja um framleiðslu
kvikmynda og reynt að byggja upp
langtímasamband þeirra á milli.
Að myndinni Undir trénu standa
engir nýgræðingar í íslenskri kvik-
myndagerð en Grímar hefur ásamt
Sindra Páli og Þóri Snæ unnið að
framleiðslu kvikmynda um langt
skeið. Þá leikstýrði Hafsteinn Gunn-
ar, leikstjórinn, áður myndunum Á
annan veg árið 2011 og París norð-
ursins árið 2014.
Tökur hafnar á nýrri íslenskri kvikmynd, Undir trénu Stjörnum prýdd samtímasaga úr Reykja-
vík þar sem tré er í aðalhlutverki Íslensk, dönsk og pólsk samframleiðsla Mikill áhugi erlendis
Tréð Garðhlynurinn myndaður í bak og fyrir en hann leikur stórt hlutverk.
Í gullfallegu miðaldaumhverfi á
rómantísku torgi í hollensku borg-
inni Maastricht hefur fiðluleikarinn
André Rieu haldið árlega tónleika
síðustu tólf árin.
Um er að ræða miðsumarstón-
leika þar sem André Rieu nýtur
stuðnings Johann Strauss Orchestra
auk fjölda frægra einleikara og sér-
stakra gesta.
Þrátt fyrir að þúsundir sæki tón-
leika hans á hverju ári komast færri
að en vilja. Til að mæta áhuga fólks á
miðsumarstónleikum André hefur
Sena í samvinnu við CinemaLive
tryggt beina útsendingu af tón-
leikum fiðluleikarans og verða þeir
sýndir í Háskólabíói á morgun, laug-
ardag, klukkan 18.
André leikur valsa, klassíska tón-
list, óperettur og söngleikjatónlist
sem seint mun gleymast og með
beinu hágæða útsendingunum fá
aðdáendur Andrés um allan heim
tækifæri til að njóta þessara und-
ursamlegu tónleika á hvíta tjaldinu.
List Tónleikar André Rieu eru fjölbreyttir og flestir finna eitthvað við sitt
hæfi þegar fiðluleikarinn stígur á sviðið til að skemmta fólki.
André Rieu í beinni út-
sendingu í Háskólabíói
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af
öryggisvörum