Morgunblaðið - 28.07.2016, Page 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2016
Ég er í losti. Í
stuttu máli sagt
þá brá ég mér til
Berlínar og fékk
áfall. Fyrir fram
stóð ég í þeirri
trú að ég myndi
dvelja í úthverfi
borgarinnar. Ég
hafði farið með
Gúgul um svæð-
ið og séð að í
næsta nágrenni við íbúðina
mína er skógur – nei, ég
meina frumskógur. Sem
reyndist líka rétt. Daglangt
hjólaði ég um þennan skóg og
komst að tvennu, hann er að
minnsta kosti fimmfaldur
Vaglaskógur og – það sem
hrelldi mig – hann leggur und-
ir sig gróflega mikið borg-
arland.
Vita ekkert í sinn haus
Hitt reyndist hins vegar
rangt, ég var ekki í neinu út-
hverfi heldur aðeins í 20 mín-
útna hjólafjarlægð frá mið-
bænum. En mér var vorkunn
með þennan frumskóg nánast
handan við hornið. Hvernig
átti mér að hugkvæmast að
nokkrum manni dytti í hug að
fara svona með dýrmætt
borgarplássið? Ég bara spyr.
Hrellingum mínum var þó
engan veginn lokið. Á leið í
miðbæinn varð fljótlega á vegi
mínum stór garður með vatni í
miðju. Út undan mér sá ég
aðra minni. Áfram var haldið
og trú mín á skipulagshæfi-
leika Berlínarbúa fór hratt
þverrandi.
Tók þó út yfir allan þjófa-
bálk þegar kom í sjálfan
miðbæinn. Þar blasti við eitt-
hvað sem borgarbúar kalla
Tiergarten og er gríðarstór –
jú, einmitt – gríðarstór garð-
ur, enn einn. Og
það í sjálfu
hjarta borgar-
innar.
Vita menn-
irnir ekkert í
sinn haus, hugs-
aði ég, reyndur
Íslendingurinn í
þéttingu byggða
sem er hið helg-
asta vé borgar-
skipulags.
Hremmingum
mínum var þó
ekki lokið. Engan veginn.
Þá flæddu tárin
Ég segi ykkur satt að við
sjálft lá að ég tárfelldi þegar
ég kom að þinghúsi Þjóðverja
og sá þar stærðar grasblett,
nei, hann var tún að stærð, og
gjörsamlega ónýttur. Bara
gras og það heldur ljótt og
ekkert annað. Hugsið ykkur!
Í rusli hörfaði ég undan og
kom að stjórnarráðsbygg-
ingum sem eru þarna nærri.
Og aftur blöstu við mér tún,
gjörsamlega vannýtt. Engum
til gagns. Nú varð ekki lengur
við neitt ráðið, tárin hrundu
niður vanga.
Gerðu í nytina sína
Mér var svo brugðið að
samferðarmenn mínir sáu sér
þann kost vænstan að leiða
mig í burtu rænulítinn af
harmi. Vissulega vildu þeir vel
en lengi getur vont versnað.
Eftir 15 mínútna reið á hjóli
rankaði ég aftur við mér á ein-
um stærsta flugvelli Evrópu
millistríðsáranna, Tempelhof.
En hugsið ykkur, það er búið
að leggja hann niður. Flug-
brautirnar eru þó þarna enn
þá og gríðarlegar flugvall-
arbyggingar. En nýtingin –
guð minn almáttugur hjálpi
mér og þó aðallega Berlínar-
búum. Síðan 2008 hefur engin
flugvél lent þarna, hvað þá
hafið sig til flugs.
Borgaryfirvöldum var þó
ekki alls varnað. Eins og viti-
bornum mönnum sæmir vildu
þau nýta svæðið, byggja þar
íbúðir og annað sem hæfir
borgarbyggð. En pólitíkus-
arnir gerðu illa í nytina sína.
Haldið þið ekki að þeir hafi
boðið almenningi að segja álit
sitt. Og almenningur vildi ekki
byggja. Og hverjar eru afleið-
ingarnar? Jú, Berlínarbúar
sitja uppi með enn einn al-
menningsgarðinn, ef það er þá
réttnefni yfir svæði sem er
stærra en Mónakó að flatar-
máli.
Dagur B. og
Logi til hjálpar
Er nema von að ég geti ekki
á heilum mér tekið? Ég kann
vel við mig í Þýskalandi og
mér er hlýtt til þýsku þjóðar-
innar sem, því miður, hefur
ekki hundsvit á skipulagsmál-
um. En þar sem ég er bara-
jón hlustar enginn á mig.
Örvæntingarfullur, raunar
á barmi taugaáfalls, skrifa ég
því þessar línur í þeirri von að
stjórnvöld höfuðborgarinnar
og Akureyrar leggi nú saman
krafta sína og sendi Berlínar-
búum ekta fræðinga sem
kunna hið eina sanna faðirvor
skipulagsfræðanna um þétt-
ingu byggðar.
Í bljúgri bæn og með þökk
fyrir birtinguna.
Berlínarbúar –
skelfilegir einfeldningar
Eftir Jón
Hjaltason »Hvernig getur
nokkrum
manni dottið í hug
að fara svona með
dýrmætt borgar-
plássið?
Jón Hjaltason
Höfundur er sagnfræðingur.
Í hvernig
þjóðfélagi bý
ég? Nú er
nýbúið að
hækka laun
þeirra sem
hæstu launin
hafa og það um
ekkert smá-
ræði. Í síðustu
samningum var verkalýðs-
forystan að berjast fyrir 300
þúsund krónum á mánuði
fyrir þá sem lægst hafa
launin og það næst ekki fyrr
en 2018. Nú var kjararáð að
hækka laun þeirra sem mest
hafa um 300 þúsund á mán-
uði í viðbót við þá hækkun
sem búið var að úthluta
þeim áður. Þetta er það sem
er svo svívirðilegt.
Hvers eigum við að
gjalda, eldri borgarar þessa
lands? Ég bara spyr. Fyrst
voru tekjur okkar skertar –
við vorum rænd. Síðan voru
gefin kosningaloforð í síð-
ustu kosningum, bæði af
framsókn og sjálfstæðis-
mönnum og því lofað að
leiðrétta þennan ósóma
strax og þeir kæmust til
valda. En það varð ekkert
um efndir. Svo kom þessi
smánarlega hækkun um
áramótin og ekki var nú
hægt að borga
okkur aftur-
virkt eins og
þingmönnum
og öðrum stór-
mennum. Nei,
„Landið hefði
farið á hausinn“
hefðu gamlingj-
arnir fengið
það sem þeim
bar.
Mér er slétt
sama hvað
Eygló Harðar
og Bjarni Ben. reyna að
telja fólki trú um, þá segja
þau ósatt. Okkar laun hafa
aldrei verið leiðrétt og við
erum langt undir þeim
staðli sem segir hvað fólk á
að hafa í lágmarksfram-
færslu, svo það geti lifað
mannsæmandi lífi. Það er til
háborinnar skammar fyrir
jafnríkt land og Ísland
hvernig komið er fram við
eldri borgara og öryrkja og
að þeim búið. Það er allt of
lítið rætt um þessi mál og
þarna mættu biskup, prest-
ar, félagsfræðingar og aðrir
fræðingar/ráðgjafar láta til
sín taka – Tala okkar máli
og beita þrýstingi á ráða-
menn og berjast fyrir sitt
fólk, Íslendinga.
Eftir síðustu kosningar
settist margt nýtt fólk inn á
þing fyrir gömlu flokkana
og ekki vantaði nú yfirlýs-
ingarnar og loforðin um allt
sem átti að gera og breyta
til betri vegar. En hver voru
svo helstu málin sem þau
börðust fyrir? Brennivín og
bjór í matvörubúðir, breyta
klukkunni, leggja niður
mannanafnanefnd og koma
á lögum um staðgöngu-
mæðrun. Ekkert sem máli
skipti fyrir land og þjóð.
Nú er mælirinn fullur. Ég
skora á eldri borgara þessa
lands að taka nú á honum
stóra sínum og refsa þeim
stjórnmálamönnum sem nú
eru við völd og á þingi og
hafa hundsað okkur. Nú
kjósum við nýja flokka á
þing því þeir geta ekki orðið
verri.
Við verðum að þora að
breyta til. Stöndum saman.
Við erum svo stór hópur og
sterkur. Sýnum hvað í okk-
ur býr. Kjósum nýtt.
Es. Af hverju er lág-
marksframfærsla ekki tengd
t.d. sem ákveðin prósenta af
þingfararkaupi?
Nú er mælirinn fullur
Eftir Erlu
Bergmann
Danelíus-
dóttur
» Við erum svo
stór hópur og
sterkur. Sýnum
hvað í okkur býr.
Kjósum nýtt.
Erla Bergmann
Höfundur er eldri borgari
og vann áður við
öldrunarþjónustu.
✝ Vilhjálmur Eyj-ólfsson fæddist
á Hnausum í Með-
allandi 5. júní 1923.
Hann andaðist á
Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Klausturhólum 21.
júlí 2016. Hann var
einkabarn hjónanna
Eyjólfs Eyjólfs-
sonar, f. 1889, d.
1983, og Sigurlínar
Sigurðardóttur, f. 1891, d. 1985.
Þau hjón bjuggu á Hnausum frá
árinu 1923 til 1970 er Vilhjálmur
tók við búsforráðum, en 1983
fluttust foreldrar Vilhjálms til
Reykjavíkur til dvalar á elliheim-
ili.
Vilhjálmur þjáðist af heymæði,
sem olli honum erfiðleikum við
bústörf. Vann hann því í Reykja-
vík á veturna á árunum 1958 til
1970, aðallega í fiskvinnslu. Þrátt
fyrir heymæðina tók hann við búi
á Hnausum árið 1970 en hætti bú-
skap árið 1987. Áfram hélt hann
þó heimili á Hnausum fram undir
árslok 2014, er hann fór á Hjúkr-
unar- og dvalarheimilið á
Kirkjubæjarklaustri,
þar sem hann naut
góðrar umönnunar.
Vilhjálmur tók við
sem hreppstjóri í
Leiðvallahreppi
(Meðallandi) af föður
sínum, sem hafði
gegnt þeirri stöðu
frá árinu 1919. Vil-
hjálmur var hrepp-
stjóri í 19 ár, eða þar
til allir hreppar
Vestur- Skaftafellssýslu voru
sameinaðir í eitt sveitarfélag,
Skaftárhrepp, árið 1990. Þá var
hann fréttaritari Morgunblaðsins
í sinni heimabyggð í yfir 30 ár.
Ungur að árum fór Vilhjálmur að
leiðbeina ferðamönnum um Með-
allandið og víðar. Það var þó ekki
fyrr en hann var orðinn sjötugur,
að hann öðlaðist réttindi í þeirri
grein frá Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi. Vilhjálmur var
söngmaður góður og söng lengi í
kirkjukór sinnar sóknar.
Útför Vilhjálms Eyjólfssonar
fer fram frá Langholtskirkju í
Meðallandi í dag, 28. júlí 2016, og
hefst hún klukkan 14.
Okkur nútímamönnum hættir
til að líta nokkuð oft á klukkuna,
eins og við væntum þess, að þar
með fáum við staðfestingu þess,
að við séum til. Auðvitað höfum
við ekkert upp úr þessu annað en
taugaveiklun, en það er önnur
saga. Villi á Hnausum hafði ekki
áhyggjur af tímanum, enda var
hann ekki nútímamaður, heldur
allra tíma maður. Eins og sannur
Meðallendingur hafði hann aðeins
eitt viðmið á tímann; það voru
Skaftáreldar. Öll önnur viðmið
voru hégómi.
Hugur Villa hvarflaði víða.
Hann var ekki frá því, að fornar
minjar ekki langt frá Hnausabæn-
um bentu til byggðar manna þar
um slóðir fyrir Krists burð.
Fræðimenn voru ekki trúaðir á
það – létu sér Landnámu duga.
Einhvern veginn hefur mér alltaf
þótt sá maður vitrari sem leitar,
heldur en hinn, sem telur sig hafa
fundið. En nóg um það.
Hugur Villa var síhvikull og
frjór. Hann var lífsleitarmaður,
bæði innan og handan þessa
heims. Og hann var þeirrar nátt-
úru, að öllum sem honum kynnt-
ust þótti vænt um hann. Þess naut
hann í ellinni, því án nágranna
sinna, ekki síst á Lyngum, hefði
honum ekki auðnast búsetan á
Hnausum jafn lengi og raun ber
vitni. Fyrir það var hann þakklát-
ur.
Skaftfellingar eru öðrum
mönnum orðvarari. Afgerandi orð
eins og „já“ og „nei“ hljóma í
þeirra eyrum sem gífuryrði. Líkj-
ast þeir að þessu leyti frændum
okkar, Færeyingum. Ég er ekki
frá því, að þarna valdi einangrun
og óblíð náttúruöfl nokkru um.
Stundum, þegar fréttir bárust um
fárviðri í Meðallandi, sló ég á
þráðinn til Villa, til að vita hvort
þakið væri að fjúka af húsi hans.
Þá gerðist Villi svo djarfur að taka
nokkuð stórt upp í sig með því að
segja si svona: „Hann er eitthvað
að ganga upp að austan.“ Annað
var það nú ekki.
Frá árslokum 2014 dvaldist
Villi á Hjúkrunar- og dvalarheim-
ilinu á Klausturhólum. Þar naut
hann þeirrar ástúðar og virðingar
starfsfólksins, sem honum bar.
Hafi það þakkir fyrir.
Okkur hjónum auðnaðist að
heimsækja Villa tveimur dögum
áður en hann lést. Það er gott að
geta kvatt vini sína áður en þeir
leggja í langferðina miklu. Og þar
tók staf sinn og mal maður sem
vissi hvert hann stefndi og óttaðist
ekki. Sé hann kært kvaddur með
eftirfarandi ljóði:
Hin hljóða, bjarta sumarnótt
þig sveipar kyrrð og mildri þögn
og regnið fellur ofur rótt
á glugga þinn.
Hver þraut úr vegi vikin er
og sorgir gleymdar, vinur minn,
er gengur þú í tign og ró
til fundar við þinn vinafjöld;
þau falla og rísa
hin dimmu tjöld.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Staðreyndin sú að hafa átt Vil-
hjálm á Hnausum að vini og vel-
unnara um fulla 6 áratugi er einn
af dýrmætum ávinningum ævinn-
ar. Ekki gaf betri fulltrúa og fræð-
ara fornrar og nýrrar menningar
Meðallands en hann. Síminn var
vikulegur tengiliður okkar á löngu
árabili og meginumræðan þjóð-
fræði og löngu horfið mannlíf.
Fyrsta koma mín að Hnausum ár-
ið 1952 er mér í fersku minni. Vel
var mér fagnað af húsbændum og
Vilhjálmi syni þeirra, aðeins tvö ár
skildu okkur Vilhjálm að í aldri og
ég hafði vinninginn. Sigurlín hús-
freyja veitti gesti af alúð. Við átt-
um sameiginlega ættfeður í Jóni
Vigfússyni, lögréttumanni í
Varmahlíð, og sr. Jóni Steingríms-
syni. Eyjólfur hreppstjóri á
Hnausum fékk mér þá í hendur
kveikjuna að bók minni Listaætt á
Austursveitum. Vilhjálmur lagði
ýmislegt minnisstætt til mála,
mikill á velli, ásjálegur, vel viti
borinn og viðræðugóður. Hann
var einbirni, borinn til bónd-
astarfs en heilsubrestur var þar
nokkur Þrándur í götu. Hann
lærði einn vetur hjá sr. Gísla
Brynjólfssyni á Kirkjubæjar-
klaustri, en notabesta námið var
fengið hjá vitrum föður, forsjálli
móður og langminnugri ömmu,
Agnesi Ingimundardóttur.
Í áföngum stundaði Vilhjálmur
störf í Reykjavík en Hnausar var
heimilið alla tíð. Þar tók við athöfn
bóndans og hreppstjórans. Um
langt árabil var Vilhjálmur frétta-
ritari Morgunblaðsins í „sveitum
milli sanda“ og minntist er svo bar
undir látinna samferðamanna á
síðum þess. Merkir fróðleiksþætt-
ir hans hafa birst í héraðsritinu
Dynskógum. Rækt Vilhjálms við
forna þjóðmenningu var einstök
og þakkarverð. Gömul bæjarhús á
Hnausum hafa haldist til dagsins í
dag fyrir atbeina hans. Eitt
þeirra, forna fjósið hans með set-
palli og svefnpalli, er ómetanlegt
byggingarsögulega séð. Mér og
Skógasafni er það mikill heiður að
hafa átt þátt í að styrkja Vilhjálm í
því björgunarstarfi. Nær leiðar-
lokum gaf hann Landgræðslu rík-
isins höfuðból sitt, Hnausa, með
húsum og hlunnindum. Gjöfult og
fagurt veiðivatn, Eldvatn, streym-
ir þar með túnfæti. Landgræðsl-
unnar bíður það heiðursverk að
virða þegna gjöf og vernda forn
hús á Hnausum.
Með Vilhjálmi hverfur einn síð-
asti og merkasti tengiliður þjóð-
arinnar við þá menningu sem hér
réði landi um aldir. Til hans var
jafnan gott að grípa ef eitthvað
leitaði svars í grúski gamalla
fræða. Raunsæi hans á mannlega
tilveru stóð föstum fótum en hann
átti einnig sterkt næmi á þá dul er
býr bak við tímans tjald. Frændi
okkar og vinur, Guðni Sigurðsson
á Maríubakka, túlkar þetta vel í
tveimur vísuhendingum til Vil-
hjálms:
Skýr í hugsun, skarpur nóg
Skyggn á dulið sindur
Mér var það gleði í heimsókn að
Hnausum sumarið 2014 að skrifa
upp eftir Vilhjálmi fagurorta af-
mælisdrápu hans til frænda míns,
Gísla Tómassonar bónda á Melhól,
einnig að hafa dregið í dagsins ljós
óprentað leikrit samið af Vilhjálmi.
Hann „rís ekki þögull frá dísanna
borði“. Hjá honum fór saman at-
gjörvi líkama og sálar. Andlegt
samfélag okkar í símtölum eftir að
hljóðnaði í húsi á Hnausum var
okkur báðum góð og gagnsöm
dægrastytting. Bölið mikla að vera
sviptur sjón um mörg ár bar Vil-
hjálmur með reisn, víl var víðs-
fjarri. Hann prýddi og lífgaði
hvern þann mannfögnuð er hann
sótti heim, jafnt í samræðu og
söng. Bestu söngstundir sínar átti
hann í kór Langholtskirkju þar
sem fögur bassarödd hans naut sín
vel. Listræn söngtafla kirkjunnar,
gjöf Vilhjálms, minnir á hann og
foreldra hans og á frægasta Með-
allendinginn, Kjarval.
Vinir Vilhjálms hljóta að þakka
Soffíu og Sigursveini á Lyngum,
Kristínu og Guðbrandi á Syðri-
Fljótum og starfsliði Kausturhóla
fyrir öryggi og umhyggju honum
til handa öll hin síðari ár. Vilhjálm-
ur gleymist engum er af honum
höfðu kynni. Skarðið eftir hann
verður aldrei fyllt.
Þórður Tómasson.
Látinn er í hárri elli Vilhjálmur
Eyjólfsson á Hnausum. Vilhjálm-
ur var hreppstjóri í Meðallandi
eins og verið hafði Eyjólfur faðir
hans. Vilhjálmur var glæsilegur á
velli, hávaxinn og bar sig vel eins
frændi hans, Jóhannes Kjarval, og
prýddur mannviti og manngæsku.
Vilhjálmur var fulltrúi þess besta í
íslenskri menningu og minnti á
fjölfræðinga fornaldar. Það var
sama hvar borið var niður, jarð-
fræði, ættfræði, landafræði, sagn-
fræði, sögum af hinu yfirskilvit-
lega og dularfullum fyrirbærum.
Hann var sagnabrunnur ómetan-
legur og kunni sögu liðinna kyn-
slóða, óskráðar sögur kunni hann
aftur fyrir Skaftárelda 1783. Það
voru dýrmætar stundir að sitja við
fótskör sagnameistarans Vil-
hjálms og hlýða á hann ræða
Kötlugos og Kötluhlaup. Það voru
sögur um frönsku skúturnar, spít-
alaskipin og togarana, sem strönd-
uðu í Meðallandi, sögur frá fyrstu
hendi því að hinir sjóhröktu skip-
brotsmenn bjuggu á Hnausum á
heimili Vilhjálms oft svo vikum
skipti. Og þar voru sögur af
skrímslum, skottum og mórum.
Hann kom í veg fyrir að bústaðir
huldufólks væru skemmdir með
framkvæmdum við veiðihús við
Eldvatnið og átti huldufólk að vin-
um.
Á Hnausum var vel hugsað um
bæjarhrafnana. Þeir voru tveir og
sagði Vilhjálmur að þeir hefðu orð-
ið mjög elskir að móður hans Sig-
urlínu Sigurðardóttur sem færði
þeim margt góðgætið. Þegar hún
var úti við flugu þeir með henni til
fylgdar og þegar hún var orðin lé-
leg til gangs og gekk við staf úti
nær blind þá gekk annar þeirra á
undan henni og hinn á eftir.
Vilhjálmur hafði brennandi
áhuga á sögu, setti fram bylting-
arkenndar kenningar og reyndi að
hraða rannsóknum þannig að
menn öðluðust nýja þekkingu. Ég
kynntist honum þannig að að hann
kom í heimsókn til mín ásamt
Vilhjálmur
Eyjólfsson