Morgunblaðið - 09.09.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 10 . SEPTEMBER
BRYNDÍS
Haral
ÉG ÓSKA
EFTIR ÞÍNUM
STUÐNINGI
Í 4. SÆTIÐ
4
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sjómannasamband Íslands, SSÍ,
hefur beint því til aðildarfélaga
sinna að hefja undirbúning að verk-
falli á fiskiskipaflotanum. Verkalýðs-
félag Vestfirð-
inga, VM-Félag
vélstjóra og
málmtækni-
manna og Sjó-
mannafélag Ís-
lands, SÍ, munu
einnig fara í at-
kvæðagreiðslu
um verkfall sinna
félagsmanna. Í
fyrradag slitnaði
upp úr viðræðum Sjómannasam-
bandsins og Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi, en um tvö þúsund fé-
lagar í félögum innan SSÍ eru á þeim
hluta flotans sem samningar við SFS
taka til.
Miðað er við að atkvæðagreiðsla
um verkfallið hefjist 15. september
innan aðildarfélaga SSÍ og á henni
að ljúka í síðasta lagi kl. 12 á hádegi
17. október. Er þá miðað við að allir
sjómenn hafi tök á að greiða atkvæði
í landi. Verði verkfall samþykkt
hefst það kl. 23 þann 10. nóvember.
Atkvæði verða greidd í hverju félagi
fyrir sig, en Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdastjóri SSÍ, segist ekki
eiga von á öðru en að menn verði
samstiga í aðgerðum.
24. júní í sumar var undirritaður
kjarasamningur SSÍ og SFS, en
hann var felldur í atkvæðagreiðslu
sem lauk 10. ágúst. Undanfarið hef-
ur formlega og óformlega verið
reynt að finna samningsflöt í deilu
SSÍ og SFS, en án árangurs. Hólm-
geir segir að á miðvikudag hafi orðið
ljóst að deiluaðilar næðu ekki sam-
an, en í gær hafði verið boðaður
fundur deiluaðila hjá sáttasemjara.
Hann vill ekki nefna einstök atriði
sem helst var tekist á um. „Við töld-
um okkur ekki ná því fram í þessum
viðræðum sem dygði til að ná samn-
ingi í gegn,“ segir Hólmgeir.
Verkfall 2001
Síðasti kjarasamningur Sjó-
mannasambandsins við SFS, áður
LÍÚ, var gerður 2008 og rann hann
út í ársbyrjun 2011. Sjómenn hafa
því verið án samnings í hátt í sex ár,
en kaupliðir voru uppfærðir fram á
árið 2014. Sjómenn fóru síðast í
verkfall 2001 og stóð það í sex vikur.
Því lauk með því að voru lög sett á
verkfallið og deilan sett í gerðardóm.
Félög sjómanna undir-
búa verkfall á flotanum
Slitnaði upp úr viðræðum við SFS á miðvikudag
Hólmgeir
Jónsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
samþykkti í gær samning við
verktaka um lagningu ljósleiðara
um Eyjafjallasveit. Ákveðið hefur
verið að semja við Mílu um rekst-
ur strengsins en frágangur samn-
inga um það bíður þar sem Voda-
fone hefur kært mat á tilboðum til
kærunefndar útboðsmála.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar-
stjóri Rangárþings eystra, segir
að unnið hafi verið að fyrsta
áfanga ljósleiðaravæðingar dreif-
býlis í sveitarfélaginu frá því í vor,
þegar sótt var um styrk úr fjar-
skiptasjóði til að leggja ljósleiðara
til sveitabæja undir Eyjafjöllum.
Fengust tæpar 27 milljónir í styrk
og sveitarfélagið gerði ráð fyrir 10
milljóna króna framlagi á fjár-
hagsáætlun ársins.
Samið hefur verið við Heflun
um að plægja ljósleiðarann í jörð
fyrir 28 milljónir kr. Var samning-
urinn samþykktur samhljóða í
sveitarstjórn í gær. Verktakinn á
að ljúka við að plægja strenginn
niður fyrir lok október og ljúka
verkinu að fullu fyrir áramót.
Míla bauð hærri styrk
Tvö fjarskiptafyrirtæki buðu í
rekstur ljósleiðarans, Míla og
Fjarskipti (Vodafone). Míla bauðst
til að leggja liðlega 343 þúsund
krónur til hverrar tengingar og
Vodafone 305 þúsund krónur.
Verkefnishópur taldi að bæði fyr-
irtækin hefðu reynslu af hlið-
stæðum verkefnum og fjárhags-
legan styrk til að annast verkefnið
og lausnir beggja uppfylltu kröfur
í útboðsgögnum. Hins vegar væri
Míla tilbúin til að leggja hærri
fjárhæð til tenginga og tilboð
hennar væri þar með hagstæðara.
Vodafone taldi ekki rétt metið
og kærði málið til kærunefndar
útboðsmála. Fyrirtækið gagnrýnir
meðal annars fyrirspurn fulltrúa
sveitarfélagsins til beggja aðila
um það hvort styrkur þeirra
myndi einnig ná til annarra not-
enda en þeirra sem ættu rétt á
styrk úr fjarskiptasjóði.
Guðmundur Gunnarsson, ráð-
gjafi sveitarfélagsins við ljósleið-
aravæðinguna, segir að við mat á
tilboðunum hafi verið gengið út
frá forsendum útboðsins, ekki
svörum við fyrirspurninni sem
kom eftir á.
Haldið verður áfram
Styrkur fjarskiptastjóðs miðast
eingöngu við lögbýli. Þau eru 77 á
þessari ljósleiðaraleið. Þar fyrir
utan eru mannvirki í þéttbýlinu í
Skógum. Guðmundur segir að við
hönnun kerfisins hafi verið gert
ráð fyrir að unnt yrði að veita
þjónustu við frístundahús. Ef allir
vildu tengingu gætu notendur orð-
ið allt að 150.
Ísólfur Gylfi reiknar með að á
næsta ári verði sótt um styrk úr
fjarskiptasjóði til að tengja fleiri
sveitir við ljósleiðara. Þar er um
að ræða Fljótshlíð, Landeyjar og
dreifbýli í nágrenni Hvolsvallar.
Hann tekur fram að sveitarstjórn
líti svo á að lagning ljósleiðara sé
ekki verkefni sveitarfélaga í
grunninn, heldur ríkisins. „En við
viljum gera allt sem við getum til
að ýta því áfram,“ segir hann.
Vodafone kærir
mat á tilboðum í
ljósleiðararekstur
Lagning ljósleiðara undir Eyjafjöll-
um að hefjast Allt að 150 tengingar
Morgunblaðið/Ómar
Samband Víða á landinu er unnið
við lagningu ljósleiðara.
Lítið Skaftárhlaup náði niður í
byggð í gær og fylgdi því mikil
brennisteinslykt. Talið er að
hlaupið komi úr Vestari Skaft-
árkatli. Sjónarvottar greindu frá
því að áin væri vatnsmikil og
dökk, að sögn Veðurstofu Íslands.
Skammt er frá síðasta hlaupi í
júní 2015 og ekki talið að hætta sé
á ferðum.
Rennsli Skaftár við Sveinstind
fór að aukast klukkan 16.00 í
fyrradag. Síðdegis í gær var það
komið í rúmlega 290 m3/s. Vatns-
hæð árinnar hækkaði úr um 220
cm síðdegis í fyrradag í um 330
cm síðdegis í gær.
Brennisteinsvetni berst með
hlaupvatninu undan jökli. Styrkur
þess er þá svo mikill að það getur
skaðað slímhúð í augum og önd-
unarvegi, að því er segir á vef
Veðurstofunnar. „Ferðafólki er
því eindregið ráðlagt að halda sig
fjarri jöðrum Skaftárjökuls og
Tungnaárjökuls. Þegar styrkur
brennisteinsvetnisins fer yfir
hættumörk er fólk hætt að finna
lyktina.
Sprungur munu myndast mjög
hratt í kringum ketilinn, því ætti
ferðafólk á Vatnajökli að halda sig
fjarri kötlunum.“ gudni@mbl.is
Kirkjubæjarklaustur
Skaftárkatlar
eystrivestari
Síðujökull
Skaftárjökull
Tungnárjökull
Skeiðarárjökull Öræfajökull
Hvammur
Skaftárdalur
Svínadalur
Brú yfir Eldvatn
Hólaskjól
Farvegur Skaftár í flóðum
Heimild: Veðurstofa Íslands
Skaftárhlaup
Lítið Skaftárhlaup hafið
Hlaupið líklega úr V-Skaftárkatli sem hljóp síðast 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kjarasamningurinn sem Félag
grunnskólakennara felldi á dögunum
gekk lengra en rammasamkomulagið
sem gildir á almennum vinnumark-
aði, að mati Gylfa Arnbjörnssonar,
forseta Alþýðusambands Íslands
(ASÍ).
Rammasamkomulagið er hluti af
samningi ASÍ og BSRB við SA, ríki
og sveitarfélög. Gylfi sagði að grunn-
skólakennarar væru ekki aðilar að
rammsamkomulaginu en viðsemj-
endur þeirra, sveitarfélögin, væru
það.
Gylfi sagði það vera alveg ljóst að
samningur ASÍ við SA gilti sem for-
senduákvæði samninga starfsmanna
ríkis og sveitarfélaga. Samkomulag
væri um launastefnu sem miðaðist við
að kostnaðarhækkun vegna kjara-
samninga skyldi ekki vera meiri en
sem samsvaraði vísitölugildinu 132 í
árslok 2018, miðað við gildið 100 í
nóvember 2013, að viðbættu launa-
skriði. Eftir væri að mæla launaskrið-
ið og yrði væntanlega byrjað á því í
október eða nóvember næstkomandi.
Gylfi sagði að kjarasamningar
grunnskólakennara þyrftu ekki endi-
lega að raska SALEK-samkomulag-
inu um framtíðarskipan kjaramála,
en þeir gætu mögulega raskað gild-
andi kjarasamningi, gengju þeir
lengra en rammasamkomulagið.
Sveitarfélögin væru bundin af því
samkomulagi um að eitt skyldi yfir
alla ganga. Hann kvaðst telja að
Kjararáð hefði einnig gengið lengra
en rammasamkomulagið kvæði á um.
„Þetta er eitthvað sem við þurfum
að fara í gegnum í janúar næstkom-
andi,“ sagði Gylfi.
Möguleg áhrif á samninga
Kjarasamningur sem grunnskólakennarar felldu gekk
lengra en rammasamkomulag á almennum vinnumarkaði