Morgunblaðið - 09.09.2016, Side 34

Morgunblaðið - 09.09.2016, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Þorri Hringsson myndlistarmaður var nýkominn af vínsmökkunfrá framleiðandanum Michel Lynch þegar blaðamaður náðitali af honum í gær. „Þetta var frekar gott í þetta skiptið og smökkuð voru tvenns konar hvít og fimm rauð. Flest voru frá Bordeaux, eitt frá Chateauneuf-du-Pape og eitt frá Portúgal en vín- húsið er að hluta alþjóðlegt.“ Þorri er nýkominn til Reykjavík en hann dvelur í Haga í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu á sumrin en þaðan er föðurfjölskylda hans. Faðir hans var Hringur Jóhannesson myndlistarmaður sem lést 1996 og móðir Þorra er Sigurbjörg Guðjónsdóttir sem býr í Reykjavík. Dóttir Þorra er Iða, 25 ára gömul. „Ég kem yfirleitt suður í fyrstu vikunni í september. Þetta var mjög gott sumar, frábært veður og með bjartari sumrum síðan fyrir alda- mót. Það voru tiltölulega góð afköst í málverkinu og alveg sáttur við laxveiðina líka. Veiðin í fyrra var mjög góð þrátt fyrir kaldan og blautan fyrri hluta, en veiðin í ár var ögn slakari þrátt fyrir gott veð- ur. Ég hef fengið nóg af gestum og það er eins og maður sé vinsælli í sveitinni en hér heima, en það er mjög gaman að fá heimsókn þegar maður er fyrir norðan. Nú í haust er ég að byrja að kenna í nýrri málaradeild, diplóma- nám, hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þetta er fyrsta árið sem skólinn er með þetta nám og næstu daga mun ég kenna fólki að mála með olíulitum. Eftir það fer ég að að undirbúa sýningu sem ég verð með í mars á næsta ári í Galleríi Fold. Ég verð með smá veislu í fyrsta sinn í 20 ár en það var mikið búið að þrýsta á mig að halda veislu og ég lét undan á endanum.“ Morgunblaðið/Einar Falur Í sveitinni Þorri á vinnustofu sinni í Haga í Aðaldal fyrir tíu árum. Ánægður með sumarið í Aðaldal Þorri Hringsson er fimmtugur í dag Ö rnólfur fæddist í Reykjavík 9.9. 1931 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951, stundaði nám í náttúrufræði í Háskólanum í Lundi 1952-59 og lauk þaðan fil.kand.-prófi 1960, var aðstoðarkennari við Há- skólann í Lundi 1955-60, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1967 og stundaði framhaldsnám í kennslufræði við Edinborgarháskóla 1974-75. Örnólfur var stundakennari við MR 1959-60, kennari þar 1960-67, við MH 1967-80, deildarstjóri í líf- fræði þar 1972-76 og var rektor MH á árunum 1980-95: „Ég kom að Menntaskólanum í Hamrahlíð þegar skólinn hafði starfað í eitt ár og átti þar langan starfsferil. Stofnun skól- ans og frumkvöðlastarf Guðmundar Arnlaugssonar rektors markaði tímamót í íslenskri framhaldsskóla- menntun. Áfangakerfi okkar varð ýmsum öðrum fyrirmynd, t.d. Sví- um, sem kynntu sér rækilega starf skólans og árangur hans. Þarna voru upp til hópa afburðakennarar og það Örnólfur Thorlacius, fyrrv. rektor MH – 85 ára Ljósmyndari/Styrmir Kári Afmælisbarnið Örnólfur býr á Litlu-Grund þar sem hann er enn að semja kennslubækur og alþýðleg fræðirit. Alfræðingur af ástríðu og ástsæll skólamaður Ljósmuynd/RAX Mæðgin Örnólfur með móður sinni á Grund, árið 2011, en hún varð 102 ára. Gefin voru saman hinn 16. júlí sl. af sr. Svavari Stefánssyni þau Vignir Örn Stefánsson og Bryn- dís Anna Bjarnadóttir. Athöfnin fór fram í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti. Árnað heilla Brúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ljósmynd/Ester Gísladóttir Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is GLERHANDRIÐ Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.