Morgunblaðið - 10.09.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 10.09.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 664 6991 www.sveinnoskar.is sveinnoskar@sveinnoskar.isStétt með stétt Kynslóð með kynslóð Þriðja til fjórða sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 10. september 2016 Kosningaskrifstofa Hlíðasmára 11, efstu hæð. 201 Kópavogi. Svein Óskar áAlþingi Styðjum Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson er nú stadd- ur í Ríó í Brasilíu í sinni fyrstu ferð til útlanda eftir að hann tók við embætti forseta Íslands. Var hann viðstaddur setningarhátíð Ólympíu- móts fatlaðra, Paralympics. Svipt- ingar urðu í brasilískum stjórn- málum nokkrum dögum áður en Guðni fór utan og því kemur hann ekki til með að eiga formlegan fund með forseta Brasilíu, Michel Temer, sem er nýtekinn við. „Ég vissi að á því væri áhugi að við myndum eiga fund en pólitíska staðan hér var bara í algeru upp- námi. Ég hitti hins vegar forsetann og eiginkonu hans mjög stuttlega í móttöku fyrir setningarathöfnina,“ sagði Guðni sem sat við hlið Ástrala og Portúgala á Maracana- leikvanginum. „Öðrum megin voru landstjóri Ástralíu og kona hans og hinum megin við mig var forsætisráðherra Portúgals. Það var notalegt að vera í þessum hópi. Ég fylltist stolti þeg- ar íslenski hópurinn gekk inn á leik- vanginn og reyndi að veifa íslenska fánanum af miklum móð.“ Spurður hvort honum finnist vera mikið umstang í kringum ferð- ir forsetans erlendis segist Guðni ekki geta neitað því en reynir að setja sig í spor gestgjafanna. „Eins og þú sérð núna þegar við erum að tala saman í bílnum þá erum við með lögreglufylgd þar sem mótorhjólin þjóta á undan okk- ur, loka öllum hliðargötum og gera okkur leiðina greiða. Auðvitað er þetta alveg ný upplifun. Maður hugsar auðvitað sem svo: Er þetta nú nauðsynlegt fyrir forseta Ís- lands? Svarið er að þeir taka sitt hlutverk alvarlega og gera engan greinarmun á þjóðhöfðingjum. Sem er gott að mínu mati ef út í það er farið. Þeim er sama hvaða þjóðhöfð- ingi á í hlut. Öryggis hans skal gætt. Stundum brosir maður reynd- ar í kampinn. Ef maður þarf að bregða sér frá hérna á leikvang- inum þá fer fyrst öryggisvörður með sólgleraugu inn á salernið og athugar hvort þar séu nokkuð leyni- skyttur á sveimi, sagði Guðni í sam- tali við Morgunblaðið. Fyrstu embættis- verkin í útlöndum Ljósmynd/ÍF Í ólympíumótsþorpinu Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ásamt íslenska hópnum í Ríó.  Forseti Íslands fylgist með Ólympíumótinu í Ríó Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Málflutningur í markaðsmis- notkunarmáli Kaupþings fór fram í Hæstarétti í gær og lauk kl. 16.20. Kaupþingsfólkið var sakað um að hafa haldið uppi verði á hlutabréfum í bankanum með því að láta bank- ann kaupa þau í miklum mæli. Sak- sóknari fór fram á að þeir sakborn- ingar sem voru sýknaðir í héraði yrðu sakfelldir og að dómar sem féllu yrðu þyngdir. Verjendur fóru fram á sýknu, ómerkingu eða frávís- un ákæra. Níu fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Kaupþings voru ákærð- ir í upphafi. Þeir eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrr- verandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðu- maður eigin viðskipta Kaupþings, Birnir Sær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson, starfsmenn eigin viðskipta, Bjarki Diego, fyrr- verandi framkvæmdastjóri útlána Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi lánafulltrúi í lánanefnd bankans. Björn Þorvaldsson saksóknari hóf málflutning kl. 8 í gærmorgun. Hann sagði m.a. að markaðsmis- notkun sem fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Kaupþings voru sak- felldir fyrir hefði valdið því að skell- urinn fyrir þjóðina hefði orðið enn stærri en ella þegar spilaborgin hrundi í október 2008. Kröfðust refsilækkunar Verjendur sjömenninganna sem voru sakfelldir í málinu héldu því fram að skjólstæðingar þeirra hefðu ekki borið ábyrgð á kaupum og síð- ar sölu á hlutabréfum í Kaupþingi, sem saksóknari fullyrti í ákæru að hefði verið ætlað að halda uppi verði bréfanna og blekkja markaðinn. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, sagði Fjármálaeftir- litið ekki hafa gert athugasemdir við viðskipti bankans með eigin bréf þrátt fyrir að því væri kunnugt um þau. Hreiðar Már krefst þess að- allega að dómur yfir honum verði ómerktur, jafnvel þó að honum hafi ekki verið gerð refsing umfram þá sem hann hlaut í al-Thani-málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurð- ar Einarssonar, sakaði saksóknara um mismunun í garð skjólstæðings síns. Hann krafðist þess að Hæsti- réttur sneri dómi héraðsdóms við og sýknaði Sigurð. Hann hefði ekki haft neina aðkomu að meintum brot- um og ekki kæmi fram í ákæru hver aðkoma hans hefði átt að vera. Grímur Sigurðsson, verjandi Ing- ólfs Helgasonar, sagði að aðkoma Ingólfs að viðskiptum Kaupþings með eigin hlutabréf hefði aðeins verið tæknilegs eðlis. Grímur lagði áherslu á að Ingólfur hefði ekki haft vitneskju um fjármögnun kaupa á bréfum bankans og því væri ekki hægt að sakfella hann fyrir það. Gizur Bergsteinsson, verjandi Einars Pálma Sigmundssonar, sagði Einar hafa verið rændan bestu ár- um lífs síns vegna rannsóknar og málareksturs í kringum markaðs- misnotkunarmál bankans. Halldór Jónsson, lögmaður Birnis Sæs Björnssonar, sagði enga sann- girni í því að láta þessa ungu drengi [eins og Birni] gjalda fyrir vanmátt eftirlitskerfis innan og utan bank- ans. Lögmaður Péturs Kristins Guð- marssonar sagði að þeir Pétur og Birnir Sær hefðu lagt sig fram um að upplýsa málið og ekki haft neina persónulega hagsmuni af brotunum. Verjandi Bjarka Diego krafðist sýknu skjólstæðings síns. Ráðist hefði verið að einum hornsteina réttar sakborninga þegar símtöl hans við lögmenn hefðu verið hler- uð. Síðust tók til máls Helga Mel- korka Óttarsdóttir fyrir hönd Bjarkar Þórarinsdóttur. Krafðist hún þess að sýkna Bjarkar yrði staðfest. Verjandi Magnúsar Guðmunds- sonar fullyrti að hann hefði enga að- komu eða vitneskju haft um lánveit- ingar vegna hlutabréfakaupanna. Ákæruliðum gegn Magnúsi var vís- að frá í héraðsdómi og hann sýkn- aður af þeim sem eftir stóðu. Markaðsmisnotkunarmálið reifað  Saksóknari krafðist þess í gær að Hæstiréttur þyngdi refsingar sem Kaupþingsfólk fékk í héraðs- dómi  Verjendur bankafólksins fóru fram á sýknu, ómerkingu eða frávísun ákæra gegn því Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Hæstarétti Saksóknari, Kaupþingsmenn og verjendur þeirra voru viðstaddir málflutninginn í gær. Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Samkvæmt útreikningum verðlags- eftirlits ASÍ hafa mjólkurvörur hækkað um þrjú prósent frá því í júní. Rögnvaldur Ólafsson, sem sit- ur í verðlagsnefnd búvara, segir að afurðaverð á mjólk hafi ekki hækk- að síðan í júní síðastliðnum. „Verðþróun á mjólkurvörum er frábrugðin því sem við sjáum á öðrum vörum,“ segir Kristjana Birgisdóttir, verkefnastjóri verð- lagseftirlits hjá ASÍ. Hún segir það „alveg ótrúlegt“ að þegar gengið sé að styrkjast skuli verðlag þessara vara hækka, sem bitni síðan á neytendum. Hækkun á verði mjólkurvara hafi komið á óvart því að önnur matvara hafi ekki hækk- að. Rögnvaldur segir að verðlags- grundvöllur kúabænda, sem not- aður er við verðlagsbreytingar, hafi verið hærri, en ákveðið hafi verið að hækka prósentuna ekki meira í þetta skipti. „Ef við hefðum farið eftir þeim útreikningum ná- kvæmlega hefði hækkunin verið 3,8 prósent en það var ákveðið að hækka vörurnar um 2,5 prósent.“ Ekki rakið til verðlagsnefndar Rögnvaldur segir að bændum séu reiknuð laun út frá viðmið- unarstéttum út frá launahækkun- um. „Staðreyndin er sú að laun hafa hækkað það mikið í þjóðfélag- inu frá því að áður var verðlagt, eða fyrir ári. Því var nauðsyn að hækka vörurnar í sumar,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að engar hækkanir megi rekja til verðlagsnefndar eða mjólkuriðnaðarins frá því í júní en hann geti ekki svarað fyrir hvað kaupmenn hafi gert. Mjólkurvörur hækk- uðu um 3% frá júní

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.