Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 16

Morgunblaðið - 10.09.2016, Side 16
ÚR BÆJARLÍFINU Birna Konráðsdóttir Borgarfirði Einmuna blíða hefur verið í Borgarfirði í sumar, sól og blíða og varla komið dropi úr lofti. Flestir eru afar sáttir við sumarið sem er að líða undir lok, en það hefur þó komið niður á vatnsbúskapnum og hafa merkin m.a. sést á laxveiðiám héraðsins sem urðu heldur vatns- litlar er líða tók á sumarið. Lítil rigning þýðir súrefnissnautt vatn í ánum og í þeim skilyrðum lítur sá silfraði varla við beitunni eins og veiðitölur vitna um. Veiðiréttareig- endur í Borgarfirði eru þó nokkuð sáttir við sinn hlut. Veiðitölur munu að líkindum ná 10 ára meðaltali í flestum ám, þegar upp verður stað- ið. Veiðiréttareigendur eru þó ekki sammála þeim málflutningi sem heyrst hefur að smálaxinn hafi ekki skilað sér. Þetta sumar hefur að lík- indum ekki gefið stærstu smálax- agöngur sem sést hafa í Borg- arfirði, en er þó í góðu meðallagi.    Fyrsta skóflustunga að nýrri ríflega 800 fermetra svefnálmu við aðalveiðihúsið við Norðurá var tek- in síðasta sunnudag. Það voru nú- verandi og fyrrverandi formenn veiðifélagsins Birna G. Konráðs- dóttir Borgum og Sigurjón M. Valdimarsson Glitstöðum, sem hófu framkvæmdir á þennan táknræna hátt. Húsið verður úr stein- steyptum einingum frá Loftorku í Borgarnesi og er áætlað að nýja svefnálman verði tilbúinn 1. maí 2017. Síðasta miðvikudag hófst rif á eldri byggingum. Það var Borg- arverk ehf. sem sá um þá fram- kvæmd en aðalverktaki hússins er EIJ.ehf.    Nýjustu tíðindi um lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda vekur ugg í brjósti þeirra og þar eru borgfirskir sauðfjárbændur engin undantekning. Velta margir fyrir sér framtíð sinni. Hvort þeir eigi að hætta, draga saman seglin, auka við bústofninn eða halda óbreyttu ástandi. Það kostar gríðarlega vinnu fyrir bóndann að koma einum lambsskrokki á markað og laun erf- iðis síns fær hann einungis einu sinni á ári, þegar féð hefur verið sent í sláturhús. Þykir mörgum óréttmætt að þegar afurðin er tilbú- in sé ákveðið að lækka verðið á henni.    Mink hefur fjölgað gríðarlega í uppsveitum Borgarfjarðar síðustu ár, ekki síst í sumar. Hafa veiði- menn við laxveiðiár á svæðinu orðið varir við hann í aukum mæli í sum- ar. Kenna menn helst um stefnu- leysi stjórnvalda er kemur að veið- um. Finnst Borgfirðingum sárt að sjá að margra ára baráttu við þenn- an vágest sé kastað fyrir róða á þennan hátt.    Um nokkurt skeið hafa af- urðastöðvar greitt meira fyrir sum- arslátrað lambfé en það sem síðar er sent í sláturhús. Bændur sem eiga skilarétt að Rauðsgili fóru þess á leit við sveitarstjórn Borg- arbyggðar að þeir fengju að flýta réttinni og þar með smala- mennskum, ekki síst til að geta sent fé fyrr til slátrunar. Eftir nokkurt hringsól ákvað sveitarstjórn að hafna erindi bændanna sem lítt skilja ástæður á bak við þá ákvörð- un og urðu af tekjum fyrir vikið.    Nokkur umræða hefur verið um stórfellt laxeldi sem fyrirhugað er að byggja upp á Vestfjörðum. Vekur ýmislegt því tengt ugg í brjósti þeirra er eiga hlut í lax- veiðiám. Finnst þeim sem stjórn- völd sinni illa skyldu sinni varðandi leyfisveitingar og telja að það sé ekki spurning um hvort lax muni sleppa úr kvíum heldur einungis hvenær. Það er einkum tvennt sem eigendur laxveiðiáa hafa áhyggjur af. Eldislaxinn er ekki geldur og getur því blandast villtu laxastofn- um í ánum og einnig að hin svokall- aða laxalús muni gera villtum löxum erfitt fyrir en hún er í gríðarlegu magni á eldislaxinum. Fullur skiln- ingur er á því að byggðarlögin á Vestfjörðum renni hýru auga til þessarar starfsemi og þeirra starfa sem henni tengjast. Það sem menn vilja sjá er að samtal eigi sér stað og fundin verði lausn sem henti öll- um. Sem dæmi mætti skoða hvort hægt væri að hafa eldiskvíarnar uppi á landi og dæla í þær sjó. Mætti á þann hátt koma í veg fyrir smitun við hinn villta laxastofn.    Bændur í ofanverðum Borg- arfirði eru orðnir langþreyttir á ágangi búfjár og því úrræðaleysi yf- irvalda sem því virðist vera sam- fara. Hafa þeir átt fundi bæði með forráðamönnum sveitarfélagsins Borgarbyggðar og dýraeftirlits- manni MAST fyrir Vesturumdæmi en ekkert gerst. Bændur segja að landeigandi beri ábyrgð á því fé sem gangi á hans landi, hvort sem það er heimafé eða ekki. Hann á því að smala land sitt og koma aðkomu- fé til skilaréttar og virðist ábyrgðin ekki falla niður þótt réttir séu af- staðnar. Hins vegar eru einnig til ákvæði um að sveitarfélög eigi að smala saman ágangsfé en engin skilgreining virðist finnast um hvað telst ágangsfé. En á móti þá er það skýrt að fjáreiganda ber að halda fé sínu heima þar til sauðburði er lok- ið og þar hefur pottur víða verið brotinn. Það sem bændum svíður sárast er að skussarnir koma óorði á heila stétt. Sagt er að misjafn sauður sé í mörgu fé og hinir svörtu sauðir sverta alla hina sem standa sig í stykkinu. Svo er að sjá að ekki skipti máli þótt landeigendur girði sig vel af og setji upp rimlahlið því eins og þeir vita best þá er til fé sem hvorki girðingar né rimlahlið halda og þá er vandinn orðinn ann- ar og meiri. Úrræðaleysið í þessum málaflokki fer hins vegar mjög fyrir brjóstið á bændum og ekki bætir úr skák ef þeir horfa á illa fóðraðar flökkukindur þar að auki. Niðurrif Framkvæmdir við nýja álmu veiðihússins við Norðurá hófust í vikunni. Ný svefnálma byggð við veiðihús 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Öflugt og vel tækjum búið fyrirtæki sem sér um ræstingu atvinnuhúsnæðis. • Bílaleiga með á annað hundrað bíla og fína aðstöðu. Sala mikil í gegn um eigin vefsíðu. Góð EBITDA. • Lítil vinsæl pizzakeðja á höfuðborgarsvæðinu. Miklir vaxtarmöguleikar. • Matvöruverslun á Austurlandi. Löng og góð rekstrarsaga. • Veitingastaður á Stór-Reykjavíkursvæðinu í eigin húsnæði sem leggur áherslu á hádegismat og er aðeins opinn að degi til. Tækifæri fyrir t.d. duglegan matreiðslumann að þróa frekar eftir eigin höfði. • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. • Fasteignafélag með 27 nýjar stúdíóíbúðir í langtímaleigu. Góðar og stöðugar tekjur. Hagstætt verð. • Traust sérverslun með góða afkomu sem býður upp á allt í sambandi við rafmagnið. Velta 80 mkr. og góð afkoma. • Vinsæll veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður. Langur leigusamningur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjárfesting í íslenska hagkerfinu jókst á fyrri hluta ársins um 29,5% samanborið við sama tímabil á síð- asta ári, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Segir stofnunin að vöxtinn megi að mestu rekja til at- vinnuvegafjárfestingar sem jókst um 37,3% en íbúðafjárfesting jókst um 17,3% og fjárfesting hins op- inbera um 1,9%. Icelandair og Wow air stórtæk „Það jákvæðasta við þetta er að fjárfestingin er á breiðum grunni, þó hún sé mest í ferðaþjónustu- tengdum greinum. Í rauninni í öll- um atvinnuvegum þó að opinbera fjárfestingin sé lítil,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hag- fræðideildar Landsbankans. Ber þar m.a. að nefna að Iceland- air stendur í stórum fjárfestingar- verkefnum í hóteluppbyggingu og Wow air hefur byggt upp flugvéla- flotann. Að sögn Daníels hefur einna mest fjárfesting verið í sjávarútvegi á liðnum árum, bæði með endurnýjun flotans og í tækjum til vinnslu á landi. Undanfarið hefur þó hægst á henni þó hún sé enn til staðar. At- vinnuvegafjárfesting að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum jókst um 35,5% á öðrum ársfjórð- ungi. ,,Fjárfesting er að aukast veru- lega í íbúðarhúsnæði og í raun um- fram okkar spár fyrir árið. En síð- asta ár var lélegt þegar kemur að þessari hlið fjárfestinga og var í raun ekki í takt við uppsveiflu í efn- hagslífinu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Af þeim sökum segir hann ástæðu til þess að ætla að fjár- festing í íbúðaruppbyggingu muni halda áfram á næstu árum. „Þessi atvinnuvegafjárfesting hefur að stærstum hluta verið bundin við út- flutningsgeirann,“ segir Ingólfur. Hann segir að samkvæmt spám bankans verði vöxturinn 6,3% á næsta ári og 4,1% 2018 og enn minni samkvæmt spám Seðlabanka. „Það þykir frekar lítil aukning mið- að við aðrar fjárfestingatölur,“ segir Ingólfur. Spurður telur hann líklegt að ástæðan sé sú að ríkið haldi að sér höndum til að sporna við of- þenslu. „Það er í það minnsta eng- inn skortur á fjárfestingarverkefn- um á þeim vettvangi,“ segir Ingólfur. Einkaneysla vex mikið Einkaneysla á öðrum ársfjórð- ungi jókst um 8,2% sem er mesti vöxtur einkaneyslu síðan á fyrsta ársfjórðungi 2008. Daníel segir að opinberar tölur bendi ekki til þess að neyslan sé drifin af lánsfé. „Opinberar tölur sýna að skuldir heimila og fyrirtækja eru ennþá að lækka. Auðvitað tengist það þessari svokölluðu leiðréttingu sem og úr- ræðið með greiðslur úr lífeyris- sparnaði inn á húsnæðislán,“ segir Daníel. Fjárfesting jókst um 29,5%  Hagvöxtur 3,7% á öðrum ársfjórðungi  Aukning í fjárfestingu nær til allra atvinnuvega  Skuldir lækka þrátt fyrir aukna einkaneyslu  Telur ríkið halda að sér höndum til að sporna við ofþenslu Morgunblaðið/Eva Björk Byggingarkrani Mest fjárfesting á sér stað í ferðaþjónustu og á íbúðamark- aði. Mælist vöxtur fjárfestinga 29,5% á öðrum ársfjórðungi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.