Morgunblaðið - 10.09.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 10.09.2016, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Félagsvef-urinn Face-book setur sér ýmsar reglur. Ein þeirra er að ekki megi birta nektarmyndir á vefnum. Þegar norska blaðið Aft- enposten setti færslu á Facebook þar sem birt var ein þekktasta fréttamyndin úr stríðinu í Víet- nam létu viðbrögðin ekki á sér standa. Á myndinni sést níu ára stúlka nakin ásamt fleiri börnum á götu eftir napalm-árás. Tilefnið var frétt um færslu norsks rithöf- undar, Toms Egeland, með áhrifa- ríkum ljósmyndum úr stríði. Við- brögð Facebook voru afdráttarlaus. Krafist var að myndin yrði fjarlægð eða nekt stúlkunnar hulin. Áður en blaðið hafði brugðist við hafði myndin verið fjarlægð og reikningi blaða- mannsins sem setti færsluna inn lokað. Aftenposten sló málinu upp og margir tóku undir. Einn þeirra var Erna Solberg, forsætisráð- herra Noregs. Færslu hennar með myndinni var sömuleiðis eytt. „Það sem Facebook gerir með því að fjarlægja slíkar myndir, burt- séð frá góðum ásetningi, er að rit- skoða sameiginlega sögu okkar,“ svaraði Solberg í annarri færslu þar sem hún birti myndina frá Ví- etnam ásamt nokkrum öðrum þekktum fréttaljósmyndum úr sögunni þar sem hún hafði máli sínu til stuðnings gert persónur óþekkjanlegar með svörtum kassa. Myndin sem var fjarlægð er mikil- vægur vitnisburður um hörmungar stríðs. Enn upp- lifum við slíkar hörmungar. Í ágúst birtist mynd af ungum dreng sem sat í sjúkrabíl þakinn ryki og blóði og horfði stjörfum aug- um fram fyrir sig. Fyrr í þessari viku var sagt frá því í nýrri skýrslu barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, að 50 millj- ónir barna væru á vergangi í heiminum, 28 milljónir vegna stríðs. Facebook er ógnarstórt fyrir- bæri. Samkvæmt upplýsingum á vef fyrirtækisins voru virkir not- endur hans 1,71 milljarður manna í júní á þessu ári. Tekj- urnar eru mörg hundruð millj- arðar króna. En hvað er Facebo- ok? Er það fjölmiðill? Tæknifyrirtæki? Veruleikinn er ekki bara svartur og hvítur. Hann er líka grár. Í þessu tilfelli leiddi góður ásetningur Facebook á villi- götur. Í yfirlýsingu frá Face- book sagði að þar áttuðu menn sig á gildi myndarinnar en erfitt væri að gera greinarmun þar sem leyft væri að birta mynd af nöktu barni í einu tilfelli, en ekki öðru. Nokkrum klukkustundum síðar var blaðinu snúið við og ákveðið að birta mætti myndina á samfélagsvefnum. Eftir stend- ur að vald samskiptarisans er mikið og ábyrgðarhlutur hvernig með það er farið. Samfélagsvefurinn gagnrýndur fyrir rit- skoðun á sögulegri ljósmynd} Hvað er Facebook? Í SunnudagsblaðiMorgunblaðsins nú um helgina er merkilegt viðtal við Þórð Örn Krist- jánsson, nýbakaðan doktor í líffræði. Þórður Örn missti heyrnina vegna sjúkdóms, sem hann er með. Hann ákvað að láta hvorki heyrnarleysið né baráttu við sjaldgæfan sjúkdóm stoppa sig í námi og í liðinni viku lauk hann fyrstur heyrnarlausra hér á landi doktorsprófi. Þórður Örn segir í viðtalinu að tækninni hafi fleygt fram á þeim árum, sem hann hefur verið heyrnarlaus og það hafi opnað heilmargar dyr til samskipta. Hann bætir því við að námið í há- skólanum hafi reynst honum auðveldara en í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og skrifar það á tækniframfarir. Hann fer hins vegar hörðum orðum um stöðu textunarmála hár á landi. „Það er algerlega óþolandi að íslenskt efni sé ekki textað,“ segir hann. „RÚV textar margt en til dæmis Kast- ljósið, sem er aðalumræðuþáttur dagsins í dag, er aldrei textað fyrir heyrnarsljótt fólk. Það er ekkert nema fram- taksleysi sem haml- ar því að þetta sé gert. Afsökunin er sú að þetta sé í beinni útsendingu en fréttir eru það einnig og þar er texti.“ Þórður Örn gagnrýnir einnig Stöð 2 og segir að þar sé ekkert íslenskt efni textað. „Árið er 2016 og við þykjumst vera tæknitröll á þessu skeri en getum samt ekki textað það efni sem er með íslensku tali þótt það sé gert í flestum löndum í kring- um okkur,“ segir hann og bætir við að hann tali ekki aðeins fyrir hönd nokkur þúsund heyrn- arlausra einstaklinga, heldur tugþúsunda sem séu verulega heyrnarskertir og eigi erfitt með að fylgja tali í sjónvarpi eftir. Þeir sem reka sjónvarps- stöðvar ættu að hafa metnað til að sjá til þess að allir geti notið þess efnis, sem þeir hafa fram að færa, ekki síst íslenskrar dag- skrárgerðar. Fjárvana einka- miðlum getur vissulega verið nokkur vorkunn, en Rík- isútvarpið hefur enga afsökun fyrir því metnaðarleysi, sem Þórður Örn lýsir. Hvers vegna er ekki meira lagt upp úr því að texta íslenskt sjónvarpsefni?} Metnaðarleysi Ríkisúvarpsins J afnt og þétt virðist fólk opna augun fyrir því að það er bæði hag- kvæmur, áreiðanlegur og skemmti- legur kostur að aka um á bílum sem knúnir eru rafmagni að stórum hluta eða að öllu leyti. Á örfáum árum hafa tækninýjungar gert það að verkum að raf- hlöður geta geymt nægilega orku til að knýja fólksbíla allt að 500 kílómetra vegalengd og þá hefur bílasmiðum einnig tekist að gera bíl- ana þannig úr garði að þeir eru einkar kraft- miklir og aksturseiginleikar þeirra einnig á pari við það sem best gerist. Um leið og fólk hefur áttað sig á þessu hef- ur neyslumynstur margra breyst til muna. Þeir sem keyra um á svokölluðum „hreinum“ rafmagnsbílum fara ekki á bensínstöðvar nema í þeim erindagjörðum að kaupa lottó eða kaffibolla og flestallir þeir sem keyra um á slíkum bílum eða hinum svokölluðu tvinnbílum, sem einnig eru knúnir eldsneyti, hafa komið sér upp aðstöðu við heimili sín til að hlaða bílana þar. Þá hafa mörg fyrirtæki rutt brautina og tryggt starfsfólki sínu aðstöðu til að hlaða bíla sína á vinnutíma og á það meðal annars við um Morgunblaðið. En annar fylgifiskur rafbílavæðingarinnar er upp- bygging svokallaðra hraðhleðslustöðva sem gera fólki kleift að hlaða bíla sína á skömmum tíma og oft í þeim tilgangi að auka á drægni þeirra milli staða. Orka nátt- úrunnar reið á vaðið í þessum efnum og hefur sett upp á annan tug hleðslustöðva á síðustu árum. Bíla- umboðin sem bjóða upp á rafbíla hafa einnig komið upp stöðvum á sínum vettvangi. Og þá hafa ýmis fyrirtæki séð tækifæri í því að laða viðskiptavini á staðinn sem eiga rafbíla og geta hugsað sér að nýta tímann meðan á þjónustu- eða vörukaupum stendur til að bæta á hleðsluna. Skýrustu dæmin um þetta eru ný af nálinni. Annars vegar þegar IKEA ákvað að fjölga hraðhleðslustöðvum við versl- un sína í Garðabæ og allt stefnir í að slíkar stöðvar verði þar um 30 talsins áður en langt um líður. Þetta ákveður fyrirtækið eftir að hafa starfrækt tvær slíkar stöðvar um nokk- urra missera skeið. Stöðvarnar hefur fyr- irtækið sett upp í samstarfi við Orku náttúr- unnar og Heklu. Þá var tilkynnt í vikunni að Kringlan hygðist setja upp tólf hleðslu- stöðvar við verslunarmiðstöðina í samstarfi við Íslenska gámafélagið. Kringlumenn hafa án efa notið góðs af þeirri hleðslustöð sem sett var upp við Olís við Miklu- braut, en margir rafbílaeigendur, þar á meðal undirrit- aður, hafa nýtt sér hana og skroppið í Kringluna um leið. Á komandi misserum er nauðsynlegt að koma upp fleiri hraðhleðslustöðvum um landið. Það þarf til dæmis að gerast á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, en með uppsetningu fjögurra til sex stöðva á þeirri leið yrði flestum rafbílaeigendum kleift að fara milli höfuðstað- anna tveggja án þess að eyða til þess svo miklu sem ein- um dropa af bensíni eða dísilolíu. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Rafhleðslustöðvunum fjölgar hratt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að lagningu ljós-leiðara í dreifbýli, meðstyrk fjarskiptasjóðs, ífjórtán sveitarfélögum á þessu ári. Um 1.100 sveitabæir fá góða net- og sjónvarpstengingu í ár. Með fylgja önnur hús og sumarbú- staðir þannig að búast má við að tengingarnar geti orðið allt að 1.500 til 2.000 þegar upp verður staðið um áramót. Verkefnin ganga þannig fyrir sig að sveitarfélögin gera áætlanir um lagningu ljósleiðara, meta kostn- að og sækja um styrk til fjar- skiptasjóðs. Þar eru umsóknirnar flokkaðar og þær ódýrustu á hverja styrkhæfa tengingu fá forgang. Til- gangurinn er sem sagt að gera sem mest fyrir þá fjármuni sem til ráð- stöfunar eru. Sjóðurinn hafði 450 milljónir til ráðstöfunar og dreifði þeim um landið, eftir umsóknum. Verkefni þar sem meðalstyrkur yrði undir 500 þúsund krónur á tengingu hlutu náð fyrir augum fjarskiptasjóðs. Mesta átakið er í Rangárþingi ytra, þar sem nærri 300 bæir fá tengingu. Sveitarfélögin sóttu ýmist um fyrir öll lögbýli eða hluta af byggð- inni. Þau standa síðan að fram- kvæmdum með ýmsum hætti. Sum stofna sérstök félög um lagningu og rekstur kerfisins en önnur semja við fjarskiptafélögin um að annast reksturinn. Ekki má gleyma því að nokkur sveitarfélög eða samtök íbúa höfðu áður ráðist í ljósleiðaravæð- ingu á eigin kostnað. Fram úr vonum „Ég er mjög ánægður með þróunina, hún fór fram úr björtustu vonum mínum,“ segir Haraldur Benediktsson, alþingismaður og stjórnarformaður fjarskiptasjóðs og verkefnisins Ísland ljóstengt. Hann segir að tilboð sem sveitarfélögin hafi verið að fá í lagningu ljósleiðara séu að hækka. Það bendi til að um- fang verkefnisins megi vera mun meira á hverju ári. Hann segir ánægjulegt að sjá að fjarskiptafyrirtækin komi með miklu ákveðnari hætti inn í verk- efnin, með greiðslu styrks á hverja tengingu gegn því að fá samning um rekstur kerfisins, eins og gerst hafi í Rangárþingi eystra. Hann telur að almennt talað megi áætla að fyrir hverjar tvær krónur sem ríki og sveitarfélög leggi í ljósleiðaravæð- inguna komi aðrar tvær krónur frá öðrum aðilum. Meiri byggðastefna Haraldur segir að ýmislegt megi bæta í framkvæmdinni. Þeir sem starfa að verkefninu eru að afla sér gagna um framkvæmdina í ár og greina, til að geta lært af reynslunni og nota við næstu úthlutun. Nokkuð var gagnrýnt við úthlutun styrkja í vor að ódýrustu tengingarnar nytu algers forgangs. Haraldur segir að verið sé að fara yfir úthlutunarregl- urnar og reyna að taka tillit til gagnrýninnar. Hann tekur þó fram að reglur fjarskiptamarkaðarins setji takmörk á að tekið sé tillit til sjónarmiða byggðastefnu við slík verkefni. Hann vonast til að Byggðastofnun geti komið þar til skjalanna. Við úthlutun í vor urðu fámenn, landstór og afskekkt sveitarfélög út- undan. Nefna má Skaft- árhrepp, Ölfus og sveitir innan Ísafjarðarbæjar sem dæmi um það. Meðalkostn- aður á hverja tengingu á þessum svæðum er frá 1,5 til 5 milljóna en meðalkostnaður teng- inga í verkefnum sem hlutu styrk var rúm- ar 400 þúsund krón- ur. Yfir þúsund sveita- bæir sjá ljósið í ár Styrkir fjarskiptasjóðs til ljósleiðaraverkefna Kjósarhreppur 48 staðir, 8 milljónir Súðavíkurhreppur 21 staður, 5 milljónir Eyja- og Miklaholtshreppur 31 staður, 12 milljónir Rangárþing eystra 77 staðir, 27 milljónir Samtals voru veittar 450 milljónir í styrki til framkvæmda á 1.101 stað Rangárþing ytra 297 staðir, 118 milljónir Sveitafélagið Skagafjörður 45 staðir, 21 milljón Húnaþing vestra 130 staðir, 46 milljónir Húnavatnshreppur 175 staðir, 46 milljónir Fljótsdalshérað 19staðir, 9 milljónir Blönduósbær 28 staðir, 13 milljónir Þingeyjarsveit 150 staðir, 74 milljónir Norðurþing 22 staðir, 5 milljónir Svalbarðshreppur 41 staður, 20 milljónir Borgarbyggð 17 staðir, 5 milljónir Áætlað er að eftir þetta ár eigi eftir að leggja ljósleið- ara til um 3.000 lögbýla og að það kosti um þrjá millj- arða króna. Haraldur Benediktsson segir að gert sé ráð fyrir fjármögnun verkefnisins í samþykktri ríkisfjár- málaáætlun. Vonast hann til að haldið verði áfram með svipuðum hætti og í ár og að ljósleiðaravæðingu landsins verði að mestu lok- ið í lok árs 2020. „Það hefur verið meiri kraftur í þessu en við gerð- um ráð fyrir. Þörfin er gíf- urleg og pressa á að koma þessu hraðar á,“ segir Har- aldur. Margir íbúar landsbyggðarinnar telja góða nettengingu ekki síð- ur mikilvæga en góðar samgöngur. Svo hratt hafa áherslurnar breyst á stuttum tíma. Verkefninu gæti lokið 2020 ÍSLAND LJÓSTENGT Haraldur Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.