Morgunblaðið - 10.09.2016, Page 33

Morgunblaðið - 10.09.2016, Page 33
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Sýningar í Gallerí Fold Bárður Jákupsson Zacharias Heinesen Opnun kl. 15, laugardaginn 23. apríl Allir velkomnir Gestir frá Færeyjum 10. - 25. september UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Íslendingar töpuðu 1:3 fyrir Grikkjum í 7. umferð opna flokks Ólympíuskákmótsins í gær. Þetta var einfaldlega ekki góður dagur hjá okkar mönnum, baráttan samt á engu undanhaldi en eftir langar og strangar viðureignir máttu Bragi og Hannes Hlífar játa sig sigraða. Jóhann Hjartarson var lát- inn hvíla í þriðja sinn og reyndist það ekki góð ákvörðun. En þrátt fyrir allt eru horfur fyrir loka- sprettinn góðar. Íslendingar tefla við Slóvaka í dag og við erum með tvo menn í hörkuformi; Hjörvar Steinn Grétarsson hefur teflt í öll- um sjö umferðunum og hlotið sex vinninga þó hann hafi haft svart fimm sinnum. Hann er ofarlega meðal þeirra sem berjast um borða- verðlaun; árangur sem reiknast upp á 2736 elo-stig. Bragi Þorfinnsson hefur hlotið 4 ½ v. af sex mögu- legum. Bandaríkjamenn efstir – tefla við Rússa í dag Indverjar, sem tefla án Anands, náðu forystu í opna flokknum með því að vinna sex fyrstu viðureignir sínar. Í gær töpuðu þeir hinsvegar fyrir Bandaríkjamönnum, ½: 3 ½, sem náðu toppsætinu. Í dag fer fram hin stóra viðureign þessa Ól- ympíumóts milli Rússa og Banda- ríkjamanna. En staðan á toppnum er þessi: 1. Bandaríkin 13 stig 2. – 7. Rússland, Indland, Úkraína, Lett- land, Georgía og England 12 stig. Í kvennaflokknum eru Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Aserar og Hollendingar í forystu með 12 stig hver þjóð. Kvennalið Íslands tapaði í gær fyrir Spáni, ½ : 3 ½. Sveitin er nú um mitt mót og teflir við Marokkó í dag. Sveitin er skipuð reynslumikl- um skákkonum annarsvegar og ný- liðunum Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur hinsvegar. Reynsla á þessum vett- vangi skiptir vitaskuld máli eins og kom fram í skák Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur í sigrinum á Eng- lendingum. Handbragð hennar í miðtaflinu var með miklum ágæt- um: Ól 2016; 4. umferð: Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir – Sarah Longson Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 a6 6. Bb3 Ba7 7. Rbd2 O-O 8. O-O d6 9. h3 Re7 10. He1 Rg6 11. Rf1 h6 12. Be3 Bxe3 13. fxe3 d5 14. exd5 Rxd5 15. Rg3 Be6 16. d4 exd4 17. Rxd4 Dg5 18. Re4 De5 19. Rxe6 fxe6 20. Dd4 b6 21. Had1 Had8 22. Hf1 Hfe8 23. Hf3 c5 24. Dxe5 Rxe5 25. Hg3 c4 26. Ba4 Hf8 27. Hd4 Re7 28. Rd6 b5 29. Bc2 Hd7 30. a4 R7c6 31. Re4 Rxd4 32. exd4 Rc6 Byrjun þessarar skákar fór eftir hefðbundnum leiðum og Hallgerður sá þann kost vænstan að láta skiptamun af hendi. Hún er með nokkrar bætur fyrir og nýtir færi sín vel. 33. Rc5 He7 34. Be4 Rd8 35. a5 Hf4 36. Bf3 Ha7 37. Bg4 Kf7 38. Bh5+ Kf8 39. He3 He7 40. Rxa6 Rb7 Kannski ætlaði sú enska að leika 40. ... Ha7 en eftir 41. Rc5 Hxa5 kemur 42. Hxe6! o.s.frv. 41. Bg4 e5 42. dxe5 Rxa5 43. Rc5 Kg8 44. e6! E-peðið tekur á rás. Það er líka heilmikið jafnvægi í liðsskipan hvíts. 44. … Hf8 45. Rd7 Hc8 46. Re5 Rc6 47. Rg6 Hee8 48. e7! Hb8? Tapleikurinn. Hún varð að leika 48. ... Hc7 þó hvítur hafi jafntefli í hendi sér og sennilega eitthvað meira. 49. Bd7 Nákvæmara var 49. Be6+ Kh7 50. Bf7 því að svartur getur nú leikið 49. … Kf7. 49. … Ra5 50. Bxe8 Hxe8 51. Hf3! Kh7 52. Hf8 Kxg6 53. Hxe8 Kf7 54. Ha8 - og svartur gafst upp. Umferðin í dag hefst hefst kl. 11 að íslenskum tíma. Gott er að fylgj- ast með á chess24 og Chess- bomb.com. Stóra viðureign Ólympíu- mótsins fer fram í dag Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Tilboðsverð kr. 109.990,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489,- Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Til í fjórum litum, svörtum, hvítum rauðum og stáli. Besti vinurinn í eldhúsinu Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Á sama tíma og eld- fjallið Katla er byrjað að rumska sýna skoðanakannanir að það er raunveruleg hætta á að vinstri- stjórn taki við stjórn- artaumunum eftir næstu kosningar. Hvoru tveggja – Kötlugos og vinstri- stjórn – hefur svip- aðar afleiðingar í för með sér. Í fyrsta lagi byrjar fólk að forða verðmætum sínum frá væntanlegri eyðileggingu. Bæði Kötlugos og vinstristjórnir eyðileggja verðmæti. Þau fara ýmist í súginn eða þarf að endurnýja fyrir fé sem hefði annars farið í fjárfestingar eða neyslu. Í öðru lagi byrja vinstrisinnaðir hagfræðingar að fagna. Samkvæmt hugmyndafræði þeirra er eyðilegg- ing verðmæta góð því að endurnýj- un þeirra „kemur hjólum hagkerf- isins af stað“. Þeir boða skuldsetta eyðslu hins opinbera eða peninga- framleiðslu sem fær Excel-skjölin til að bólgna út en sparnað almennings og kaupmátt launþega og eftirlauna- þega til að skreppa saman. Í þriðja lagi er hætt við að hið opinbera fái almennt stærra hlutverk í hagkerfinu. Blásið er til ýmissa átaksverkefna sem keppa við einka- aðila um launþega og nota til þess vaxandi skattaálögur á almenning og fyrirtæki. Hin auknu opinberu um- svif krefjast þess að hið opinbera seilist sífellt dýpra í vasa launþega og skilur þá eftir slyppa og snauða og upp á náð og miskunn bótakerfisins og annarra björgunarsjóða fyrir þá sem ríkisvaldið og Kötlugosið hafa féflett. Hvorki vinstri- stjórnir né Kötlugos bera virðingu fyrir þeim verðmætum sem standa í vegi þeirra og veigra ekki fyrir sér að her- taka heilu svæðin og framkalla á þeim eyði- leggingu og landflótta. Í fjórða lagi má búast við röskun á allri starf- semi sem þó fær þrifist á meðan hörmungarnar ganga yfir. Flugvélum þarf að leggja, fólk þarf að flýja heimili sín og fyrirtæki huga að flutningi til útlanda til að halda sér á floti. Í fimmta lagi verður reglulega lýst yfir neyðarástandi sem réttlætir sí- fellt róttækari inngrip inn í annars friðsæla starfsemi fólks og fyrir- tækja. Um leið er fólki sagt að landið sé að rísa, t.d. með reglulegum pistl- um fjármálaráðherra, svona til að sefa vonbrigðin sem verða til þegar heilu húsunum er skolað í sjóinn. Á meðan á öllu þessu stendur lofa yfirvöld að fram undan sé betri tíð með blóm í haga og bregðast við með látum þegar einhver ásakar þau um að ganga of langt í skattheimtu og inngripum og gera illt ástand verra. Vinstristjórnir og Kötlugos eru hvort um sig hörmungar sem dynja reglulega á Íslendingum. Vonandi ber Íslendingum gæfa til að forðast að báðar skelli á á sama tíma. Vofir bæði vinstri- stjórn og Kötlu- gos yfir Íslandi? Eftir Geir Ágústsson Geir Ágústsson »Hvoru tveggja – Kötlugos og vinstri- stjórn – hefur svipaðar afleiðingar í för með sér. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.