Morgunblaðið - 10.09.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.09.2016, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Þegar græðgin ræður för, þá munar suma ekkert um að sveifla píski til að skelfa stjórnvöld til hlýðni. Höskuldur Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Lands- sambands fiskeld- isstöðva, sagði tæpitungulaust í drottningarviðtali í Morgunblaðinu um vöxtinn í lax- eldinu á Íslandi: „Það er helst að kerfið sé ekki tilbúið fyrir þennan vöxt og það þarf að vera með písk- inn á stjórnvöldum“. Nú flæðir inn erlent fé til fjár- festinga í laxeldi í kvíum við strendur landsins. Þrengt hefur verið að laxeldisiðjunni í Noregi í ljósi skelfilegrar reynslu fyrir líf- ríkið. Villtir laxastofnar eru þar í andarslitrunum og eldissvæðin full af grút og mengun. Nú dugar ekki lengur að píska norsk stjórnvöld til hlýðni. Staðreyndir um tjónið blasa við og vísindasamfélagið þar í landi segir: Hingað og ekki lengra. Þá er leitað að nýjum svæðum þar sem písk- urinn dugar til verka. Ísland er landið. Hér eru leyfin með að- gangi að sjó og landi ókeypis, en kosta of- fjár í Noregi, rekstr- arumhverfi hagkvæmt með lágum launum, ódýrri orku og eftirlit er í molum. Ef fyr- irstaða verður svo í kerfinu, þá segja eld- ismenn að dugi best „að vera með pískinn á stjórnvöldum“. Ísland er þekkt á alþjóðavett- vangi fyrir að vera hreint og fag- urt land og þess njóta t.d. íslensk- ir útflytjendur og ferðaþjónustan. Laxeldið er mikil ógn við þá við- kvæmu ímynd. Náttúran til lands og sjávar er í brennidepli og um- hverfisvitund að eflast á meðal fólks. Stórar umhverfisráðstefnur eru haldnar og fallegar ályktanir auglýstar. Stjórnmálamenn kepp- ast við að sannfæra kjósendur um umhverfisást sína og ekkert lát verður á því fyrir komandi kosn- ingar. En þegar pískurinn er reiddur á loft fyrir skjótfenginn gróða, þá vilja krosstré bresta. Það staðfesta laxeldisáformin sem munu að lyktum eyða villtum laxastofnum á Íslandi og valda grútarmengun með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríkið eins og gerst hefur í Noregi, Skotlandi og Kanada. Svo þegar allt fer á versta veg í hamförum vegna veð- urs eða sjúkdóma, þá hverfa fjár- festar á braut og bera enga ábyrgð. Ætlum við að opna Ís- land fyrir hrikalegu umhverfis- slysi til að þóknast útlenskum fjárfestum og er orðspor ís- lenskra stjórnvalda, að á þau dugi pískurinn best? Píska stjórnvöld til hlýðni Eftir Gunnlaug Stefánsson Gunnlaugur Stefánsson »Ætlum við að opna Ísland fyrir hrika- legu umhverfisslysi til að þóknast útlenskum fjárfestum og er orð- spor stjórnvalda að á þau dugi pískurinn best? Höfundur er sóknarprestur í Hey- dalakirkju. MARC O’POLO STORE Kringlan Shopping Center Kringlan 4–12 Reykjavik Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn Ég spyr ykkur eig- um við bara ekki að loka spítalanum og heilsugæslunni í Vestmannaeyjum? Þau eru bæði nánast ónothæf, þjónustan er sama sem engin fyrir íbúana, læknar koma frá Reykjavík í stutt- an tíma á nokkura mánaða fresti, svo ég spyr: Er ekki bara best að loka spítalanum og við opnum hótel? Ef einhver veikist þá getur sá aðili bara farið á Sel- foss eða Reykjavík, við gætum sparað heilan helling með þessari lokun. Ég heimsótti spítalann þegar ég kom til Vestmannaeyja vegna framboðsfundar fyrir prófkjör sjálfstæðismanna og ég spjallaði við hið yndislega starfsfólk spít- alans. Og þetta heyrði ég frá þeim: Augnlæknir kemur á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Háls-, nef- og eyrnalæknir kemur á tveggja til þriggja mánaða fresti, tvo daga í senn. Barnalæknir kemur á þriggja mánaða fresti, einn dag í senn, það eru 30 börn á biðlista. Kvensjúkdómalæknir… kom í október 2014… það eru 200 konur á biðlista. Gigtarlæknir kom fyrir sumarið 2016, óvíst hvenær hann kemur næst. Krabbameinslæknir kemur einu sinni á ári, í febrúar. Konur mega varla fæða barn á sjúkrahúsinu nema öruggt sé tal- ið að engir fylgikvillar séu við fæðingu, ef þú vilt mænudeyfingu þá þarftu að ferðast alla leið til Reykjavíkur, getur ekki farið á sjúkrahúsið á Selfossi nema þú viljir sleppa mænudeyfingunni. Það eru þrír heimilislæknar í Vestmannaeyjum, fyrir ca. 5.000 íbúa, og einn hjartalæknir. Að sögn heilbrigðisstarfsfólks- ins hófst þetta vandamál árið 2009. Miðað við þessar tölur eru Vestmannaeyjar ekki fyrir fjöl- skyldur með börn, alls ekki fyrir konur, gleymdu því að flytja þangað ef þú ert veik/ur fyrir hjarta eða með krabbamein, hvað þá konur sem eru ólétt- ar, þú verður helst að eiga barnið í Reykjavík. Ekki má gleyma því að það eru fleiri en bara íbú- ar í Vestmannaeyjum sem nýta sér þjón- ustu sjúkrahússins, það eru líka ferða- menn sem þurfa að leita sér hjálpar þar. Svo ég spyr enn og aftur, hvað höfum við að gera með sjúkrahús í Vestmanna- eyjum? Mega veikir búa þar? Hver er lausnin? Að sögn þeirra sem ráða, þá átt þú, kæri landsbyggðarbúi, að flytja til Reykjavíkur því að þar færð þú þá þjónustu, þá grunn- þjónustu sem þú átt rétt á. Við þurfum að efla landsbyggð- ina, það vill enginn flytja út á land ef þar er enga grunnþjón- ustu að fá. Að sögn þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu á helst að fá alla til að flytja á höf- uðborgarsvæðið og leggja lands- byggðina af. Ég segi nei, við þurfum á landsbyggðinnni á að halda, landsbyggðin er okkur öllum mik- ilvæg, svo ég segi: Meira fjár- magn í uppbyggingu landsbyggð- arinnar, til samgöngumála, heilbrigðismála, til málefna aldr- aðra og öryrkja. Ef auknu fjármagni verður ekki veitt til landsbyggðarinnar þá legg ég til að þeir sem búa þar fái skattaafslátt, þar sem þeir eru ekki að fá sömu þjónustu og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Spítali eða hótel Eftir Kristján Óla Níels Sigmundsson Kristján Óla Níels Sigmundsson » Legg ég til að þeir, sem búa þar, fái skattafslátt, þar sem þeir fá ekki sömu þjón- ustu og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Mig langar að tala um kynlíf. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að kynlíf er afskaplega mik- ilvægt fyrir vöxt og viðhald hvers sam- félags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að foreldrar okk- ar lögðu á sig að stunda kynlíf, sem getur vissulega verið töluvert lík- amlegt erfiði. Kynlíf er því grunnurinn að tilveru flestra. Miðað við mikilvægi þessa mála- flokks, þ.e. kynlífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í um- ræðunni og í skólakerfinu. Kyn- fræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við það hversu margir hafa bara þó- nokkurn áhuga á kyn- lífi. Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og tilveru fólks sem er varla nefnt í skólakerfinu. Meðal annars það sem gjarnan kemur á eftir kynlífi, þ.e. barnaupp- eldi! Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um mkilvægi kynfræðslu. Góð kynfræðsla getur komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Hún getur líka stuðlað að heilbrigðari samskiptum kynjanna, já og fólks af sama kyni ekki síður, og getur jafnvel komið í veg fyrir kynferðisbrot. Síðast en ekki síst þá er það með þetta áhugamál, eins og svo mörg önn- ur, að þekking og færni eykur ánægjuna! Stjórnvöld hafa því miður lítinn áhuga á kynlífi og ef eitthvað er þá virðist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórnvöld ákveðið að refsa þeim sem stunda kynlíf með þeim árangri að þeir ná að fjölga mannkyninu, fjölga skatt- greiðendum. Refsingin er fæðing- arorlof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgðarhlutverk en foreldrahlutverkið. Foreldrum er ekki umbunað fyrir þessa ábyrgð. Stjórnendur fjár- málastofnana fá hins vegar góða bónusa fyrir meinta ábyrgð. Fæð- ingarolofið er refsing vegna þess hversu stutt það er. Refsingin felst í óbrúuðu bili milli fæðing- arorlofs og dagvistunar á leik- skólum. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu breitt það bil er. Ýmist eru börn að komast að á leikskóla þegar þau eru aðeins ársgömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Facebook (eða svona því sem næst)! Á leikskólum er unnið frábært starf og það fagfólk sem þar starf- ar gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafnræðis hvar sem þau eru á landinu. Fæðingarorlofið á að vera tólf mánuðir og síðan á leikskólinn að taka við. Það er kynlíf með farsælan endi! Kynlíf og næstu skref Eftir Rúnar Gíslason Rúnar Gíslason »Ég vil að börn njóti jafnræðis hvar sem þau eru á landinu. Höfundur gefur kost á sér í 1.-3. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.