Morgunblaðið - 10.09.2016, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.09.2016, Qupperneq 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Þegar einstaklingur er ákærður fyrir meint brot, leggur saksóknari meðal ann- ars fram gögn, sem ætlað er að styðja sekt ákærða. Ákæru- valdinu ber hins vegar jafnframt að huga að gögnum og stað- reyndum sem eru ákærðum manni til hagsbóta. Í 18. gr laga um með- ferð sakamála segir: „Ákærendur skulu vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar.“ Virði ákæruvaldið ekki þessa grundvallarreglu getur slíkt framferði verið andstætt ákvæðum almennra hegningarlaga og leitt til margra ára fangelsisvistar fyrir þá starfsmenn embættisins sem í hlut eiga. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því að embætti sér- staks saksóknara, nú héraðs- saksóknara, hafi í einhverjum til- fellum virt að vettugi þessi skýru ákvæði laganna? Kæra lögð fyrir Nýlega lagði Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fram kæru á hendur héraðssaksóknara fyrir það að hafa leynt mikilvægum gögnum í máli, sem rekið var gegn honum og fleirum. Þetta er vissulega ekki í fyrsta skipti sem embætti sér- staks saksóknara er sakað um óheiðarleg vinnubrögð, sbr. ásak- anir um hleranir símtala á milli sakborninga og lög- manna þeirra. Þegar þessar nýj- ustu ásakanir komu fram varð mér hugs- að til minnar eigin reynslu af embætti sérstaks saksóknara. Ég hafði verið settur sem sérfróður með- dómsmaður í Aurum- málinu svo kallaða og fékk þannig tækifæri til að kynnast vinnu- brögðum embættis- ins. Þegar vel var liðið á málflutn- ing Aurum-málsins kom í ljós að sérstakur saksóknari hafði undir höndum gögn, sem skiptu vörnina miklu máli. Þau gögn voru hins vegar ekki lögð fram við þingfest- ingu málsins, né var sakborn- ingum eða verjendum þeirra sagt frá tilvist þeirra. Aurum-málið snerist að miklu leyti um verðmat á fyrirtækinu Aurum, sem stóð til að selja til fyrirtækisins Damas. Sérstakur saksóknari taldi hins vegar að verðið, sem lagt var til grundvall- ar viðræðum í söluferlinu, væri of hátt og hefði ekki verið unnið fag- lega, heldur einungis með það í huga að hagnast óeðlilega á söl- unni. Á þessum tíma vissi embætti sérstaks saksóknara hins vegar fullvel að fyrir lá verðmat, svokall- að Damas-mat, sem var hluti af áreiðanleikakönnun sem Damas hafði látið vinna af alþjóðlegum aðilum, lögmannstofu og endur- skoðunarfyrirtæki í tengslum við fyrirhuguð kaup þeirra á Aurum. Niðurstöður þess verðmats voru svipaðar því verði sem var upp- hafspunkturinn í samningaviðræð- unum við Damas. Embætti sér- staks saksóknara lagði þetta verðmat ekki fram með öðrum gögnum við þingfestingu málsins. Hver og einn, sem hafði þekkingu á eðli Aurum-málsins, áttaði sig strax á mikilvægi þessa verðmats fyrir vörnina. Rétt er að geta þess að þegar ákæran var gefin út lagði sér- stakur saksóknari ekki fram nein samtímamöt á verðmæti hluta- bréfa í Aurum, jafnvel þó málið hafi að miklu leyti einmitt snúist um verðmæti hlutabréfa félagsins. Vitað er að bæði Glitnir og Kaup- þing í Englandi höfðu unnið verð- möt á Aurum, sem voru svipuð eða ofan við það verð sem lagt var til grundvallar í samninga- viðræðum við Damas. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar rannsóknarlögreglumaður frá embætti sérstaks saksóknara kom sem vitni fyrir dóminn og var spurður af hverju Damas- verðmatið hefði ekki verið lagt fram. Hann svaraði því til að þeim hefði fundist vera komið nóg af gögnum, rúmlega 6 þúsund blað- síður og fannst þeim ekki á það bætandi. Mér fannst slíkt svar með algjörum ólíkindum. Ef rann- sóknarlögreglumaðurinn áttaði sig á mikilvægi þessa skjals fyrir vörnina, en lagði það samt ekki fram, þá fæ ég ekki betur séð en að hann hafi brotið þau lög, sem vitnað er til í upphafi grein- arinnar. Hafi hann hins vegar ekki áttað sig á mikilvægi skjalsins þá er augljóst að hann hefur ekki skilið eðli þess máls sem honum hafði verið gert að rannsaka. Hefur embætti sérstaks sak- sóknara kosið að leyna gögnum í öðrum mikilvægum málum? Ef fram kemur áburður um slíkt, eins og núna frá Hreiðari Má, verður að taka hann mjög alvarlega í ljósi þess sem á undan er gengið. Þar sem margt bendir til að annað hvort, vanhæfi eða óheiðarleiki, hafa átt sér stað með tilliti til meðferðar gagna í Aurum-málinu, er engan veginn hægt að útiloka að slíkir atburðir hafi endurtekið sig í öðrum málum. Vanræksla? Ég fæ ekki séð að íslensk stjórnvöld eða ríkissaksóknari hafi, þrátt fyrir augljós tilefni, gert mikið í því að rannsaka áburð um óheiðarleg vinnubrögð emb- ættis sérstaks saksóknara – til- fellin eru fleiri en þau sem hér hafa verið nefnd. Mér sýnist þetta vera alvarleg vanræksla af hálfu þeirra aðila sem ættu að veita ákæruvaldinu aðhald og fylgjast með vinnubrögðum þess. Nú er sú staða komin upp að önnur stofnun, þ.e. Mannréttindadómstóll Evr- ópu, hefur sett málsferð nokkurra dómsmála undir smásjána og kraf- ið íslensk stjórnvöld um svör við atriðum sem tengjast þeim. Undanfarin tíu ár hafa íslensk- um stjórnvöldum borist ein til tvær fyrirspurnir á ári frá Mann- réttindadómstólnum. Árið 2015 voru þær hins vegar fjórar og það sem af er árinu 2016 eru þær orðnar a.m.k. fimm. Síðustu tölur benda því til að fjöldi íslenskra dómsmála, sem Mannréttinda- dómstóllinn vill fá nánari upplýs- ingar um, hafi aukist. Það er skoð- un sumra að möguleg ástæða fyrir því sé fordæmalaus ásetningur ákæruvaldsins að sakfella banka- menn, hvað sem það kostar, og koma þeim á bak við lás og slá í eins mörg ár og mögulegt er, jafn- vel þó það krefjist þess að beitt sé ólöglegum vinnubrögðum, eins og símahlerunum eða afturhaldi mik- ilvægra gagna. Svo hefur heldur ekki skort á stuðning frá reiðri þjóð, sem stundum virðist telja fangelsun mikilvægari en rétt- mæta málsmeðferð. Ég hef heyrt þá skoðun setta fram að ef til vill séu sakfellingar í nokkrum banka- eða hrunmálum rangar, en að það sem skipti höfuðmáli sé að réttir menn voru dæmdir. Maður trúir varla eigin eyrum þegar maður heyrir slíkar athugasemdir. Þrátt fyrir útbreidda andúð á bankamönnum er mikilvægt að hún yfirbugi ekki virðinguna, sem við flest viljum bera, fyrir rétt- arkerfi landsins. Því miður virðist vera ýmislegt í hátterni ákæru- valdsins upp á síðkastið, sem er ekki til þess fallið að viðhalda, hvað þá auka, virðingu fólks fyrir réttarkerfinu í landinu. Ákæruvaldinu ber að gæta að gögnum sem eru ákærðum manni til hagsbóta Eftir Sverri Ólafsson » Þrátt fyrir útbreidda andúð á bankamönn- um er mikilvægt að hún yfirbugi ekki virð- inguna, sem við flest viljum bera, fyrir rétt- arkerfi landsins. Sverrir Ólafsson Höfundur er prófessor í verkfræði. Uppspretta ánægjulegra viðskipta Stefán JarlMartin Lögg. leigumiðlari. Aðstoðarmaður fasteignasala 8929966 stefan@fastlind.is HannesSteindórsson Löggiltur fasteignasali 6995008 hannes@fastlind.is KristjánÞ.Hauksson 6961122 kristjan@fastlind.is GunnarValsson Aðstoðarmaður fasteignasala.Aðstoðarmaður fasteignasala. 6993702 gunnar@fastlind.is Einstök útsýnishús, aukin lofthæð í öllum íbúðum, allt að 3,30m. Húsin eru álklædd að utan, vandaðar innréttingar og granít. fullbúin sýningaríbúð. 3ja og 4ja herbergja íbúðir. Verð frá 52,9 millj. kr. Byggingaraðili:Allar nánari upplýsingar veita: Einstök útsýnishús Opið húsGarðatorgi 2a og 2b, sunnudaginn 11.sept frá kl 16:00 -16:30 Garðatorg 2a og 2b Fasteignasala kynnir:LIND Hlíðasmári 6, 201 Kópavogur OPIÐHÚS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.