Morgunblaðið - 10.09.2016, Page 40

Morgunblaðið - 10.09.2016, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 ✝ Anna MaríaSveinsdóttir fæddist 26. sept- ember 1948 í Kirkjuhvoli á Stöðvarfirði. Hún varð bráðkvödd 26. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Þórey Jóns- dóttir frá Steina- borg, f. 11. október 1913, d. 16. apríl 1973, og Sveinn Ingimundarson frá Djúpavogi, f. 15. janúar 1913, d. 12. febrúar 1984. Þau eignuðust einnig Jón f. 14. febr- 1971. Anna María ólst upp á Stöðvarfirði hjá fjölskyldu sinni, en fór 16 ára gömul í Húsmæðraskólann á Blönduósi. Hún vann um árabil í frystihús- inu á Stöðvarfirði, bókasafninu og apótekinu og einnig í Grunn- skólanum á Fáskrúðsfirði, sat lengi í svæðisstjórn fatlaðra á Austurlandi og var formaður um skeið, í heilbrigðisnefnd Fá- skrúðs- og Stöðvarfjarðar og var formaður þar um árabil. Verkalýðsbaráttan var henni hugleikin og skipaði hún for- ystusveit verkalýðsfélagsins í heimabyggð. Anna María var þekkt af áhugamálum sínum, sérstaklega bútasaumi í sam- félagi með vinafólki á Stöðv- arfirði og nágrannabyggðum. Útför Önnu Maríu fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 10. september 2016, klukkan 14. úar 1944, d. 12. júlí 2007, og Antoníu, f. 10. janúar 1952. Anna María giftist 3. desember 1967 eftirlifandi eig- inmanni sínum, Hrafni Baldurssyni, f. 19. nóvember 1946. Þau eignuð- ust Þóreyju, f. 5. febrúar 1968, d. 4. maí 1974. Anna María og Hrafn bjuggu saman fyrst á Norðfirði, en fluttu fljótlega á Stöðvarfjörð og byggðu sér húsið Rjóður árið Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar við ferðuðumst sam- an á æfingar tvisvar í viku í tæp tvö ár ásamt honum Guðmundi Arnþóri. Þú varst alltaf mætt á undan okkur á Brekkuna og beiðst eftir okkur tilbúin með fullan poka af Góu-kúlum. Um- ræðurnar sem litu dagsins ljós voru meiriháttar. Mér er það minnisstæðast þegar Guðmund- ur reyndi að finna lausnina á hækkandi sjávarmáli, hann komst að þeirri niðurstöðu að búa til risastóra skál og festa hana í geimflaugar og fljúga sjónum bara út í geim, það væri nóg pláss í geimnum fyrir allan þennan sjó. Þegar hann lauk þessari hugmynd man ég að ég hugsaði, hvað með að ríka fólkið geri þetta bara en þú, Maja mín, reyndir að útskýra fyrir okkur að þetta væri nú hægara sagt en gert. Það sem mér finnst svo frábært við þessar ferðir nú í dag er að þú kenndir okkur svo margt, en á sama tíma tókstu bara þátt í skrýtnu umræðunum sem þessir ungu herramenn létu sér detta í hug. Hláturinn og umhyggjan sem fyllti bílinn á þessum ferðum okkar mun alltaf eiga fastan stað í huga mínum. Ég get nú ekki sleppt því að minnast endapunktanna, já og hreindýrapatésins og hrúta- berjasultunnar, sem ég gat stól- að á að fá hver einustu jól. Ég man fyrstu jólin sem pabbi lét þig hafa af hreindýrinu sem hann hafði veitt um haustið og þú lofaðir honum að þú gæfir honum nú að smakka að pa- téinu. Þú komst svo rétt fyrir jól með 2 stór álform af kæfu og tvær krukkur af sultu. Hakan á pabba ætlaði ekki að hætta að síga þegar þú réttir honum þetta. Við sátum svo fjölskyldan saman og úðuðum þessu í okkur öll jólin. Þú hafðir eina ósk sem þú vildir að yrði uppfyllt í útförinni þinni og það var að lagið Skín í rauða skotthúfu yrði sungið af kirkjukórnum þegar þú værir borin til grafar. Þú sagðir að þér þætti þetta svo fallegt lag og eftir því sem tíminn líður, á þetta lag bara betur og betur við þig. Þú varst alltaf svo glað- leg og yndisleg hvar sem þú komst, það ljómaði af þér gleðin. Þessar sögur lýsa þér ágæt- lega. Þú varst alltaf tilbúin að gera hvað sem er fyrir fólkið í kringum þig án þess að fá nokk- uð í staðinn en ef einhver gerði eitthvað, þótt það væri varla fyr- ir þig þá varðstu að launa það tvöfalt til baka. Takk fyrir allt, Maja mín. Ég myndi svo gjarnan vilja vera viðstaddur útförina en ég er ennþá að elta fótboltann sem þú studdir mig alltaf til að elta. Þinn einlægur Sólmundur Aron Björgólfsson. Ég var á leiðinni í skírnar- veislu þegar bróðir minn hringdi til að segja mér að Maja okkar væri dáinn. Það er svo skrítið og svo sorglegt þegar fólk kveður okkur svona skyndilega, hún fór í berjamó og kom ekki til baka. Við Maja vorum búnar að vinna saman í mörg ár, fyrst í frysti- húsinu og svo í grunnskólanum þar sem hún vann á bókasafninu og í afleysingum við önnur störf. Maja hætti að vinna í vor, síðan þá hef ég oft hugsað hvort ég eigi virkilega að fara ein á starfsdaginn hjá AFL í haust en þangað fórum við Maja vanalega saman ásamt Kiddu sem er líka hætt skólastörfum, en ekki grunaði mig að við fengjum ekki að njóta nærveru Maju oftar, á öðrum stöðum en þar. Þegar var lítið að gera í vinnunni og Maja var á bókasafninu fór ég oft nið- ur og spjallaði við hana, ekki síst ef mér lá eitthvað á hjarta, því við Maju gat ég talað um nánast allt. Þegar ég strýk ljósa kollinn hans litla Aðalsteins Bjarts verður mér oft hugsað til Maju sem iðulega klappaði á kollinn á honum og sagði „Hvað segir ljúfur minn í dag?“. Nú er hún Maja komin til Þóreyjar sinnar sem hún saknaði alltaf svo sárt. Elsku Maja mín, þín verður sárt saknað. Elsku Hrafn, Ásta Snædís, Kristján og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur á þess- um erfiða tíma. Eva María og fjölskylda, Sindrabergi. Elsku hjartans yndislega Maja okkar, yndislegri mann- eskju er vart hægt að hitta á lífsleiðinni, hún hlúði vel að vin- um sínum og ættingjum, alltaf voru faðmlög og kossar á kinn ef hún hafði ekki séð okkur í nokkra daga. Hún átti alltaf fal- leg orð til að gleðja mann með. Daginn fyrir andlát hennar settist hún hjá mér með kaffi- bolla, þar sem ég var að næra mig í vinnunni. Spjölluðum við um daginn og veginn. Svo segir hún, mikið lítur þú vel út, Rósm- arý mín, ég leit upp og svaraði, æ, takk elskan mín, eins og ég er eitthvað þreytt og úfin. Já, en hjartanu þínu líður svo vel að það skín úr augunum á þér, seg- ir hún þá. Þessi fallegu orð mun ég geyma í hjartanu mínu ásamt öllu því sem hún sagði og gerði fyrir okkur. Börnin mín eru svo heppin að hafa átt hana Maju sem frænku og vinkonu og áttu þau sinn stað í hjarta hennar og þau hana í sínu hjarta. Einstök og falleg vinátta er það sem lýsir henni best. Bútasaumsteppi fengu báðir drengirnir mínir í fermingar- gjöf, teppin fylgja þeim með góðri minningu um yndislegu Maju frænku sem elskaði búta- saum. Hreindýrapaté-ið með hrúta- berjahlaupinu og endapunktarn- ir á jólunum, keyrsla á fótbolta- æfingar, fróðleikur á bókasafninu, faðmlög ásamt endalausri ást og umhyggju, þetta eru bara smá brot af hennar þátttöku í lífi mínu og barnanna minna. Elsku Hrafn, Kristján, aðrir ættingjar og vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Rósmarý Dröfn, Jón, Sól- mundur Aron og Hanna Dís. Þegar Hrafn Baldursson, maður Önnu Maríu Sveinsdótt- ur, sem kvödd er í dag, hringdi í mig um miðja nótt vissi ég strax að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Þeir sem þekktu þau hjón vita að Hrafn var alla jafna ekki á fótum kl. 3 að nóttu. Enda kom í ljós að verið var að leita að Önnu Maríu og skömmu síðar fannst hún látin. Hún hafði lagt af stað í berjamó um miðjan dag, sem var daglegt brauð hjá henni um þetta leyti árs en orðið bráðkvödd skömmu eftir að hún steig út úr bíl sínum. Áratuga vinátta mín og þeirra hjóna var með þeim hætti að aldrei bar skugga á. Ég kom reglulega á heimili þeirra og naut samveru og góðra veitinga. Mæja, eins og hún vildi láta kalla sig, var afburða kokkur og og naut þess að stjana við sitt fólk, eiginmann og vini. Við Mæja áttum sameiginlegt áhugamál sem var íslensk og sí- gild tónlist og fórum við oft saman á tónleika, hvort sem það var á Eskifirði, Djúpavogi eða annars staðar á Austurlandi. Það voru ánægjustundir og treystu vináttuböndin enn frek- ar. Ég minnist líka margra ára samstarfs þegar Mæja var for- maður heilbrigðisnefndar Fá- skrúðsfjarðarsvæðis. Henni féll helst aldrei verk úr hendi, ef hún var ekki að útbúa kræs- ingar eða að stjana við aðra var hún að sauma bútasaum, á því sviði var hún listakona. Á mínu heimili hanga þrjú listaverk hennar uppi á vegg auk borðdúka sem alltaf eru settir upp fyrir jólin. Mæja naut þess að gefa þessi verk sín og eru ófáir sem eiga teppi og aðra muni frá henni. Og svo reyndist hún mörgum börnum sem besta amma, ekki síst honum Kristjáni sem kallaði hana ömmu sína enda ákaflega kært með þeim alla tíð. Þau hjón urðu fyrir þeim mesta harmi sem nokkur getur orðið fyrir, að missa unga dóttur úr ólæknandi sjúkdómi. Það hjar- tasár bar Mæja til hinstu stund- ar. Öll þau börn sem hún sýndi ástúð minnast hennar með þakklæti. Mæja gat verið nokk- uð skaprík en ávallt sanngjörn og stóð ætíð með þeim sem minna máttu sín. Hún var stolt af því að vera afkomandi Hans Jónatans, sem segja má að hafi verið fyrsti flóttamaðurinn sem kom hingað til lands. Með sorg í hjarta kveð ég kæra vinkonu sem fór frá okkur allt of snemma. Ég sendi Hrafni vini mínum og öllum ættingjum Önnu Maríu samúðarkveðjur. Hákon Hansson. Stórt skarð var höggvið í litla samfélagið okkar á Stöðvarfirði og hér allt um kring þegar Mæja okkar féll skyndilega frá. Þessi yndislega kona með sitt stóra hjarta sem rúmaði öll börnin í þorpinu og fleiri til hef- ur verið kölluð til annarra verka. Það er erfitt að kveðja og svo ótal margt að þakka. Vinskapur fjölskyldna okkar nær lengra en mitt minni nær til og helstu bernskuminningarnar eru úr Rjóðri og Kirkjuhvoli þar sem við systkinin vorum heimagang- ar og mikill samgangur á milli heimilanna. Eftir að Mæja og Hrafn misstu Þóreyju sína héldum við Sóli okkar striki og vöndum komur okkar til þeirra sem fyrr. Mamma fékk bágt fyrir frá konu í þorpinu fyrir að leyfa okkur það, því það myndi ýfa upp sárin við barnsmissinn. Ég gleymi aldrei þegar ég ræddi þetta við Mæju fyrir mörgum árum. Hún var snögg upp á lagið, stoppaði við það sem hún var að gera og sagði með sinni einstöku áherslu: „Solla, ef ég hefði ekki haft ykkur Sólmund á þessum tíma, hefði ég farið yfir um.“ Í Rjóðri var margt brasað, þau voru ófá blómahengin sem við krakkarnir hnýttum í eld- húsinu og alltaf var Mæja tilbú- in til að mæla fyrir nýju þegar eitt var búið. Þegar Mæja fékk okkur Sóla til að myndskreyta forstofuna í Rjóðri að vild sat hún og las Bangsímon af inn- lifun þar sem hver karakter hafði sína eigin rödd. Að sjálf- sögðu fengum við góðgæti með. Mæja hafði mjög sterka ástríðu fyrir áhugamálunum sín- um og það var unun að hlusta á hana tala um matseld, búta- sauminn, berjatínsluna og allt það sem brann á henni. Þegar ég var að vandræðast á bóka- safninu að finna mér einhvern krimma gat Mæja alltaf gefið mér góð ráð. Hún hafði sterkar skoðanir og lá ekki á þeim, ákveðin, fylgin sér og hafði einstakan húmor fyrir sjálfri sér. Hún hrósaði af einlægni og þegar einhver var í nýrri flík eða með fallegt skart var hún ekki spör á hrósið. Þeg- ar ég fékk fréttirnar af að hún væri farin hugsaði ég ósjálfrátt: „ég var ekki búin að sýna henni hálsmenið sem ég keypti í Finn- landi“. Ég þakka fyrir allar samveru- stundir, alla hlýjuna, alla enda- punktana, öll eldhúsráðin og allt hitt. Það er tómlegt í skólanum og einhvern veginn finnst okkur við alltaf eiga von á þér inn um dyrnar. Elsku besti Hrafn, og allir í nánasta hring, innilegar samúðarkveðjur. Solveig Friðriksdóttir (Litla Solla í Sunnuhvoli). Harmafregn laust hugann og það húmaði að í hjartans innum. Orð skáldsins góða: „Skjótt hefur sól brugðið sumri“, berg- máluðu fyrir eyrum mér þegar hin bjarta ævisól Önnu Maríu var svo skyndilega að viði geng- in. Sólu vermd er minningin mæt um konu margra yndislegra eðl- iskosta sem hvarvetna lýsti af. Hún var einstaklega elskurík í framkomu og gædd ríkri rausn og það gilti um þau hjón bæði. Anna María hafði á sér sér- staklega gott orð fyrir verklagni og lipurð hvar sem hún lagði að hug og hönd. Ég átti hjá þeim hjónum marga hugljúfa stund. Hún Anna María var bæði glaðlynd og góðlynd um leið, gefandi var að sækja hana heim og hvenær sem fundum okkar bar saman var brosið yljandi og bjart. Anna María var vinstri sinnuð félagshyggjukona og þar átti ég einlægan trúnað og samfylgd um árin mörg. Hún gegndi einnig vökulu starfi fyrir samtök öryrkja og ekki amalegt sem þar unnum þá að málum að eiga hana að eystra, greind hennar og gjör- hygli nutu sín þar vel. Hún Anna María var bæði kímin og orðheppin og mér er einkar hugstætt tilsvar hennar í salt- húsinu á Stöðvarfirði, þegar ég kom þar eitt sinn og fékk hlýtt á hljóðskraf samstarfskvenna hennar þegar ég birtist: „Þarna kemur þinn maður, Anna María“ og hún eldsnöggt: „Eins og ég viti það ekki, hann svaf hjá mér í nótt.“ Og þær hinar snöggþögnuðu, en ég hafði þá eins og svo oft gist hjá þeim Hrafni, þar sem gestrisnin og alúðin voru í öndvegi hjá þeim báðum. Tregaþrunginni kveðju minni fylgir heilshugar hjartans þökk fyrir öll okkar kæru kynni, fyrir það sem hún Anna María var. Þar fór dýrmæt kona sínu sam- félagi .Við Hanna sendum hon- um Hrafni okkar hlýjustu sam- úðarkveðjur í harmi þess sem hefur svo mikils misst. Horfin er inn á eilífðarlönd mannkostakona þar sem kær- leikurinn var ætíð í fyrirrúmi. Blessuð sé hin bjarta minninga- mynd hennar Önnu Maríu í huga okkar. Helgi Seljan. Ég fékk vináttu Maju og Hrafns í meðgjöf með Arnþóri manni mínum. Þau höfðu verið vinir til margra ára og meðal annars deilt jólum saman. Ég gleymi aldrei fyrsta skipt- inu sem við hjón fórum saman austur á Stöðvarfjörð. Við kom- um að norðan og villtumst yfir Breiðdalsheiðina í stað þess að fara Firðina. Þegar við komum að Breiðdalsheiðinni var komin þétt þoka svo ekki sá nema rétt fram fyrir bílinn. Ekki sást veg- urinn framundan, né hvort bílar væru að koma á móti okkur. Streituvaldandi ástand. Ég var því úrvinda þegar við lentum á hlaðinu við Rjóður og alltum- vefjandi, hlýr faðmur Maju beið okkar. Svo gott! Seinna þegar ég fór sömu heiði í björtu var ég fegin að ég vissi ekki hversu hrikalega brött hún var. Síðan áttum við ótal ferðir austur til þeirra hjóna og nutum þar gestrisni engri líkrar. Það var gaman að tilheyra hópi „matargæludýra“ Maju, en það var valinn hópur vina sem nutu snilli hennar í matargerðarlist, sem var eitt af áhugamálum hennar. Fagbókmenntirnar (matreiðslubækur) teygðu sig í metravís á hillum í eldhúsinu í Rjóðri, prentaðar og handskrif- aðar. Annað áhugamál Maju var bútasaumur, sem hún fór að vinna við stuttu eftir að kynni tókust með okkur. Það var gam- an að fylgjast með hvað þessi sí- vaxandi iðja tók ríkan hluta af tíma og hug Maju. Hún varð al- gjör bútasaumssnillingur. Ég var ein af þeim sem nutu góðs af þessari listgrein vinkonu minnar og eru ófáir munir sem skreyta heimili okkar hjóna, ekki síst um jól. Fyrir rúmum áratug kom Kristján, lítill, fallegur drengur, inn í líf þeirra Maju og Hrafns. Þau tóku að sér að verða afi hans og amma og sáu ekki sól- ina fyrir honum. Þau voru æv- inlega til staðar fyrir hann og það var enginn tími sem hann mátti ekki leita til þeirra eftir aðstoð, hvorki í svefni né vöku. Kristján er núna að verða full- orðinn og er í auknum mæli far- inn að vera sá sem veitir aðstoð og umhyggju. Ógleymanlegar minningar á ég um ferðir með þeim hjónum út í náttúruna í nágrenni Stöðv- arfjarðar, í fjörur, á tónleika, markaði og fleira. Sérlega eru mér minnisstæðar ferðir út í Papey, upp í Lambaskarð ofan við bæinn og upp á Jökuldals- heiði þar sem við fundum ger- semar Guðs í formi steinskála. Nú hefur verið höggvið ótrú- lega stórt skarð í tilveru mína þar sem Anna María er farin á ljóssins veg í annarri tilveru. Gæti hennar og leiði kærleikans kraftur. Megi ljósið og kærleik- urinn styrkja Hrafn og aðra ást- vini og vini sem sakna. Elsku Anna María mín, takk fyrir vináttu þína, tryggð og óendanlegt örlæti þitt í minn garð. Þín vinkona, Elín Árnadóttir. „Arnþór Helgason og Anna María, opinber fylgikona hans.“ Sumarið 1983 fór ég austur á Stöðvarfjörð eins og ég hafði gert einu sinni eða tvisvar á hverju ári undanfarin sjö ár. Að þessu sinni nýtti ég tækifærið til að afla efnis í útvarpsþáttinn Snerting sem við tvíburarnir önnuðumst og fjallaði um mál- efni fatlaðra. María skutlaði mér vítt og breitt um Austurland á rússa- jeppa þeirra hjóna og voru ferð- irnar bæði fróðlegar og skemmtilegar. Skrifaði hún áð- urgreinda tilvitnun í ófáar gestabækur okkur til gamans. Minningarnar þyrlast að mér. Við Gísli kynntumst Hrafni þeg- ar hann vann hjá Ríkisútvarpinu og við sáum um Eyjapistil. Síðar kynntumst við Maríu og tókst með okkur djúp og innileg vin- átta sem aldrei hefur borið skugga á. Við María sátum iðulega að spjalli og létum hugann reika. Stundum greindi okkur á og María kunni því afar illa á okkar yngri árum að ég teldi aðrar konur búa til jafngóðan eða betri mat en hún. Þar sem ég hafði fengið leyfi bónda hennar til að lýsa opinberri matarást minni á henni taldi hún mig halda framhjá. María sinnti ýmsum málum um ævina. Hún var lengi fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í Svæðisráði Austurlands, en dóttir þeirra hjóna, Þórey, hafði látist úr lungnasjúkdómi vorið 1974. Bar hún síðan hag fatlaðra barna mjög fyrir brjósti og var víðsýn á málaflokkinn. Hún var félagslynd að eðl- isfari og hafði ánægju af að um- gangast fólk. Óhætt er að full- yrða að hún var ein af styrkustu stoðum samfélagsins á Stöðvar- firði, vinmörg, gestrisin og vin- sæl víða um land. Hún var frændrækin og stolt af ætt- mennum sínum og uppruna, en einn forfeðra hennar var Hans Jónatan, sem kom hingað til lands í upphafi 19. aldar og sett- ist að á Djúpavogi. Átti hún ekki sístan þátt í því hversu vel minningu hans hefur verið hald- ið til haga. Þau hjónin nutu þess að veita öðrum sitt með hvorum hætti. Þótt þau Hrafn væru býsna ólík voru þau einhvern veginn órofa heild sem fólk laðaðist að. Kom það best í ljós þegar þau gerð- ust afi og amma og studdu þannig Ástu, vinkonu sína, og fósturson hennar, Kristján. María sá vart sólina fyrir pilt- inum og lagði sig fram um að gera honum tilveruna sem besta enda hefur hann launað þeim hjónum ástríki þeirra. Þegar ég fór að stíga í væng- inn við Elínu mína kynnti ég hana fyrir Maríu og urðu þær undir eins vinkonur. María var mikið náttúrubarn. Hún hvarf iðulega til berja eða tíndi sveppi á haustin. Miðlaði hún óspart af þeim krásum sem urðu til úr afurðum náttúrunnar. Í síðasta berjamó sínum hvarf hún héðan í unaðsfaðm fóstur- jarðar sinnar. Enn eitt ljósið hefur slokknað hér í heimi. En minningin um birtu þess og yl lýsir okkur um rökkur minninganna. Hrafni bið ég alls hins besta í hinni þungu raun sem á hann hefur verið lögð. Hjartans María, Mér þykir Anna María Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.